Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FTMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR1986 25 Hópur fólks bíður eftir afhendingu kjörgagna í Þjóðþinginu i Manila á Filippseyjum. / AP/Símamynd Ofbeldi heldur áfram eftir forsetakosningar Manila, 11. febrúar. Frá önnu Bjarnadóttur, FÓRNARDÝRUM forsetakosn- inganna á Filippseyjum fjölgar daglega. Evelio Javier, fv. rikis- stjóri i Antique og andstæðingur stjórnarinnar, var skotinn til bana á þriðjudagsmorgun. Sex vopnaðir, grimuklæddir menn skutu á hann. Hann særðist á öxl og flúði inn á salerni skammt frá ráðhúsi borgarinnar San Jose þar sem hann hafði verið að fylgjast með talningu atkvæða. Morðingjarnir skutu lokakúlunni í höfuð hans í gegnum lokaða hurð og komust undan. Ríkis- stjóri svæðisins flúði til Manila fréttaritara Morgunblaðsins. og sagði að Arturo Pacificador, þingmaður KBL-flokksins og stuðningsmaður Marcosar, hefði staðið að baki morðsins. Pacifícador var í þinginu þegar morðið var framið. Morðfréttin er á forsiðum dagblaða í dag en Pac- ifícador virtist ekki brugðið. Hann gekk um í þingsalnum og kímdi þegar hann var spurður um morðið. „Javier var áður flokksbróðir minn,“ sagði hann. „Hann fór til Bandaríkjanna og flokkurinn kaus að styðja mig í þingsætið þegar hann kom aftur til baka. Hann gekk þá til liðs við stjómarandstöðuna, en við vorum kunningjar, ég hafði enga ástæðu til að myrða hann. Mig grunar að hermaður sem hann löðrungaði á almannafæri á föstu- daginn var og ákærði um að hafa farið illa með systur sína sé á bak við morðið. Filippseyingar eru of stoltir til að láta lítillækka sig á almannafæri," sagði hann enn- fremur og kærði sig kollóttan um fréttir dagblaða. Vitni sögðu að hermaður og kunnur launmorðingi hefðu verið meðal morðingjanna. Launmorðinginn flúði nýlega úr fangelsi. Ramos herforingi hefur nú fyrirskipað dauðaleit að mönn- unum. Lík Javiers var flutt til Manila og Cory Aquino, forsetaframbjóð- andi stjómarandstöðunnar, breytti áætlunum sínum til að geta verið viðstödd minningarathöfn um hann. Notendur einkatölva! IBM-STOÐ - IBM ASSISTANT SERIES Bjóöum nú í fyrsta sinn námskeið um þessa nýju vinsælu forritafjölskyldu frá IBM. Forritin eru einföld og þægileg í notkun. ■ Stoð forritin eru fimm: Ritstoö (Writing assistant) - Ritvinnsla Skrástoð (Filing assistant) - Skráarvinnsla Skýrslustoð (Reporting assistant) - Skýrslugerð Áætlanastoð (Planning assistant) - Töflureiknir Myndstoð (Graphing assistant) - Myndræn fram- setning gagna Forritin eru samhæfö þannig aö hægt er aö flytja gögn á milli þeirra. Við bjóðum tvö námskeið, STOÐ I um Ritstoð, Skrástoð og Skýrslustoð, 16 klst. alls, og STOÐ II um Áætlanastoö og Myndstoö, 8 klst. alls. Leiðbeinandi er Björn Guðmundsson kerfisfræðingur. ■ Fyrsta námskeiðið: STOÐI ~ 20., 21., 24. og 25. febrúar kl. 13.30-17.30 Stjórnunðrfélag Islands Ananaustum 15 • Sími: 6210 66 Bandaríkin: Flugvél flækist í há- spennulínu Ontario, Kaliforníu, 12. febrúar. AP. EINS hreyfils flugvél festíst í 220 þúsund volta háspennulínu er hún var að koma inn tíl iend- ingar á Ontario-flugvelli, sem er í 40 kUómetra fjarlægð frá mið- bæ Los Angeles. Tveir menn voru í vélinni og máttu þeir dúsa þar í 24 metra hæð yfir jörðu í fjórar klukkustundir áður en tókst að bjarga þeim, en þeir sluppu báðir óskaddaðir. Flugvélin kom of lágt inn til lendingar með fyrrgreindum afleið- ingum. Slökkviíiðsmenn frá flug- vellinum þustu til hjálpar og tókst að bjarga mönnunum og vélinni með aðstoð stórs krana og tveggja vökvalyftna. Að sögn slökkviliðs- manna vildu mennimir fyrst stökkva út úr vélinni og til jarðar, en var sagt að bíða þar til tæki til aðstoðar kæmu á staðinn. Grænland: •• Onnur út- varpsstöð Kaupmannahöfn, 11. febrúar. Frá Græn- landsf réttaritara Morgunblaðsins N. Bruun. GRÆNLENDINGAR eiga nú von á því að fá aðra útvarpsstöð, auk þeirrar sem landsstjómin rekur. Alþýðusambandið á Grænlandi hefur sótt um að fá að setja á stofn útvarpsstöð og er gert ráð fyrir að hún hefji útsendingar 1. maí í vor. Gert er ráð fyrir að hún sendi út fréttir og tilkynningar frá vinnu- stöðum, auk tónlistar. Útsendingar munu heflast í Godtháb. Vöniúml við vesturhöfnina Útgerðarvörur Veiðarfæralásar — Víraklemmur — Baujuluktir og baujustangir — Bambus — Tóg — Línuefni — Blý — Teinatóg — Flotteinn — Landfestar — Stálvír — Belgir allskonar — Onglar — Taumar — Netahringir — Netakeðja — Netalásar og kóssar — Fiskikörfur — Goggar og stingir — Hnífabrýni — Fiskihnífar og vasahnífar — Blakkir ótal gerðir — Netdúkur á skipsborða. Skipaskoðunarvörur Frá Pains Wessex — Línubyssur — Flothausar — Handblys — Svifblys — Bjarghringsljós — Manoverboard. Einnig flestar aðrar skoðunarvörur, m.a.: Björgunarvesti — Björgunarhringir — Slökkvitæki — Dælur alls konar — Brunasiöngur og tengi — Siglingaljós — Radarspeglar — Þoku- lúðrar — Akkeriskeðjur — Öryggishjálmar o.m.fl. Verkfæri o.fl. Víraklippur — Oliuluktir með neti — Úrvalsverkfæri frá USAG — Krafttalíur og lásar frá Durbin Durco — Allar tegundir af borum — Plötublý — Minkagildrur — Rottugildrur — Músagildrur. Fatadeildin Norsku ullarnærfötin — Há og lág stígvél — Vinnubuxur — Jakkar — Skyrtur — Peysur — Regn- fatnaður, írsku þykku bláu sokkarnir. REKSTRARVORUR FYRIR ÚTGERÐ OG FISKVINNSLU. VINNU- OG SJÓFATNAÐUR — VERKFÆRAÚRVAL — MÁLNING Á ALLA FLETIÚTIJAFNT SEM INNI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.