Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 Arnór L. Pálsson, Hlaðbrekku 2. * Ásthildur Pétursdóttir, Fífuhvanunsvegi 39. Birna Friðriksdóttir, Víðihvammi 22. Bragi Michaelsson, Birkigrund 46. Grétar Norðfjörð, Guðm. M. Thorarensen, Skólagerði 59. Kjarrhólma 14. Guðni Stefánsson, Haraldur Kristjánsson, Hrauntungu 79. Hamraborg 32. Jóhanna Thorsteinsson, Daltúni 4. Kristinn Kristinsson, Reynihvammi 22. Richard Björgvinsson, Stefán H. Stefánsson, Grænatúni 16. Lundarbrekku 6. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Kópavogi fer fram 1. mars nk. í Sjálfstæðishúsinu að Hamraborg 1. Kosning utan kjörstaðar fer fram á miðvikudögum og laugar- dögum frá 17—19 á sama stað fram til kjördags. Alls gáfu 12 Kópavogsbúar kost á sér til framboðs í prófkjörinu. Mikið starf er nú unnið innan samtaka sjálfstæðismanna í bænum og stefnt að því að listi sjálfstæðis- manna nái nú í fyrsta skipti meiri- hluta í stjóm bæjarins. í síðustu kosningum fengu sjálfstæðismenn 5 bæjarfulltrúa af 11, og hafa þeir myndað öflugan minnihluta í stjóm bæjarins á þessu kjörtímabili. I kvöld kl. 20.30 munu frambjóð- endur í prófkjörinu koma fram á fundi sjálfstæðisfélaganna að Hamraborg 1 og halda kynningar- ræður, auk þess sem þeir munu sitja fyrir svömm fundarmanna. Bæjarbúar em hvattir til að mæta á fundinn og kynnast viðhorfum frambjóðendanna til bæjarmála. Þá em menn hvattir til að láta innrita sig í flokksfélögin og tryggja sér þar með rétt til þátttöku í prófkjör- inu. Morgunblaðið/Júlíus Höfundur leikritsins situr hér umkringdur aðstandendum Nemendaleikhússins. Standandi frá vinstri: Ólafur Órn Thoroddsen, Jenný Guðmundsdóttir, Valdimar Órn Flygenring, Kári Halldór, Ágúst Pétursson, Eiríkur Guðmundsson og Skúli Gautason. Sitjandi er Þórarinn Eldjám og hjá honum sitja Bryndís Petra Bragadóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir og Guðbjörg Þórisdóttir. Nemendaleikhúsið sýnir Ó muna tíð eftir Þórarin Eldjárn NEMENDALEIKHÚSIÐ frum- sýnir leikritið Ó muna tíð eftir Þórarin Eidjárn á morgun, föstudaginn 14. febrúar. Þórar- inn samdi leikritið sérstaklega fyrir Nemendaleikhúsið, en þetta er fyrsta leikritið sem hann semur einn. Áður hefur hann átt þátt í að semja söng- leikinn Gretti, revíuna Skorna skammta, Gúmmí Tarsan o.fl. Helga Hjþrvar skólastjóri Leik- listarskóla Islands sagði að venja væri að fá íslenskt skáld til að semja leikrit fyrir Nemendaleik- húsið. Þetta væri m.a. gert til að venja nemendur skólans við að vinna með algerlega nýjan texta sem enginn hefur áður unnið með. íslenska leikritið er síðan eitt af þremur lokaverkefnum sem nemendur 4. og síðasta bekkjar skólans inna af hendi. Fyrir jól sýndi Nemendaleikhúsið leikritið Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari og síðasta verkefnið á þessu ári verður leikritið Tartuffe eftir Moliére sem frumsýnt verður í vor. Þórarinn Eldjám sagði að leik- ritið fjallaði um samskipti eigenda fyrirtækisins Minningarþjón- ustunnar og nokkurra viðskipta- vina þess eina dagstund. Hann sagðist hafa byijað að skrifa verkið í haust og vissi þá um lítið annað en fjölda leikenda. „Ég skrifaði leikritið ekki endilega með Nemendaleikhúsið í huga, nema að því leyti að ég ákvað að láta hlutverkin hafa svipað vægi. Leikstjóri og skólastjóm hafa haft mjög frjálsar hendur með að velja í hlutverkin, enda lít ég á sjálfan mig fyrst og fremst sem textahöf- und,“ sagði Þórarinn. Nemendur í Nemendaleikhús- inu veturinn 1985-1986 era Bryndís Petra Bragadóttir, Eirík- ur Guðmundsson, Guðbjörg Þóris- dóttir, Inga Hildur Haraldsdóttir, Skúli Gautason og Valdimar Öm Flygenring. Tónlist og leikhljóð era eftir Áma Harðarson. Jenný Guð- mundsdóttir sér um leikmynd og búninga. Lýsingu annast Ágúst Pétursson og önnur tæknivinna er í höndum Ólafs Amar Thor- oddsen. Leikstjóri er Kári Halldór. Sýningar á leikritinu Ó muna tíð era í Lindarbæ og er fyrir- hugað að sýna það í u.þ.b. fjórar víkur. Akranes: Miður að konurnar blönd- uðu sér ekki í baráttuna — segir Benedikt Jónmundsson Akranesi ll.febrúar: SJÁLFSTÆÐISMENN hér á Akranesi efndu til prófkjörs um helgina og voru úrslit þess birt i Morgunblaðinu á þriðjudag. Friðrik Jónsson, formaður full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að farið hefði verið í þetta prófkjör með mjög skömmum fyrir- vara. „Kjörsókn var ekki mikil miðað við sameiginlegt prófkjör flokkanna 1982, en því tóku þátt rösklega 1200 manns, þar af greiddu 548 manns Sjálfstæðis- flokknum atkvæði sitt. Það prófkjör tókst mjög vel og var mikill áhugi fyrir því. í prófkjörinu 1978 sem var svip- að og nú greiddu 244 atkvæði, svo nokkur aukning varð miðað við það. Þetta hefði mátt vera líflegra en ýmislegt fleira var að gerast í bænum á meðan prófkjörið var haldið og áhugi hefur kannski verið minni en ella þess vegna," sagði Friðrik Jónsson. Þrír af íjóram núverandi bæjar- fulltrúum flokksins gáfu ekki kost á sér, þeir Valdimar Indriðason, Hörður Pálsson og Ragnheiður Ól- afsdóttir, en sá íjórði, Guðjón Guðmundsson, forseti bæjarstjóm- ar, hlaut yflrburðakosningu og var sá eini sem hlaut bindandi kosn- ingu. Athygli vekur að sex konur gáfu kost á sér í prófkjörið og sú sem flest atkvæði fékk, náði aðeins kosningu í sjötta sætið. „Ég vil þakka traust sem mér hefur verið sýnt,“ sagði Benedikt Jónmundsson í samtali við Morgun- blaðið. „Ég hafnaði nú í öðra sæti en var áður í flmmta sæti. Þá vil ég lýsa sérstakri ánægju minni að Guðjón Guðmundssonskuli hafa hlotið svo glæsilega kosningu sem raun ber vitni. Hins vegar er það miður að engin af konunum sem buðu sig fram, skuli blanda sér í baráttuna um efstu sætin en á það ber að líta að einungis fyrsta sætið er bindandi og kemur því í hlut uppstillingamefndar að gera tillögu til fulltrúaráðsins um þann lista sem talinn verður sigurstranglegastur. Við Sjálfstæðismenn eru bjartsýnir á komandi kosningar því málefna- staða okkar er góð og ég vil því nota tækifærið til að skora á alla stuðningsmenn okkar að standa vel saman, því mikil vinna er eftir áður en til kosninga kemur," sagði Benedikt Jónmundsson. T r Sameiginleg yfirlýsing Norðurlandanna: Aukin aðstoð við níu ríki Afríku UNDIRRITUÐ hefur verið yfir- lýsing Norðurlandanna um aukna aðstoð og samvinnu Norð- urlandanna við níu ríki i Afríku. Hér á eftir fer frétt utanríkis- ráðuneytisins um undirritunina: Hinn 29. janúar 1986 undirritaði Ólafur Egilsson sendiherra fyrir Islands hönd yfírlýsingu Norður- landanna um aukna aðstoð og samvinnu Norðurlandanna við níu ríki í sunnanverðri Afríku í sam- ræmi við samþykkt ráðherrafundar Norðurlandanna í október sl. Undir- ritunin fór fram í Harare, Zimbab- ve.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.