Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ.'FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR1986 Greiðslukort: Ekki ástæða til sérstakrar lagasetningar Reglur settar á grundvelli gildandi laga Matthías Bjarnason, við- skiptaráðherra, sagði á Alþingi í gær að ekki séu nægar ástæð- ur til sérstakrar lagasetningar um greiðslukort, heldur beri að setja reglur um greiðslukort á grundvelli gildandi laga. Vitnaði hann sérstaklega til laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti (2. mál- grein 8. greinar). Viðskipta- ráðuneytið hefur óskað eftir því við Verðlagsstofnun að hún geri tiUögur til ráðuneytisins um tvo þætti greiðslukortavið- skipta: f fyrsta lagi er óskað eftir tillög- um að reglum sem geri verzlunum óheimilt að veita notendum greiðslukorta betri kjör en þeim er staðgreiða. Ráðuneytið telur að þessu markmiði verði m.a. náð með því að banna útgefanda greiðslukorta að leggja kostnað við rekstur greiðslukerfisins á þá sem samþykkja að taka við greiðslum gegn framvísun greiðslukorta frá hlutaðeigandi útgefanda. Einnig gæti komið til greina að skylda verzlanir sem taka við greiðslukortum til þess að veita viðskiptavinum, sem stað- greiða, sérstakan afslátt, sem væri sá sami og kostnaður verzl- unarinnar vegna greiðsiukorta- þjónustunnar. 1 annan stað er óskað eftir athugun á því, hvort unnt sé að takmarka notkun greiðslukorta við tiltekin viðskiptasvið. Ráðu- neytið leggur sérstaka áherzlu á að athugað verði hvort noktun greiðslukorta sé heppileg í mat- vöruviðskiptum og telur rétt að kanna, hvemig notkun greiðslu- Matthías Bjarnason, viðskiptaráðherra leyti í korta fari fram að þessu helztu nágrannaríkjum. Verðlagsstofnun átti að skila tillögum sínum fyrir 1. febrúar sl. Skilafrestur hefur nú verið framlengdur. Fyrirspurnir: væri hafin. Hvenær má ætla að endurskoðun ljúki? * Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) spyr fjármálaráðherra, hvað líði framkvæmd og afgreiðslu á yfirtöku eða ábyrgð samkvæmt 29. grein lánsfjárlaga fyrir árið 1985 á afurðalánum allt að 250 m.kr. sem veitt hafa verið skreiðar- ffamleiðendum vegna óseldra birgða í árlok 1984? * Ragnar Arnalds (Abl.-Nv.) og leiri samflokksmenn spyija iðnaðar- ráðherra, hvemig ríkisstjómin hyggist koma til móts við Stálfélag- ið hf. í viðleitni þess til að koma á fót stálbræðslu hér á landi. NY ÞINGMAL Tafarlaus afplán- un fíkníefnadóma Afplánun f íknief nabrota Kjartan Jóhannsson (A-Rn) hefur Iagt fram tillögu til þings- álytkunar, sem felur í sér tilmæli til dómsmálaráðherra, þess efnis, að „fangelsisdómum vegna fíkni- efnabrota verði ætíð fullnægt þegar í stað og hafi afplánun slíkra dóma þannig forgang að öðm jöfnu". Pjarvistir foreldra vegna veikinda barna Ragnar Arnalds (Abl-Nv) flytur fmmvarp til laga þess efiiis að foreldri sé heimilt „að ráðstafa allt að einni viku af áunnum rétti til fjarvistar vegna veikinda til að vera frá vinnu vegna veikinda bama Skammstafanirí stjórnmálafréttum í stjórnmálafréttum Morgunblaðsins eru þessar skammstafanir notaöar. Fyrir flokka: Alþýðuflokkur Alþýðubandalag Bandalag j afnaðarm. Framsóknarflokkur Kvennalisti Kvennaframboð Sjálfstæðisflokkur Fyrir kjördæmi: Rvk.: Reykjavík Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Reykjanes A.: Abl.: Bj.: F.: Kl.: Kf.: S.: VI.: Vf.: Nv.: Ne.: Al.: Sl.: Rn.: sinna undir 13 ára aldri verði ann- arri umönnun ekki við komið". Fullor ðinsf ræðsla Guðrún J. Halldórsdóttir (Kvl-Rvík) og fleiri þingmenn flytja tillögu til þingsályktunar sem felur menntamálaráðherra, verði hún samþykkt, „að láta semja fmmvarp til laga um fullorðinsfræðslu sem taki til fræðslu á öllum menntunar- stigum og hafi það að markmiði að stuðla að jafnrétti fólks til fræðslu og náms“. Vindlingapappír og eldspýtur Karl Steinar Guðnason og Eið- ur Guðnason þingmenn Alþýðu- flokksins flytja frumvarp til laga, þess efnis, að fella niður einkarétt ríkisins til að flytja inn vindlinga- pappír og eldspýtur, en sá einka- réttur er nú til staðar í lögum um einkarétt ríkisins fil að flytja inn tóbak og áfengi. í greinargerð segir m.a.: „Meðal annars mætti athuga, hvort hagræðing væri í því fólgin að taka sérskatta ríkisins á áfengi og tóbaki með tolli í stað þess að reka umfangsmikið verzlunarfyrir- tæki með þessar vömr.“ Stjórn búvöru framleiðslu Hjörleifur Guttormsson og fleiri þingmenn Alþýðubandalags hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá landbúnaðarráðherra um undir- búning að svæðabúmarki og um fullvirðisrétt bænda. Samkvæmt beiðninni skal ráðherra flytja Al- AIÞinGI þingi skýrslu um undirbúning og stjóm búvömframleiðslunnar á yfir- standandi verðlagsári, 1985—86, ogþví næsta 1986-87. Laun sveitar- stj órnarmanna Fyrirspurnir einstakra þingmanna til ráðherra eru vax- andi þáttur í þingstörfum. Meðal fyrirspurna, sem bornar hafa verið fram síðustu daga, eru: * Kjartan Jóhansson (A.-Rn.) spyr félagsmálaráðherra hve há mánað- arlaun sveitarstjómarmanna í ein- stökum kaupstöðum séu fyrir setu í sveitarstjóm og bæjarráðum. * Guðrún J. Halldórsdóttir (Kvl.-Rvik.) spyr menntamálaráð- herra, hvort á döfinni séu aðgerðir til að bæta aðstöðu ört vaxandi flölda nemenda sem kýs að læra sænsku eða norsku í stað dönsku. Hvenær er þess að vænta að nem- endur fái þann bókakost sem þeir þurfa til námsins? * Stefán Benediktsson (BJ.-Rvik.) spyr samgönguráðherra hveijar séu eignir Ferðaskrifstofu ríkisins: a) í fasteignum? b) í fyrirtækjum eða félögum? Hvaða fasteignir tók skrifstofan á leigu 1985? Hver vóm leigukjör? Hveijar vóm heildar- leigugreiðslur 1985? * Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.-Rvik.) spyr heilbrigðisráð- herra hve mikill hluti af rekstrarfé Krabbameinsfélags íslands komi frá ríkissjóði. Hvemig er starfsemin fjármögnuð að öðm leyti? Hve mikill er heildarkostnaður við skoð- un hverrar einstakrar konu sem kemur til leghálskrabbameinsleitar? * Guðrún Agnarsdóttir spyr sama ráðherra hve mikinn hluta kostnað- ar af leghálskrabbameini hjá leitar- stöð Krabbameinsfélags konur greiði sjálfar. Hún spyr hvort breyt- ing hafi orðið á hlutdeild kvenna að þessu leyti á sl. ári og hvort sú breyting hafí haft áhrif á aðsókn kvenna að stöðinni. * Stefán Benediktsson spyr fé- lagsmálaráðherra hversvegna íbúð- areigendur einstakra húsa, sem byggð vóra á vegum Byggingarfé- lags verkamanna, megi ekki stofna húsfélög um hvert hús eins og aðrir íbúðareigendur í fjölbýlishúsum. * Eiður Guðnason (A.-Vl.) spyr samgönguráðherra hveijir annist þá endurskoðun íjarskiptalaga sem greint var frá á Alþingi í fyrra að Erlendar skuldir: Greiðslubyrði lækkar Samkvæmt skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrir- spurn Guðrúnar Helgadóttur (Abl.-Rvk.) var greiðslubyrði afborgana og vaxta af er- lendum skuldum þjóðarinnar 1985 9.900 m.kr. samanborið við 8.458 m.kr. 1984. afborgana af vergri r 8,9% en Greiðslubyrði 1985 sem hlutfall landsframleiðslu va 10,4% 1984. Greiðslubyrði afborgana sem hlutfall af heildarútflutnings- tekjum var 20,4% 1985 en var 24,3% 1984. Greiðslubyrði vegna erlendra skulda hefur því lækkað bæði sem hlutfall af landsframleiðslu og útflutningstekjum milli áranna 1984 og 1985. Sljórnarfrumvarp: Útflutningsráð Matthías Bjarnason við- skiptaráðherra hefur mælt fyrir stjóimarfrumvarpi um stofnun Útflutningsráðs ís- lands. Ráðið er opið öllum aðil- um sem flytja út vörur og þjón- ustu eða afla gjaldeyris á annan hátt. Hlutverk þess er „að koma á auknu samstarfi fyrirtækja, samtaka og stjómvalda í mál- um, er lúta að eflingu útflutn- ings, og veita útflytjendum alhliða þjónustu og ráðgjöf í því skyni að greiða fyrir og Stjómarfrumvarp: Ógilding órétt- mætra samninga FRAM hefur verið lagt stjómar- framvarp til breytinga á lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggeminga (nr. 7/1936). Meginefni fmmvarpsins er til- laga um lögfestingu nýs ákvæðis, almenns ógildingarákvæðis, i III kafla laganna. Ákvæði þetta mun, ef að lögum verður, veita islenzkum dómstólum víðtækari heimildir til ógildingar eða leiðréttingar ósanngjamra samninga en gildandi réttarreglur heimila. Meginbreytingin felst í því að hin nýja regla mun taka til allra samningategunda á sviði fjár- munaréttar og almennt veita heim- ild til þess að taka tillit til aðstæðna, sem ekki vóm fyrir hendi við samn- ingsgerð, ef talið yrði að ógilda eða leiðrétta þyrfti slíka samninga samkvæmt reglunni. Framvarpið felur í sér breytingar á 31., 32., 33., 34., 35., 36. og 37. 'grein viðkomandi laga. auka útflutning á vörum og þjónustu. Stjóm Útflutningsráðs skipa átta menn, valdir til tveggja ára. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, SÍS, Flugleiðir, SÍF og SÍI tilnefna einn mann hver, viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra einn mann hvor og einn er tilnefndur sameiginlega af aðilum í Útflutningsráði. Af ráðgerðri þjónustu við útflytj- endur má nefna: 1) Að skipuleggja alhliða landkynningu erlendis, 2) Að skipuleggja sameiginlega þátt- töku fyrirtækja í sýningum erlendis, 3) Að gera markaðsathuganir fyrir heilar greinar eða einstök fyrirtæki, 4) Að safna skipulega og miðla upplýsingum um erlenda markaði og framleiðslunýjungar, 5) Að veita erlendum aðilum upplýsingar um íslenzkar vömr og þjónustu og hafa milligöngu um viðskiptasambönd, 6) Að skipuleggja og greiða fyrir samvinnu fyrirtækja í útflutningi, 7) Að leiðbeina fyrirtækjum í hví- vetna um útflutning og aðgerðir á erlendum markaði. Viðskiptaráðherra sagði að til- gangur frumvarpsins væri að efla markaðsstarfsemi fyrir íslenzkar vömr og þjónustu erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.