Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 Minning: OlafurÞ. Pálsson múrarameistari Fæddur 12. nóvember 1907 Dáinn 4. febrúar 1986 Ólafur Þorkell Pálsson múrara- meistari lést ( St. Jósefsspítala, Hafnarfírði, 4. þ.m., eftir tiltölulega stutta legu þar í það sinn. Andlát hans kom okkur vinum hans ef til vill ekki svo mjög á óvart. Og þó, því að þrátt fyrir það að hann hafí orðið að dvelja á sjúkrahúsum af og til undanfarin misseri, var hann venjulega kominn heim aftur eftir tiltölulega skamman tíma og byij- aður að huga að frímerkjasafni sínu, eða að sinna öðrum áhugamál- um og lét þá allvel yfír líðan sinni. Ólafur Þ. Pálsson fæddist hér í Reykjavík 12. nóvember 1907. Foreldrar hans voru hjónin Þuríður Hafliðadóttir og Páll Ölafsson múr- ari. Páll faðir hans var einn fjögurra ungra íslendinga er lærðu múrsmíði f Danmörku um aldamótin og lögðu sfðan grundvöllinn að iðngreininni hér á landi. Ætla mætti því að Ólaf- ur hafí lært múrsmfðina hjá föður > sfnum, en svo var þó ekki, því að hugur hans stóð mjög til sjó- mennsku á yngri árum. í 50-ára afmælisriti Múrarameistarafélags Reykjavfkur birtist viðtal við Ólaf, þar sem hann segir m.a., að þegar hann kom af vertfð f Grindavfk 1926, þá 19 ára gamall, hafí hann verið staðráðinn í því að gera sjó- mennskuna að lffsstarfí og að hefja nám f samræmi við þá ákvörðun. Faðir hans, sem þá lá banaleguna, fékk hann til að breyta þessari 1 ákvörðun sinni, og að lofa sér þvf að læra heldur múrsmíði, sem hann hafði undirbúið þannig, að hann kæmist á námssamning hjá góðvini sfnum, Kristni Sigurðssyni, sem var einn af þeim flórum sem höfðu lært iðnina í Danmörku eins og fýrrergetið. Ólafur tók sveinspróf árið 1930 og vann eftir það í 2 ár hjá Kristni. En þá fór kreppan að gera vart við sig, svo að byggingaframkvæmdir drógust verulega saman, Kristinn vatð því að segja flestum sveina sinna upp vinnunni. Atvinnuhorfumar voru því heldur bágbomar hjá hinum unga múrara- sveini, sérstaklega vegna þess, að ' þetta ár kvæntist hann og stofnaði heimili. Kona hans var Guðrún Sörensen, hin ágætasta kona, sem reyndist ólafí traustur lífsförunaut- ur og sem var honum samhent við uppbyggingu hins glæsilega heimil- is þeirra. Böm þeirra hjóna em: Georg, vélstjóri, kvæntur Margréti Sigurðardóttur, Hafsteinn, múrara- meistari, kvæntur Vilborgu Áma- dóttur, Ágúst, múrari, en hans aðalatvinna hefur verið sjó- mennska, kvæntur Elísabetu Ein- arsdóttur og Jónína, skrifstofumað- ur á Keflavíkurflugvelli, sambýlis- maður hennar er Erik Zimmermann verslunarmaður. Einnig ólu þau upp dóttur-dóttur sína, Guðrúnu Ólöfu. Guðrún, kona Ólafs, andaðist 27. ágúst 1983. Það var vini okkar, ólafí, mikið áfall, sem vænta mátti, og þótti okkur sem lífslöngun hans yrði aldrei hin sama eftir það. Snúum okkur nú aftur að frnrn- býlisári hinna ungu hjóna. Úr at- vinnuleysinu rættist þannig, að Ól- afí bauðst vinna við hús er var verið að hefla byggingu á norður á Siglu- fírði, og tók hann því boði. Varð þetta til þess að þau bjuggu á Siglufírði í 6 ár, við ágæta afkomu. Enda var enginn annar lærður múrari í kaupstaðnum þá. Árið 1940 fór að draga úr fram- kvæmdum þar nyrðra. Þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur. Þar vom næg verkefni, eftir komu setuliðsins. Verkfræðifyrirtækið Höjgard & Schultz vann um þessar mundir að lögn hitaveitunnar um borgina, og réð Ólafur sig til starfa hjá því fyrirtæki. Þessu verkefni var lokið árið 1946. Þá hefur hann eigin atvinnurekstur. Fyrst byggði hann hús sem hann seldi. Sfðar gerðist hann verktaki, og stóð sem slíkur fyrir byggingu margra stórhýsa hér í borginni, svo sem hús það er Bæjarútgerð Reykjavíkur var lengst af til húsa, úti á Granda, Hjúkmnarskólann, mikla viðbygg- ingu við Landspftalann og við- byggingu við Iðnskólann. Einnig byggði hann mikið á vegum ríkisins, víðsvegar um landið, aðallega presta- og læknabústaði. Ólafur var mikill félagshyggju- maður. Hann var að jafnaði mjög virkur í flesturn félögum sem hann var meðlimur í og vann þeim vel á allan hátt. Hann var í stjóm Múrarameistarafélags Reykjavíkur í um 20 ár. Auk þess vann hann fjölda mörg siðari ár á skrifstofu félagsins, lengst af sem gjaldkeri. En mesta ánægju og starfsgleði hlotnaðist honum við störf sín í þeim félögum sem hafa á stefnu- skrá sinni velgjörðarstarfsemi, í þágu samborgaranna og til almenn- ingsheilla. Það var því engin tilvilj- un að Ólafur var meðal stofyenda Kiwanishreyfíngarinnar á íslandi og lagði sinn skerf til þeirra góðu málefna sem sá félagsskapur vinnur að. Þá var hann í áratugi mjög virkur f félagi f Oddfellowreglunni, þar sem undirritaður kynntist mannkostum hans best. Hann vildi létta meðbræðrunum lífíð sem mest, og lét því oft rausnarlega af hendi rakna, til manna og málefna, er hann taldi það við eiga. Við, félagar hans innan Oddfellowreglunnar, færum honum kærar þakkir fyrir störf hans þar, er ætíð voru unnin af fómfysi og alúð. Ég vil svo að lokum fyrir mfna hönd og konu minnar, votta þeim hjónum virðingu okkar og þakkir fyrir margar góðir stundir, sem við áttum á þeirra fagra og myndarlega heimili að Kleifarvegi 8, þar sem þau bjuggu lengst af, og tóku þar oft af rausn á móti vinum sínum. Og koma mér þá í hug þrír þeirra bestu vinir, sem allir eru horfnir héðan á undan Ólafí, og sem nú eflaust fagna komu hans og greiða fyrir honum á framhaldsbrautinni. En hér á ég við þá Kristján Skag- fjörð, Vilberg Hermannsson og Þór Sandholt. Seinustu árin bjó Ólafur á Hrafn- istu í Hafnarfirði, þar sem hann undi hag sínum vel, eftir atvikum, í rúmgóðri vistarveru og við ágætan aðbúnað. Man ég vel, er ég heim- sótti hann fyrst þangað, hve ánægð- ur hann var með það að húsakynnin leyfðu að hann gat haft þama hjá sér þá muni, er honum voru kærast- ir. Og ekki var hann síst ánægður með að geta haft þama.sitt ágæta frímerkjasafn. sem hann geymdi í sama eldtrausta skápnum sem hann hafði á KleifarVeginum. Það hefur eflaust stytt honum stundimar að yfírfara safnið, bæta við það og að haidfl þvf í hihu snyrtilega horfi, sem það ávallt var í. Bömum Ólafs og fjölskyldum þeirra eru hér með fluttar innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu góðs manns, sem nú er kvaddur. Helgi Hallgrímsson Meðhveijuorði semþúlest færistunær —endinum. (ÞórSandholt,yngri.) Þessa skemmtilegu litlu vísu orti ungur menntaskólapiltur fyrir nokkmm ámm. Því miður fékk hann ekki tóm til þess að lesa mikið lengur, því hann dó stuttu síðar, aðeins rúmlega tvítugur að aldri. Vinur minn, Ólafur Þ. Pálsson, múrarameistari, fékk mun lengri tíma til lesturs, því hann dó hinn 4. febrúar sl. í St. Jósefsspítala í Hafnarfírði rúmlega 78 ára gamall. Það mun vera einn lengsti meðal- lestrartími karlmanna í víðri veröld. Hvað það snertir er því vart hægt að kvarta, þótt ættingjum, vinum og samstarfsmönnum sé mikil eftir- sjá að þessum aðlaðandi og dug- mikla athafnamanni. Ólafur fæddist í Reykjavík hinn 12. nóvember 1907 og var því á 79. aldursári er hann dó, eins og áður getur. Hann var vngstur fímm systkina, bama Páls Ölafssonar, steinsmiðs, og konu hans, Þuríðar Hafliðadótt- ur, en vegna heimsku minnar í ættfræði læt ég öðrum eftir að rekja þá sögu lengra. Systkini Ólafs voru systumar Ólavía, ekkja í Reylq'avík, og Guð- rún Crosier, einnig ekkja, en býr í Ameríku. Báðar era systumar á nfræðisaldri. Þá átti hann einnigtvo bræður, Sigurð, sem var sjómaður, og Guðmund, sem stundaði útgerð og sjómennsku í Ameríku. Þeir era báðir dánir. Móður sína missti Ólafur ný- fæddur og lenti hann á hálfgerðum hrakhólum mikinn hluta bemsku sinnar, enda heimilið fátækt og lítið um atvinnu fyrir föðurinn. Hann var um tfma hafður hjá gömlum hjónum vestur á Nýlendu- götu og dvaldi Qölda sumra á ýms- um bæjum í Biskupstungum. í fyrstu hneigðist hugurinn til sjómennsku og 17 ára gamall réð hann sig sem vinnumann til Dag- bjarts Einarssonar, útvegsbónda í Grindavík. Vann hann þar ýmis störf bæði til sjós og lands. M.a. gerði Dagbjartur út tólfæring, sem Olafur vann mikið við. Lenti hann þar stundum á háskalegum brim- lendingum við Jófríðarstaði og öðr- um hættuferðum á sundinu þar fyrir utan. Á þessum áram gistu margir sjómenn vota gröf á þessum slóðum. Á banabeði sínu bað faðir Ólafs hann að hverfa frá sjómennsku og læra heldur múrverk. Varð það úr að faðirinn kom honum í læri hjá vini sínum Kristni Sigurðssyni, múrara, og útskrifaðist Olafur sem sveinn í múraraiðn árið 1930. Meistari í iðninni varð hann 1949. Lífshlaup Ólafs hefur verið all viðburðaríld. Hann gekk í hjóna- band með Guðrúnu Sörensen árið 1933. Faðir hennar var danskur en móðirin, Ágústa Magnúsdóttir, var af Miðselsætt, héðan úr Reykjavík. Ekki var björgulegt um að litast fyrir hin ungu og algjörlega eigna- lausu hjón. Kreppan í algleymi og mjög lítið um atvinnu. Veturinn 1934 vann Ólafur við Landakotsspítalann, en er því verki var að ljúka fluttist Qölskyldan til Siglufjarðar, fyrir tilstilli Harðar Bjamasonar, síðar húsameistara ríkisins, til þess að múra þar eitt hús. Er því verki lauk reyndust næg verkefni vera fyrir hendi fyrir múrara á Siglufirði, enda urðu árin sex, sem þau hjón bjuggu þar. Eitt af þeim verkefnum, sem Ólafur vann fyrir SigluQarðarkaup- stað, var að steypa þar fyrstu götu bæjarins. Á þeim tíma vora steinsteyptar götur hér á landí algjört nýnæmi og held ég að Suðurlandsbrautin í Reykjavfk, sem Jón Gunnarsson, verkfíræðingur, sá um að steypa, hafi verið eina dæmið sem áður þekktist. - Jarðarfarar- skreytingar Kistuskreytingar, krans- ar, krossar. Græna höndin f- -Gróðraratöð viö Hagkaup, simi 82895. Tókst verkið svo vel hjá Ólafi að vart hefur þurft að hrófla við göt- unni til lagfæringa eða viðgerða sfðan. Að minnsta kosti var svo fyrir aðeins fáum áram. Tilviljun réði því að Ólafur fluttist aftur til Reykjavfkur. Hann hafði samið við Einar Stefánsson, skip- stjóra á Dettifossi, um að hann gæfí einhverjum háseta sinna frí einn túr til Ameríku, en á fullu kaupi. Sfðan tæki Ólafur plássið, kauplaust, og þannig fengi hann tækifæri til þess að heimsækja systur sína, Guðrúnu (þá nefrid Kemp), sem hann hafði ekki séð um langt árabil. Er hann kom aftur til Reykjavík- ur úr þeirri siglingu var hann orðinn svo blankur að hann átti ekki fyrir farinu norður. Hann fór því f land í þeim tilgangi einum að vinna fyrir farinu heim, en nú var tíðin önnur í atvinnumálum hér syðra, en þegar hann fluttist norður. Nú vantaði fólk til vinnu, svo hann réð sig sem verkstjóra til Höjgaard & Schultz, en það var verkfiæðingafírma, sem sá um fyrstu hitaveitulagnir hér f borg. Við það verk vann hann svo næstu sex árin. Verksvið hans var einn erfíðasti hluti borgarinnar, eða elsti hluti hennar, frá Skólavörðu- stíg og vestur að Landakoti. Arið 1946, er þessu verki var lokið, hafði fírmað tekið að sér byggingu Skeiðsfossvirkjunar í Fljótum, en þaðan fær Siglufjörður nú allt sitt rafmagn. Þangað var Ólafur ráðinn, til þess að sjá um alla steypuvinnu. Hann fluttist því aftur norður og bjó þar næstu tvö ár. Hlaut hann mikinn sóma fyrir vinnu sína við það verk, sem var bæði stórt og vandasamt. Er hér var komið sögu fluttist fjölskyldan endanlega _ suður til Reykjavíkur og hóf Ólafur þar einkarekstur. Eitt fyrsta verkefni hans þar var bygging fískverkunarstöðvar fyrir Sjófang hf. vestur á Grandagarði (síðar Bæjarútgerð Reykjavfkur og nú Grandi hf.). Áki Jakobsson, sem nú var orðinn ráðherra, og þekkti Ólaf vel frá þeim tfma sem hann var bæjarstjóri á Siglufírði, hafði gefið aðstandend- um Sjófangs hf. fyrirheit um alla fyrirgreiðslu, ef þeir gætu fengið Óiaf til þess að standa fyrir múr- verkinu. Svo varð og gekk ágætlega með allt verkið, en undir lokin varð Ólaf- ur fyrir stórslysi er hann datt ofan af þaki hússins ofan í stórgiýtisurð í fjöranni. Hann margbrotnaði allur á hægri hlið og komst aldrei frá afleiðingum þessa slyss. Hann var algjörlega frá vinnu á annað ár en fór svo að haltra, við tvær hækjur, á vinnustaði sína, en aldrei gaf hann sér tfma til þess að hlíta þeirri meðferð, sem þurft hefði. Afleiðingar þessa slyss hafa loð- að við Ólaf og háð honum mikið allt í gegn um tíðina. T.d. fékk hann heiftarlega eitrun út frá meiðslunum fyrir nokkram áram og hugðu þá flestir að dagar hans væra taldir, en hann komst jrfír þá raun að mestu. Fyrir um hálfu þriðja ári missti Ólafiir konu sína, Guðrúnu. Við það breyttust hagir hans, að sjálfsögðu, veralega. Hann bjó einn í stórri íbúð. Gestagangurinn hætti og hann meira og minna lasinn alltaf öðra hverju. Honum leiddist og hann var einmana. Hagur hans vænkaðist þó veralega eftir að hann fékk inni á Hrafnisu DAS f Hafnar- fírði og undi hann hag sfnum þar mjög vel, svo langt sem það náði. Erfiðleikamir vora þeir að hann þurfti marg oft að leggjast inn á St. Jósefsspitalann í Hafnarfírði vegna fótanna og var þar um beinar afleiðingar þess slyss, sem að fram- an getur og úr síðustu för sinni þangað átti hann ekki afturkvæmt. Böm Ólafs og Guðrúnar era §ög- un Georg, vélstjóri hjá Eimskip, fæddur 1933, kvæntur Margréti Bjamheiði Sigurðardóttur og eiga þau sjö böm og tvö bamaböm. Hafsteinn, múrarameistari, fæddur 1937, kvæntur Vilborgu Ámadótt- ur og eiga þau þijú böm og tvö bamaböm. Ágúst, bátsmaður hjá Eimskip, fæddur 1945, kvæntur Elísabetu Sigrúnu Einarsdóttur og eiga þau tvö böm. Jónfna, húsfrú, fædd 1952, gift Eric Nathan Zim- mermann, kaupmanni hér f borg, og eiga þau tvö böm. Ólafur Pálsson var mikill at- hafnamaður. Hann stofnaði bygg- ingarfyrirtækið Nýbyggingar hf. skömmu eftir að hann fluttist al- kominn til Reykjavíkur og var það fyrirtæki, um langt skeið, eitt at- hafnamesta byggingarfyrirtæki landsins. Um aldaifyórðung starfaði hann við nýbyggingar Landspítal- ans, eftir að hafa byggt Hjúkranar- kvennaskólann. Jafnframt vann hann um jafnlangt árabil, fyrir Húsameistara ríkisins, við bygg- ingu og viðhald opinberra bygginga um land allt. Auk mikils flölda íbúð- arhúsa byggði hann fjölda stórhýsa og annarra stórvirkja. Skulu hér talin nokkur Skeiðsfossvirkjun f Fljótum, Hjúkranarkvennaskóli ís- lands, nýbygging Landspítalans, seinni hluti Iðnskólans, Verslunar- skólinn við Grandarstfg, hús Brana- bótafélags íslands á Laugavegi 103 og margt fleira. Ólafur hafði um langan tíma um og yfír 100 manns í vinnu auk ýmissa undirverktaka. Fyrir rúmlega 15 áram hætti Ólafur allri byggingarstarfsemi og gerðist framkvæmdastjóri Múrara- meistarafélagsins. Sonur hans, Hafsteinn, tók við byggingarstarf- seminni, sem þá hafði þó nokkuð dregið úr, og hefur reynst því starfí fyllilega vaxinn. Ólafur var einnig mikill áhuga- og athafnamaður á sviði félags- mála. Hann var formaður Húsfé- lags iðnaðarmapna í 3 ár; gjaldkeri Styrktarfélags iðnaðarmanna í 7 ár; endurskoðandi Múrarameistara- félagsins í 2 ár; gjaldkeri Múrara- meistarafélagsins í 20 ár og fram- kvæmdastjóri Múrarameistarafé- lagsins í 10 ár. Þá var hann einn af stofnendum Kiwanis-hreyfíngarinnar á íslandi og starfaði þar til dauðadags og var hann gerður að heiðursfélaga Kiwanisklúbbsins Heklu, elsta klúbb Iandsins. Hann var og mjög virkur félagi Oddfellow-reglunnar á íslandi f hálfan §órða áratug og hlaut frá þeim margvíslegan sóma. Ólafur Pálsson var margslunginn persónuleiki. Hann var stoltur og skapstór, en þó aldrei ósanngjam við aðra. Hann var strangur við sjálfan sig, ósérhlffínn og heiðarleg- ur og hann ætlaðist til hins sama af öðrum enda forðaðist hann að hafa öðravísi fólk í sinni þjónustu. Afleiðingamar urðu að sjálfsögðu þær að mjög var sóst eftir þjónustu hans til allskonar verka og aldrei vissi ég til þess að honum væri SkreytingarGRÓ0RASTÖÐ1N _iöRN ^ SUDURHLÍD Í5 SÍMI40500 KW MMM = i - riMHi I Iiwir ■iMMMTW TBirri t TiiiinifMftriaftÉntnMfciMyiiÉÉBiaimri mniliMÍÍlBWM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.