Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR 1986 49 Pyrir það fylgir honum margur þakklátur hugurinn, er hann á tí- ræðisaldri hefur lagt á í hinzta sinni og riðið um Gjallarbrú. Pétur Kr. Hafstein Það var fyrir aldarfjórðungi, að ég kynntist Þorláki. Eg hafði þá eignast mína fyrstu hesta og við hjónin vorum svo lánsöm, að eiga þess kost að ferðast með Þorláki og nokkrum góðum Fáksfélögum upp að Amarfelli hinu mikla. Þor- lákur var þá kominn hátt á sjötugs aldur, en það datt engum í hug. Hann lagði á ráðin, sá um að út- búnaður væri allur í lagi, þar nutum við hins reynda ferðamanns, hann reyndist hinn bezti ferðafélagi, ár- vakur, ósérhlífmn og áræðinn, en fór þó að öllu með gát. Þá var unun að sjá hversu vel hann hugsaði um hestana. Þorlákur var mikill dugnaðar- maður, og var verkstjóri við Reykja- víkurhöfn um áratugaskeið. Vissi ég að starfsmenn hans mátu hans mikils og þótti mjög gott að vinna undir hans stjóm. Hins vegar krafð- ist hann mikils af sínum mönnum, en þó ætíð mest af sjálfum sér. Þorlákur var formaður Hesta- mannafélagsins Fáks 1953—67, eða alls í 15 ár. Félagið stóð í miklum framkvæmdum á þessum ámm, byggði hesthús á svæði félagsins við Elliðaár og Víðivelli og félags- heimili við Elliðaár. Allar þessar framkvæmdir byggðust fyrst og fremst á atorku Þorláks, seiglu og framsýni. Þá lagði hann líka drög að byggingu nýja skeiðvallarins við Víðivelli. Ég ferðaðist mikið með Þorláki, varð okkar lengsta ferð, er við hjón- in riðum með honum á ijórðungs- mót að Iðavöllum í Fljótsdalshéraði 1963, tók ferðin alls 25 daga og riðum við um 1500 km. Þó Þorlákur væri nær sjötugu, var ferðaþrekið óbugað, jafnvel þótt hann lenti á kaf í Þjórsárkvíslum, hélt hann ótrauður áfram yfir Sprengisand, vatt sína sokka, en lét vindinn þurrka hitt. í langferðum vom hans einkunn- arorð: hægt af stað, hratt í hlað. Síðustu langferð sína á hestum fór hann 1977, þá 83 ára, og reið á fjórðungsmót hestamanna í Homa- fírði, alls um 1000 km. Áhugi hans á íslenzka hestinum náði langt út yfir íslands strendur. Hann sótti mörg hestamannamót íslenzkra hesta erlendis og var þar hrókur alls fagnaðar. Þá var honum sérstaklega annt um hina ungu upprennandi kynslóð og var aðalhvatamaður að reiðskóla Fáks. Þorlákur var ósérhlífinn með afbrigðum, máttu yngri menn vara sig og oft skammast sín, því Þorlák- ur sá oft fyrir hvað gera þurfti og var búinn að því löngu áður en aðrir áttuðu sig eða vöknuðu. Þorlákur var góður heim að sækja, gestrisinn og skemmtilegur, en hagur Fáks sat alltaf í fyrirrúmi. Ég kveð hann með söknuði og virðingu og með þökk fyrir margar góðar samverustundir. Sveinn K. Sveinsson , Allt að 70% aísláttur BCKAUTSALA í tileíni þess að íyrirtœkið á 20 ára aímœli nœsta haust hefjum við afmœlisárið með því að eína til stórútsölu á bókum í verslun okkar að Síðumúla 11. '^0ia< Opið frá 9 - 18 nema á laugardögum 10-14 BOKAUTGAFAI'l ÖRN SC ÖRLYGUR Síðumúla 11, sími 84866 Vantar þig hurðir? Stálhurðir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt. Galvaniserað. Sendum menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6—8 vik^ ur. ASTRA SÍÐUMÚLA 32 SÍMI686544 TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR Ingibjörg Hannes- dóttir — Minning Hún fæddist 19. ágúst 1893 í Grunnasundsnesi við Stykkishólm. Lést í Reykjavík 15. janúar 1986. Foreldrar hennar voru Einbjörg Þorsteinsdóttir og Hannes Krist- jánsson, smiður og bóndi í Grunna- sundsnesi, sem venjulega var kallað Nes. Þau voru bæði ættuð úr Dala- sýslu. í Grunnasundsnesi ólst Ingibjörg upp, ásamt 5 systkinum sínum, og einum fóstursyni sem foreldramir tóku ungan og ólu upp sem sitt bam. Ingibjörg var elst sinna systk- ina, en þau voru: Kristjana kennari, Matthildur ljósmóðir, Guðbjörg ljós- móðir og húsfreyja í sveit, Krisján læknir, Þorsteinn, málari og for- stjóri, Guðlaugur Bjamason, fóstur- sonurinn, varð húsgagnabóistrari. Ingibjörg varð snemma sem bam og unglingur mjög starfsöm og dugleg, vildi öllum hjálpa, ekki síst foreidrum og systkinum, hugsaði ævinlega fyrst um aðra, en síður um sjálfa sig. Og þessir kostir fylgdu henni alla ævi. 16 ára nám hún fatasaum í saumastofu í Stykkishólmi og hjálp- aði mikið með því bæði okkar heim- ili og annarra. Haustið 1914 fór hún til Reykjavíkur í vetrarvist á gott heimili og annaðist eldhússtörf og matargerð. Þegar Kristján bróðir okkar hóf nám í Reykjavík, fór hún einnig til bæjarins, leigði herbergi eða litla íbúð með eldhúsi og ma- treiddi fyrir hana. Það létti náms- kostnað hans. Þó voru hvorki styrk- ir né námslán. Sauma tók hún heim eða saumaði á heimilum í bænum. Öll vorum við systkinin samrýnd og hvort öðru hjálpleg enda uppalin í þeim anda. Á sumrin fór Ingibjörg í kaupavinna ef hún þurfti ekki að vinna heima. Að Hörðubóli í Mið- dölum, Dalasýslu, fór hún tvo sumartíma en þar staðfesti hún ráð sitt og giftist Flosa Jónssyni, ung- um bónda, sem bjó þar með fóstur- móður sinni, sem þá var ekkja. Þau giftust 18. des. 1925 og áttu því 60 ára hjúskaparafmæli 18. des. sl. Ingibjörg var félagslynd og ung gekk hún í Kvenfélagið Hringinn heima í Stykkishólmi og vann þar af áhuga og dugnaði eins og henni var lagið. Þegar hún svo varð hús- freyja á Hörðubóli gerðist hún góð- ur félagi í kvenfélagi í Miðdölum, enda formaður þess félags í tíma- bili. Hún var söngelsk og hafði góða söngrödd, var ung í söngkórum heima, bæði í kvennakór og blön- duðum kór. Sönglíf var þá í blóma í Stykkishólmi. Þegar foreldrar okkar voru orðin ein í Nesi og við systkinin öll komin að heiman fluttu þau að Hörðubóli og dvöldu hjá Ingibjörgu og Flosa ævilangt. Við vorum öll þakklát fyrir það. Ég, sem þetta rita, má þó allra síst gleyma þeirri hjálp, sem ég varð aðnjótandi á heimili systur minnar, er ég kom af heilsuhæli, eftir 8 mánaða dvöl og gat ekki starfað, en hvfldist á heimili þeirra árlangt og oft síðan. Það get ég aldrei fullþakkað. Guð gaf Ingibjörgu og Flosa tvo sonu, Sigurð, sem er bflstjóri, og Hannes, sem er kennari og skóla- stjóri. Fóstursonur þeirra er Guð- mundur Jónsson, bróðusonur Flosa. Hann er bóndi á Emmubergi á Skógarströnd. Allir eru þeir vel metnir heiðursmenn, landi og þjóð til sóma og foreldrum sínum ástríkir synir. Svo þakka ég af hjarta systur minni samveruna hér á jörð og bið henni blessunar Guðs. Kveð ég hana með orðum Jónasar Hallgrímssonar: Flýt þér vinur í fegra heim. Kijúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Kristjana V. Hannesdóttir HEYRNARHLIFAR PELTOR heyrnarhlífarnar eru viðurkenndar gæðahlífar. Ýmsar útfærslur. Einnig fyrir þráðlaUsa móttöku. FYRIRTÆKI SEM NOTA IBM System/36 QUERY/36 Query/36 er gagnasafnskerfi hannaö fyrir - Skráakerfi S/36 tölvur af gerðinni IBM System/36. Meö - Uppbygging skráa Query getur notandi unniö meö sín gagna- - Grundvallaratriði söfn sjálfur án aðstoðar kerfisfræöinga. Query/36 Notandinn getur bæði búiö til fyrirspurnir, - Skipanir í Query eöa útbúiö prentlista og jafnvel breytt - Tengsl viö IDDU skrám þeim sem geymdar eru á diskum - Fyrirspurnir tölvunnar. - Útprentun Markmið: Tilgangur þessa námskeiös er Uppfærsla á skrám aö kenna notkun Query/36 þannig aö þátt- Þátttakendur: Námskeiöiö er ætlaö notendum Syst- takendur geti aö námskeiöi loknu unnið em/36 sem áhuga hafa á aö kynnast og notfæra sér þaö hvers konar fyrirspurnir á skrám þeim sem mikla hagræöi sem notkun gagnasafnskerfa hefur í för þeir hafa aögang aö. meö sér. Tími: 24.-26. febrúar, kl. 13.30-17.30 Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Leiðb.: Ragna Sigurdard. Guðjohnsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.