Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.02.1986, Blaðsíða 52
4 M v VISA ómissandi EITT KORT AliS SHtMR FIMMTUDAGUR13. FEBRÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Vildi fá peninga fyrir bamapíu WILLIAM Lombardy, hinn skap- mikli bandaríski stórmeistari og fyrrum prestur, flaug í fússi heim til Bandaríkjanna þegar mótsstjórn Reykjavikurskák- mótsins neitaði að greiða laun barnapiu hans í Bandaríkjunum. Lombardy kom hingað til lands fyrir helgi og tefldi I úrvalsliði Bandaríkjanna við Norðurlönd, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Finnanum Jouni Yijola. Lombardy hugðist tefla á Reykjavíkurskákmótinu, en sinn- aðist við mótstjómina út af launum bamapíunnar. Hann krafðist þess að bamapían fengi 15 dollara á dag á meðan mótið stæði yfír. Móts- stjómin hafnaði kröfunum og Lombardy mætti því ekki til 1. umferðar í fyrrakvöld, heldur stökk upp í næstu flugvél vestur um haf til Bandaríkjanna. Sjá frásögn af mótinu og skák- skýringar á blaðsíðu 31. •• Oskudagur fauk fyrir lítið í GÆR öskudag, voru fá skólabörn á ferli sunnanlands og vestan að hengja öskupoka í saklausa vegfarendur. Flestir áttu nóg með að beijast í rokinu og rigningunni sem setti svip sinn á daginn. Hvöss sunnan og suðaustanátt var um allt land og töluverð rigning sunnantil. Lítið sem ekkert rigndi þó á Norðurlandi. Nokkuð hlýtt var í veðri, og komst hitinn í 11 stig á Siglunesi. Vindur var orðinn hægari í gærkvöldi, og gerðu veðurfræðingar á Veðurstofunni ráð fyrir litlum breytingum á veðri í dag, vindur þó hægari. Röskun varð á áætlunarflugi innanlands. Ferðum til ísafjarðar, Vestmannaeyja og Patreksfjarðar var aflýst. Misjafn gangur í samningaviðræðum: BSRB boðinn uppsagnar- mögnleiki tvisvar á árinu — ASÍ-f élög hvött til aö leita eftir verkfallsheimildum SAMNINGANEFND Alþýðusam- bands íslands hafnaði í gær tíl- boði atvinnurekenda um nýjan samning og skoraði á aðildarfé- lög sín að afla sér verkfalls- heimildar hið fyrsta. Um helgina heldur forysta sambandsins fundi með sfjórnum aðildarfé- laga sinna og ræðir stöðuna í aamningamálnm. Samkvæmt til- Sérstætt smyglmál: Teknir við að bera bjór- kassana úr gámi í bílskúr Bjórinn settur á land í Eyjum og sendur meö Ríkisskip TOLLGÆSLAN stóð fyrir skömmu menn að því að bera bjórkassa úr gámi f bUskúr í Breiðholti og kom í ljós að ölið var smyglað. Skipveijar á Hilmi SU höfðu smyglað 153 bjórkössum tU landsins og það eftir nokkuð óvenjulegum leiðum. Olið var keypt í Dan- mörku, sett á land í Vestmannaeyjum og látið í gám, sem var fluttur tU Reykjavíkur með Ríkisskip. Tildrög málsins eru þau, að í janúar sigldi Hilmir SU með loðnu- afla til Skagen i Danmörku og seldi þar. Skipveijar notuðu tækifærið og keyptu bjór áður en haldið var á ný á íslandsmið til veiða. Skipið kom tvívegis til hafnar fyrir austan og var tollafgreitt. Þann 25. janúar síðastliðið kom Hilmir SU síðan til hafnar í Vestmannaeyjum og var bjórinn settur í land. Þar voru kassamir 153 settir í gám og fluttir til Reykjavíkur með Ríkisskip. Gáminum var ekið upp í Breiðholt þar sem verið var að losa hann þegar tollverðir gripu í taumana. Tfu skipveijar hafa þegar gengist við smyglinu, en eftir er að yfir- heyra nokkra. Þetta er í þriðja sinn á skömmum tíma sem Tollgæslan upplýsir srnygl þegar verið er að flytja góss utan af landi til Reykjavíkur. Fyrir skömmu lestaði Saga á Austfjörð- um og fóru nókkrir skipveijar af og flugu tii Reykjavíkur. Þeir sendu smyglvaming á eftir sér — 13 kassa af bjór og 10 flöskur af áfengi — en Tollgæslan komst í sendinguna. Sama var uppi á teningnum þegar skipveijar á Kyndli flugu suður frá VestQörðum og sendu 38 kassa af bjór á eftir sér, en Tollgæslan greip í taumana. „Við reynum að hafa gætur á þessari smyglleið," sagði Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri, í samtali við Morgunblaðið. boði Vinnuveitendasambands ís- lands og Vinnumálasambands sam vinnufélaganna er gert ráð fyrir 3,5% hækkun launa við undirritun og annarri 3% hækk- un 1. júlí. Þá er gert ráð fyrir að næturvinnugreiðsla miðist við 1% af mánaðarlaunum, tillaga er gerð um umfangsmiklar breytingar á launagreiðslum f veikinda- og slysaforföllum og gerð tillaga um að í áföngum verði greitt i lífeyrissjóði af ÖU- um launum. Nýr fundur i deU- unni hefur verið boðaður kl. 16 ídag. Betur gekk í samningaumleitun- um í deilu BSRB og rikisins í gær. Samninganefnd BSRB hefur lýst sig reiðubúna til að ræða samninga- gerð á grundvelli þess að verð- hækkanir á árinu fari ekki yfír 9% eins og ríkisstjómin hefur heitið að beita sér fyrir. Samninganefnd rik- isins kom og til móts við kröfur BSRB með því að setja inn í samn- ingstilboð sitt ákvæði um að samn- ingurinn sé uppsegjanlegur með viku fyrirvara fari verðhækkanir fram yfir umsamdar áætlanir. Til- boð ríkisins gerir ráð fyrir rúmlega 7% launahækkun í þremur áfong- um. Nýr fundur hefst kl. 14 í dag. Magnús Gunnareson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði um ósk ASÍ um öflun verkfallsheimilda, að hann væri „vantrúaður á, að verk- föll breyti nokkru um þær efna- hagsstærðir, sem tekist er á um í þessum samningum". Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði að í tilboði VSÍ og VMS fælist að kaup- máttur héldi áfram að falla á þessu ári og yrði 4% lakari á þessu ári en hinu síðasta. í yfírlýsingu frá samninganefnd ASÍ er ríkisstjómin harðlega gagnrýnd fyrir skort á sjálfstæðu frumkvæði í þeim við- ræðum, sem farið hafa fram undan- farnar vikur. „Hún treysti sér ekki einu sinni til þess að hamla verð- hækkunum á landbúnaðarvörum, þó ljóst sé að verði ekkert gert á því sviði blasi við, að fjöldi fólks muni hætta neyslu þeirra," sagði í yfírlýsingunni. Kristján Thorlacius sagði að án kaupmáttartrygginga væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum. Hann bætti við að BSRB teldi 7% kauphækkun á árinu of htla, hún myndi ekki einu sinni halda í við bjartsýnustu verðbólgu- spár, hvað þá að auka kaupmátt eins og verkalýðshreyfingin hefur gert kröfu um. Sjá nánari fréttír og viðbrögð forystumanna samninganef ndanna á bls. 4-5. Bensínið í 27 krónur lítrinn? BENSÍNLÍTRINN lækkar nm 3,40 krónur, úr 34 í 30,60 krónur, þegar 10% lækkun bensínsverðs tekur gildi eins og fram kemur í boðskap ríkisstjómarinnar til aðila vinnumarkaðarins. Nú er bensínverðið hins vegar enn lægra og haldist það má búast við að bensinlitrinn geti lækkað enn meira, eða niður i 27-28 krónur. Gangi þetta eftir verður útsöluverð á bensíni orðið um 21% ódýrara en það var í siðasta mánuði. Bensínbirgðimar í landinu sam- svara sölu fram yfír miðjan apríl. Meðalverð á gasolíubirgðunum í útflutningshöfíi erlendis er 248 dollarar tonnið. Þegar útsöluverðið var lækkað úr 35 krónum í 34 krón- ur í lok janúar var meðalinnkaups- verðið 187 dollarar og er nú komið niður í 163 dollara tonnið. Ekki er þó vitað hvað það verð helst lengi og búist er við hækkun þess með vorinu. Lombardy farinn heim: Sums staðar voru skemmtanir öskudagsins fluttar inn í hús vegna rigningarinnar. Börnin á skóladagheimilum í Breiðholtí hittust öll í Fellahelli. Þar var margt til gamans gert, t.d. sleginn köttur úr tunnu, svo eitthvað sé nefnt. MorjjunbiaM/Ámi sæberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.