Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR1986 Ferðakostnaður ráðuneyta: Áttatíu og fimm milljónir króna á árunum 1983—85 Morgunblaðið/RAX Þessi loftmynd af Víðidalnum er tekin skömmu eftir hádegi í gær, en þá hafði flóðið verið í rénun í um það bil klukkustund. Á myndinni sést hvar vegarspotti við brúna á Elliðavatnsvegi hefur farið í sundur. Húsin fremst á myndinni eru sumarbústaðir en fjær eru hesthús. Flytja þurfti nokkur hross úr einu þeirra yf ir í stóra hesthúsið. Um tíma var þó óttast að vatn flæddi inn í það líka og flytja þyrfti hrossin á þurrt land. Til þess kom þó ekki. Efst til hægri á myndinni sést á skeiðvöll Fáks. úndu. Haukur sagði vatnafræðinga telja að slík stórflóð væru mjög sjaldgæf og komi að meðaltali aðeins einu sinni á öld. En það liðu þó ekki nema 14 ár þar til tvö flóð af svipaðri stærðargráðu urðu aftur í Elliðaánum. Hið fyrra var í byijun febrúar 1982, og mældist vatns- magnið þá 205 rúmmetrar á sek- úndu, en hið síðara, sem kom hálf- um mánuð: síðar, mældist 217. Alvarlegt tjón hlaust ekki af þessum flóðum, enda hafði stíflan við Elliða- vatn þá verið endurbyggð með það fyrir augum að hún gæti auðveld- lega hleypt fram rúmlega 200 rúm- metra vatnsmagni á sekúndu. Bæjarsjóður Akureyrar: Yfirvinnu- samningum sagt upp 1. marz Akureyri, 12. febrúar. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gærkvöldi var samþykkt sú til- laga bæjarráðs að á árinu verði gert sérstakt átak til að minnka yfirvinnu og sumarafleysingar — og í samræmi við það voru flestir launaliðir fjárhagsáætlunar Bæj- arsjóðs skornir niður um 2,5%; um 3 milljónir króna. Lagt hefur verið fyrir alia for- stöðumenn bæjarstofnana að gera áætlun um hvemig slíkum mark- miðum verði náð á þeirra stofnun og leggja fyrir bæjarráð fyrir 1. marz nk. til staðfestingar. Jafn- framt verður öllum yfírvinnusamn- ingum sagt upp með þriggja mán- aða fyrirvara miðað við 1. marz nk. og yfírvinna tekin til endurskoðun- ar. Endurskoðun þessari á að vera lokið fyrir 1. maí nk. Á tímabilinu 15. febrúar til 15. apríl eiga starfs- menn bæjarins, sem fá greidda fasta yfírvinnu, að halda vinnu- skýrslur. Hið sama gildir fyrir veitustofn- anir og aðrar rekstrareiningar bæj- arins, sem hafa sjálfstæðan fjárhag. Á sl. ári, 1985, kostuðu utan- ferðir ráðherra og ráðuneytis- starfsmanna samtals 39,5 m.kr., þar af fargjöld 18,6 m.kr. og dvalarkostnaður 39,5 m.kr, að því er fram kemur í svari fjár- málaráðherra við fyrirspum Kristínar S. Kvaran (Kl.-Rv.) um utanlandsferðir. Á starfstíma núverandi ríkisstjórnar hefur ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstarfsmanna verið sem hér segir: 1983 (frá 26. mai til ársloka), 14,6 m.kr.; 1984 30,7 m.kr. og 1985 39,5 m.kr. - eða samtals tæplega 85 m.kr. Kostn- aður eldri ára er ekki framreikn- aður til núvirðis. Ferðakostnaður liðins árs (1985), samtals 39,5 m.kr., sundarliðast svo eftir ráðuneytum: Forsætisráðu- neyti 1,7 m.kr., utanríkisráðuneyti 9,5 m.kr., landbúnaðarráðuneyti 0,9 m.kr., sjávarútvegsráðuneyti 1,1 m.kr., dóms- og kirkjumála- ráðuneyti 2,2 m.kr., félagsmála- ráðuneyti 2,7 m.kr., heilbrigðis- og fryggingamálaráðuneyti 2,2 m.kr., fjármálaráðuneyti 2,4 m.kr., sam- gönguráðuneyti 1,2 m.kr., iðnaðar- ráðuneyti 4,6 m.kr., viðskiptaráðu- neyti 5,1 m.kr., ríkisendurskoðun 0,5 m.kr. og ijarlaga- og hagsýslu- stofnun 0,6 m.kr. Handboltahátíðin 1986 LANDSDANSLEIKUR á Landslið íslenskra skemmti- krafta kemur fram frítt til stuðnings landsliðinu. Handknattleikssamband Islands efnir til stórhátfðar í veitingahúsinu Broadway sunnudaginn 16. febrúar nk., húsið opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00 og dansað verður fram eftir nóttu. Kynnir: Hermann Gunnarsson Avörp flytja: Matthías Á. Mathie- Ólafur B. Thors form. Jón Hjaltalin form. sen utanrikisráð- stuðningsmanna HSÍ. HSÍ. herra Edda og Júlíus Eiríkur Ómar Hauksson Ragnarsson Landsliðsmenn HSÍ syngja og skemmta ásamt Eiríki Haukssyni og Björgvini Hall- dórssyni og Shady Owens. Þáttur úr Rauð- hóla Ransý Á matseðlinum verður: 1. Rjómasúpa princesse. 2. Heiðarlamb með villi- kryddsósu og ýmsu Ijúfmeti. Verðkr. 1.250.- Vinsamlegast tilkynnið sem fyrst þátttöku á Handboltahátíðina 1986 í Broadway í síma 77500. ◦didas Aðgöngumiði gildirsem happdrættismiði. 1. verðlaun tvær flugferðir með Flugleiðum. 2. -5. verðiaun Adidasæfingabúningar. FLUGLEIÐIR Landsliðsklúbbur Handknattieikssambandsins Landsliðsfólki sem leikið hefur í landsliðum Islands í handknattleik, karla-, kvenna-, pilta- eða stúlknalandsliði, er boðið á fund í húsakynnum HSÍ og ÍSÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 15. febrúar klukkan 16. Umræðuefni: Stofnun Landsliðsklúbbs HSÍ og HM '86. Á fundinum verður einnig forsala aðgöngumiða á ísland—Noregur og Handboltahátíðina 1986. Takið maka og börn með. Kaffiveitingar. STJÓRN HSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.