Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 ÚTVARP/SJÓNVARP Eitt pennastrik ví ber að fagna að Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra hefír nú undirritað reglugerðimar þijár er í rauninni afnema einokun- araðstöðu Ríkisútvarpsins. Sverrir er ekkert að tvínóna við hlutina enda veit hann sem er að ráðherra situr sjaldnast lengi á valdastóli og að þeirra ráðherra verður minnst lengst er koma mestu í verk. í kjalsogi tímans lægjast öldur þær er rísa af verkum valdsmanna og þau sár er gjaman ýfast í hita augnabliksins gróa furðu fljótt. Nánast í sömu andrá og fréttin af undirritun reglugerðanna barst af öldum ljósvakans, kvisaðist sú frétt, að einn allra hæfasti fréttamaður íslenska ríkissjónvarpsins Einar Sigurðsson hefði_ verið ráðinn út- varpsstjóii hjá ísienska útvarps- félaginu. Ég mun sakna Einars af skjánum og vona bara að hann „ hverfí ekki alveg sjónum inná út- varpsstjóraskrifstofuna. Leysingar Sumir em þeirrar skoðunar að yfírvöld eigi ætíð að hafa vit fyrir hinum almenna borgara. Slík hug- myndafræði hiýtur með tfð og tíma að svipta hinn almenna mann kjarki og nánast öllu framkvæði. Hinum almenna borgara er sum sé ætlað að bíða þess að yfírvöldin taki af skarið í öllum málum andlegum jafnt og veraldlegum. Samkvæmt þessari kenningu era landsfeðumir óskeikulir og hinn almenni maður í hlutverki bamsins er trúir blint á foreldrana. Útvarpsráð endurspegl- ar þessa forsjárkenningu. Þar silja fulltrúar valdhafanna líkt og fóstrar á leikvelli og gæta þess að allt fari nú að settum reglum og bömin hagi sér sómasamlega. Reglugerð- imar þijár er Sverrir hefír nú undirritað era ekki í anda forsjár- hyggjunnar og því næsta óeðlilegt að flokkspólitískt ráð, í hvaða mynd er það birtist, sé sett til höfuðs ljósvakamiðlum þessa lands. Hins vegar gæti eins konar „menn- ingarráð“ er tengdist menningar- sjóði útvarpsstöðvanna, haft örv- andi áhrif á starfsmenn ljósvaka- miðlanna. í ráði þessu sætu fulltrú- ar úr öllum landshlutum og úr öllum stéttum, bændur, sjómenn, verka- menn, alþingismenn, listamenn, skrifstofumenn. Fólk yrði valið nán- ast af handahófí úr þjóðskránni og óháð því hvort það ætti skjól í einhveijum flokki. Mætti ekki líta á þetta menningarráð sem einskon- ar hugmyndaboðveitu er starfaði algerlega óháð auglýsingamarkað- inum? Eg er viss um að slíkt menn- ingarráð gæti ýtt úr vör ýmsum skemmtilegum hugmyndum og hugverkum, slíkum er ættu sér máski ekki lífsvon á sápuóperasvið- inu. ÁAkranesi Það var tími til kominn að svið- setja alvöra sjónvarpsþátt utan borgarmarka Reykjavíkur, eða vora menn ekki ánægðir með að sjá hann Ómar á sviði Fjölbrautaskólans á Akranesi? Við megum ekki gleyma því að litlu borgimar úti á landi eiga hver sína merku sögu, ekkert síður en Stór-Reykjavík. Og auðvit- að er fjöldi óþekktra hæfíleika- manna úti á landi er eiga fullt erindi í sjónvarpið með glens og gaman og alvörumál eins og við sáum í Akranesþættinum hans Ómars. Ég get þessa sérstaklega vegna þess að mér fínnst miðvikudagsþátturinn hans Ómars bera æ meiri svip af skemmtiþætti, þrátt fyrir að Ómar sé gæddur þeim bráðnauðsynlega hæfileika sjónvarpsmannsins að geta spurt frétta óhikað og blaða- laust. Hljóðupptakan mætti annars vera í betra lagi, Ómar. Ólafur M. Jóhannesson Uppsagnir starfs- f ólks Heklu Þátturinn úr atvinnulífinu ■BHH „Að þessu sinni 1 740 verður aðalefni A I — þáttarins upp- sagnir í fataverksmiðjunni Heklu, en öllu starfsfólki hefur verið sagt upp nú um mánaðamót apríl—maí,“ sagði Tryggvi Þór Aðal- steinsson umsjónarmaður þáttarins Úr atvinnulífinu — vinnustaðir og verka- fólk. Að sögn Tryggva verður rætt við Kristínu Hjálmarsdóttur formann Iðju félags veksmiðjufólks á Akureyri og Jafet Ólafs- son forstöðumann fata- deildar Sambandsins en verksmiðjan heyrir undir þá deild. „Þetta er rótgróið fyrirtæki og skiptar skoð- anir um hvort það eigi að leggja það niður, einhveijir hafa fengið vinnu annar- staðar, en óvíst með aðra,“ sagði Tryggvi. Heyrðu mig — eitt orð — nýr þáttur á rás 1 í kvöld ■■■■ „Hugmyndin að O Q 00 þessum þáttum er sótt í erlenda þætti sem nefnast „talk show“ en þar fara fram málefnalegar umræður um hitt og þetta," sagði Kol- brún Haildórsdóttir um- sjónarmaður þáttarins Heyrðu mig — eitt orð, en hann verður í fyrsta sinn á dagskrá í kvöld klukkan 23. Þátturinn er klukkut- íma langur, og fyrsti við- mælandi Kolbrúnar verður málfarsráðunautur ríkisút- varpsins, Ámi Böðvarsson. „Við ræðum starf og stefnu málfarsráðunautar. í stuttu máli má segja að leitað sé svara við spum- ingunni „Hvað er málfars- ráðunautur ríkisútvarpsins að hugsa?“ Kolbrún Halldórsdóttir, umsjónarmaður þáttar- ms. Gregory Peck sem Mengele. Drengirnir frá Brasilíu Bresk-bandarísk bíómynd ■■■■ Bresk-banda- QO 45 rísha bíómyndin £í£í~- „Drengimir frá Brasilíu" er á dagskrá sjón- varps kl. 22.45 í kvöld, en hún er frá árinu 1978, gerð eftir samnefndri bók eftir Ira Levin. leikstjóri er Franklin Schaffner og með aðalhlutverk fara Gregory Peck, Laurence Olivier, James Mason og Lilli Pal- mer. Eftirlýstur stríðsglæpa- maður, Jósef Mengele læknir, á öraggt hæli í Suður-Ameríku. þar undir- býr hann jarðveginn ásamt lagsmönnum sínum fyrir nýjan Hitler og nýtt heims- veldi nasista. Myndin er ekki við hæfí bama. Þýð- andi er Veturliði Guðnason. UTVARP FOSTUDAGUR 14. febrúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Baen. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um" eftir Bjarne Reuter. Ól- afur Haukur Símonarson les þýðingu sína (4). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.00 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ljáðu mér eyra". Umsjón: Málmfríður Sigurð- ardóttir. (Frá Akureyri.) 11.10 „Sorgundirsjóngleri" eftir C.S.Lewis. Séra Gunn- ar Björnsson les þýðingu sina (2). 11.30 Morguntónleikar a. Tónlist eftir Johannes Brahms. Fíladelfíuhljóm- sveitin leikur Ungverskan dans nr. 5 í g-moll; Eugene Ormandy stjórnar. Fíl- harmoníusveitin í New York leikur Ungverskan dans nr. 6 í D-dúr og lokakaflann í Sinfóníu nr. 1 í c-moll; Leon- ard Bernstein stjórnar. b. Julian Bream og John Williams leika „Cordoba" eftir Isaac Albéniz á tvo gít- ara. 12.00 Dagskrá. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Svað- ilför á Grænlandsjökul 1888" eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Ás- laug Ragnars les (5). 14.30 Upptaktur. — Guð- mundur Benediktsson. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar a. Píanótrió í d-moll eftir Gabriel Fauré. Jacqueline Eymar, Gunther Kehr og Bernhard Braunholz leika. b. „LeTombeau de Couper- in“, svíta eftir Maurice Ra- vel. Sinfóníuhljómsveitin í Dallas leikur; Eduardo Mata stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu- staðir og verkafólk Umsjón: Tryggvi Þór Aðalsteinsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Margrét Jónsdóttir flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.30 Landsleikur í handknatt- leik. (sland — Noregur. Samúel örn Erlingsson lýsir siðari hálfleik úr Laugardals- höll. 20.40 Kvöldvaka. Umsjón: Helga Ágústsdóttir. 21.30 Frá tónskáldum Atli Heimir Sveinsson kynnir tónverkiö „Æfingar" eftir Snorra Sigfús Birgisson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passiusálma (17) 22.30 Kvöldtónleikar. Strengjakvartett nr. 4 i F-dúr eftir Carl Nielsen. Skandin- avíski kvartettinn leikur. 23.00 Heyrðu mig — eitt orð. Umsjón: Kolbrún Halldórs- dóttir. 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur - Tómas R. Einarsson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á rás 2 til kl. 03.00. SJÓNVARP 19.15 Ádöfinni Umsjónarmaöur Karl Sig- tryggsson. 19.25 Innlent barnaefni Endursýning 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingarogdagskrá 20.35 Rokkarnir geta ekki þagnað 4. TicTac Tónlistarþáttur fyrir táninga. Umsjón: Jón Gústafsson. Stjórn upptöku: Björn Emils- son. 21.00 Þingsjá Umsjónarmaður Páll Magn- ússon. 21.15 Kastljós Þáttur um innlend málefni. FOSTUDAGUR 14. febrúar Umsjónarmaöur Sigurveig Jónsdóttir. 21.50 Ævintýri Sherlock Holmes 3. Dílótta snúran Breskur myndaflokkur í sjö þáttum sem geröir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aðalhlutverk: Jeremy Brett og David Burke. Ung stúlka óttast um líf sitt og þeir Holmes og Watson upp- götva ógnvekjandi og fram- andi morövopn á bresku sveitasetri. Þýðandi Björn Baldursson. 22.40 Seinni fréttir 22,46 Drengirnirfrá Brasiliu (The Boys from Brazil) Bresk-bandarísk bíómynd frá 1978, gerð eftir sam- nefndri bók eftir Ira Levin. Leikstjóri Franklin Schaffn- er. Aðalhlutverk: Gregory Peck, Laurence Olivier, James Mason og Lilli Palmer. Eftirlýstur stríösglæpamað- ur, Jósef Mengele læknir, á öruggt hæli í Suöur-Amer- íku. Þar undirbýr hann jarð- veginn ásamt lagsmönnum sínum fyrir nýjan Hitler og nýtt heimsveldi nasista. Þýðandi Veturliði Guðna- son. Myndin er ekki við hæfi barna. 00.55 Dagskrárlok. 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Páll Þorsteins- son og ÁsgeirTómasson 12.00 Hlé 14.00 Pósthólfið Stjórnandi: Valdís Gunnars- dóttir. 16.00 Léttir sprettir Jón Ólafsson stjórnar tón- listarþætti með íþróttaívafi 18.00 Hlé 20.00 Hljóðdósin Stjórnandi: Þórarinn Stef- ánsson. 21.00 Kringlan Kristján Sigurjónsson kynnir tónlist úr öllum heimshorn- um. 22.00 Nýræktin Snorri Smár Skúlason og Skúli Helgason stjórna þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 23.00 Ánæturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15 00 16.00og 17.00. reykjavík 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. SYÆÐISÚTVÖRP AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 MHz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.