Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 7 0 Islenska útvarpsfélagið: Einar Sigurðsson ráðinn útvarpsstjóri EINAR Sigxirðsson fréttamaður hjá sjónvarpinu hefur verið ráðinn útvarpsstjóri hjá Islenska útvarpsfélaginu og lætur hann af starfi sínu hjá sjónvarpinu innan skanuns. Að sögn Jóns Olafssonar, formanns stjórnar félagsins, hefjast útsend- ingar um leið og endanlegt leyfi til útvarps fæst frá útvarps- réttamefnd og dagskrá stöðvarinnar er tiibúin. „Við setjum markið hátt og viljum gera gott útvarp," sagði Einar Sigurðsson útvarpsstjóri. „Fyrirhuguð dag- skrá er í mótun en við stefnum að því að vera með fréttir, íþróttafréttir, unna dag- skrárþætti og þætti í beinni út- sendingu og auðvitað mikið af tónlist. Þetta verður svæðisútvarp á suðvesturhomi landsins, sem gerir það að verkum að fréttir taka væntanlega mið af því en verða um leið landsfréttir þar sem allar helstu stofnanir ríkisins em staðsettar þar. Við verðum í samkeppni við öflugan keppinaut, Ríkisútvarpið, sem er með tvær rásir, mikil fjárráð og marga mjög hæfa starfsmenn. Okkar dagskrá sem nú er í mótun kemur til með að fá ákveðið svipmót og verða létt en vönduð." Verið er að kanna húsnæðis- möguleika og tækjabúnað fyrir nýju útvarpsstöðina sem væntan- lega mun fá eigið nafti. Utsend- ingartími og rekstur stöðvarinnar kemur tii með að miðast við auglýsingatekjur sem eiga að bera uppi rekstur stöðvarinnar. Jón Olafsson sagði að útvarps- stórinn væri einn ábyrgur fyrir dagskrá stöðvarinnar, stjóm fé- lagsins kæmi ekki til með að verða neitt „útvarpsráð". Fyrir síðustu áramót nam hlutafé félagsis tæp- um 7 milljónum króna en Jón kvaðst eiga von á að það næði milli 10 og 15 milljónum króna innan skamms, „nú þegar eitthvað er að bjóða“, eins og hann komst að orði. Morgunbladið/Júlíus OLÍSáKlöpp: Ný stöð austan þeirrar gömlu LENGI hefur staðið tíl að bensínstöð OLÍS á Klöpp við Skúlagötu verði rifin vegna skipu- lags svæðisins. Nú hef- ur hins vegar verið lagður fram nýr skipu- lagsuppdráttur þar sem gert er ráð fyrir bensín- stöð á þessum stað. Þórður Ásgeirsson for- stjóri OLÍS sagði í samtali við Morgunblaðið, að OLÍS hygðist reisa nýja bensínstöð rétt austan þeirrar sem nú er í notkun. Yrði gamla stöð- in rekin áfram þar til ný væri risin, sem leysti hina af hólmi, en síðan yrði hún rifin. Sagði Þórður að næst lægi fyrir að hanna nýja stöð en hvorki væri ákveðið hve- nær hafist yrði handa né framkvæmdum lokið. Efnt til Kjarvals- sýninga á öllum Norður- löndunum FYRIRHUGAÐ er að efna tíl sýninga á verkum Jóhannesar S. Kjarval á öllum Norðurlöndun- um síðar á þessu ári. Undir- búningsnefnd hefur verið skipuð til að annast umsjón með fram- kvæmd þessa máls og er formað- ur hennar Einar Hákonarson, listmálari. Einar sagði í samtali við Morgun- blaðið, að upphaflega hefði borist ósk frá Norrænu myndlistarmið- stöðinni í Sveaborg, Kunstforening- en í Kaupmannahöfn og fleiri aðil- um á Norðurlöndum um að fá Kjarvalssýningu. Væri málið nú komið á góðan rekspöl og fyrir- hugað að opna sýninguna á Kunst- foreningen í Kaupmannahöfn hinn 18. apríl næstkomandi. Lisbeth Schluter, forsætisráðherrafrú Dan- merkur mun opna sýninguna, en hún lét í ljós sérstakan áhuga á að fá Kjarvalssýningu til Danmerkur er þau hjón voru á ferð hér á landi um árið. Einar sagði að sýningunni á Kunstforeningen lyki 20. maí og yrði þá farið með verkin á listasafn- ið í Sveaborg, þar sem fyrirhugað væri að sýna fram í ágúst. Síðan yrði farið með sýninguna til annarra Norðurlanda og myndi sýningarferð Kjarvalsverkanna standa yfir í eitt ár. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að velja bestu verk Kjarvals í þessa sýningarferð og yrðu það myndir úr eigu Listasafns íslands, Reykjavíkurborgar, úr ýmsum opin- berum byggingum og nokkrar myndir úr einkasöfnum, Auk Einars Hákonarsonar, sem er fulltrúi Reykjavíkurborgar í nefndinni, eiga í henni sæti Indriði G. Þorsteinsson, sem skipaður er af menntamálaráð- herra, og Jóhannes Jóhannesson frá Listasafni íslands. Bflar Innlend umsögn: J.R., umsjónarmaður bflasfðu DV, hafði þetta að segja: DV. ULTRA fiLOSS \ Eina raunhæfa nýjungin íbílabóni 1000 brúsar Erlendar umsagnir: Saltausturinn á göturnar og tjaran sem af hon- um leiðir er einn helsti óvinur lakksins á bíln- um. Tjaran sest í lakkið og veldur því að óhrein- indin setjast enn frekar á bílinn, saltið hreiðrar um sig í óhreinindunum og byrjar að tæra lakk- ið. Það kann mörgum að þykja skrítið að fara að ræða um bón á bílum á þessum árstíma. Flestir setja vel bónaða og fallega bíla í samband við sumar og sól, en staðreyndin er sú, að nú á þess- um árstíma reynir fyrst verulega á að verja lakkið fyrir skemmdum, miklu frekar en á sumrin. Því sterkari bónhúð sem er á lakkinu þeim mun betur er það varið gegn tæringaráhrifum salts- ins, sem eykur á endingu þess og þar með líf- daga bílsins. Póstsendingar: 2 brúsar kr. 670- 4 brúsar kr. 1240- burðargjald og kröfukostnaður innifalið í verði. General Motors Engineering Staff GM GM Dessert Proving Ground We have tested your product in various departments and divisions. Your product seems to be superior m every way compared to other product of similar nature We are thoroughly satisfied with your product v S|9" OJnsftr-l’W. Chester R. Y^icy ^ '’urchasing Departmeht GERÐU EFTIRFAR- ANDI TILRAUN til þessaö komast aö þvíhve ULTRA GLOSS er frábært bón. Bónaöu bretti eöa annan flöt sem mikiö mæðir á og berðu endingu ULTRA GLOSS saman viö aðrar bóntegund- ir. Taktu vel eftir hve auðvelt er aö þrífa fleti sem bónaðir hafa verið meö ULTRA GLOSS. Kauptu brúsa, þú tekur enga áhættu því: VIÐ ENDURGREIÐUM ÚTKOMAN: Fimm mánuðum síðar, eftir undangengna um- hleypinga, þótti tímabært að ganga úr skugga um hvort ULTRA GLOSS stæðist þær kröfur sem til þess eru gerðar. Á bílstjórahlið, þeirri hlið sem snýr að mferð, settist dálítil tjara, sem auðvelt var að þurrka af, en á þeirri hlið, sem frá umferðinni snýr, var nær engin tjara. Ein létt umferð með því sem afgangs var í bónbrúsanum, frá því um haustið, nægði til að gera lakkið aftur sem nýtt. Greinilegt er þó, að því meiri vinna sem lögð er ( þrif, áður en bónað er, því betri verður út- koman og endingin. Á undanförnum árum hafa komið fram nýjar tegundir bóns, einskonar „bryngljái" sem gefið hefur lakkinu aukna vernd og myndað húð yfir lakkið sem langvarandi gljáa. Fyrst var hér um að ræða efni sem einungis var sett á, á sérstök- um bónstöðvum. Nú eru boðnar bóntegundir sem eru þannig, að auðvelt er að bóna með þeim á hefðbundinn hátt. Umsjónarmaður siðunnar tók sig til og bónaði sinn bíl með sliku bóni, til þess að kanna kosti þess. Bónið sem um ræðir heitir „ULTRA GLOSS“ og til að tryggja sem bestan árangur var farið nákvæmlega eftir íslenskum leiöbein- ingum, sem prentaðar eru á brúsann. Það sem gerir ULTRA GLOSS svo frá- brugðið er aö það inniheldur engin þau efni, sem annars er aö fnna í hefðbundnum bón- tegundum, svo sem harpeis, vax, plast eöa polymer efni. Grunnefnið í ULTRA GLOSS eru glerkristallar, auk bindiefna og heröa. Þegar bónaö er meö ULTRA GLOSS, þá myndast þunnt glerungslag á yfirborði lakksins, sem bæði styrkir þaö og kemur í veg fyrir aö óhreiniridi nái að bíta sig föst við lakkið. ULTRA GLOSS endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Þetta þarf eng- um að koma á óvart, því ef borin er saman ending á vax- eöa plasthúð annars vegar og glerhúð hins vegar, þá er nokkuð augljóst hvaða efni endist lengst. Ford 15505 Roscoe Bouleward Sepulveda. Cal. 91343 We believe ULTRA GLOSS is exceptionally tine product and would enthusiastically recommend it to any dealer. galpin motors, inc. Dert Hoeckmann • Auðvelt i notkun • Hreinsar • Margföld ending • Gefurglæsilegaáferð • Stöðvar veðrun (oxyderingu) • Vernd gegn upplitun Opið á laugardag frá 10-16 ónotaðar eftirstöðvar ef þú ert ekki fyllilega ánægður með árangurinn. SKEIFUNNI 5A, SIMh91-8 47 á kynningarverði Kr 275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.