Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 11
f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 11 Morgunbiaðid/Sigriður Steinar, Klara, Sigurður Óli, Július Freyr og Jón Eysteinn við vinnu sína varðandi hagi landnámsmanna. „Það væri nú gaman að finna kuml með miklu haugfé. Ætli maður mætti eiga það?“ af því sem fyrir augu nemenda bar í ferðinni kemur til með að nýtast þeim vel í náminu eftir á. Enda var um það samið áður en lagt var upp í ferðina að úr henni yrði rækilega unnið eftir að heim kæmi. Þessa dagana eru krakkamir sem eru á aldrinum 5—12 ára að vinna að ýmsum verkefnum tengd- um ferðinni. Má þar nefna „Land- námsfræðiverkefni" eins og einn nemendanna nefndi það, en þar taka þau fyrir húsakost, klæðnað, vopn og veijur, trúarbrögð og fleira frá tímum landnámsmanna. Annað verkeftii tengist störfum fólks í nútíma þjóðfélagi en í ferðinni sáu bömin fólk við ýmis störf sem þau höfðu ekki séð áður og jafnvel vissu ekki um. Einnig má nefna leik- brúðugerð en jafnframt því að búa til brúðumar semja krakkamir leik- rit sem þau munu sfðan flytja með brúðunum. Þegar hefur verið ákveðið að næst verði farið í brúðu- leikhús verði þess kostur. Fleiri verkefni mætti telja svo sem rit- gerðir og myndmenntaverkefni um ferðalagið. Það er samdóma álit nemenda og kennara skólans að slíkar náms- og skemmtiferðir ættu að vera fastur liður í starfi skólans. Á hveiju ári segja krakkamir. A.m.k. annað til þriðja hvert ár segja kennaramir en kennarar em nú alltaf svo hógværir (sbr. launakröf- ur þeirra). En til þess að svo mætti almennt verða þarf að koma upp aðstöðu fyrir dreifbýlinga á höfiiðborgar- svæðinu. Það þyrfti ekki nema eitt meðalstórt einbýlishús með sæmi- legri snyrti- og eldunaraðstöðu og slatta af dýnum á gólfunum. Svo gætu skólar landsins skipst á að senda nemendahópa suður. Er ekki eitthvað hús í Reykjavík sem bíður þess að lifna af bömum . . . — Sigríður Þórarinsdóttir Fuglaútsala 20% ,lrtVída§ að^1' Franskar kartöflur AFSLATTUR Holdahænur Holdahænubringur Súpuhænur QQ .00 jr Z7 prk8- Unghænur 3 stk. í poka 1 1 ^00 JL JL pr.kg. /^l 1 • Kariuiiur Glaumbæingar yy. ug BÓkmenntír fábrotna líf þátttakendum sínum ® f Jenna Jensdóttir Guðjón Sveinsson: Glaumbæingar samir við sig Káputeikning: Ásta María Bókaforlag Odds Björnssona*' hf. 1985 Þetta er fjórða bókin í röðinni um Glaumbæjarfólkið — og sú síð- asta, segir á bókarkápu. Glaumbær stendur ofarlega í litlu sjávarþorpi. Þar búa Glaumbæjar- hjónin með dætram sínum og synin- um Sævari sem segir sögu þeirra. Sjónarhringurinn verður ekki stærri en það sem rúmast í litla kolli sögumanns og hann getur meðtekið til þess að vinna úr sér til reynslu og þroska. Féð, náttúran, veðrabrigði og fólkið á bænum — raunar bömin í þorpinu — og fáeinir fullorðnir koma við sögu. Allt þetta er séð gegnum sjóngler vitundar sögumanns og þroska hans. Og þannig birtist það lesanda á vönd- uðu máli, síkviku af léttleika. En stundum er erfítt að átta sig á þroska stráksins gagnvart lífinu. Hans veröld nær ekki til „heims- menningarinnar" sem greinilega hefur þó teygt anga sína í þetta fámenna þorp. Sjónvarpið traflar ekki. Einu sinni spyr afi eftir „Hús- inu á sléttunni" og stundum er talað um fréttir. Hjá Glaumbæjarfólkinu hafa dagamir sín dularfullu bros, ekki síst hjá Sævari litla. Hver dagur er ævintýri, af því hann er nýr og í honum felst fram- hald af athöfnum gærdagsins, háð duttlungum veðurfarsins og velferð fjárins sem sótt er á heiðar í upp- hafi sögunnar. Hvorki böm né full- orðnir mega vera að því að setjast niður og láta sér leiðast. Lífsformið mótast af nánu sambandi við móður jörð og æmar. Veðráttan minnir sífellt á sig og gerist stundum ærið nærgöngul. En samt færir þetta fábrotna líf þátttakendum sínum fullnægju og gleði, sem getur af sér rósemi og andlegt jafnvægi. Sögumaður hefur sína afmælis- veislu. Þar era pylsur og kók á borðum, en þar verður hver og einn að láta sitt af mörkum til skemmt- unar, sem getur gengið nokkuð langt í ærslum leikjanna. Hann fylgir föður sínum eftir í önnum dagsins. Fer með honum í göngur — á ijúpnaveiðar og flest það er litlir strákar komast með skilningsríkum, góðum pöbbum. Að vísu skiptst hér á sorgir og gleði eins og í öllu mannlífi. En hér er enginn önnum kafinn við að búa sér og öðram „vandamál" og leita svo að einhveijum til að leysa þau. Hér era allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum til framdráttar lífinu. Sagan er heilsteypt og sönn í eðli sínu. Við getum óskað þess að börn í þéttbýli sæktust eftir þessari sögu, skildu hana og hefðu gaman af henni. En ég held að þetta fábrotna líf liggi almennt of langt frá þeim til þess að sú ósk verði að veraleika. Frágangur á bókinni er góður. Þó kann ég ekki að meta forsíðu- mynd. AÐEINS Vængir, — Læri og leggir Bringur Helgarkjúklingur Holdakjúklingar Orlandó 7Qfi00 kjúklingabitar vJ Pr*kg. Veislukjúklingar Grillpartý kjúklingar Peking \ QQ.00 endur IvOprks kr. 50 00 pf k9 Svínakjöt at nýslátruðu IKKKAD YERÐ Heitur matur í hádeginu til að taka með sér Glæsilegt úrval í fiskborðinu Beikon pörulaust Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Opið á morgun frá kl. 10—16 Glænýr línufiskur, spriklandi ýsa og í Mjóddinni og Starmýri úrval tilbúinna rétta í Mjóddinni en til kl. 13 í Austurstræti. Opið til kl. 20 1 Mjóddinni ™ og Austurstræti. VIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.