Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 VIÐBRÖGÐ SUNNLENDINGA VIÐ MJÓLKURKVÓTANUM DREGIÐ UR KJ ARNFOÐUR- GJÖF OG GRIPUM FARGAÐ Félag kúabænda efnir til bændafundar um búmarksmálin Selfossi, 12. febrúar. AÐGERÐIR þær sem settar hafa verið fram til að draga úr mjólkurframleiðslu koma mjög misjafnlega niður á bændum allt eftir aðstæðum hjá hveijum og einum. Þeir sem fara verst út úr aðgerð- unum eru bændur sem stað- ið hafa í uppbyggingu á búum sínum og eru þar af leiðandi með skuldir að glíma við. í mörgum tilfell- um er tilverurétti fjöl- skyldnanna ógnað þar sem búmarkið stendur ekki und- ir afborgunum af fjárfest- ingunni sem ráðist hefur verið í og lítið er þá eftir til að lifa af. Bændur á Suðurlandi eru óánægðir með það að hlutur Sunn- lendinga í mjólkurframleiðslunni fer minnkandi. Hlutdeild sunn- lenskra bænda var 36,1—36,3% en fer niður í 35,7% með búmarks- skerðingunni, en hvert prósentu- stig nemur einni milljón lítra. „Okkur fínnst að ef eigi að halda uppi þessari byggðastefnu þá verði fleiri að bera það en sunnlenskir bændur. Mjólkin er framleidd á óhagkvæmum stöðum og þannig haldið uppi byggð á okkar kostn- að,“ sagði einn fulltrúa í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi sem hélt fund um búmarksmálin sl. mánudag, 10. febrúar. Félag kúabænda mun gangast fyrir almennum bændafundi mánudag- inn 17. febrúar í Njálsbúð kl. 21.00. Þar verða búmarksmálin skýrð frá sjónarhóli félagsins og boðið verður á fundinn þing- mönnum og stéttarsambands- mönnum. Viðbrögð bænda við búmarks- skerðingunni eru yfírleitt á þann veg að þeir hyggjast draga úr kjamfóðurgjöf og hafa fargað gripum sem á einhvem hátt em gallaðir. Margir em búnir að fram- leiða helminginn af framleiðslu- rétti sínum og verða að reyna að jafna framleiðsluna niður á þá mánuði sem eftir em. Þeir bændur sem verst fara út úr skerðingunni og hafa þungan fjárfestingakostn- að að bera gera sér vonir um leið- réttingu úr þeim hluta héraðabú- marksins sem eftir er að úthluta. Bændur hafa almennt gert sér fulia grein fyrir því að um skerð- ingu yrði að ræða en gagnrýna það hversu tilkynning um búmark- ið kom seint, 22. janúar, miðað við það að verðlagsárið byijar 1. september. Það sem kemur þeim í opna skjöldu er hversu skerðingin er í raun mikil, 10—17%, eftir að talað hafði verið um að hún yrði 6% og virðist þar komin ástæðan fyrir því að bændur héldu áfram fullri framleiðslu á búum sínum. „Það hefur aldrei verið mikil- vægara en nú að gæta hagkvæmni í búrekstri," sagði bóndi sem rætt var við og nefndi að gott heima- fengið fóður væri liður í að minnka framleiðslukostnað og að fjárfest- ing í góðum tækjabúnaði gæti skilað sér í hagkvæmri fóðuröflun. Leitað var álits nokkurra bænda í Árnessýslu á mjólkurkvótanum, og fara viðtölin hér á eftir. Sigurður Steinþórs- son, Hæli Ekki hægt að standa við búmarkið „Mér finnst það ekki vera lausn- arorðið að skera kýmar, það getur haft örlagaríkar afleiðingar á næsta ári. Mér fínnst það liggja beinast við að kosta eins litlu til og hægt er og nota lítið kjamfóður," sagði Sigurður Steinþórsson bóndi á Hæli í Gnúpveijahreppi um við- brögð við samdrætti í framleiðslu. Sigurður er með 28 kýr í fjósi og er búinn að framleiða helming þess sem hann hefur rétt á. Hann er með fjós í byggingu og hafði aflað tilskilinna leyfa og hafði búmark til að framleiða í því fjósi. Bann kvað einsýnt að ekki yrði hægt að framleiða með fullum afköstum í fjósinu sem hann ætlaði að reyna að komast inn í næsta haust. „Það siptir sköpum hvort maður verður tekjulaus tvo mánuði í sumar og eiga svo á hættu að geta ekki verið með þetta nema fyrir hálfum segl- um,“ sagði Sigurður. „Það er ekki hægt að standa við þetta búmark á þessu ári. Ég vil varpa ábyrgðinni á ríkisvaldið vegna þess hversu reglugerðin kom seint fram. Það var rætt um 4—5% en þetta kemur út með 12—14% og það verður að taka tillit til þess hve seint bændur fengu að vita hvað þetta var stórtækt. Stjómvöld þurfa að leysa þetta að hluta til með verðbótum. Þá fá menn eitt- hvað fyrir það sem er umfram. Það má svo aftur ganga út frá því að ekki verði aukning á framleiðslu þetta verðlagsár," sagði Sigurður. Um það hvort einhveijar aðrar leiðir væru til hjá bændum en að skera niður gripi og minnka kjam- fóður, sagði Sigurður „Ég sé ekki aðra leið en að minnka kostnað og skera niður gripi. Annars em að- stæður hjá bændum svo misjafnar að ekki gildir nein ein regla, sumir geta dregið saman en aðrir ekki. Bændur lögðu gmnninn að þessu verðlagsári á sl. hausti og em sumir búnir að framleiða 60% af búmark- inu. Menn em búnir að leggja út fyrir megninu af kostnaðinum fyrir verðlagsárið. Það er t.d. búið að fóðra kýr sem eiga að bera í júní, búið að leggja út fyrir fóðurkostn- aðinum og inni í því er fóðuröflunin. Það hefur komið til tals að bændur Jóhann Pálsson Dalbæ. Sigurður Steinþórsson áHælL Bragi Þorsteinsson á Vatnsleysu. Kristinn Antonsson i Fellskoti. fari á atvinnuleysisbætur þegar þeir em búnir með kvótann, en þetta leiðir óneitanlega hugann að því hvemig bændur eigi að komast af. Bændastarfíð verður ekki gert að hlutastarfí þó svo sé verið að gera með þessari samdráttarstefnu. Menn þurfa að afla tekna annars staðar frá en það er erfítt vegna þess hvemig þetta starf er lagað,“ sagði Sigurður Steinþórsson bóndi á Hæli. Jóhann Pálsson Dalbæ Nauðsynlegt að draga úr skerðingunni „Maður spyr ráðamenn þjóðar- innar hvort eigi að ganga af þessari stétt dauðri, því þetta er dauðadóm- ur,“ sagði Jóhann Pálsson í Dalbæ í Hmnamannahreppi. Hann er með 34 kýr og 800 ærgiida búmark í mjólkurframleiðslu en fékk það skorið niður í 634,2 ærgildi sem nemur um 25 þúsund lítmm. „Menn verða að draga úr fasta- kostnaði. Sumir geta það en aðrir ekki,“ sagði Jóhann aðspurður um viðbrögð við skerðingunni. „Eg er ekki búinn að gera mér grein fyrir framhaldinu, við getum kannski þolað þetta í eitt ár en það getur enginn lifað af því að framleiða undir 80 þúsund lítmm á ári. Það fyrsta sem menn gera er að draga úr fóðurbætisgjöf. Það er hættulegt að draga úr áburðar- kaupum að ekki sé talað um ef tíð- arfar verður slæmt því þá geta menn lent í því að fá vond hey og þá eykst fóðurbætiskostnaðurinn." Jóhann sagðist gagniýna það harðlega hversu seint búmarks- skerðingin bærist bændum. „Þetta hefði verið annað mál ef þetta hefði komið fram 1. september. Ég held að margir standi gjörsamlega ráð- þrota gagnvart þessu. Það þýðir ekki að reyna meiri skerðingu en 10%. Við vissum þetta að hluta til en ekki að þetta yrði svona harka- legt. Mér finnst nauðsynlegt að dregið verði úr þessari skerðingu til að milda áhrifin." Ein vitleysan í þessu öllu saman er að hafa verið að láta menn hafa búmark á jarðir sem ekki höfðu það fyrir. Menn hafa sótt um aukið búmark og fengið. Þess vegna er þetta svo slæmt núna. Það er alveg spuming hvort ekki mætti kaupa upp bændur sem vilja hætta og nota til þess kjamfóðurskatt og minnka þannig framleiðsluna með því að fækka framleiðendum," sagði Jóhann Pálsson. Bragi Þorsteinsson Vatnsleysu Þetta er ekki eins og krani „Mér fínnst verst að þeim er hegnt sem hafa hagað sér eins og menn og haldið sig við kvótann sem settur var upp fyrir síðasta verð- lagsár,“ sagði Bragi Þorsteinsson, bóndi á Vatnsleysu í Biskups- tungnahreppi. „Mér fínnst ríða mest á að það sem eftir er fari til þeirra sem helst þurfa á því að halda og það em þeir sem em með skuldir eftir uppbyggingu á síðustu ámm. Þeir sem standa á gömlum merg em betur undir þetta búnir.“ Bragi er með 25 bása í nýlegu fjósi sem hann segist nýta til fulls. Hann var með 78 þúsund lítra bú- mark en fær skerðingu niður í 61 þúsund lítra. Hann kvaðst hafa orðið fyrir óhöppum á sl. ári og ekki getað framleitt upp í búmark og nú fengi hann skerðingu sem miðaðist við framleiðslu síðasta árs. Bragi sagðist vonast eftir að fá leiðréttingu, hann þyrfti 100 þús- und lítra til að standa undir af- borgunum og heimilisrekstri. „Mað- ur hlýtur að lenda í vanskilum ef ekki fæst leiðrétting. Þegar búið er að leyfa að byggja upp þarf búgreinin að geta staðið undir fjár- festingunni sem gerð er í þágu búrekstrarins," sagði Bragi og ennfremur að ekki væm til nein óbrigðul ráð fyrir bændur í þessum efnum. „Við emm ekki að mótmæla stýr- ingu á framleiðslunni en þetta kemur svo seint, á miðju verðlagsári og einhvem veginn finnst manni þetta meiri skerðing en talað var um í upphafi. Það var talað um 6% en hér í sveit em þetta 16—18%. Hjá mér era það 21% frá búmarki fyrra árs en 15% frá framleiðslu. Þessi mál vom komin úr böndun- um hjá stjómendum. Þeir menn sem vom frekir og heimtuðu meiri kvóta em búnir að skemma þetta og svo taumlaus leyfí á fjósbyggingar undanfarin ár sem svo verður að reka á hálfum afköstum. Ég er hálfnaður með minn fram- leiðslurétt og helmingurinn af kún- um á eftir að bera. Það er erfítt að farga kúm sem komnar em að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.