Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 Suður-Kórea: Aðalstöðvum Nýja lýðræðis- f lokksins lokað Kim Dae-Jung í stofufangelsi Seoul, Suður-Kóreu, 13. febrúar. AP. LÖGREGLAN í Seoul umkringdi í dag aðalstöðvar Nýja lýðræðis- flokksins, sem er i stjómarandstöðu, og setti háttsettan stjómarand- stæðing í stofufangelsi, eftir að hópar andófsfólks höfðu hafið undirskriftaherferð til stuðnings við breytingar á stjórnarskránni. Likfylgd ber kistu Javier var skotinn ar stóðu þar yf ir. Evelio Javier, landstjóra í Antique, eftir götu í Manila áleiðis til kirkju á fimmtudag. af gíimuklæddum mönnum á þriðjudag útifyrir ráðhúsinu i Antique meðan kosning- Aðalkrafa undirskriftaherferðar- innar er, að stjómarskránni verði breytt í þá vem, að tryggðar verði beinar kosningar til forsetaembætt- isins, en núverandi kjörmannakerfi lagt niður. • P Sinueldur sem slokknar fljótt eða er flóðhestinum ofboðið? Manlla, 13. febrúar. Frá fréttaritara Morgunbiaðsins Önnu Bjarnadóttur. SINUELDUR eða er flóðhestinum ofboðið? Skapferli Filippseyinga er lýst á tvennan hátt. Tilfinningahita þeirra er annars vegar líkt við sinueld, hann brennur glatt en dvínar fljótt, og þolinmæði þeirra er hins vegar sögð vera eins og þolinmæði flóðhests. Flóðhestar vinna hægt en vel og láta bjóða sér margt. En á endanum rennur upp sú stund að þeir hafa fengið nóg, þeim er ofboðið og þeir missa vitið. Þá er ekkert annað til bragðs að taka en drepa þá. Tilfínningahiti Filippseyinga kom eftir að kosningunum var lokið. vel í ljós í forsetakosningabarátt- unni og baráttu þeirra fyrir kosn- ingu Cory Aquino. Vika er nú liðin síðan kosningamar vom haidnar og þingið er að telja atkvæðin. Aquino sigraði í kosningunum samkvæmt frumtalningu Namfrel, samtaka óháðra borgara sem beij- ast fyrir heiðarlegum kosningum, en tölur þeirra em ófullkomnar og ógildar. Sjálfboðaliðar samtakanna vom aðeins viðstaddir fmmtalningu á um 75% kjörstaða svo að samtökin geta ekki talið atkvæði frá öllu landinu. Biðin eftir úrslitum kosn- inganna er orðin löng og hætt er við að tilfínningahitinn kólni. Vandi stjómarandstöðunnar nú er að halda Kfínu í eldmóði fólksins og láta það ekki bjóða sér úrslit sem em fengin á óheiðarlegan hátt. Það er sannarlega til í dæminu að Filippseyingar hafi fengið meira en nóg af stjómartíð Marcosar og láti ekki bjóða sér meira. Þá má búast við miklum mótmælum og allsheijarverkföll geta lamað þjóð- félagið. Marcos gæti sett á herlög til að koma í veg fyrir borgarastyij- öld en ástandið í hemum þykir þó ekki benda tii að þau yrðu eins áhrifarík og þau vom fyrir fjórtán ámm. Það er hæpið að neita að kosn- ingamar fyrir viku hafí verið óheið- arlegar. Stjómarandstaðan segir að hún geti sætt sig við atkvæðakaup og fölsuð atkvæði, það gerist í öllum kosningum á Filippseyjum, en hún sættir sig ekki við fölsun á tölum Ítalía: 90hand- teknir fyrir heróínsmygl Genúa, ítaliu, 13. febrúar. AP. LÖGREGLAN á Ítalíu hefur handtekið 90 manns sem ákærðir eru fyrir að hafa smyglað lieróíni frá Tyrklandi og komið því á markað á Norður-Ítalíu, að sögn stjórn valda þar. Segir lögreglan að smyglara- hringurinn, sem þessir menn til- heyrðu, hafí á sex ámm komið um 500 kilóum af heróíni á 'markað á Norður-ítaftuog nemi söluverðmæti Jaeá's jafnvirði um 19 milljóna doll- ara. ' ' Eitthvað var bogið við flest kjör- gagnaumslögin sem bámst til þingsins og undirskriftir eftirlits- manna stjómarandstöðunnar vant- aði á fjölda kjörgagna. Þingið telur atkvæði frá þessum kjördæmum þrátt fyrir það og mót- mælum stjómarandstöðunnar er vísað til æðstu kjömefndar sem þrír hæstaréttardómarar, þrír stjómarsinnar og þrír andstæðingar stjómarinnar eiga sæti í. Þessi nefnd hefur eitt ár til að dæma um lögmæti atkvæðanna og Marcos gæti setið í Malacanang-höll á meðan hún starfar. Það er viðkvæði stjómarsinna að vísa til dómstólanna þegar svik og prettir em bomir upp á þá. Þeir benda á að hlutimir verði leiðréttir ef þeir em sannaðir fyrir dómstól- unum. Gallinn er að dómstólamir taka sér langan tíma til að kveða upp dóm og ýmis mál flækjast í dómskerfínu svo ámm skiptir. Ein síðasta von stjómarandstöð- unnar nú er að fá stuðning frá Bandaríkjastjóm sem allra fyrst. Almenningur trúir að Reagan Bandaríkjaforseti geti þrýst Marc- osi úr embætti og er vonsvikinn yfír hægagangi stjómar hans eftir að sendinefnd Richards Lugar, öld- ungadeildarþingmanns, gaf fólki von með yfírlýsingum sínum um að kosningamar hefðu verið óheið- arlegar. Biskupar landsins komu saman til fundar f dag og orð þeirra munu hafa áhrif á viðbrögð þjóðarinnar við úrslitum kosninganna. Sin kard- fnáli hefur sagt að þjóðin muni mótmæla friðsamlega ef óskir hennar um stjómarskipti verði hafðar að engu. Mótmælin verða friðsamleg og munu varla endast lengj ef „sinueldur" hefur bmnnið í landinu undanfamar vikur. En blóðugt stríð getur brotist út ef „flóðhestinum" er nóg boðið. Mikill fyöldi lögreglumanna lok- aði innganginum að aðalstöðvum Nýja lýðræðisflokksins og hindraði formann fíokksins, Lee Min-Woo, og fleiri embættismenn flokksins, þ.á m. Kim Young-Sam, í að fara inn í húsið. Stjómarandstöðuleiðtoginn Kim Dae-Jung var settur í stofufangelsi á heimili sínu í Seoul. Þangað leyfð- ist engum að koma né heldur að fara þaðan, og síminn var tekinn úr sambandi. Þá var öflugur lögregluvörður um aðalstöðvar Lýðræðisfylkingar- innar, sem vinnur að því að koma á lýðræðislegum stjómarháttum í S-Kóreu. Kim Young-Sam hélt skyndifund með fréttamönnum á gangstéttinni fyrir utan hús samtakanna og lýsti þar yfír, að hann mundi halda áfram baráttu sinni fyrir lýðræði, „þó að líf mitt liggi við.“ Mandela ekki í læknisskoðun Jóhannesarborg, Lissabon, 13. febrúar. AP. HÁTTSETTIR embættismenn vfsuðu á bug fregnum þess efnis að blökkumannaleiðtoginn Nel- son Mandela hefði fengið að fara í klukkustundar læknisskoðun utan fangelsismúranna í dag. Fregnir um að Mandela hefði fengið að fara í læknisskoðun utan fangelsismúranna urðu til þess að sá kvittur komst á kreik að nú yrði Kúbudeilan á sviði í Moskvu Moskvu, 13. febrúar. AP. Á SVIÐI Ádeiluleikhússins í Moskvu er nú verið að flytja leikrit, sem snýst um Kúbudeiluna 1962. Leikritið gerist í forsetaskrifstof- nnni { Hvita húsinu og sovéskir leikhúsgestir fá þar augum litið þá Kennedy-bræður, John F. og Robert, Jacqueline, konu Johns og J. Edgar Hoover, fyrrum yfirmann bandarísku alríkislögregl- unnar, FBI, í meðförum sovéskra leikara. Einþáttungurinn ist „Erfíð menn settu upp eldflaugar á Kúbu ákvörðun" og er eftir Ifyodor Burlatsky, dálkahöfund dagblaðs- ins Literatumaya Gazeta. Við- brögð Kennedys og framganga hans í Kúbudeilunni eru sett fram af skilningi í leikritinu og áhorf- andinn kemst ekki hjá því að vera velviljaður í garð forsetans. Sagan fer þó ekki óbrengluð á leiksviðið. í stað þess að beita Sovétmenn hörku og segja hingað og ekki lengra, kýs John F. Kennedy í leikritinu að sættast á málamiðlun við Kremlarbændur. I leikrítinu er aukinheldur ýjað að því að Ronald Reagan mætti tileinka sér slíkar aðferðir ef Bandaríkjamenn og Sovétmenn ætli saman að vinnaað friði. Að hyggju Burlatskys veittu heiðarleiki Kennedys og trú hon- um styrk ög festu til að standa sig í Kúbudeilunni. Sex daga stóð heimurinn á öndinni og beið-eftir að annar.aðilinn gæfí sig áður en til -lgarnorkústríðs kæmi. Sóyét- , jt , v > * .7V‘c"í“*5r * *V' ■ >■ *• *■ <r -... 'I " ........ og Bandaríkjamenn svöruðu með því að stöðva siglingar þeirra þangað. Kennedy leikur Andrei Mir- onov, sem á miklum vinsældum að fagna í Sovétríkjunum. Hann hefur tileinkað sér hárgreiðslu forsetans og handahreyfíngar hans, en þess utan eru þeir harla ólíkir. Kennedy á sovéska vísu er tilfinninganæmur mannvinur og vald hans til að geta hafíð kjam- orkustríð hefur hleypt af stað sálarstríði innra með honum. Jaqueline Kennedy huggar mann sinn með ívitnun í opin- berunarbók Biblíunnar. Og hún segir einnig hversu auðvelt geti verið fyrir tilræðismanir að skjóta Kennedy úr hárri byggingu. Og síðasta setning Kennedys vísar til örlaga hans: „Þá fenég í loikhúsið eins og Lincoln forðum. Ég vona að mín bíði ekki sömu örlög og biðu hans.“ HöfUndur . Iwkrij^ins, ■ Buri-: Atriði úr „Erfiðri ákvörðun“: Andrei Mironov í hlutverki Johns F. Kennedy og ónafn- greindur leikari í hiutverki Jaqueline atsky, aðstoðaði við að skrifa ræður Krutsjoffs meðan á Kúbu- deilunni stóð og síðan þá hefur hann hitt marga aðstoðarmenn forsetans. „Sovétmenn ímynda sérBanda- rikjamenn sem óheflaða, þeir beiji þig á öxlina og helli í sig viskýi,“ segir Burlatsky. „Þetta þurftu leikaramir að sjálfsögðu að yfír- vinna.“ • hann leystur úr fangavist á hverri stundu. Öryggisverðir við heilsugæzlu- stöð í Höfðaborg tjáðu fréttamönn- um að þeir hefðu séð Mandela koma til læknisskoðunar og að hann hafí verið fluttur aftur til fangelsisins eftir klukkustund. Nú hafa embættismenn hins vegar sagt að ekkert væri hæft í fullyrðingum öryggisvarðanna og Danie Immelman, ofursti, talsmað- ur dómsmálaráðuneytisins, sagði að Mandela hefði aldrei farið úr Pollsmoor-fangelsinu. Portúgalska fréttastofan ANOP hefur það eftir utanríkisráðherra Angóla, Alfonso van Dunem, í dag, að stjóm Angóla hafi synjað beiðni Suður-Afríkustjómar um að ríkin skiptust á foringja í her Suður-Afr- íku, sem haldið væri föngnum í Lúanda, og Nelson Mandela. P.W. Botha, forseti Suður-Afríku, mun hafa boðizt til að láta Mandela lausan í skiptum fyrir foringjann, Petrus du Toit, en van Dumen segir skipti af þessu tagi út í hött og aldrei koma til greina. (;en(;i (íJ ALDMIDLA London, 13. febrúar. AP. Bandaríkjadollar féll áfram gagnvart helstu Evrópugjald- miðlum í dag. Mest féll dollarinn gagnvart japanska jeninu, kost- aði 183,50 jen þegar gjaldeyris- markaðir lokuðu í dag og hafði þá faUið úr 186,55 jenum á mið- vikudag. Gullverð lækkaði nokkuð. Sterl- ingspundið hækkaði gagnvart doll- ara, kostaði 1.4145 dollara í dag en var skráð á 1.4130 dollara á miðvikudag. Annars var gengi doll- arans þannig að fyrir hann fengust: 2.3575 vestur-þýsk mörk (2.3620) 1.9570 svissneskir frankar (1.96475) 7.2300 franskir frankar (7,2425) 2.6646 hóllensk gyUini <2.6675) 1.607:00 ítalskar lírur (1.607.50) og ,1.40155 Jianadískii-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.