Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR 1986 21 ERLENT Luton B 244x L 300 áklæði. Þú getur að sjálfsögðu greitt útborgunina með greiðslukorti eða staðgreitt með því og fengið hæsta staðgreiðsluafslátt. QDSGAGNAHÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK® 91-81199 og 81410 Sænska sljórnin veit- ir Kockums gálgafrest — 5,6 milljörðum króna veitt til eflingar atvinnulíf i í Málmey AP/Símamynd Rafmögnuð lending Tveir menn sluppu með skrekkinn er þeir lentu flugvél sinni á háspennulinum við flugvöllinn í Ontario við Los Angeles. Flug- vélin kom of lágt inn til lendingar að kvöldlagi og rakst á rafmagnslínumar og festist í þeim. Mennirair máttu dúsa í flugvélinni i fjórar klukkustundir þar til þeim var bjargað. Myndin var tekin á miðvikudag er reynt var að ná flugvélinni af rafmagnslínunum. Norsk Hydro: 12 mílljarða gróðií fyrra Osló, 13. febrúar. AP. NORSK HYDRO skilaði 2,1 milljarðs hagnaði norskra króna á síðasta ári, eða jafnvirði 12 milljarða íslenzkra, samkvæmt bráðabirgðaársuppgjöri fyrirtækisins. Samkvæmt uppgjörinu var velta Að sögn Torvild Aakvaag, fram- Norsk Hydro á síðasta ári 42 millj- kvæmdastjóra Norsk Hydro, batn- arðar norskra króna, eða jafnvirði 214 milljarða íslenzkra. Miðað við árið 1984 jókst velta fyrirtækisins um 18% í fyrra og hagnaðurinn um 3%. aði afkoma fyrirtækisins jafnt og þétt fyrstu níu mánuði ársins, en hins vegar seig á ógæfuhliðina á síðasta ijórðungi ársins, er hagnað- ur varð lítill. Stokkhólmi, 13. febrúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SÆNKSA stjórain hefur ákveðið að veita einum milljarði sænskra króna, eða jafnvirði 5,6 milljarða islenzkra, til að bæta atvinnuástand- ið á Málmeyjarsvæðinu, og hefur það í för með sér að Kockums- skipasmíðastöðin mun starfa með eðlilegum hætti þar til í ársbyrjun 1988. Stjómin hefur ákveðið að ábyrgj- ast smíði tveggja feija hjá Kock- ums, en enginn kaupandi er að skipunum ennþá. Kockums hefur ekki borizt pöntun í nýsmíði frá því 1983. Thage G. Peterson, iðnað- arráðherra, segir að framtíð Kock- ums velti á því hvort samningar náist um nýsmíði. Allt stefnir því í að í byijun árs- ins 1988 missi 2.300 starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar atvinnuna. Kafbátadeild fyrirtækisins verður hins vegar haldið gangandi þótt önnur starfsemi leggist niður, en þar starfa um 500 menn. Ný skoðanakönnun í Bretlandi: Thatcher ekki not- ið jafnlítilla vin- sælda í fjögur ár London, 13. febrúar. AP. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur ekki notið jafnlítilla vinsælda og nú á sl. fjórum árum, og flokkur hennar, íhaldsflokkurinn, nýtur minna fylgis en báðir stjórnar- andstöðuflokkarnir, að þvi er fram kemur í Gallup-könnun, sem birt var í gær. Niðurstöður könnunarinnar birt- ust í blaðinu Daily Telegraph, sem styður íhaldsflokkinn, og sýna þær, að aðeins 29% þeirra 915 kjósenda, sem spurðir vom, eru ánægðir með störf Thatcher sem forsætisráð- herra. Aðeins einu sinni áður hafa vin- sældir hennar verið minni, en það var í desember árið 1981, tveimur og hálfu ári eftir að hún var kjörin í fyrra skiptið. Þá voru aðeins 25% þeirra, sem spurðir voru, ánægðir með störf hennar sem leiðtoga. Var það lægsta vinsældahlutfall, sem breskur þjóðarleiðtogi hafði hlotið frá því í síðari heimsstyijöldinni. Samkvæmt könnuninni hlyti íhaldsflokkur Margaretar Thatcher aðeins 29,5% atkvæðanna, ef kosið yrði nú. Verkamannaflokkurinn fengi 35,5% og samfylking frjáls- lyndra og jafnaðarmanna 33,5%. Jafnframt ákvað stjómin að ný bílaverksmiðja Saab Scania skuli byggð í Málmey og gæti hún að likindum tekið við flestum þeim starfsmönnum, sem missa atvinn- una þegar Kockums verður að mestu lokað. Ýmsir landshlutar hafa togast á um verksmiðjuna, sem reist verður í tveimur áföngum á næstu fímm árum. Áætlað er að hún kosti 1,5 milljarða sænskra króna fullbúin, eða um 8,5 milljarða íslenzkra. Verksmiðjan mun veita 3.000 manns atvinnu. Þegar verk- smiðjan verður tilbúin verður starf- semi Saab-verksmiðjunnar í Arlöv, sem er fyrir norðan Málmey, dregin saman, en þar starfa um 1.000 manns. Einnig verður ráðist í miklar vegaframkvæmdir á Málmeyjar- svæðinu, m.a. byggður nýr hring- vegur um borgina og nýr vegur, sem tengja mun borgina vjð Evr- ópuveg númer 6. Loks ákvað sænska stjómin að flýta og auka undirbúning að smíði brúar yfír Eyrarsund milli Málmeyj- ar og Kaupmannahafnar og jám- brautarganga undir sundið milli Helsingjaborgar í Svíþjóð og Hels- ingjaeyrar í Danmörku. Aðeins vantar grænt ljós frá dönskum stjómvöldum áður en hægt er að hefja brúarsmíði og gangnagerð. Kostnaður við þessar framkvæmdir er áætlaður um 8 milljarðar sænskra króna, eða um 45 milljarð- ar íslenzkra. Sovétríkin: Forréttindi gagn- rýnd í lesendabréfi Moskvu, 13. febrúar. AP. SOVÉTMENN ættu að loka sérstökum verslunum, sjúkrastofum og veitingastöðum fyrir hástéttina í iandinu og Iáta foringja kommúnistaflokksins standa í biðröðum eins og almúgann. Þetta segir í lesendabréfi, sem 46 ára gamall félagi í Kommúnista- flokknum skrifaði og birtist í Prövdu, málgagni Kommúnista- flokksins, í dag. Hann og annar lesandi blaðsins leggja einnig til að teknar verði upp reglulegar hreinsanir í emb- ættismannakerfínu og sá háttur- inn hafður á að embættismenn sitji aðeins ákveðinn tíma í senn til að koma í veg fyrir spillingu. Að sögn voru bréfín birt til þess að skapa mætti umræðu um hugmyndafræði og markmið fyrir 27. þing Kommúnistaflokksins, sem hefst 25. febrúar. Svör fylgdu. Reyndar voru engin svör við kvörtunum yfír forréttindi hástéttarinnar í landinu, en því svarað til að Kremlverjar hefðu ekki áhuga á að láta ráðamenn sitja ákveðinn tíma í senn. Betra þætti að taka hvert mál fyrir sig til þess að uppræta spillingu. Nikolaj Kasan sagði í bréfi sínu: „Við lifum við sósíalisma og því ætti hver að hljóta laun í samræmi við erfíði sitt. Látum vera að yfír- maður hljóti hærri laun. En önnur forréttindi ættu ekki að vera til. Yfirmaðurinn getur farið í venju- legar búðir og staðið í biðröðum. Ef til vill kemur þá fyrr að því að biðröðunum, sem allir hata, verði útrýmt.“ Mikhail S. Gorbachev, aðalrit- ari Kommúnistaflokksins, hefur hamrað á því í viðtölum undan- farið að embættismenn ættu að gæta meiri hófsemi í stað þess að guma sig af fríðindum og er- lendum bílum. Þess eru þó engin merki að draga eigi úr forréttind- um. Fulltrúar á 27. flokksþinginu geta til dæmis farið fremst í bið- raðir á bensínstöðvum og í leik- húsum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.