Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 Eva Hrönn Hreins dóttir— Minning Fædd 27. janúar 1965 Dáin 12. febrúar 1986 Kveðja frá móðursystur Skjótt hefur sól brugðist sumri. Hún Eva er ekki lengur okkar á meðal. Á fáum dögum voru örlög ráðin. Hún var svo ung og frísk, átti sér ungan eiginmann, var enn í foreldraranni, ásamt með honum, sem hún unni, vinnandi að framtíð- ardraumum. Hún var að mennta sig, til að geta lagt sitt til að stofna 'nýtt og ungt heimili, full af metnaði til nýrra starfa í þjóðfélaginu. Lítið bam fæddist hún heima hjá afa og ömmu og var þar sólar- geislinn ljúfi. Þrátt fyrir að fætur hennar væru ekki fullkomlega heil- brigðir, hóf litla stúlkan ótrauð göngu sína út í lífið. Hún fluttist til nýs heimilis með pabba og mömmu og eignaðist lítinn bróður, sem hún lét sér svo annt um. Hún þurfti oft að ganga undir erfíðar aðgerðir til að rétta fætuma og smátt og smátt varð henni greiðara um gang, þó hún hafi alla tíð haft baga af fótunum. Oft var hún þreytt en ekki gafst hún upp að heldur. ^jún vann að þvi að hlúa að sjúku og öldruðu fólki og hlífði sér hvergi. Akveðin var frænka mín í skóðun- um og lét þær feimnislaust í ljósi. Æðmiaus háði hún baráttu við hinn skyndilega sjúkdóm er völdin tók með svo snöggum hætti og það er trú mín að héðan hafí hún farið til æðra lífs full þroska og trausts til hins ókunna. Veit ég að nú er hún heil og hraust, hlaupandi um meðal blómanna bláu. Eg þakka henni margaryndisstundir. y Megi góður guð styrkja hinn unga eiginmann hennar, foreldra og bróður og milda þeirra sám sorg. Minningin lifir um ljúfa stúlku sem var kvödd héðan til nýrra og göfugri starfa í heimi óendanleikans. Auður í dag er gerð frá Dómkirkjunni útför Evu H. Hreinsdóttur. Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Það er ótrúlegt að hún Eva sé dáinn, hún sem var alltaf svo hress og leit björtum augum á framtíðina, hún átti sér marga drauma sem komu ekki til fram- kvæmda því æðri máttarvöld völdu henni búsetu handan móðunnar miklu. Eva var einkadóttir hjónana Þrúðar Ingvarsdóttur og Hreins Eyjólfssonar. Einn bróður átti hún sem hún talaði oft um og var mjög stolt af, eiga þau um sárt að binda að missa hana svona unga. Hún var gift elsta syni okkar hjónanna, Árelíusi, og brosti við þeim hamingjan, sem því miður varð svo alltof stutt, hún veiktist snögglega af alvarlegum sjúkdómi og lést á gjörgæsludeild Borgarspít- alans eftir mjög erfið veikindi að kvöldi 5. febrúar. Ég vil þakka henni allt það góða og jákvæða sem hún gaf mér, hún var einstaklega vel gefin og vel gerð af svona ungri konu að vera. Það var ekki hægt annað en að þykja mjög vænt um hana, sem og öllum þótti sem henni kynntust. Veit ég að sorgin og söknuðurinn er mikill, því bið ég algóðan Guð að styrkja þig, elsku Alli minn, foreldra hennar og einkabróður og aðra aðstandendur, sem ég sendi mínar einlægu samúðarkveðjur. Minningin um hana Evu okkar mun lifa hrein, björt og fögur um ókomin ár. „Vertu sæl, við söknum þin. Drýpur sorg, drýpur hryggð, af rauðum rósum. (ÁN.) Ásdís Með svo fátæklegum orðum kveð ég kæra frænku, Evu Hrönn, og vinkonu sem kvaddi svo óvænt. Hún var litla frænka sem þurfti að gæta að og gefa góð ráð. Var hún mann- elsk og opinská og kom oft á Kleppsveginn í smá rabb og kaffí- sopa. Náðum við að kynnast betur við þessar heimsóknir með von um að hún kæmi fljótlega aftur. Nú er tómlegt í hópi systkinabama og söknuðurinn sár. Guð blessi og styrki hennar nánustu í sorg, en minningin um Evu er í hjörtum okkar og verður alla tíð. Edda í dag verður til moldar borin elskuleg frænka mín, Eva Hrönn. Fyrir nokkrum dögum var öll fjöl- skyldan saman komin að blóta þorra. Hvar er Eva Hrönn, var spurt. Svarið var, á sjúkrahúsi. Daginn eftir barði vágesturinn harkalega að dyrum og fáeinum dögum seinna var hún öll. Minningamar hrannast upp í hugann, þó ekki hafí árin hennar verið mörg. Ég var bara 12 ára gömul þegar hún fæddist og man hve hún var fallegjjar sem hún lá í litla rúminu sínu. Ég gat setið tím- unum saman og horft á hana sofa. Það er kannske ennþá minnisstæð- ara vegna þess hve vel hún bar alla erfiðleikana sem fylgdu í kjölfar uppskurðar er gera varð á báðum fótum hennar nokkurra vikna gamalli. Vikum og mánuðum saman lá hún í gifsi og ennþá erfiðara var að læra að ganga. Fyrstu skrefin í spelkum og stífum skóm og fyrir svefninn var hún klædd í opna skó sem halda áttu fótunum í ákveðnum skorðum. Svona var lífíð hennar fyrstu árin, en hún tók þessu með stökustu þolinmæði. Smám sman greru fætur hennar og árin liðu hvert af öðru. Oft var kallað á frænku að gæta hennar og Reyni bróður hennar eftir að hann faeddist. Ég dáðist oft að því hve góð þau voru og gegnin. Alltaf voru þau komin í rúmið um áttaleytið og sofnuð eins og englar, svo að það var auðvelt að líta eftir þeim. Eva Hrönn gekk sína skólagöngu eins og vera bar. Leiðin lá í Fjöl- brautaskólann í Breiðholti og tók hún þar nokkrar annir. En það var erfitt að velja sér námskeið, fram- tíðin svo óráðin, hún svo ung. Hætti hún skóla í bili og fór að vinna. Lengst af á Amarholti en nú síðustu mánuðina vann hún hjá Sjálfsbjörg. Síðastliðið haust innritaðist hún í einkaritaraskólann og hugðist ljúka þar námi í vor. Eva Hrönn hafi heilsteypta skap- gerð, var hrein og bein og sagði meiningu sína. Samt var hún frekar dul, kærði sig ekki um að bera til- fínningar sínar á torg. Hún hafði líka gott skopskyn og oft var glettn- isglampi í augum hennar. Nú hin síðustu ár hittumst við alltof sjaldan. Þrátt fyrir það skilur hún eftir margar góðar minningar í huga mér. Við flytjum foreldrum hennar, þeim Þrúði Ingvarsdóttur og Hreini Eyjólfssyni okkar einlæg- ustu samúðarkveðjur, einnig Reyni bróður hennar. Þau hafa ekki að- eins misst dóttur og systur heldur einnig góðan vin og félaga. Eigin- manni hennar, Árelíusi Þórðarsyni og íjölskyldu hans votta ég einnig samúð mína. Hrafnhildur og fjölskylda Það er skrítið að svona ungt fólk í blóma lífsins, skuli vera tekið frá okkur fyrirvaralaust, án þess að gera nokkurt boð á undan sér. Eva þessi góða, glaða og yndis- lega stúlka, sem öllum þótti svo vænt um er dáin. Við munum ætíð minnast hennar sem góðrar persónu með mikla starfsorku, um allt það góða sem hún leiddi af sér. Eva veiktist þann 23. janúar og var því rétt tæplega 21 árs er hún lést. Þegar ég frétti að hún hafði veikst alvarlega, trúði ég aldrei öðru en að hún myndi ná sér. Fyrst þegar ég kynntist Evu var hún frekar feimin og hlédræg stúlka, hún var mjög vör um sig og frekar erfítt að kynnast henni. En þegar við höfðum kynnst lítil- lega urðum við mjög góðir vinir. Hún var alltaf til í að aðstoða mig við allt og leggja sitt að mörkum til að öllum gæti liðið vel og alltaf hafði hún einhver ráð í hendi sér við öllu sem miður fór. Það er skrítið hvemig forlögin geta geisað inn miskunnarlaust án þess að gera boð á undan sér. Nú hafa þau tekið hana Evu okkur frá okkur svona allt í einu þegar lífíð og framtíðin blasti við. Eva og Alli bróðir minn, höfðu gert áætlun um framtíðina, þau voru full af orku sem nota átti til að skapa gott heimili. Eva stundaði skólann af miklum krafti og vann síðan hörðum hönd- um með skólanum til að geta lagt sitt að mörkum við að stofna heim- ili. Nú að lokum munu margir sakna Evu sem er dáin, langt fyrir aldur fram. En sárastur er missirinn fyrir þig Alli minn, og foreldra hennar og bróður. Bið ég Guð um að blessa ykkur og styrkja um ókomin ár. Ingi Þórðarson Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRÁNING Nr. 29. —13. febrúar 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.Kl.09.15 Kaup Sala gengi Dollari 41,610 41,730 42,420 SLpund 58Í86 59,056 59,494 KjJLdolUri 29,714 29,800 29,845 Dönskkr. 4,7912 4,8050 44191 Norskkr. 5,6724 5,6888 5,6837 Sænskkr. 5,5916 5,6077 5,6368 FL mark 7,8777 7,9004 7,9149 Fr.franki 5,7628 5,7794 5,7718 Bekfranki Sv. franki 0,8642 03667 0,8662 214352 214967 20,9244 HoU. gyllini 15,6564 15,7015 15,7053 V-þ. mark iLlíra 17,6853 17,7363 17,7415 0,02598 24155 0,02605 0,02604 Austurr.sch. 24227 24233 Portescudo 04720 04727 04728 Sp. peseti 04805 04813 04818 íap.yen 042717 042782 041704 Jrektpund |SDR(Séret 53,504 463233 53,659 46,9579 52,697 46,9476 INNLÁN S VEXTIR: Sparisjóðsbækur.................. 22,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 25,00% Búnaðarbankinn.............. 26,00% Iðnaðarbankinn.............. 23,00% Landsbankinn................ 23,00% Samvinnubankinn............. 25,00% Sparisjóðir................. 25,00% Otvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............ 25,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 30,00% i Búnaðarbankinn................. 28,00% Iðnaðarbankinn.............. 26,50% Samvinnubankinn............. 30,00% Sparisjóðir................. 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Verzlunarbankinn............ 31,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn............... 32,00% Landsbankinn.................31,00% Útvegsbankinn............... 33,00% Innlánsskírteini Alþýðubankinn............... 28,00% Sparisjóðir................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við lánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn.............. 1,50% Búnaðarbankinn............... 1,00% Iðnaðarbankinn............... 1,00% Landsbankinn............. 1,00% Samvinnubankinn.............. 1,00% Sparisjóðir.................. 1,00% Útvegsbankinn................ 1,00% Verzlunarbankinn..... ..... 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn.............. 3,50% Búnaðarbankinn...... ...... 3,50% Iðnaðarbankinn............... 3,00% Landsbankinn....... ....... 3,50% Samvinnubankinn............ 3,50% Sparisjóðir................ 3,00% Útvegsbankinn.............. 3,00% Verzlunarbankinn........... 3, 50% með 18 mánaða uppsögn: Útvegsbankinn................ 7,00% Ávfsana- og hlaupareikningar Alþýðubankinn - ávísanareikningar.......... 17,00% - hlaupareikningar........... 10,00% Búnaðarbankinn............... 8,00% lönaðarbankinn............... 8,00% Landsbankinn................. 10,00% Samvinnubankinn..... ........ 10,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn................ 8,00% Verzlunarbankinn.......... 10,00% Stjömureikningar: I, II, III Alþýðubankinn................ 9,00% Safnián - heimilislán - IB-tán - pkislán með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaðarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Útvegsbankinn............... 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Iðnaðarbankinn............... 26,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir................. 28,00% Útvegsbankinn............... 29,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................ 8,00% Búnaöarbankinn............... 7,50% Iðnaðarbankinn...... ........ 7,00% Landsbankinn....... ......... 7,50% Samvinnubankinn........... 7,50% Sparisjóðir.................. 8,00% Útvegsbankinn................ 7,50% Verzlunarbankinn............. 7,50% Sterlingspund Alþýðubankinn.............. 11,50% Búnaðarbankinn............. 11,00% Iðnaðarbankinn............. 11,00% Landsbankinn............... 11,50% Samvinnubankinn............ 11,50% Sparisjóðir................ 11,50% Útvegsbankinn.............. 11,00% Verzlunarbankinn........... 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn............... 4,50% Búnaðarbankinn.............. 4,25% Iðnaðarbankinn.............. 4,00% Landsbankinn................ 4,50% Samvinnubankinn..... ....... 4,50% Sparisjóðir................. 4,50% Útvegsbankinn............... 4,50% Verzlunarbankinn............ 5,00% Danskarkrónur Alþýðubankinn............... 9,50% Búnaðarbankinn.............. 8,00% Iðnaðarbankinn.............. 8,00% Landsbankinn................ 9,00% Samvinnubankinn............. 9,00% Sparisjóðir................. 9,00% Útvegsbankinn............... 9,00% Verzlunarbankinn........... 10,00% ÚTLÁNSVEXTIR: Almennir víxlar, f orvextir: Landsbankinn............... 30,00% Útvegsbankinn..... ........ 30,00% Búnaðarbankinn............. 30,00% Iðnaðarbankinn............. 30,00% Verzlunarbankinn........... 30,00% Samvinnubankinn............ 30,00% Alþýðubankinn.............. 30,00% Sparisjóðir................ 30,00% Viðsklptavíxlar Landsbankinn............... 32,50% Búnaðarbankinn............. 34,00% Sparisjóðir................ 34,00% Yfirdráttarlán af hlaupareikningum: Landsbankinn............... 31,50% Útvegsbankinn...............31,50% Búnaöarbankinn............. 31,50% Iðnaðarbankinn............. 31,50% Verzlunarbankinn............31,50% Samvinnubankinn............ 31,50% Alþýðubankinn...............31,50% Sparisjóðir................ 31,50% Endurseljanlegián fyrir innlendan markað............ 28,50% lán f SDR vegna útfi.framl........ 10,00% Bandaríkjadollar............ 9,75% SterlingsDund.............. 14,25% Vestur-þýsk mörk............ 8,25% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn................ 32,00% Útvegsbankinn............... 32,00% Búnaðarbankinn.............. 32,00% Iðnaðarbankinn.............. 32,00% Verzlunarbankinn.............. 32,0% Samvinnubankinn............. 32,00% Alþýðubankinn................ 32,00% Sparisjóðir.................. 32,00% Viðskiptaskuldabréf: Landsbankinn ............... 33,50% Búnaðarbankinn.............. 35,00% Sparisjóðirnir............... 35,00% Verðtryggð lán miðað við iánskjaravísitölu í allt að 2 ár......................... 4% Ienguren2ár............................ 5% Vanskilavextir........................ 45% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. ’84 .......... 32,00% Lífeyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphæð er nú 500 þúsund krón- ur og er lánið vísitölubundið með lánskjaravfsitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóðurinn stytt lánstímann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í tvö ár og tvö mánuði, miðað við fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuðir frá því umsókn berst sjóðnum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú, eftir 3ja ára aðild að lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast við lánið 18.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náð 5 ára aðild að sjóðnum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóðsaðild bætast við höfuðstól leyfilegar lánsupphæðar 9.000 krón- ur á hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára sjóðsaðild er lánsupphæðin orðin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aöild bætast við 4.500 krónur fyrir hvern ársfjórðung sem líður. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóðnum. Höfuðstóll lánsins er tryggður með lánskjaravísitölú, en lánsupp- hæðin ber nú 5% ársvexti. Láns- tíminn er 10 til 32 ár að vali lántak- anda. Þá lánar sjóðurinn með skilyrðum sérstök lán tll þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóðsins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir febrúar 1986 er 1396 stig en var fyrir janúar 1986 1364 stig. Hækkun milli mánað- anna er 2,35%. Miðað er við vísi- töluna lOOíjúní 1979. Byggingavísitala fyrir janúar til mars 1986 er 250 stig og er þá miöaö við 100 íjanúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextirm.v. óverðtr. verötr. kjör kjör Óbundiðfé Landsbanki, Kjörbók: 1) .................. ?-36,0 1,0 Útvegsbanki.Abót: ...................... 22-36,1 1,0 Búnaðarb., Sparib: 1) .................... ?-36,0 1,0 Verzlunarb., Kaskóreikn: ................ 22-31,0 3,5 Samvinnub., Hávaxtareikn: ............... 22-37,0 1-3,5 Alþýðub., Sérvaxtabók: .................. 27-33,0 Sparisjóðir.Trompreikn: .................... 32,0 3,0 Iðnaðarbankinn: 2) ......................... 26,5 3,5 Bundiðfé: Búnaðarb., 18mán.reikn: .................... 39,0 3,5 Höfuðstóls- Verðtrygg. færslurvaxta tímabil vaxtaáári 3mán. 1 mán. 3mán. 3mán. 3mán. 1 mán. 1 mán. 6mán. 1) Vaxtaleiðrétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka. 2) Tvær úttektir heimilaðar á hverju sex mánaða tímabili án, þes að vextir lækki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.