Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. FEBRÚAR1986 Minning: Kristín Sigurðar- dóttir, Hafnarfirði Fædd 10. október 1921 Dáin 6. febrúar 1986 Nú hefur Didda verið kölluð úr húsinu sínu við Selvogsgötuna til þess eilífa áfangastaðar, sem okkur öllum er fyrirhugaður. Það skiljast leiðir um stund. Hún skilur eftir sig skarð á meðal okkar, sem Guð einn getur fyllt. En minningin um Diddu, mágkonu okkar, trygglyndi hennar og fómfysi, mun lifa. Fátækleg þakklætisorð á kveðjustund hrökkva þó skammt. Kristín var dóttir hjónanna Sig- urðar Valdimarssonar, húsasmiðs í Hafnarfírði og Sigríðar Böðvars- dóttur. Hún fæddist í Hafnarfírði árið 1921 og ólst upp í foreldrahús- um við Hamarinn ásamt átta systk- inum sínum. Árið 1941 giftist Krist- ín Ólafi bróður okkar, sem nú horfír á bak sfnum traustasta förunaut. Það varð foreldrum okkar, Frí- manni Þórðarsyni og Guðrúnu Ól- afsdóttur, mikið lán, að hin nýgiftu hjón tóku hús hjá þeim á Selvogs- götu 18. Foreldrum okkar reyndist Didda svo vel, annaðist þau af slfkri ræktarsemi og fómfysi, að seint verður fullþakkað með orðum. Hún bjó þeim ævikvöld, sem þau nutu ríkulega. Jafnan var þröngt í búi í litla húsinu á Selvogsgötunni. Ólafur og Kristín eignuðust fjögur böm, sem öll eru á lífí, þau Birgi, Sigurð, Guðrúnu og Einar. Fjölskyldan var stór, en húsið lítið. En undir hand- leiðslu Diddu, rúmaði húsið langtum fleiri en þar bjuggu, enda gestimir oft margir. Þar skipti sköpum umburðarlyndi hennar og stöðug- lyndi. Við minnumst þess hversu gott var að leita til hennar þegar erfiðleikar steðjuðu að. Hún hafði af svo miklum styrk að miðla og alltaf virtist hún hafa nægan tíma til að sinna þörfum hvers og eins, þó hin daglegu störf hafí verið ærin. Aldrei mátti Didda vita af ættingja eða vini þjáðum eða sjúkum. Hún vitjaði þeirra, annaðist og studdi. Allt fram á sfðasta dag heimsótti hún sjúka vini og ættingja, er á sjúkrahúsi dvöldu. Þeim gleymdi hún ekki. Þann tíma er foreldrar okkar dvöldu á sjúkrahúsi, kom hún í heimsókn hvem einasta dag. Oft þurfti Didda sjálf að reyna hve lífsbaráttan getur verið hörð. Um miðjan aldur veiktist hún af berklum ásamt tveimur bömum sín- um. Þá lagðist hún ásamt bömun- um inn á sjúkrahús og fengu fullan bata. Fyrstu búskaparárin var Ólaf- ur til sjós. Þá fór hún ekki varhluta af starfa sjómannskonunnar á þeim ámm. Og nú síðustu sjö árin kenndi hún sjúkdóm þann, er leiddi hana til dauða. Hún skynjaði hvert stefndi. En þrátt fyrir þjáningu og andstreymi, þá var krafturinn og viljinn til þjónustu sá sami. Kristín tók virkan þátt í safnað- arstarfi Fríkirkjunnar í Hafnarfírði. Hún unni kirkjunni sinni og sótti til samfélags trúarinnar styrk og kraft, sem var henni dýrmætt vega- nesti í Iffínu. Og í dag verður Didda kvödd hinstu kveðju í kirkjunni sinni, sem henni þótti svo vænt um. Megi góður Guð taka á móti ást- kærri mágkonu og launi henni öll fómarverkin góðu, sem hún vann í okkar þágu. Guð styrki ættingja og vini nær ogfjær. Gróa, Ella, Gaui, Svana og Einar. Þérkærasendikveðju með kvöldstjömunni blá. Þaðhjartasemþúátt, enersvolangtþérfrá Þar mætast okkar augu þótt ei oftar sjáumst hér Ó guð minn ávallt gæti þín, éggleymi aldreiþér. I dag kveðjum við ömmu Diddu. Þau eru ófá sporin sem við höfum átt á Selvogsgötuna á stuttri ævi okkar. Alltaf var sama hlýja viðmótið. Amma Didda var ekki kona sem mikið lét að sér kveða utan heimil- is. Hennar veröld var fjölskyldan, og hún sinnti henni vel. Það var hægt að koma með öll sín vanda- mál og ræða við ömmu, hún hafði tíma, þolinmæði og áhuga á jafíivel smæstu hlutum sem skifta okkur oft svo miklu máli í hita dagsins. Og oftar en ekki mátti hugga litla vansæla sál með rabbi yfír kleinu- bita eða kökusneið, því að í þeim efnum var aldrei komið að tómum kofanum. Ekki var síðra að deila gleði í litla húsinu hennar. Hún var að eðlisfari glaðlynd og hláturmild og átti gott með að sjá spaugilegar hliðar á tilverunni. Þó svo amma Didda væri lengi búin að ganga með þann sjúkdóm sem að lokum reyndist henni ofjarl var það ekki að merkja á dagfari hennar. Hin trausta lund hennar brást henni aldrei þótt á móti blési. Við kveðjum ömmu með miklu þakklæti fyrir allt það góða sem hún kenndi okkur og deildi með okkur. Það eru gjafir sem ekki verða frá okkur teknar og eiga eftir að fylgja okkur sem gott veganesti útílífíð. ÓIi, Matti og Ásdís Þann 6. febrúar barst okkur sú harmafregn að tengdamóðir okkar Kristín Sigurðardóttir, eða amma Didda eins og hún var oftast kölluð, hefði orðið bráðkvödd þá um dag- inn. Kristín fæddist í Hafnarfírði þann 10. október 1921. Hún var dóttir hjónanna Sigríðar Böðvars- dóttur og Sigurðar Valdimarssonar, húsasmiðs. Þau hjónin eignuðust 9 böm og hafa nú sex þeirra látist um aldur fram. Þau eru: Böðvar, Þorvaldur, Guðríður, Valdimar, Anna og Kristín. Þau sem eftir lifa eru: Gunnar, Sigurrós og Emil. Þetta var stór og samhentur hópur og minntist,Kristín oft góðra stunda t Sonur okkar, ÁKI GÍSLASON bókasafnsfrœðingur, lést fimmtudaginn 13. febrúar. Sigríður Guölaug Brynjólfsdóttir, Gfsli Friðrik Petersen. t Faðir minn og tengdafaðir, ÓSKARS. JÓNSSON, Njálsgötu 49, lést í Borgarspítalanum fimmtudaginn 13. febrúar. Theodór Óskarsson, Arnheiður Árnadóttir. t Maðurinn minn, JÓN JÓSTEINN GUÐMUNDSSON frá Kleifum, sem lést 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 15. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Margrét Kristjánsdóttir. Bróðir okkar. t JÓN EINARSSON frá Húsatóftum, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavikurkirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Valdimar Einarsson, Sólveig Einarsdóttir, Þórhallur Einarsson, Einar Kr. Einarsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Stefán Pétursson, Gunnar Jones, Hildur Eysteinsdóttir, Rósa Jones, Jónas Jóhannesson og barnabörn. t Föðurbróðir okkar, JÓHANNES KRISTJÁNSSON, fulltrúi, er lést að heimili sínu, Skeiðarvogi 127, þann 6. febrúar síðastlið- inn, verður jarösunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Kristján Sigurðsson, Elfn Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, MATTHÍAS HELGASON, Skólavegi 14, Keflavfk, sem lést 9. febrúar sl. verður jarðsunginn í Keflavíkurkirkju laugardaginn 15. febrúar kl. 14.00. Stefanfa Bergmann, Hulda B. Matthíasdóttir, Magnús Björgvinsson, Stefán B. Matthfasson, Ingunn Ingimundardóttir, Ingólfur H. Matthfasson, Sóley Birgisdóttir, Magnús B. Matthfasson, Mekkfn Bjarnadóttir, Guðlaug B. Matthfasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, JÓHÖNNU GUNNARSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Brautarholti, Skagafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirðinga. Guð blessi ykkur öll. Synir, tengdadætur og aðrir ættingjar. Lokað Vegna jarðarfarar KRISTÍNAR SIGURÐARDÓTTUR verður lokað frá kl. 13.00-16.00 í dag. Verslunin Draumaland, Keflavík. á æskuheimili sínu „Hamrinum". Meðan hún var enn í foreldrahúsum lærði hún fatasaum og eru ófáar þær flíkur sem hún hefur saumað. Það var sama hvers konar efni eða gamla flík hún fékk á milli handa, úr því gat hún gert hátíðarflík. Þann 9. september 1941 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafí Frímannssyni vélvirkja. Stofn- uðu þau heimili og bjuggu allan sinn búskap á Selvogsgötu 18, í sambýli við foreldra Olafs, þau Guðrúnu Ólafsdóttur og Frímann Þórðarson. Eignuðust þau Kristín og Ólafur 4 böm. Þau eru: Birgir, Sigurður, Guðrún og Einar. Barna- bömin em orðin 9 og eitt bama- bamabam. Kristín var óvenju vel gerð kona. Þrátt fyrir harða Hfsbaráttu stóð hún ávallt sem klettur. Hennar aðal starf var á heimilinu og verður það aldrei full þakkað. Henni féll aldrei verk úr hendi. Annað hvort var setið við sauma, pijónað eða annað sem til féll. Nutu margir góðs af saumakunnáttu hennar, bæði §öl- skyldan og aðrir. Það var sama hvort vantaði smávægilega aðstoð eða heila flík alltaf var amma Didda tilbúin að hjálpa. Hún var einstak- lega bóngóð og hafði alltaf nægan tíma fyrir þá sem til hennar leituðu. Bamabömin sóttu mikið til hennar. Oft var skotist til ömmu Diddu í frímínútum og ætíð var hún boðin og búin að gæta þeirra ef með þurfti. Ekki var fyrr komið inn úr dyrunum en búið var að leggja alls konar krásir á borð. Það fór enginn svangur frá ömmu Diddu. Hún var mikill vinur bamanna og er hennar nú sárt saknað. Kristín var aðdáunarverð kona og kom ætíð auga á björtu hliðar lífsins. Maður er ríkari eftir að hafa kynnst slíkri konu sem hún var. Elsku Óli. Missir þinn er mikill og tómarúmið stórt, en minningam- ar em margar og hjálpa okkur á erfíðri stund. Guð blessi minningu hennar. Tengdadætur Dynskógar, rit V-Skaftfell- inga komið út DYNSKÓGAR, rit Vestur-Skaft- fellinga, þriðja bindi kom út fyrir nokkru. Ritið er að þessu sinni rúmar 250 blaðsíður og er allstór hluti þess helgaður eitt hundrað ára minningu Jóhannesar S. Kjarval listmálara, segir m.a. í fréttatilkynningu um ritið. Séra Siguijón Einarsson á Kirkjubæjarklaustri hefur skráð frásagnir allmargra Skaftfellinga af kjmnum þeirra við Kjarval. Þeirra á meðal em Valgerður Páls- dóttir á Kálfsfelli, Þórdís Ólafsdóttir á Núpúm, hjónin á Hörgslandi Jakob Bjamason og Róshildi Há- varðardóttur, Jón Bjömsson á Kirkjubæjarklaustri og bræðumir Siggeir og Valdimar Lámssynir á Kirkjubæjarklaustri, sem báðir em látnir. Þá era þættir um Kjarval ritaðir af Sigurlaugu Helgadóttur frá Þykkvabæ, Brandi Stefánssyni í Vfk og Vilhjálmi Bjamasyni frá Heijólfsstöðum. Auk þess segir Erró frá fyrstu kynnum sínum af Kjarval. Björgvin Salómonsson segir frá kynnum Kjarvals og Halls L. Hallssonar tannlæknis. Þá er í ritinu efni frá hátíðahöld- um á Kirkjubæjarklaustri í tilefni 200 ára afmælis Eldmessunnar. Æsa Siguijónsdóttir ritar um Einar Jónsson málara frá Fossi í Mýrdal og birtar em litprentanir af nokkmm mynda hans. Ingimund- ur Ólafsson kennari frá Nýjabæ í Meðallandi skrifar greinar um kirkj- ur, klerka og sóknaskipan í Meðall- andi. Aftast í ritinu era annálar frá ámnum 1983 og 1984 úr öllum hreppum Vestur-Skaftafellssýslu. Afgreiðslu ritsins annast Björgvin Salómonsson, Skeiðarvogi 29 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.