Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.02.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1986 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS HElLRÆÐI Þorsteini Guðjóns- syni svarað Seinni hluti Varðandi þá fullyrðingu Þor- steins að „trúin á endurburð sé eins og svo mörg önnur trú, sprottin af misskilningi," vil ég benda á að skilningur hlýst yfirleitt af námi og þekingarleit. Er þá rétt að álykta að misskilningur stafi af vanþekk- ingu á umræddu efni og virðist vanþekking Þorsteins á efninu vera þó nokkur. Hvað viðvíkur öðru höfuðatriði í grein Þorsteins Guðjónssonar — „nefnilega því, að ættgengi eigin- leika, bæði líkamlegra og andlegra (t.d. tónlistargáfu), geti á engan hátt samrýmst kenningunni um endurburð," vil ég taka fram að samkvæmt endurholdgunarkenn- ingunni er því haldið fram að ýmsir hæfileikar fylgi einstaklingnum frá einu lífi til annars. Ef maður hefur lagt sig fram í einu lífí við að þroska með sér ákveðna hæfileika (t.d. tónlistargáfu), mun hann fæðast í næsta lífi með meðfædda hæfíleika á því sviði. Þetta skýrir snillingana, en þeir eru ekkert slys heldur er um að ræða árangur sem þeir eiga skilinn eftir mikla vinnu. Hvers vegna ættum við að „erfa“ snilli- gáfu frá foreldrum okkar, þó svo þeir hafí látið okkur í té, í gegnum erfðavísa, líkama sem vel eru til þess fallnir að þroska ákveðna hæfíleika, (eins og t.d. tónlistar- gáfu), ef við höfum ekki sjálf unnið til þessara hæfíleika, en við vitum að fýrir öllu verður að hafa í lífinu, ekkert áskotnast okkur án fyrir- hafnar. Hinn fjölhæfi vel greindi maður er afleiðing §ölda lífa, þar sem hann hefur lært lexíur þær sem reynslunni hefur verið ætlað að kenna. „Það sem maðurinn sáir mun hann og upp skera." (Galata- bréf 6:7.) Þorsteinn segir einnig að í ákveðnum kenningum sem ég vitna í „samkvæmt fomri heimspeki," sé ég ómeðvitað farinn að styðja minningarkenningu Þorsteins, ein- hvers, Jónssonar sem sá hinn sami á að hafa sett fram „LAUSN GÁT- UNNAR" árið 1984. Þar eð ég hef ekki kynnt mér grein þessa get ég ekki tjáð mig um innihald hennar en bendi á að ég er að ræða um sálarþátt viðkomandi lífs út frá kenningum sem eru nokkurra þús- und ára gamlar. Vænti ég að Þorsteinn, þessi, Jónsson, sé að ijalla um efnislegan þátt viðkom- andi lífs. Með þökk fyrir birtingu, Ómar Sveinbjörnsson Orðsending- til útvarpsstjóra Orðsending til útvarpsstjóra og tónlistarstjóra: Mér fínnst það ákaf- lega ósmekklegt og ókurteisi að slíta sundur þáttinn hennar Helgu Þ. Stephensen með því að láta veðurfregnir koma á milli inn í hann. Það hlýtur að vera hægt að færa til annan hvom þáttinn svo að Helga geti haft sinn þátt óskert- an. Til þess-að valda ekki misskiln- ipgi skal það tekið fram að Helga hefur aldrei minnst á.þetta éinu orði við mig, heldur kemur þetta beint frá undirrituðum. Helga er alveg frábær og mér fínnst að hún eigi að hafa þátt þennan óskertan. Ég vona að þið takið þessa ósk mína athugunar. . Virðingarfyllstj & * Jóhann Þórólfsson Sjómenn: Meðferð gúmbjörgunarbáta er einföld og fljótlærð. Þó geta mistök og vanþekking á meðferð þeirra valdið fjörtjóni allra á skipinu á neyðarstundu. Lærið því meðferð þessara þýðingarmiklu björgunar- tækja. Hjálpist að að hafa björgunartækin í góðu ástandi og ávallt tiltækileg. amir of snemma á tiltekna biðstöð eiga þeir að bíða þar til þeir hafa náð aftur áætlun. Jarðarfararsaga Bryndísar Þorsteinn Þórðarson skrifar: Velvakandi. Heldur fannst mér það Bryndísi Schram lítið til framdráttar í þætt- inum „Á Ifðandi stund" miðvikudag- inn 5. febrúar sl. er hún gerði að umtalsefni jarðaför er hún villtist inn í. Finnst mér mjög miður ef nota á sterkasta fjölmiðil landsins til að ýfa upp ógróin sár, og gera lítið úr klæðaburði þeirra sem þar vora, að kveðja sinn látna vin. Undarlegt fínnst mér ef slík og þvílík framsetning verður fslenskum jaðarmönnum til framdráttar f póli- tísku basli þeirra. Sjóiivarpið haldi setta tímaáætlun Lína hringdi: „Ég er gömul kona og miðviku- daginn 5. febrúar langaði mig að fylgjast með fyrsta þættinum í myndaflokknum „Hotel". En þátt- urinn hans Ómars „Á líðandi stundu" dróst svo að hann var kominn 20 mfnútur fram yfír áætl- aðan sýningartíma. Þegar myndir í sjónvarpinu eru sýndar seint á kvöldin er nauðsynlegt að dagskrá haldist, því annars endist maður ekki til að bíða. Þess vegna mælist ég eindregið til þess að stjómendur beinna útsendinga haldi þeirra tímaáætlun sem gerð hefur verið. Gunnlaugi pymr otækt að irtrfcuHv^Miar. ,séu gctur biðin ástrætéstöðinni orðið íöiig. .1 TIL SJÓMANNA Óstöðug tíma- taf la hjá strætis- vögnunum Gunnlaugur Magnússon hringdi: Mér fínnst tímatafla strætis- vagnanna óstöðug. Þeir koma bæði of seint og of snemma. Það er fyrirgefanlegt að vagnamir komi of seint enda getur ýmislegt tafíð för þeirra en það er algjör óþarfí að koma of snemma. Komi bflstjór- Þessir hringdu .. . Afburðaþj ónusta hjá póstinum Gísli Jónsson hringdi. „Oft hefur verið kvartað yfír póstþjónustunni hér á landi. En mér fínnst ástæða til að geta einnig þess sem vel fer. Þannig var að sl. föstudag milli kl. 5 og 6 síðdegis barst mér express-bréf. Bréfíð var póstlagt sama dag á Bolungarvík og þar sem express-bréf hafa ekki forgang fyrr en á síðustu póststöð fínnst mér þetta afburðarþjónusta hjá póstinum". í Sigtúni þessa helgi. Það eru orð að sönnu að Sigtún er orðið lifandi skemmtistaður fyrir lifandi fólk. Ef þú ert enn á lífi þá getur þú ekki verið þekkt(ur) fyrir að sleppa þessum lifandi viðburði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.