Morgunblaðið - 18.02.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 18.02.1986, Síða 1
5&SIÐUR B STOFNAÐ 1913 40. tbl. 72. árg. ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflóastríðið: Undirbúa íranir aðra meiriháttar atlögu? Nicósíu, Moskvu og Vín, 17. febrúar. AP. BARDAGAR færast stöðugt í aukana í stríðinu fyrir botni Persaflóans milli íran og írak. Barist er á landi, i sjó og í lofti. íranir segja að þeir hafi skotið niður átta íraskar flugvélar og Irakar segjast hafa skotið niður tvær vélar fyrir írönum. íranir hafa borgina Faw nú á valdi sinu og flugu með fréttamenn þangað á Iaugardag til að sanna svo væri, en írakar segjast hafa umkringt herdeildir Irana þar og sé það einungis spurning um tíma hvenær þær verði yfir- bugaðar. Flogið var með 38 ir- anska hermenn til Vínar i dag til læknismeðferðar. Þeir þjást af alvarlegri gaseitrun. Sannar það fregnir þess efnis að írakar beiti efnavopnum í stríðinu. íraski utanríkisráðherrann, Tareq Aziz, lagði lykkju á leið sína á allsheijarþingið í New York, þar sem ræða á átökin við Persaflóann og hitti sovéska utanríkisráðher- rann, Eduard Shevardnadze að máli í Moskvu. Varaði Shevardnadze stríðsaðila við því að leyfa vestur- veldunum að notfæra sér stríðs- átökin sér til framdráttar. Lagði hann áherslu á það sjónarmið Sov- étmanna, að bardögum skyldi hætt Soares sigraði íforseta- kosningunum íPortúgal Lissabon, 17. febrúar. AP. HAMINGJUÓSKIR bárust Mario Soares, sigurvegara portúgölsku forsetakosninganna hvaðanæva úr heiminum í dag, en hann sigraði frambjóðanda hægri manna, Freitas Do Amaral, naumlega í síðari umferð forsetakosninganna sem fram fór á sunnudag. Hlaut hann 51,28% greiddra atkvæða, en mótframbjóðandi hans 48,72%. Soares 'verður fyrsti forseti Portúgal úr röðum óbreyttra borgara í sex ára- tugi. Ekki er gert ráð fyrir að hann taki formlega við embætti fyrr en í næsta mánuði. Myndin sýnir sigurvegarann í hópi fagnandi stuðningsmanna sinna eftir að úrslit voru ljós. Sjá ennfremur: „Forsetatíð Mario Soares mun án efa einkennast af reisn og virðuleika“ á bls. 21 og forystugrein. og ágreiningsmál leyst við samn- ingaborðið. Utanríkisráðherrar Kuwait, Saudi-Arabíu og Sýrlands funduðu í Damascus um átökin í dag. Var þar rætt um hvort Arababandalagið ætti að koma írökum til hjálpar í átökunum við íran, en ríki Araba- bandalagsins hafa með sér sam- komulag um vamir. íranir segjast halda áfram fram- sókn sinni í vesturátt frá Faw og fregnir frá Tel Aviv herma að þeir undirbúi nú aðra meiriháttar atlögu yfír Shatt-Al-Arab árósanna. Mark- miðið sé að ná á sitt vald veginum milli höfuðborgarinnar Bagdað og borgarinnar Basra. í því skyni hafi íranir safnað saman 10 herdeildum í nágrenni borganna Khoramsharr og Abadan. Filippseyjar: AP/Símamynd Corazon Aquino tekur á móti sérlegum sendimanni Bandaríkjastjórn- ar, Philip Habib, í höfuðstöðvum flokks sins. Cory Aquino harðorð í garð Bandaríkjamanna Manila og Wanhingfton, 17. febrúar. AP. CORAZON Aquino var harðorð í garð Bandaríkjamanna, er hún hitti Philip Habib sérlegan sendimann ríkisstjórnar Bandaríkjanna að máli í Manila í dag, fyrir að hafa ekki fordæmt forsetakosningam- ar á Filippseyjum harðlega vegna kosningasvika. Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði á laugardag að full ástæða væri til að efast um að kosningamar hefðu farið heiðarlega fram, vegna kosn- ingasvindls og ofbeldis, sem stuðningsmenn Marcosar forseta hefðu einkum haft i frammi. Aquino hefur skorað á fólk að hafa i frammi friðsamlegar mótmælaaðgerðir gegn rikisstjóminni. flokkurinn hefði einkum beitt sér fyrir“. Sagði hann að um þetta hefði verið að ræða í slíkum mæli að úrslitin hefðu verið rengd bæði á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Sjá ennfremur: „Ég er forset- inn. Þeir geta ekki hrakið mig úr embætti“ á bls. 20 og for- ystugrein. Habib hitti einnig Marcos að máli og eftir fund þeirra sagði Marcos, að Habib hefði ekki komið til Filippseyja til þess að segja lands- mönnum hvemig þeir ættu að haga málum sínum, heldur til þess að athuga hvort svindl og ofbeldi hefði átt sér stað í kosningunum. Marcos sagði ennfremur að Reagan hefði V estur-Þýskaland: Saksóknari rannsakar vitnisburð kanslarans Hamborjf, 17. febrúar. AP. RÍKISSAKSÓKNARI í Koblenz mun rannsaka hvort nokkuð sé hæft í ásökunum Græningja um að Helmut Kohl, kanslari, hafi logið að tveimur opinbemm nefndum í yfirheyrslum varð- andi Flick-mútumálið. Þetta er fyrsta sinni í 36 ára sögu sam- bandslýðveldisins, sem kanslari í embætti sætir rannsókn af hálfu hins opinbera. Ríkissaksóknarinn í Koblenz ák- vað í dag að he§a rannsókn málsins eftir að Otto Schily, þingmaður Græningja, bar fram ákæru á hend- ur kanslaranum. Schily sakar Kohl um að hafa logið um fjárframlög til flokks síns, kristilegra demó- krata (CDU), þegar hann bar vitni fyrir nefndum, sem unnu að rann- sókn Flick-hneyksiisins, á árunum 1984 og 1985. Schily heldur því fram að Kohl hafi vitað af ólöglegum greiðslum til CDU, en í framburði sínum hafi hann staðhæft að hann vissi ekki til þess að slíkar greiðslur hefðu verið inntar af hendi. Friedhelm Ost, talsmaður stjóm- arinnar í Bonn, vill ekkert um málið segja. Hann sagði fýrir tveimur vikum að ásakanir Schilys væru liður í langærri rógsherferð hans á hendur kanslaranum. Ost hélt því fram að báðar þær nefndir, sem Schily kvæði kanslarann hafa greint ósatt frá, hefðu verið hættar störfum á umræddum tíma og þær hafi ekki fundið neitt, sem bendlaði Kohl við Flick-málið. Áður en rannsókn getur hafíst þarf að tilkynna það Philipp Jennin- ger, forseta sambandsþingsins í Bonn. fengið rangar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Hópur umbótasinnaðra herfor- ingja skoraði í dag á hermenn að beita friðelskandi Filippseyinga ekki ofbeldi. Sögðu þeir að margt benti til þess að vilji fólksins hefði ekki fengið að koma fram í kosning- unum og hlutverk hersins væri mikilvægt í baráttunni fyrir frelsi og lýðræði. Þeir sögðu ennfremur að fáir menn bæru ábyrgð á því slæma orði sem færi af hemum. Marcos hefur samþykkt afsögn Fabians Ver, yfirmanns heraflans, og tilnefnt annan í hans stað. Þrír bandarískir öldungadeildar- þingmenn segjast hafa í höndunum óyggjandi sannanir fyrir kosninga- svikum stuðningsmanna Marcosar. Segja þeir að Reagan eigi að láta þá afdráttarlausu skoðun í ljósi við Marcos, að hann eigi að víkja úr embætti. Reagan hefur skorað á Filippsey- inga að forðast ofbeldi og leita frið- samlegra leiða til þess að koma á jafnvægi í landinu. Báðir aðilar yrðu að vinna saman til þess að svo mætti vera. Reagan sagði að banda- ríska eftirlitsnefndin, sem fylgdist með kosningunum hefði ekki lokið störfum að fullu, „en þegar væri ljóst, því miður, að kosningamar hefðu verið eyðilagðar með víðtæku svindli og ofbeldi, sem stjómar- Fær Bonner dvalarleyfið framlengft Hamborg og Newton, Massachusetts, 17. febrúar AP YFIRVÖLD í Sovétríkjunum hafa veitt Yelenu Bonner, eiginkonu sovéska andófs- mannsins Andrei Sakharov, leyfi til að dveljast á vestur- löndum í þijá mánuði í viðbót, að sögn vestur-þýska dag- blaðsins Bild á sunnudag. Bild vitnar í upplýsingar sem blaðinu hafa borist frá Moskvu og segir að dvalarlejrfí frú Bonner erlendis hafi verið fram- lengt um þrjá mánuði. Þriggja mánaða dvalarleyfi hennar, sem hún fékk eftir að Sakharov hafði nokkrum sinnum farið í hungur- verkfall til að knýja á um að hún fengi að fara til vesturlanda að leita sér lækninga, átti að renna út í lok þessa mánuðar. Fjölskylda Bonner sagði i dag, að hún tryði ekki þessum fregnum fyrr en hún hefði í höndunum vegabréf hennar með dvalarleyfínu í.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.