Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR 19&6 Píanótónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Pilip Jenkins er góður píanóleik- ari, af þeirri gerðinni sem kalla mætti vandaðan listamann. Ekki nær hann þó því marki að vera spennandi eða átaksmikill í túlkun. Slíkir píanóleikarar skila viðfangs- efnum sínum vel gerðum, en hætta aldrei á neitt í túlkun. Það er rétt eins og túlkandinn vilji leynast og því láti hann skynsamlega yfirveg- un ráða ferðinni. Slíkt á við í verk- um eins og eftir Bach en í tónlist eftir Liszt er það tilfinningin sem tskur við þar sem tæknin endar og í Mefisto-valsinum er það hið djöful- lega, jafnvel í sínu blíðasta formi, sem hann er að yrkja um. Sé hinn ísmeygilegi, og andstæða hans, hinn hamslausi djöfuldómur, ekki dreginn fram í þessu verki, verður það bara merkingarlaust klassískt píanóverk, erfitt spilverk, allt að því æfing í tæknibrellum. Síðasta verkið á efnisskránni var Sónata í G-moll, op. 22, eftir Schumann. Það var sama sagan með það og Mef- isto-valsinn, að Jenkins hefði vel mátt kasta af sér böndum yfirveg- unarinnar. í einum þætti sónötunn- Philip Jenkins ar var leikur hans mjög fallegur og innilegur og það var í öðrum þætti (Andantino) verksins. Þvf er hér talað um þá bindandi yfirvegun í túlkun, að Jenkins er góður píanó- leikari, er hefur á valdi sínu leik- tækni, er leyfir að hann leiki frítt og sleppi fram af sér beisli taminnar yfirvegunar. Að hætta engu til, í verkum sem beinKnis eru gerð til að nálgast háska hins óræða, er líkt og að segja aðeins hálfan sannlei- kann, sem er bannfært í aliri list. Þar skal allt sagt eða fólgið í þögn, því sannleikurinn og leyndardómur- inn er upphaf og niðurlag hvers annars. Philip Jenkins flutti nýtt tónverk eftir Hafliða Hallgrímsson, sem er eins konar hugleiðingar um Ijögur islensk þjóðlög. Af Qórum lögunum, sem Hafiiði notar, þekkti undirritaður ekki fyrsta lagið, hvort sem það er fyrir ókunnugleika eða vegna mótunar tónskáldsins á tón- hendingum þjóðlagsins. Lag númer tvö var Austan kaldinn, númer þrjú Ljósið kemur langt og mjótt, og síðasta var Kindur jarma í kofunum. Áorkan þess er munntöm sönglög eru „siitin" í sundur geta verið þau að tónverkið haldi ekki saman, verði eins konar samtíningur, jafnvel þó hvert atriði sé áheyrilegt og sum jafnvel mjög góð. Fyrir undirritaðan var útfærslan á Austan kaldinn og Ljósið kemur einum of slitrótt en í síðasta laginu, Kindur jarma í kof- unum, náði Hafliði heilsteyptari kaflaskipan en í fyrri köflunum. Þrátt fyrir þetta bar margt skemmtilegt fyrir eyrun og var flutningur Jenkins mjög góður. Sérhönnuó tölvuhúsgögn Facit tolvuhúsgognin eru serstaklega honnuð meö þægilega vinnuaöstoðu i huga, þar skiptir ekki miklu þott viðkomandt se hávaxinn eða iágvax- inn, allt er stillanlegt þanníg að það falli sem best að serkrofum hvers og eins. Raflagmr þvælast ekki fyrtr þvi allt er innfellt og því aðeins ein hna frá hverju borði. GÍSLI J. JOHNSEN T1 P TOLVUBUNADUR SF - SKRIFSTOFUBUNADUR SF P O. Box 397 Nýbýlavegi 16, 202 Kópavogi, s: 641222 Sunnuhlíö—Akureyri, s:96-25004 Kaírórósin blómstrar hjá Woody Allen Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Ef lýsa ætti vinsældum Woody Allens á íslandi mætti líkja þeim við fslenska hákarlinn: Annað- hvort finnst þér hann óþolandi eða þú ert sólginn í hann. Og fyrir þá sem dýrka Allen er ný mynd frá honum ætíð fagnaðarefni og ættu aðdáendumir að vera kátir þessa dagana því Allen hefur sjaldan verið eins afkastamikill og einmitt núna. The Purple Rose of Cairo, sem Háskólabíó frumsýndi fyrir skömmu, er enn ein sönnun þess, að Woody Allen er einstakur í sinni röð. Hann er kominn inn á nýjar brautir, sem enginn veit hvar enda. A mýndinni tekur hann fyrir sitt eigið listform, kvikmyndina, draumaheim hennar og raun- veruleikann fyrir utan. Cecilia (Mia Farrow) lítur svolítið út eins og flækingur í Chaplin-mynd. Hún er enda bláfátæk, það eru kreppu- tímar, og maðurinn hennar, Monky (frábærlega leikinn af Danny Aiello), er af þeirri tegund- inni sem heilsar konunni sinni með þessum orðum: „Gaman að sjá þig. Áttu einhvem pening handa mér?“ Monk lemur líka Ceciliu og heldur framhjá henni. Til að flýja þennan dapurlega heim fer hún, eins og milljónir annarra í sama tilgangi, í bíó. Kvikmyndir eru hennar líf og yndi og hennar uppáhald þessa stund- ina er nýjasta myndin í bænum, „The Purple Rose of Cairo“. I henni er allt sem Ceciliu dreymir um: fallegt, gott, moldríkt og ást- fangið fólk og fjörugt næturlíf. Cecilia fer svo oft á myndina að ein aðalsöguhetjan, draumaprins- inn Tom Baxter (Jeff Daniels), fer að veita henni athygli og stígur loks niður af tjaldinu og þrífur hana með sér úr bíósalnum. Baxter er fullkominn en svolítið takmarkaður því fortíð hans og persóna er bundin við bíómvndina. Þannig sá Baxter aldrei pabba sinn því „hann dó áður en myndin var gerð“. Cecilia lítur hann skilj- anlega aldrei réttu auga en hann vekur hana til lífsins og fær hana til að gera sér grein fyrir að það býður uppá meira en bara Monk. En allir draumar taka enda og líka þessi og þegar Gil, sem leikur Baxter í myndinni, kemur á vett- vang til að fá Baxter aftur inn í myndina, fellur Cecilia flöt fyrir honum enda er hann stjama af þessum heimi. Og þegar hún þarf að gera upp á milli þeirra velur hún þann raunverulega. Baxter á ekkert erindi út fyrir drauma- heiminn. Hann er ekki til nema á hvíta tjaldinu. Eins og sjá má er The Purple Rose of Cairo mjög ólík öðrum verkum Woody Allens. Það eru óravíddir á milli hennar og gam- alla mynda hans eins og Take the Money and Run og Bananas svo aðeins tvær séu nefndar. Hún er líka frábrugðin „nýrri“ myndum eins og Annie Hall og Manhatt- an, sem buðu uppá drephlægileg- ar könnunarferðir inn í dýpstu kytrur sálarinnar og hann naut þess að gera gys að menntamönn- um, listamönnum og gyðingum en kannski mest að Woody litla Allen sjálfum. Kímnin er ekki eins tryllingsleg og áður og persónum- ar eru mun raunverulegri. Og núna snýst allt um Miu Farrow. Hún hefur leikið í fjórum síðustu mjmdum Allens (sú nýj- asta með henni heitir Hannah and her sisters) og má segja að hún hafi tekið sess hans á tjaldinu í The Purple Rose of Cairo. Það er eins og hún hafi tileinkað sér alla eiginleika þá sem verið hafa hans vömmerki í gegnum árin: hún er lítil og umkomulaus, taugaveikluð og óömgg, hikandi og stamandi en aðlaðandi samt, í heimi sem er næstum of stór og raunvemlegur fyrir hana. Farrow stendur sig mjög vel í hlutverki Ceciliu og Jeff Daniels er einnig mjög sannfærandi í hlutverki draumaprinsanna tveggja. En fyrst og síðast er það Woody Allen, sem á mestan heiður skil- inn, eins og alltaf. Hann hefur gert hugljúfa mynd sem á sjálf- sagt eftir að verða til þess að breyta áliti þeirra sem hingað til hafa ekki kunnað að meta hann. Roy Rogers í spagettívestra Sá glæsilegi Rex O’Herlihan stendur í ströngu í myndinni Kúrekar í klípu. Árið 1974 gerði gamanleikar- inn og leikstjórinn Mel Brooks ógleymanlegt grín að gömlu Hollywood-vestmnum í mynd sem hann kallaði Blazing Saddles. í henni gekk allt út á að spila með alkunnar og rótgrónar senur úr vestranum og gera þær eins fár- ánlegar og hlægilegar og unnt var. Afraksturinn varð ein besta gamanmynd, sem Brooks, eða nokkur annar, hefur gert. Aðrar myndir með jafngeggjaðan húmor fylgdu i kjölfarið: The Cheap Detective (gerði mest grín að stórmyndinni Casablanca) og Fly- ing High (skopaðist eftirminni- lega að stórslysamyndunum) koma upp í hugann. Kúrekar í klípu (Rustler’s Rhapsody), sem sýnd er í A-sal Regnbogans, er ein af þessum myndum og þó hún komist varia með tæmar þar sem Blaiing Saddles hafði hælana, má lengst af hafa gaman af henni, sérstak- lega ef maður er gefínn fyrir áður- nefndar myndir. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, Hugh Wilson (Police Academy), hefur kosið að gera grín að hinum sléttu og felldu dýrlingum vest- ranna, Roy Rogers og The Lone Ranger. Hann byggir aðalpersón- una, Rex O’Herlihan (Tom Beren- ger), á hinum gljáðu hetjum nema hvað hann setur Rex, eins hreinan og sætan og glæsilegan og hann nú er, inn í alræmdan spagettí- vestra af B-tegundinni. Rex er einfari og hnakkurinn er hans heimili. Hann á gott safn af stómm, hvítum kábojhöttum, nokkra gítara og skyrtusafn, sem fengið gæti Roy Rogere til að roðna. Klæðaburður hans stingur talsvert í stúf við klæðnað annarra í mjmdinni, sem em sóðalegir, skítugir og órakaðir og þegar einn af óvandaðri kábojum myndarinn- ar kallar Rex sléttuhomma er stutt í átök. Annars er söguþráðurinn skop- stæling á óteljandi vestmm frá upphafi til Silverado. Rex hjálpar smábændum gegn stóra og ljóta bóndanum, sem vill eignast allt. í þessu tilviki em smábændumir Qárhirðar (mjög gyðjnglegir út- Iits) og þeir lykta eins og rollur. Stóri kúabóndinn á dóttur sem fellir hug til Rex en Rex er þannig gerður að kvenfólk á ekki greiðan aðgang að honum. Og eins og Roy Rogere drepur Rex helst engan heldur skýtur byssuna úr hendinni á óvininum. „Ég er dauðleiður orðinn á að vera alltaf skotinn í hendina," kvartar einn bófinn. Sagan rúllar einhvem veginn áfram og þið megið vera viss um að Rex O’Herlihan fer með sigur af hólmi, enda er hann næstum eini góði gæinn í mynd- inni. Handrit Hughs Wilson er oft talsvert fyndið og hlægilega fár- ánlegt eins og vera ber en helsti gallinn er sá að það er eins og Wilson hafi hætt við að byggja myndina sína á taumlausum farea og farið út í alvarlegri sálma í miðju kafí og við það missir hún dampinn. Tom Berenger (The Big Chill) leikur Rex af þeim hetjuskap og glæsibrag, sem hlutverkinu fylgir, hinn gamalkunni grínleikari, Andy Griffith, leikur kúabóndann og Femando Rey leikur miskunn- arlausan bófaforingja. Auk þess má nefna að Patrick Wajme (son- ur Johns Wayne) fer með lítið hlutverk í myndinni. Það væri út í hött að líkja þeim Mel Brooks og Hugh Wilson saman en Kúrekar í klípu ber þó örlítinn keim af myndum Brooks. Eins og þegar Rex hefur bjargað dóttur kúabóndans úr miklum háska og hún spyr hvar hún sé þegar hún raknar úr rotinu og hann svarar: „Skammt frá Osló í Noregi!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.