Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 Eflum sparifjár- myndun og sparnað eftirHelga K. Hjálmsson í aug-um aldamótakynslóðarinnar var máltækið „Græddur er geymdur eyrir" mikils virði. Það var mikil- vægt þessu fólki, að eiga sína bók og geta lagt inná hana. Eiga fyrir óvæntum útgjöldum og til elli- áranna. Skulda engum neitt og vera sjálfum sér nógur. Það var stórt og mikið takmark. í verðbólgu síðustu ára brann sparifé þessa fólks að miklu leyti upp. Og nýr hugsunarháttur hélt innreið sína. Það var gróðavegur að skulda. A síðustu árum hófst síðan hið mikla kapphlaup um sparifé lands- manna, með allskonar gylliboðum. Lofað er miklum raunvöxtum í formi kasko-kjara-ábótar-gull- reikninga. En ákveðin skilyrði eru jafnan í frammi höfð um bindingu eða eitthvað álíka, þannig að venju- leg sparisjóðsbók er aðgengilegust fyrir fjöldann, sem ekki veit hvenær fjárþörfín dynur yfir. 011 þessi gylliboð eru svo flókin að venjulegt fólk, sem kannski getur nurlað einhverju saman og lagt á bók, til að mæta óvæntum útgjöldum, áttar sig ekki á málinu og leggur aurana sína bara á gömlu bókina sína. Auramir eru þá vísir ef til þeirra þarf að grípa. Eða er það? Nei, hreint ekki. í haust birtist athugasemdalaus frétt þess efnis, að verðbólgan væri búin að éta upp ákveðinn hluta af höfuðstól þess sparifjár, sem lagt hafði verið á venjulegar sparisjóðs- bækur. Er þetta ekki einum of frjálslega farið með sparifé? Sagði ekki ein- hver einhvem tímann „löglegt en siðalust"? Peningastofnanir taka að sér að varðveita ákveðin verðmæti fyrir viðskiptavini sína og skömmu síðar þegar eigandinn ætlar að fá þessi verðmæti til baka þá er búið að skerða þau og rýra. Hann fær ekki til baka sömu verðmæti og hann kom með til vörslu. Þó hafði varðveitandinn heimild til að nota þessi verðmæti sér til hagsbóta á meðan hann hafði þau undir höndum. Er það ekki lágmarkskrafa, að aðili, hvort sem um er að ræða peningastofnun eða aðra, skili til baka sömu verðmætum og þeir tóku til varðveislu? Var það ekki tilgangur Ólafs- laga? Sparifjáreigandi, sem leggur fé á venjulega sparisjóðsbók á skilyrð- islaust heimtingu á að höfuðstóll inneignarinnar sé reglulega færður upp til samræmis við rýmun krón- unnar, þann tíma, sem innistæða hans liggur óhreyfð. Þannig minnk- ar ekki verðmæti inneignarinnar, þó að verðgildi krónunnar minnki, þó að viðkomandi hafi ekki haft sinnu á að leggja peninga sína á kjörbók eða þ.h. Meginreglan ætti að vera, að banki gæti hags viðskiptamanns þannig, að reikna honum bestu vexti á óhreyfðar innistæður, án tillits til á hverskonar reikningi féð liggur. Þetta gera bankar erlendis. Þetta er samkeppnisatriði milli banka þar. Sé þetta gert er ég sannfærður um að æ fleiri fari að leggja kapp á að spara, að ég tali nú ekki um, ef þeir geta líka átt von á ein- hveijum raunvöxtum, án þess þó að binda fé sitt einhvem ákveðinn tíma. Fýrir þá, sem ekki hafa úr of Helgi K. Hjálmsson „Strax og almenningur er viss um það að höf- uðstóll sparifjár verði ekki skertur af völdum verðbólgu og krónu- rýrnunar mun almenn sparifjármyndun auk- ast.“ miklu að spila, en hafa þó mögu- leika á að leggja eitthvað til hliðar, getur það skipt sköpum í sambandi við spamað þeirra að þurfa ekki að binda peningana ákveðinn tíma. Það er alltaf erfítt að spá í fram- tíðina og óvænt útgjöld geta komið upp þegar minnst varir, þess vegna er fólk hrætt við bindingu. En ef það helst í hendur að hafa peningana alltaf vísa með sínu verðgildi, auk þess að þeir gefi einhveija raunvexti, þá er það auðsætt, að það hvetur til spamaðar og sparifjármyndunar. Það á að hvetja til spamaðar í þjóðfélaginu með öllum ráðum. Strax og almenningur er viss um það, að höfuðstóll sparifjár verði ekki skertur af völdum verðbólgu og krónurýrnunar mun almenn sparifjármyndun aukast. Eðlileg og heilbrigð spariíjár- myndun styrkir allar máttarstoðir þjóðfélags okkar. Ef þessi háttur, sem er bæði einfaldur og heiðarlegur, verður upptekinn, án þessara flóknu ávöxt- unarskilyrða, sem nú em viðhöfð, getum við hafið á ný til vegs og virðingar málsháttinn góða, sem ég man ekki betur en hafi staðið á sparibauknum mínum frá Lands- bankanum að: „Græddur er geymd- ureyrir". Bönkum ber að vera heiðarlegir og bera hag allra viðskiptamanna sinna jafnt fyrir bijósti og gæta hagsmuna í hvívetna. Hagur hins minnsta bróður er jafn mikils virði og hins stærsta. Höfundur er framkvæmdastjóri Tollvörugeymslunnar hf. Landgræðsla ríkisins: Ekkert eínkamál Sveinsstaðahrepps Blaðinu hefur borist eftirfar- andi yfirlýsing frá Landgræðslu ríkisins: í Morgunblaðinu 29. janúar sl. birtist grein eftir Hauk Magnússon í Brekku, Nýgræður og rof. Var hún framhald af greinaskrifum hans og Andrésar Amalds gróður- eftirlitsmanns Landgræðslu ríkis- ins. Af hálfu Andrésar átti þessum skrifiim að vera lokið, en í fyrr- nefndri grein Hauks koma fram svo miklar rangfærslur og rangtúlkanir að Landgræðsla ríkisins telur sér ekki annað fært en að koma leið- réttingum á framfæri. 1. Landgræðslan hefur átt mjög gott samstarf við allan megin þorra bænda um afréttarmál. Til undan- tekninga heyra nokkrir bændur í Sveinsstaðahreppi í Austur-Húna- vatnssýslu, sem hafa lokað augun- um fyrir gróðurrýmun og eyðingu sem átt hefur sér stað á upprekstr- arlöndum þeirra. 2. Haukur talar um einræðishátt Styrkja varnir likamans? Þó er heillaráðiö O eða O O K 7 v \ 11 U&': .. ■ m. ' A x ■•H3SP1 Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 HtogmiMgfttfr Metsölublad á hverjum degi! landgræðslustjóra og að ítölu á upprekstrarlönd hafi verið krafist á viðkvæmri stundu. Þessi viðkvæma stund var sú að eftir árlegar skoð- unarferðir í 13 ár um Grímstungu- heiði og aðliggjandi afréttarlönd og ítrekaðar samkomulagsumleitanir til úrbóta í upprekstrarmálum, braut oddviti Sveinsstaðahrepps gildandi samkomulag um upp- rekstrartíma. Var þá endanlega útséð um það að nokkurt viðunandi samkomulag næðist við Sveins- staðahrepp um gróðurvemdarmál. í lögum um landgræðslu nr. 17/ 1965 með áorðnum breytingum segir, að náist ekki samkomulag um úrbætur og rannsóknir leiði í ljós að viðkomandi löndum sé ofboðið sé landgræðslustjóra skylt að krefjast ítölu í þau. 3. í greinum sínum hefur Hauk- ur gert lítið úr skoðunarferðum okkar landgræðslumanna og ýmissa annara fræðimanna á Grímstunguheiði, en staðreyndin er sú að á undanfömum 13 ámm höfum við farið um Grímstungu- heiði þvera og endilanga og ávallt í fylgd með gróðurvemdamefndar- mönnum og gjörkunnugum heima- mönnum. í stuttu máli sagt þá hefur ölium þeim sem til gróðurvemdar- mála þekkja, ofboðið sú mikla land- níðsla sem verið hefur á Gríms- tunguheiði. 4. Það hefur áður komið fram í grein Andrésar Amalds að ítalan var þverbrotin á Grímstunguheiði á sl. sumri, og varðar það að sjálf- sögðu við lög, en sveitarstjómum ber samkvæmt afréttarlögum að framfylgja ítölu. Hún er í gildi nema hún verði hrakin fyrir dómstólum. 5. Haukur fer rangt með fjár- fjöldatölur þegar hann ræðir um hvemig fé leitar af Grímstungu- heiði. Ljóst er að á hveiju hausti hefur mikill fjöldi þess ijár sem rekinn er á heiðina, komið í réttir í aðliggjandi sveitarfélögum, sér- staklega í Þorkelshólshreppi í Vest- ur-Húnavatnssýslu. 6. Það er alrangt farið með stað- reyndir, þegar Haukur túlkar álit Rannsóknarstofnunar landbúnaðar- ins á ástandi gróðurs á Grímstungu- og Haukagilsheiði. í öllum bréfum og greinargerðum starfsmanna RALA, m.a. í sambandi við ítölu- gerðina, kemur fram, að þeim blöskrar gróðurhnignunin, en þeir hafa góðan samanburð, þar sem þeir gróðurkortlögðu þessar heiðar á árunum 1965-69 og mátu síðan ástandið aftur sumarið 1984. Rétt er að benda á að Gríms- tunguheiðin sem er í Áshreppi er sameiginlegt upprekstrarland tveggja hreppa, þ.e. Ás- og Sveins- staðahreppa. Það hefur ávallt verið mikill samstarfsvilji um upprekstr- ar- og gróðurvemdaraðgerðir hjá bændum og sveitarstjóm Áshrepps eins og hjá öllum megin þorra bænda hér á landi, og fyrir það vill Landgræðslan þakka. Gróðurvemdarmál á Gríms- tunguheiði em því ekkert einkamál Sveinsstaðahrepps, heldur allra bænda er þangað eiga upprekstur og annarra er láta gróðurfar þessa lands sig skipta. Málflutningur Hauks Magnússonar og sveitar- stjómarmanna Sveinsstaðahrepps í sjónvarpi og dagblöðum hefur því miður komið óorði á íslenska bænd- ur, sem þeir eiga ekki skilið. Landgræðsla ríkisins. TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR STÍGVÉL OG SKÓR FYRIR MATVÆLAIÐNAÐINN JALNET JALADHER Skeifan 3h Simi 82670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.