Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 í slenskt mál (Menntamannaíslenska) eftirHauk Eggertsson I Morgunblaðinu 6. desember sl. birtist grein eftir mig undir heitinu Islenskt mál með undirfyrirsögn: Kaupsýsluíslenska. í þættinum „Daglegt mál“ í útvarpinu 9. janúar vék Sigurður G. Tómasson að skrif- um þessum, og tók þar upp hansk- ann fyrir menntamenn, sem honum fannst að vegið. Taldi sig eiga þar snejð, með réttu eða röngu? Eg átti varla von á því að ég fengi nokkur viðbrögð við grein minni á opinberum vettvangi, og síst frá menntamanni. En nú hefur það skeð og og á þeim stað, þar sem ég mun ekki hafa aðgang til svara. Ég skrifaði grein mína undir fullu nafni, en Sigurður vísar aðeins til skrifa „kaupsýslumanns", og hlífði mér því við að bendla nafn mitt frekar við svona mál. Þunnt móðureyra Ekki get ég neitað því, að ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með athugasemdir Sigurðar G. Tómassonar. Hann heldur sig alfar- ið við „ádeilu" mína á menntamenn, sérstaklega notkun þeirra á erlend- um titlum, og tekur þá eingöngu til samanburðar við málfar og er- lend orð í auglýsingum kaupsýslu- manna. Og hann gengur lengra; hann leggur efnislegt mat á auglýs- ingamar sjálfar. Efni auglýsinga er ekki hans viðfangsefni sem mál- farsráðunaut á þessum stað, hvaða skoðun, sem hann kann á þeim að hafa. Lítt sæmandi! Dæmi: »Og þótt ekkert sé minnst á það, að fólk sé fengið til þess að draga að sér sífellt meira af alls kyns óþarfa ...“, og „ ... þær hafa ýmis óbein áhrif líka, svo sem um klæðaburð, híbýlaháttu, framkomu o.fl., sem er hluti lífs- máta okkar“. Og enn: „Mér er sagt, að til auglýsingagerðar fyrir sjónvarp sé varið talsvert meira fé, en til innlendrar dag- skrár.“ Hvað kemur þetta íslensku málfari við? Einn glæpur - og- annar? „ ... einn glæpur getur með engu móti réttlætt annan," segir Sigurður. Það er rétt. En glæp- urinn var meiri en einn; hann var meiri en lærdómstitlarnir, ef þeir eru glæpur. í grein minni lagði ég engan dóm á það, hvað væri rétt eða rangt í því efni. Sagðist þó vera og er í eðli mínu málvemdarmaður. En ég legg Haukur Eggertsson „Engum mun detta í hug að við getum al- gjörlega hafnað öllum erlendum orðum, en hvar eiga þá mörkin að vera? Við getum heldur ekki sleppt því „að apa upp“ ýmislegt erlent eins og oft hefur verið sagt...“ dóm á það, hvort einum eigi að líðast það, sem annar er dæmdur fyrir. Málfar á mörgum auglýs- ingum er hroðalegt, og það er fleira hroðalegt í islensku máli. Og ég undrast það, að Ríkisút- varpið skuli ekki setja málfars- lega „ritskoðun“ á auglýsingar. Hér skal nefnt eitt dæmi um texta. Starfsmaður óskast til starfa. Uppýsingar um starfið gefur starfsmannastjóri í starfs- mannadeild. Við skulum ekki minnast á málfar á dánar- og jarð- arfarartilkynningum. Hér er ekki um útlend orð að ræða, en ambög- umar eru ofboðslegar. Grundum dóma Vísi ég til greinar minnar frá 6. desember þá var megin uppistaða máls míns, sem hér segir: 1. Ég lýsti yfir ánægju minni með málverndarþætti útvarps og blaða, en lét þó í ljós þá skoðun, að málfari og málkennd íslend- inga væri að hraka, þrátt fyrir aukna menntun. 2. Ég benti á ósamræmið í því, að lærðir málverndarmenn, sem hefðu það að lífsstarfí að kenna og viðhalda íslenskri tungu, skreyttu sig með erlendum titl- um, en deildu á aðra fyrir notkun erlendra orða. 3. Að ádeila íslenskumanna væri sérstaklega beint að einni stétt þjóðfélagsins, og það svo: „Hvernig viss hópur kaup- sýslumanna vinnur að því að eyðileggja íslenskt mál.“ 4. Ég ýjaði að því, að flytjendur þáttarins Daglegt mál sinntu ekki eins vel og áður hlutverki handleiðslunnar, en gripu stund- um til „skringilyrða“, sem rétt- ara mundi þó vera að kalla köp- uryrði. 5. Þá kom spumingin um það, hvort allir væm jafnir fyrir lög- unum, málfarslega, og mörg dæmi nefnd í því sambandi. Ekkert var sagt kaupsýslu- mönnum til varnar, en á það bent, að víðar mundu vera til „óhrein börn“ en í klettum og hólum. Úr einu í annað Með og að „menntamönnum" slepptum nefndi ég í grein minni stéttir, sem notuðu næstum alfarið erlend nöfn á verk og athafnir, en það vom: tónlistarmenn, myndlist- armenn og læknar. Arkitekta og kirkjunnar menn minntist ég ekki á. Én ég hefði ætlast til þess af Sigurði, að hann hefði tekið málið fyrir í heild efnislega, en ekki eytt öllum tíma sínum í útvarpinu það kvöldið til að veija titlana eingöngu og segja skoðun sína á efni auglýs- inga og hve miklum fjármunum væri þar sóað. En eftirfarandi til- vitnun í Hallgrím Pétursson beindi hann til mín: „Þetta sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir liann.“ Ég verð að viður- kenna, að ég get ekki skilið sam- hengið í þessu við mín skrif og vísa því heim, en með nokkmm endur- bótum þó. í sálmi séra Hallgríms er hún þannig: „Þetta sem helst nú varast vann.“ Þarna virðist þekking og brageyra eða málkend hafa bmgðist. Ég get betur skilið þau köpuryrði til mín: „að bera nokkurn keim af fordómum í garð menntamanna". Já, þar náði hann haustaki á mér; ég er ekki mennta- maður og stend þar höllum fæti. Og því skyldi hann ekki nota sér Sjaldan launa kálfar ofeldið Um lánamál námsmanna og fleira eftir Ólaf Þorláksson Um áramótin varð nokkurt fjaðrafok út a þeirri ákvörðun Sverris Hermannssonar að leysa frá störfum einn starfsmann Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Eins og kunnugt er fara þar miklir Qármunir í gegn, og auðvitað ekki sama hvemig á er haldið. Sverri mun hafa þótt eitthvað at- hugavert við rekstur þessa fyrir- tækis og skiljanlega vill Sverrir „uppræta hneykslið hvar sem það finnst“ svo sem segir í kvæðinu. Vonandi stendur Sverrir sig í þessu máli. Annars gæti farið fyrir honum eins og höfðingjunum í lok sama kvæðis: „Það voru hljóðir og hóg- værir menn o.s.frv. „Námsmenn mótmæla...“ í Morgunblaðinu 9. janúar sl. birtist grein eftir ungan og myndar- legan námsmann og líklega eðlis- greindan, því greinin var laglega skrifuð. Undir lok greinarinnar rak ég augun i eftirfarandi setningár „Námsmenn mótmæla því að Lána- sjóður íslenskra námsmanna sé notaður til að rétta af fjárhags- hallann, meðan hundruðum milljóna er kastað í dauðar rollur árlega. Við spyijum; hvort er betri fjárfest- ing að varpa milljónahundruðum í gamaldags og úreltan landbúnað, sem aldrei getur orðið annað en baggi á þjóðarbúinu um alla fram- tíð, eða þá að fjárfesta í menntun íslenskrar æsku og búa þannig þjóð- arbúinu auð sem ávaxtast um alla framtíð" og ennfremur; „Við náms- menn komum aldrei til með að geta borið virðingu fyrir þeim mönnum, sem árlega greiða því samvisku- samlega atkvæði að kastað sé hundruðum milljóna í SÍS og land- búnað sem heyrir fortíðinni til.“ Og enn; „Okkur finnst köld kveðja að nú skuli eiga að nota okkur til að brúa fjárlagagatið sem að sjálf- sögðu stafar af landbúnaðar- og sjávarútvegsóráðsíu síðari ára.“ Jæja, þama höfum við það. Skyldi það vera þessum augum sem ungir námsmenn líta á þá sem eru að stritast við að gefa þeim tækifæri til að auka þekkingu sína? Einhvem tíma heyrði maður nefndan mennta- hroka. Það er gamalt máltæki sem segir; Sjaldan launar kálfur ofeldið. Þáttur landbúnaðarins Það var ekki ætlun mín að ræða stöðu og vandamál atvinnuveganna í þessari grein. Til þess er varla rúm. En þó tel ég mig verða ofurlít- ið að minnast á landbúnaðinn. Það hefur verið í tísku undan- farin ár, síðan fór að bera á erfið- leikum í landbúnaðinum vegna of- framleiðslu, að rakka hann niður og kenna honum um allt sem miður fer í þjóðfélaginu. Aðalhöfundur þessarar tísku mun vera Jónas Kristjánsson ritstjóri. Hefir hann oftar en einu sinni haldið því fram að búskap ætti alfarið að leggja niður á íslandi og flytja inn land- búnaðarafurðir, sem í augnablikinu eru stórlega niðurgreiddar í ná- grannalöndum okkar. Eftir þeirri kenningu skulum við flytja inn kjúklinga og svínakjöt sem fram- leitt er á hormónamenguðu fóðri (til að auka vaxtahraðann) sem ku gera menn bæði rasssíða og nátt- Ólafur Þorláksson „Skyldi það vera þess- um augum sem ungir námsmenn líta á þá sem eru að stritast við að gefa þeim tækifæri til að auka þekkingu sína? Einhvern tíma heyrði maður nefndan menntahroka. Það er gamalt máltæki sem segir; Sjaldan launar kálfur ofeldið.“ úrulausa, og væntanlega eiga ung- bömin að fá rauðvín á pelann í stað nýmjólkur. Um hollustumun þessara fæðu- tegunda skal hér ósagt látið. En alvarlegt áfall fékk þó þessi kenning Jónasar þegar hann fyrir nokkrum árum keppti í íþrótt nokkurri við aldraðan bónda austur í Flóa og varð að láta í minni pokann, þrátt fyrir kjúklingaát og rauðvínsþamb. Én bóndi þessi vann þar glæsilegan sigur og lifir að sjálfsögðu á því sem jörðin gefur, og drekkur varla sterk- ari drykk en mysu. Sannleikurinn er sá að Jónas hefur átt dijúgan þátt í að breyta neysluvenjum þjóð- arinnar með skrifum sínum, (því maðurinn er skemmtilega ritfær) og þannig aukið enn á erfiðleika landbúnaðarins. Fleiri spekingar hafa þama'-'líka komið við sögu. T.d. skrifaði einn um að íslenskt búfé væri haldið 17 sjúkdómum og það væri því algjört pestarkjöt sem væri á boðstólum fyrir íslenska neytendur. Aður fyrr voru óknyttastrákar og prakkarar úr kaupstöðum sendir í sveit, og brást þá sjaldan að þeir komu þaðan nýir og betri menn, ef þeir lentu á góðum heimilum, því þar komust þeir í samband við náttúruna og atvinnulífið. Allir vita hvað unglingar hafa gott af að kynnast sjávarvinnu allri. En nú þykir slíkt úrelt orðið. Nú em sál- fræðingar og félagsráðgjafar í kipp- um í skólum landsins látnir með- höndla svona unglinga (sem oft eru þróttmestu ungmennin) og árang- urinn kemur fram í sívaxandi af- brotum. Ég er sannfærður um, að ef Jón- as Kristjánsson hefði dvalið nokkur sumur á góðu sveitaheimili, hefði hann orðið íslenskum landbúnaði þarfari, og þar með þjóðinni allri, heldur en að vera einskonar öfuggi í viðhorfum sínum og skrifum um hann. Það er talið að hver bóndi fram- fleyti 7 einstaklingum bæði beint og óbeint. Ef bændur eu rúm 4 þúsund framfleytir landbúnaðurinn þannig um 30 þúsund einstakling- um. Ég trúi varla að neinum ábyrg- um manni detti í hug að kippa svo stoðum undan þetta stórri atvinnu- grein að hún falli í rúst. Hvað gerist ef samgöngur til landsins riðlast af einhvetjum ástæðum? Bretar vanræktu sinn landbúnað. Þeir háðu 2 stórsfyijaldir á þessari öld, og voru nær sveltir í hel. Þeir lærðu sína lexíu. Eða hvar á að taka gjaldeyri fyrir þeim matvælum sem þeir Jónas og sálufélagar hans vilja flytja inn? Viðskiptahalli þjóð- arinnar er í dag hundruð milljóna. Ég trúi að hann gæti orðið tug- milljarðar á ári. Fyrir meira en 40 árum hug- kvæmdist stjómmálamönnum að nota landbúnaðarafurðir sem eins- konar hagstjómartæki. Greiða nið- ur verð þeirra til að hafa áhrif á vísitöluna. Hvöttu þeir því bændur til að framleiða sem mest og létu rikið taka ábyrgð á því sem ekki seldist innanlands. Það fór svo eftir geðþótta hverrar ríkisstjómar hvað mikið var greitt niður svo að neysl- an ýmist jókst eða dróst saman. Út úr þessu áttu bændur að fá sam- bærileg laun við aðra hópa þjóð- félagsins. Þetta hefur viljað ganga heldur misjafnlega. Þeir hafa ýmist verið narraðir til að gefa eftir af kaupi sínu (t.d. einu sinni 9%) eða þá verið stungið að þeim alls konar dúsum sem kallaðar em félags- málapakkar og koma að litlu gagni í viðureign við skuldabaslið. Þessari tekjurýmun hafa svo bændur svar- að á þögulan hátt, með að bæta sér upp tekjumissinn með aukinni framleiðslu og aukinni hagræðingu. En þetta kostar mikið fé, og margir hafa því miður kiknað undan fjármagnskostnaði. Þetta er nú í stómm dráttum undirrótin að erfiðleikum land- búnaðarins eins og hann kemur mér fyrir sjónir. Dýr mistök Ungi maðurinn spyr, hvort ekki sé betra að fjárfesta i menntun æskufólks, en úreltum atvinnuvegi. Ég er sammála honum í því að menntun er yfirleitt góð fjárfesting, sé hún framkvæmd á réttan hátt. En ég vil þó minna hann á að flest þau mistök sem gerð hafa verið í atvinnulífi þjóðarinnar og em nú að sliga hana fjárhagslega, em gerð að ráði fyrrverandi náms- manna. Þar mætti nefna Kröflu, sem þarf orðið hlass af seðlum bara til að borga vextina, skólann sem byggður var uppi á öræfum og enginn veit til hvers var ætlaður. Þá má nefna Gmndartanga, þang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.