Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 2

Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Tollar EB + og Islands í FORSÍÐUFRÉTT Morgunblaðs- ins í gær um samþykkt utanríkis- ráðherra Evrópubandalagsríkja að þvi er varðar kjör EFTA-ríkja gagnvart Spáni og Portúgal, nýj- um EB-ríkjum, er að finna ranga þýðingu á yfirlýsingu embættis- manna EB um það er ísland varð- ar. Má skilja frétt blaðsins, sem höfð er frá fréttastofunni AP, á þann veg, að niðurfelling á tollum á íslenskum vamingi til EB-landa sé háð rétti skipa frá EB-löndum til að veiða f íslenskri lögsögu. Rétt þýðing á hinni umræddu klausu í fréttaskeyti AP er á þessa leið: „í afstöðu EB felst einnigyfirlýs- ing um að um frekari tollaívilnanir til íslands verði ekki að ræða nema þær tengist meiri rétti skipa frá EB-ríkjum til veiða á íslandsmiðum." Morgunblaðið ræddi við talsmann EB í Briissel í gær og sagði hann, að það væri tekið fram í samþykkt ráðherranna, að bókun 6 við við- skiptasamninga við ísland um toll- frelsi á niðursoðnum fiski, rækju, ferskum og frystum þorski næðl einnig til Spánar og Portúgals. Fyrir- varinn um frekari tollaívilnanir teng- ist deilu EB og íslands um 13% toll á saltfiski, sem hefur verið óleyst í nokkra mánuði. Unglingum er skipað í forrétt- indahópa eftir afmælisdögnm Hækkar áburður búvöruverð um 5%? — segja þrír strákar fæddir 1970, sem vöktu athygli forsætisráðherra á þessu á fundi í stjórnarráðinu „VIÐ viljum vekja athygli á því launamisrétti, sem felst í þvi, að laun unglinga miðast við afmælisdaga en ekki árgang. Þannig fá þeir, sem fæddir eru fyrri hluta árs 1970 15% hærri laun en þeir, sem fæddir eru siðustu mánuði ársins í sumarvinnunni á þessu ári. Vegna þessa gengum við á fund forsætisráðherra til að kynna honum sjónarmið okkar,“ sögðu þrír strákar úr Kópa- vogi, fæddir 1970, í samtali við Morgunblaðið. Strákamir heita Sævar Finn- bogason, Davíð Ólafsson, fæddir í desember, og Þórsteinn Gauti Þórðarson, fæddur í maí, og eru allir í 9. bekk Snælandsskóla í Kópavogi. Þeir gengu á miðviku- dag á fund Steingríms Hermanns- sonar, forsætisráðherra, til að kynna stjómvöldum sjónarmið sín og sjá hvort breytingar væru mögulegar. Þeir félagar sögðu að unglingum væri skipað niður í forréttindahópa eftir afmælis- dögum, að minnsta kosti hvað laun og vinnumöguleika varðaði. í skólagöngu og ýmsum öðrum þáttum almenns lífs væri miðað við árgang, en nú stæðu þeir frammi fyrir því, þegar sumar- vinnan væri framundan að fá ekki sama kaup þó þeir væru allir fæddir sama árið. Þeir, sem fædd- ir væru árið 1970, ættu að þeirra mat.i að njóta sömu réttinda burt- séð frá því hvenær á árinu þeir væru fæddir. Samkvæmt almenn- um kjarasamningum væru laun miðuð við afmælisdaga. Þeir, sém fæddir væru fyrri hluta árs fengju leyfí til fullrar yfírvinnu og 15% hærri laun, en'Jafnaldrar" þeirra fæddir síðustu mánuði ársins. Einnig væri miðað við afmælis- daga í samningsbundnu iðnnámi. Menn yrðu að hafa náð 16 ára aldri til að geta hafið slíkt nám og það gæti þýtt einnar annar seinkun fyrir þá, sem fæddir væru seint á árinu. í þessu fyrirkomu- lagi fælist ennfremur misrétti til náms og afkomu, því margir unglingar þyrftu að mestu að kosta sig sjálfir til náms að loknu skyldunámi. Forsætisráðherra sagði eftir heimsókn strákanna, að gaman hefði verið að fá þá í heimsókn. Ánægjulegt væri að vita til þess, Morgunblaðið/RAX Þeir hafa undirbúið sitt mál betur en margur eldri maðurinn,“ sagði forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, um málaleitan þeirra Sævars Finnbogasonar, Davíðs Ólafssonar og Þorsteins Gauta Þórðarsonar. að unglingar hefðu áhuga á því að vinna og létu sig jafnframt varða kjör sín og réttindi af jafn- mikilli þekkingu og þessir dreng- ir. Þeir hefðu flutt mál sitt vel og skipulega og greinilega kynnt sér það betur en margur eldri maðurinn. Hann sagði það hins vegar ekki ljóst hvaða möguleika löggjafarvaldið hefði til að láta til sín taka í þessu máli. Ákvæði þessi fælust í kjarasamningum, en sér virtist ekkert vera í lögum, sem bannaði sömu laun unglinga fæddra sama ár. Sér fyndist mála- leitan drengjanna skynsamleg og hann myndi láta kanna hveijir möguleikar á úrlausn væru. Tal teflir fjöltefli Morgunblaðið/Ámi Sœberg Mikael Tal fyrrum heimsmeistari i skák tefldi fjöltefli í Útvegsbankanum í gærkveldi. Leikar fóru þannig að Tal vann 16 skákir, tapaði tveimur og gerði fjögur jafntefli. Þeir sem unnu meistarann voru Jóhann Om Sigurðsson og Jens Óskarsson, en þeir Stefán Þormar, Gunnar Gunnarsson, Björa Víkingur og Vilhjálmur Pálsson gerðu jafntefli. EKKI ER ljóst hvað búvöruverð mun hækka um næstu mánaðamót ef stjórnvöld grípa þar ekki inn í eins og komið hefur til tals að undanförnu. Kunnugir telja þó að verðlagsgrundvöllur landbúnaðar- vara muni hækka um 3% og útsöluverð eitthvað meira. Fyrirsjáanlegt er að búvöruverðið mun hækka um 5% þann 1. júní næstkomandi eingöngu vegna hækkunar á áburðarverði sem þá kemur inn i verðið ef tillögur Áburðarverksmiðjunnar um hækkun verða samþykktar og niðurgreiðsla áburðarins fellur niður. Áburðarverksmiðjan telur sig unar búvöruverðs eða hækkunar. þurfa að hækka áburðarverðið um 23—25% og fá verðhækkanir fram til vors að auki. Þýðir það að meðalverðið á hveiju áburðartonni fer í 14.600 krónur miðað við verð- lagið í dag. I fyrra var skráð áburð- arverð verksmiðjunnar 11.800 krónur að meðaltali, en það var greitt niður um rúmar 2.000 krónur þannig að bændur þurftu aðeins að greiða 9.740 krónur fyrir tonnið að meðaltali. Niðurgreiðslan var tíma- bundin og gert ráð fyrir að hún falli nú niður. Gerist það mun áburðarverðið til bænda hækka um 50% og hafa í för með sér um það bil 5% hækkun búvöruverðsins. Verði niðurgreiðslan óbreytt að krónutölu mun áburðurinn hækka um 29% og hafa í för með sér tæplega 3% hækkun og verði niður- greiðslan aukin sem nemur verð- hækkun áburðarins mun búvöru- verðið þurfa að hækka um rúm 2% vegna áburðarverðsins. Sexmannanefnd er að láta vinna upp nýjan verðlagsgrundvöll fyrir landbúnaðarvörur og er búist við að greint verði á milli nautgripa- og sauðfjárræktar, þannig að sér grundvöllur yrði gerður fyrir mjólk og aðrar nautgripaafurðir og annar fyrir kindakjöt og aðrar sauðfjár- afurðir. Ekki er vitað hvenær þess- ari vinnu verður lokið en stefnt mun vera að því að nota nýja grundvöll- inn við verðlagningu 1. júní. Þá er heldur ekki vitað hvort verðlags- grundvöllurinn muni leiða til lækk- Samningsaðilar í yfirstandandi kjaradeilu hafa lagt á það mikla áherslu að búvöruverðshækkunin um næstu mánaðamót komi ekki til framkvæmda. Aðspurður um það hvað ríkisstjómin væri tilbúin til að gera í því efni sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra: „Þeir hafa ekki lagt fyrir okkur neinar tillögur um þetta efni. Við erum tilbúnir til að ræða við þá um þetta hvenær sem þeir vilja, jafnt á nóttu sem degi.“ Ekki vildi Þorsteinn segja neitt um það hvort til greina kæmi að auka niðurgreiðslu á bú- vörur. Frumvarp Jóns Helgasonar um atvinnuréttindi í landbúnaði: Leyfi til búrekstrar háð menntun eða samþykki úthlutunarnefndar JÓN Helgason, landbúnaðarráð- herra, hefur lagt fyrir stjómar- flokkana frumvarp til laga um atvinnuréttindi í landbúnaði. Þar er gert ráð fyrir því, að þeir einir fái að hefja nýjan búrekstur, sem lokið hafa prófi frá landbúnaðar- skóla, háskólaprófi í landbúnaði eða aflað sér annarrar menntun- ar, sem að mati sérstakrar fimm manna Úthlutunaraefndar bú- Annað dauðsfallið af völd- um brunans á Kópavogshæli TVEIR vistmenn eru nú látnir í kjölfar eldsvoðans sem varð á Kópavogshæli þann 13. janúar síðastliðinn. Stúlkan sem legið hefur í sjúkra- húsi frá því að bruninn varð er lát- in. Hún hlaut alvarlega reykeitrun og varð fyrir miklum súrefnisskorti í kjölfar hennar. Stúlkan hét Guð- ríður Kristín Berg. Einn maður lést af völdum reyks í eldsvoðanum sjálfum. rekstrarleyfa kemur að gagni við landbúnaðarstörf. Með búrekstri er í frumvarpinu átt við hvers konar búijárrækt, jarðrækt, skógrækt, plöntuuppeldi, garðrækt og ylrækt, sem stunduð er til tekjuöflunar, svo og ræktun og veiðar vatnafiska, nýting hlunn- inda og ferðaþjónusta á lögbýlum er nýtir gæði jarðar og aðra fram- leiðsluþætti landbúnaðarins í fram- angreindum tiigangi. Gert er ráð fyrir því, að búrekstr- arleyfí verði veitt þeim er búrekstur stunda fyrir gildistöku hinna nýju laga, enda hafi viðkomandi ekki sætt aðfmnslum opinberra aðila vegna búrekstrar síns. Frumvarpið er samið af þriggja manna starfshóp, sem settur var á fót af landbúnaðarráðuneytinu, Stéttarsambandi bænda og Búnað- arfélagi íslands. í hópnum, sem skipaður var 1982, voru Sveinbjöm Dagfínnsson, ráðuneytisstjóri, Steinþór Gestsson, fyrrverandi al- þingismaður og Hákon Sigurgríms- son, framkvæmdastjóri. Fyrstu drög að frumvarpinu voru lögð fyrir Stéttarsamband bænda sumarið 1983 og Búnaðarþing 1984 og það ár voru þau send víða um land til umsagnar. Á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda árið 1984 var mælt með því að sett yrðu lög um at- vinnuréttindi í landbúnaði á grund- velli frumvarpsdraganna. I janúar sl. sendi starfshópurinn drögin síð- an til landbúnaðarráðuneytisins, sem nú hefur lagt þau fyrir þing- flokka Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. í greinargerð höfunda frum- varpsins segir, að með aukinni sér- hæfingu á flestum sviðum sé ekki óeðlilegt að krafist sé sérstakrar menntunar og/eða starfsreynslu af þeim sem vilja hefja búrekstur. Markmið frumvarpsins sé annars vegar að tryggja öryggi og gæði þeirrar þjónustu sem landbúnaður veitir og hins vegar að vemda at- vinnuréttindi þess fólks, sem land- búnað stundar. Er bent á, að í ís- lenskri löggjöf sé að finna nokkra lagabálka hliðstæðs efnis, s.s. lög um iðnfræðslu og lög um verslunar- atvinnu. Orðrétt segir í greinargerðinni: „Störf við landbúnað eru í eðli sínu afar margbrotin og vandasöm og gera miklar kröfur um verklega hæfni og faglega þekkingu þeirra, sem þau stunda. Kröfur samfélags- ins um aukin vörugæði og örugga ávöxtun fjármagns, sem til land- búnaðar er varið, vega einnig þungt í þessu sambandi. Þá hafa markaðs- erfíðleikar á undanfömum ámm og samdráttur í framleiðslu innan hefðbundinna búgreina vakið um- ræður um atvinnuréttindi bænda og það, hveijir skuli hafa atvinnu við að framleiða það takmarkaða magn búvara sem markaðurinn innanlands tekur við og möguleikar em á að selja á erlendum mörkuð- um.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.