Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 4

Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Evrópuf lug Flugleiða: Algengiistu fargjöld hækka um 2,9% FLUGFARGJÖLD Flugleiða í Evrópuflugi hækka á bilinu 2,9 til 10% þann 1. mars næstkomandi. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar frétta- fulltrúa Flugleiða eru þessar hækkanir vegna géngisleiðréttingar, en flugfargjöldin hafa ekki hækkað síðan 15. júní í fyrra. Von er á frekari hækkunum i aprílmánuði, þegar fargjöldin verða tekin til endurskoðunar. en hæstu fargjöldin hækkuðu meira, eða allt upp í 10%. Fargjöld sem nefnd eru rauður apex (báðar leiðir) til Lundúna hækka um 370 kr., úr 12.800 krónum í 13.170. Hæsta fargjald til Lundúna hækkar úr 17.560 krónuin í 18.610 kr., miðað við aðra leið. Rauður apex til Kaupmannahafnar hækkar um 420 krónur, úr 14.230 í 14.650 krónur og pex fargjald (báðar leiðir) til Salzburg hækkar úr 16.400 í 16.880 krónur. Við þessar upphæðir bætist 750 króna flugvallarskattur, en hann hækkar úr 250 í 750 krónur þann 1. mars, eins og fram hefur komið. Sæmundur sagði að þrátt fyrir þessa hækkun væru flugfargjöld Flugleiða lág. Meðalfargjöld félags- ins væru 30% lægri en ódýrustu meðalfargjöld flugfélaga í Evrópu. Sæmundur sagði að flest algeng- ustu fargjöldin hækkuðu um 2,9%, Fjarkennsla í undirbúningi SVERRIR Hermannsson mennntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að kanna mögu- leika á fjarkennslu og opnum háskóla. Þetta kom fram í ræðu ráðherra á ráðstefnu er Bandalag háskóla- manna stóð fyrir um síðustu helgi. í nefndinni eiga sæti Gunnar G. Schram formaður BHM, Markús Öm Antonsson útvarpsstjóri og Sigmundur Guðbjamason háskóla- rektor. Morgunblaðið/Kristján Þorbergur Jónsson. TF-SIF í Vattarnesi TF—SIF, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór vestur í Vattames á þriðju- daginn. Tilgangur ferðarinnar var sá að flytja þangað lögreglumenn. Þeir fóm í Vattames til þess ganga frá sumarbústaðnum sem mennirair tveir, sem lentu i hrakningum á þessum slóðum fyrr í þessum mánuði, gistu í. Lögreglumennimir frá Patreks- firði komust ekki lengra en í Kjálka- fjörð vegna ófærðar. Þangað sótti þyrlan þá og flutti þá í Vattames. Þeir gerðu vettvangskönnun á staðnum. Mennimir tveir höfðu brotið rúðu til þess að komast inn í bústaðinn. Lögreglumennimir gengu frá glugganum og lokuðu síðan bústaðnum. A myndinni eru þeir Guðjón Gíslason lögreglumaður á Patreks- firði og Páll Hannesson flugstjóri þyrlunnar við sumarbústaðinn í Vattamesi. Hagkaup: Verðlaunasamkeppni um nafn á nýju verslunarmiðstöðina HAGKAUP HF. hefur ákveðið að efna til verðlaunasamkeppni um nafn á nýju verslunarmiðstöðinni, sem nú er í byggingu í Kringlumýri. Fyrstu verðlaun verða 125 þúsund krónur. í fréttatilkynningu frá Hagkaup segir að öllum sé heimil þátttaka í verðlaunasamkeppninni og verði reglur um hana auglýstar á næst- unni. Dómnefnd skipa Jón Asbergsson forstjóri, Valdimar Kristinsson viðskiptafræðingur og Sigurður Pálmason stjómarformaður. Sérstak- ur ráðgjafi dómnefndar er Guðni Kolbeinsson, íslenskufræðingur. Morgunblaðið/RAX Halldór Blöndal, Þorsteinn Þorsteinsson og Lev Alburt fyrir utan utanríkisráðuneytið í gærmorgun. Landflótta stórmeistari á fund utanríkisráðherra: Beðið um aðstoð fyrir skákmeistarann Gulko STÓRMEISTARINN Lev Alburt, sem er meðal þátttakenda á Reykjavíkurskákmótinu, gekk í gærmorgun á fund Matthíasar Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, og gerði honum grein fyrir árang- urslausum tilraunum sovéska stórmeistarans Boris Gulko, fyrir því að fá að flytjast frá Sovétríkjunum með fjölskyldu sína. Sjálf- ur er AJburt landflótta Sovétmaður, búsettur í Bandaríkjunum. Halldór Blöndal, alþingismað- ur, sem fylgdi Alburt á fund utanríkisráðherra ásamt Þorsteini Þorsteinssyni, forseta Skáksam- bands Islands, sagði í samtali við Morgunblaðið, að Alburt hefði gert utanríkisráðherra grein fyrir máli Gulko-hjónanna og beðið hann að kanna hugsanlegar leiðir til að hafa áhrif á sovésk yfírvöld í þeim efnum. „Alburt er gamall vinur Gulko- hjónanna, en þau eru bæði slyngir skákmenn í Sovétríkjunum, gyð- ingar, og hafa án árangurs sótt um brottfararleyfi svo árum skipt- ir,“ sagði Halldór Blöndal. „Gulko hefur tekið út miklar þjáningar og sætt ofsóknum þar eystra. Alburt hefur lengi barist fyrir því að hjón fái að fara úr landi og þetta bar á góma okkar á milli síðast þegar hann tefldi hér. Þetta mál kom aftur upp núna þegar við hittumst og við fórum ásamt Þorsteini Þorsteinssyni, forseta Skáksambandsins á flind utanríkisráðherra þeirra erinda að biðja hann um að hafa sam- band við sovésk yfirvöid og reyna að greiða fyrir Gulko-fjölskyld- unni,“ sagði Halldór. Hann kvaðst ennfremur vilja minna á í þessu sambandi að Geir Hallgrímsson hefði á sínum tíma tekið upp málefni eiginkonu og sonar Kortsnojs við sovésk yfirvöld. „Og einnig er rétt að minna á, að ef til vill hefur einörð framganga Friðriks Ólafssonar í því máli, sem forseti FIDE, kostað hann forsetastólinn þar, og best að hafa sem fæst orð um þann mann sem við tók af Friðrik í því embætti,“ sagði Halldór. „Sov- éskir skákmenn hafa oft tekið þátt í skákmótum hér á landi og við unnendur skáklistarinnar viljum gjama halda þessum góðu sam- skiptum við sovéska skákmenn áfram. En við hikum þó ekki við að minna á að örlög Gulko-hjón- anna varpa skugga á þessi sam- skipti. Kortsnoj-málið er nú úr sögunni og vonandi verður þess ekki langt að bíða að mál Gulko- fjölskyldunnar leysist með farsæl- um hætti." Vísitala byggingarkostnaðar hækkaði um 2,4% milli mánaða VÍSITALA byggingarkostnaðar í febrúar 1986 reyndist vera 258,24 stig, eða 2,4% hærri en í fyrri hluta janúar (desember 1982=100 stig) samkvæmt útreikningum Hagstofu íslands. Visitalan var reikn- uð eftir verðlagi í fyrri hluta febrúar. Samsvarandi vísitala miðað við eldri gmnn (1975=100) er 3.827 stig. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Jafnframt kemur fram að síðustu 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 32,6%. Hækkun vísi- tölunnar um 2,4% á einum mánuði frá janúar til febrúar 1986 svarar til 32,9% árshækkunar. Af þessari hækkun stáfa 1,4% af 15% verð- hækkun á sementi og steypu 20. janúar sl. en um 1% af verðhækkun ýmiss byggingarefnis, bæði inn- flutts og innlends. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,4% sem samsavarar 18,9% verð- bólgu á einu ári. Lögformlegar vísitölur sem reiknaðar eru ijórum sinnum á ári eftir verðlagi í mars, júní, septem- ber og desember og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar gilda við upp- gjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar. Vísi- tölur fyrir aðra mánuði gilda hins vegar ekki nema sérstakelga sé kveðið á um það í samningum. Vinnsla loðnuhrogna hafin í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 19. febrúar. SÍÐDEGIS í gær hófst vinnsla loðnuhrogna í Vestmannaeyjuin þegar farmi Hugins VE var dælt í gegnum hrognaskiljumar hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vest- mannaeyjum. Huginn var með fullfermi, um 600 tonn af ágætis loðnu. Er mikill hugur kominn í loðnusjómenn enda margfaldast verðmæti farmsins þegar hrognataka hefst. Loðnuhrognin eru seld fyrir gott verð tii Japans. Hrognatakan nú er í fyrra fallinu og raunar á mörk- unum að loðnan sé komin í hæfilegt ástand, en hrognavinnslan mun fara af krafti í gang allra næstu daga. Hjá frystihúsunum í Eyjum er nú verið að taka í notkun nýjan og mjög fullkominn búnað til að hreinsa og vinna loðnuhrogn. Fiski- mjölsverksmiðja Einars Sigurðsson- ar mun einnig stunda loðnuhrogna- töku á þessari vertíð, en þar bíða menn enn átekta með allt klárt. — hkj. Vinnsla loðnuhrogna hófst í gær er farmi Hugins VE var dælt í gegnum þessar hrognaskiljur hjá Fiskimjölsverksnúðjunni. V 5.Y. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.