Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 5

Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 5 Verslun Víðis í Starmýri seld GENGIÐ hefur verið frá samn- ingfi um sölu á Versluninni Víði í Starmýri. Kaupandinn er Guð- mundur Ragnarsson, einn af eigendum Bílasölunnar Blik i Skeifunni. Guðmundur hyggst selja hlut sinn í bílasölunni á næstunni. Eigendur Verslunar- innar Víðis eru bræðurnir Matt- hías og Eiríkur Sigurðssynir og móðir þeirra Vigdís Eiríksdóttir. Sölusamningurinn var undirrit- aður þann 11. febrúar sl. og tekur Guðmundur við verslun- inni í Starmýri 1. mars og kemur verslunin til með að heita Star- mýri. Ekki fékkst uppgefið hvert kaupverð er. - Að sögn Eiríks Sigurðssonar hefur verslunin í Starmýri verið til sölu í tvö ár: „Við erum alls ekki að draga saman seglin. Það stóð alltaf til að selja búðina í Starmýri þegar við fluttum í Mjóddina í desember 1984. Framtíðin er í Mjóddinni," sagði Eiríkur. Fjallað um skipulagsmál á búnaðarþingi BÚNAÐARÞING verður sett í Súlnasal Hótel Sögu á mánudag- inn, 24. febrúar, klukkan 10. Ásgeir Bjarnason formaður Bún- aðar-félags íslands mun setja þingið og flytja yfirlitsræðu sína og síðan mun Jón Helgason ávarpa þingfulltrúa. 25 fulltrúar sitja búnaðarþing og stendur það í um það bil tvær vikur. Að sögn Jónasar Jónssonar búnað- armálastjóra er búist við að stærstu málin á þessu búnaðarþingi verði umræður og afgreiðsla frumvarpa til nýrra jarðræktarlaga, búfjár- ræktarlaga og lagaákvæða um Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Bjóst hann við að skipulagsmál Búnaðarfélags Islands og bænda- samtakanna yrðu mikið rædd, en milliþinganefnd búnaðarþings hefur unnið að gerð tillagna um breyting- ar á skipulaginu. Á sunnudag, daginn áður en búnaðarþing hefst, verður fjallað um þau mál á fundi búnaðarþingsfulltrúa, formanna búnaðarsambandanna, formanna búgreinafélaganna og fleiri. V erkakvennaf élagið Framsókn: Samþykkt heim- ild til verk- fallsboðunar MÁNUDAGINN 17. febrúar 1986 var haldinn fundur í stjórn og trún- aðarmannaráði Verkakvennafé- lagsins Framsókn. Samþykkt var einróma heimild til verkfallsboðun- ar. Fréttatilkynning Hinn eini og sanni hefst á morgun að Fosshálsi 27 (fyrir neðan Osta- og smjörsöluna, Árbæ, við hliðina á nýju Mjólk- urstöðinni) OPIÐ daglega frá kl. 13—18 e.h. föstudaga kl. 13-19 e.h. laugardaga frá kl. 10—16 e.h. Fjöldi fyrirtækj a □ Karnabær □ Steinar □ Axel Ó. □ Radíóbær □ Setubrautir □ Vogue □ Garbó □Hummel □ Skinnadeild SÍS □ BonaparteDYrsa skartgripaverslun □ Barnafataversl. Fell □ Gjafavöru- deildin □ Verðlistinn og ýmsir fleiri Strætisvagnaferðir á 1 5 mín. fresti, leið 10 Videó-horn fyrir börnin. Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur o.m.fl. Musica Antica í Naustinu í kvöld MUSICA Antica kemur fram í Naustinu í kvöld og leikur nokkur miðalcjalög í tilefni flutnings Sin- fóníuhljómsveitar íslands á Carm- ina Burana eftir Carl Orff á tónleik- um í Háskólabíói í kvöld. Auk þess mun Dúó Naustsins, þau Hrönn Geirlaugsdóttir og Jónas Þórir, leika ljúf lög fyrir matargesti. Fréttatilkynning Gifurlegt vöruúrval — ótrúlegt verd □ Dömufatnaður □ Herrafatnaður □ Unglingafatnaður □ Barnafatnaður □ Ungbarnafatnaður □ Sportfatnaður □ Vinnufatnaður □ Gífurlegt úrval af alls konar efnum og bútum □ Sængur- fatnaður □ Handklæði □ Gardínuefni □ Hljómplötur og kassettur í stórglæsilegu úrvali □ Skór á alla fjölskylduna □ Sportvörur í miklu úrvali □ Snyrtivörur □ Skartgripir □ Gjafavörur í sérflokki □ Slæður, hanskar □ Hjartagarn 5 teg. 50 litir □ Frúarfatnaður □ Mokkajakkar □ Mokkafrakkar □ Mokkakápur □ Leikföng □ Sælgæti □ Blóm □ Bílaútvörp □ Bílamagnarar □ Hljómflutningstæki □ Kassettutæki □ Plötuspilarar □ Útvörp □ Myndbönd □ Vasadiskó □ Hátalarar □ Vasatölvur □ Gaslóðboltar o.m.fl. o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.