Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 6

Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 ------------------>---—----;--—-------- Sá hundraðasti Hundraðasta morgunþætti þeirra Sigríðar Árnadóttur og Gunnars Kvarans lauk í fyrradag á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna við Laugarás. Gunnar tók ]>ar tali nokkra aldraða kappa af sjónum og eina sjómannsekkju. Lét fólkið vel af dvöl sinni og ljúfur tónn í viðræðunni, slíkur er finna má svo gjaman hjá eldra fólki. Eldri borg- s.ramir hafa lifað tímana tvenna og sál þeirra geymir fjársjóð reynsl- unnar. Mættum við sem yngri emm hlýða oftar á þá sem eldri em. Það er svo mikil dýpt og hlýja í orðum gamla fólksins. Og er ekki annars dásamlegt að samfélagið leit- ist við að hlúa að þeim sem eldri em? En þó ríkir víða slíkt neyðar- ástand hjá hinum öldmðu að þeir hrekjast jafnvel til að ræna mat úr verslunum eins og dæmin sanna. Ég trúi ekki öðra en að hið kristna bróðurþel verði ofaná í samfélagi vom og hinum eldri borgumm verði búin mannsæmandi lífsskilyrði og það án tillits til efnahags. Lúxus- doktorar þessa heims er skeiðað hafa á öldufaldi námslánakerfisins um kenningarheima Mammons vilja að vísu fara aðra leið að því marki að bæta þjónustuna við hina öldr- uðu, þannig segir einn slíkur hér í blaðinu í gær . . . sjúkrahús séu hins vegar einkafyrirtæki ... sjúklingar kaupi þjónustu þeirra fúllu verði, svo að þeir og aðrir viti, hvað hún kostar hveiju sinni, en haldi ekki eins og nú, að hún sé ókeypis, af því að aðrir greiða hana en þeir sjálfir. Slíkar kenningar kunna að hljóma vel í eyram ungra og óreyndra kjósenda er leita að hreinni og klárri hugmyndafræði en hvemig skyldu þær hljóma í eyrum hinna slitnu sjómanna er Gunnar Kvaran ræddi við í morgun- stund gærdagsins? Ætli þessir menn hafi ekkert lagt til samfélags- ins með vinnu sinni og sköttum? Hafa slíkir erfíðisvinnumenn ekki hugmynd um hvað það kostar að reka samfélag siðaðra manna? Mér er til efs að þeir erfíðisvinnu- menn er Gunnar Kvaran ræddi við á Hrafnistu eigi „íslensk mörk“ á svissneskum bankareikningum en þeir hafa vafalaust unnið fyrir vist sinni á sólsetursheimilinu. Niður sögunnar Niður sögunnar hljómar ein- kennilega í eymm sumra manna. í eymm sumra er hann endurhljómur kenningasafns gyðinglegrar ættar en í eyram annarra er sá niður býsna raunvemlegur því þeir hafa tekið þátt í að skapa söguna með verkum sínum. Sjómennimir er Gunnar Kvaran ræddi við hafa með eigin höndum lagt lóð á vogarskálar Islandssögunnar og því er fróðlegt að hyggja að ummælum þeirra um stjómmálaleiðtogana Jón Baldvin og Steingrím er mættu í sjónvarps- þátt Páls Magnússonar í fyrradag. Ein sjóhetjan sagði: Mér fannst nú meiri kraftur í þessum gömlu... þeir komu svo ótrúlega miklu í verk. Mér varð hugsað til þessara orða er ég hugleiddi ummæli Steingríms Hermannssonar varðandi þá er hafa verið sviptir eignum sínum og jafn- vel ástvinum og geðheilsu í vaxta- umbrotum og vísitöluleik liðinna ára ... Ég skil þetta fólk vel, sumt byggði ekkert of stórar íbúðir ... og ég var eiginlega á móti vísitölu- skerðingunni ... En nú er orðið of seint að greiða til baka ... sumir hafa líka unnið sig út úr vandanum og þeir sem hafa lagt inn eiga heimtingu á umbun fyrir sitt fjármagn. Hefðu leiðtogar á borð við Bjama Benediktsson eða Hann- es Hafstein látið út úr sér slíka hluti? — auðvitað ekki, þar fylgdist að orð og athöfn. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Umsjónarmenn og þátttakendur á tröppum „Markús- artorgsins" S nýja útvarpshúsinu. F.v. Gunnlaugur Sigfússon, Halldór Ingi Andrésson, Ólafur Jónsson og Jónatan Garðarsson. Poppgátan-úrslit ráðast í kvöld ■i í kvöld klukkan 00 23 er á dagskrá rásar tvö fimmt- ándi og síðasti þátturinn í Poppgátunni. Að þessu sinni leiða þeir Ólafur Jóns- son kennari og Halldór Ingi Andrésson verslunarmaður saman hesta sína, en þeir hafa lagt að velli þijá andstæðinga hvor, en þátttakendur í þessari keppni hafa verið 16 tals- ins. Þátturinn er í beinni útsendingu og sagði Jónat- an Garðarsson, annar um- sjónarmaður Poppgátunn- ar, að vegleg verðlaun væm í boði fyrir sigurveg- arann, helgarferð til Lon- don í boði Flugleiða og rás- ar tvö. Sá sem tapar í þessum úrslitum fer þó ekki tómhentur heim frem- ur en aðrir sem tekið hafa þátt í keppninni, að launum fær hann alfræðibók um tónlist, og áskrift að sögu rokksins, plötusafni sem plötuklúbbur Almenna bókafélagsins er að setja á markaðinn. „Það má búast við mik- illi spennu og ef keppendur verða jafnir um miðnætti verður haldið áfram þar til úrslit ráðast,“ sagði Jónat- an. Hann sagði augu manna hafa beinst sér í lagi að Ólafí Jónssyni, en hann hefði staðið sig mjög vel í keppninni en það var einmitt andstæðingur hans í kvöld, Halldór Ingi, sem benti umsjónarmönnum þáttarins á Ólaf. „Þetta em tveir sterkir menn á tónlist- arsviðinu sem takast á hér í kvöld og gaman að fylgj- ast með hvemig þetta fer.“ 99 * I hamrinum eitthvað heyra menn“ - dag-skra um Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi ■ í kvöld verður á J5 dagskrá þáttur um Jón Sigurðs- son frá Kaldaðamesi og ljóð hans. Gunnar Stefáns- son tekur saman þáttinn í tilefni aldarafmælis Jóns sem er 18. febrúar. Lesari með Gunnari er Andrés Bjömsson. Jón Sigurðsson gegndi um langt árabil starfí skrifstofustjóra AI- þingis. Kunnari er hann þó fyrir bókmenntastörf sín, en þekktust þeirra em þýð- ingar hans á nokkmm sögum Hamsuns, Viktoríu, Pan, Sulti og Að haustnótt- um. Síðasta þýðing Jóns á sögu eftir Hamsun var Benóný, en hann lauk þó ekki við þá þýðingu og tók Andrés Bjömsson við og lauk verkinu. Jón frá Kald- aðamesi var gott ljóðskáld, en lagði litla rækt við ljóða- gerð á fullorðinsaldri. Frá æskuámm hans em nokk- ur kvæði sem lesin verða í þættinum. Þá er varðveitt- ur í safni útvarpsins flutn- ingur hans á nokkmm kvæðum Jónasar Hall- grímssonar og fá hlustend- ur að heyra rödd hans í þættinum. Gunnar Stefánsson. ÚTVARP FIMMTUDAGUR 20. febrúar 7.00 Veöurfregnir. Fréttir Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm 7.30 Fréttir. Tilkynningar 8.00 Fréttir. Tilkynningar 8.15 Veðurfregnir 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barn- anna: „Undir regnbogan- um" eftir Bjarne Reuter. Ól- afur Haukur Símonarson les þýðingu sina (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir 10.05 Málræktarþáttur. End- urtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Helgi J. Halldórs- son flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forustugreinum dagblaðanna. 10.40 „Ég man þá tíð“ Hermann Ragnar Stefáns- son kynnir lög frá liðnum árum. 11.10 Morguntónleikar a. „Silkistiginn", forleikur eftir Gioacchino Rossini. „Nationar'-filharmoníusveit- in leikur; Riccardo Chilly stjórnar. b. „Taras Bulba", rapsódia eftir Leos Janacek. Fíl- harmoníusveitin í Vínarborg leikur: Charles McKerras stjórnar. c. Konsert í G-dúr fyrir þrjár fiðlur og hljómsveit eftir Georg Philipp Telemann. I Musici-kammersveitin leik- ur. 12.00 Dagskrá Tilkynningar 12.20 Fróttir 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Um kirkju og trú. Umsjón: Gylfi Jónsson. 14.00 Miðdegissagan: „Svað- ilför á Grænlandsjökul 1888" eftir Friðþjóf Nansen. Kjartan Ragnars þýddi. Ás- laug Ragnars les,(9). 14.30 Áfrívaktinni Þóra Marteinsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 15.15 Frá Suðurlandi. Um- sjón: Hilmar Þór Hafsteins- son. 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist tveggja kyn- slóða. Sigurður Einarsson sérum þáttinn. 17.00 Barnaútvarpiö Stjórnandi: Kristín Helga- dóttir. 17.40 Listagrip. Þáttur um list- ir og menningarmál. Um- sjón: Sigrún Björnsdóttir. Tórtleikar. Tilkynningar. 19.15 Á döfinni. Umsjónar- maður Karl Sigtryggsson. 19.25 Húsdýrin. 1. Kýrin. Barnamyndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Kristín Mántylá. (Nordvision — Finnska sjónvarpiö.) 19.35 Finnskar þjóðsögur. Teiknimyndaflokkur í fimm þáttum. Þýðandi Kristín Mántylá. (Nordvision — Finnska sjónvarpið). 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttirog veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Rokkararnir geta ekki þagnað. I þessum þætti verður rifjuð upp og kynnt 18.45 Veöurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.50 Daglegtmál Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Á ferð með Sveini Ein- arssyni. 20.30 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar fslands i Há- skólabíói - Fyrri hluti. Stjórnandi: Klauspeter Sei- bel. Sinfónía nr. 1 í C-dúr op. 21 eftir Ludwig van Beethoven. Kynnir: Jón Múli Árnason. 21.15 „í hamrinum eitthvað heyra menn". Jón Sigurðs- son frá Kaldaðarnesi og Ijóð hans. Gunnar Stefánsson tekur saman þátt í aldar- minningu Jóns. Lesari með Gunnari: Andrés Björnsson. 21.40 Einsöngur í útvarpssal. Anna Júlíana Sveinsdóttir syngur lög eftir Sigfús Hall- dórsson, Sigvalda Kalda- FÖSTUDAGUR 21. febrúar Rokkveita ríkisins, unglinga- þættir frá árinu 1977, en þáttarööin verður öll endur- sýnd í vor. Kynnir: Jón Gúst- afsson. Stjórn upptöku: Gunnlaugur Jónasson. 21.05 Þingsjá. Umsjónarmað- ur Páll Magnússon. 21.20 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maöur Helgi E. Helgason. 21.55 Ævintýri Sherlock Holmes. 4. Dansandi karl- arnir. Breskur myndaflokkur í sjö þáttum sem gerðir eru eftir smásögum Conan Doyles. Aðalhlutverk: Jer- emy Brett og David Burke. Eiginmaður leitar til Holmes lóns og Sigurð Þórðarson. Jónas Ingimundarson leikur á píanó. 22.00 Fréttir. Frá Reykjavíkurskákmótinu. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Lestur Passíusálma (22). 22.30 Fimmtudagsumræðan — List og fjölmiðlar. Stjórn- andi: Stefán Jökulsson. 23.30 Kammertónleikar. a. „Sextán þýskir dansar" op. 33 eftir Franz Schubert. Ingrid Haebler leikur á píanó. b. Edith Mathis syngur lög eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Bernhard Klee leik- ur á píanó. c. Fiðlusónata nr. 8 í G-dúr op. 30 nr. 3 eftir Ludwig van Beethoven. Fritz Kreisler og Sergej Rakhmaninoff leika. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. vegna kynlegra skrípa- mynda sem hafa skotiö konu hans skelk í bringu. Þýðandi Björn Baldursson. 22.45 Seinni fréttir. 22.50 Grunaður um græsku. (The Suspect) s/h. Bresk sakamálamynd frá 1945. Leikstjóri Robert Siodmak. Aðalhlutverk: Charles Laughton, Ella Raines, Dean Harens og Stanley C. Ridges. Miðaldra versl- unarstjóri myrðir eiginkonu sína til að geta gengið að eiga þá konu sem honum er meir að skapi. Þýðandi Björn Baldursson. 00.20 Dagskrárlok. FIMMTUDAGUR 20. janúar 10.00 Morgunþáttur Stjórnendur: ÁsgeirTómas- son og Kristján Sigurjóns- son. 12.00 Hlé. 14.00 Spjallogspil Stjórnandi: Ásta R. Jóhann- esdóttir. 16.00 I gegnum tíðina Þáttur um íslenska dægur- tónlist í umsjá Jóns Ólafs- sonar. 17.00 Einusinniáöurvar Bertram Möller kynnir vin- sæl lög frá rokktímabilinu, 1955—1962. 18.00 Hlé. 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö Páll Þorsteinsson kynnir tíu vinsælustu lög vikunnar. 21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Davíðsdóttur. 22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: SvavarGests. 23.00 Poppgátan — úrslit Spurningaþáttur um tónlist í umsjá Jónatans Garðars- sonar og Gunnlaugs Sig- fússonar. 24.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP AKUREYRI 17.03—18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. REYKJAVÍK 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.