Morgunblaðið - 20.02.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.02.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 13 Fyrsta Fiskiþing 1913. helminga á móti ríkisstjóminni er- indreka erlendis til að fýlgjast með mörkuðum og nýjungum og valdist til þess starfa Matthías Þórðarson frá Móum, en Sveinbjöm Egilsson tók þá við ritstjóm Ægis. Þess fyrstu viðfangsefni Fiskifé- lagsins, olíumálið, motorkennslan og erindreksturinn, sýndi hversu nauðsynlegt það var, að til væri í landinu félagsskapur, þar sem allir aðilar kæmu saman og ræddu málin og bæru saman bækur sínar, og í j ljós kæmi þá, hvar skórinn kreppti mest. Þetta var þannig strax og er enn meginhlutverk Fiskifélagsins og grandvöllurinn fyrir starfsemi þess. Bjargráðamálið Á Fiskiþingi 1917 flutti Amgrím- ur Fr. Bjamason svohljóðandi til- lögu: „Fiskiþing íslands ályktar, að beina því til Fiskifélagsstjómarinn- ar, að hún athugi gaumgæfilega bjargráð á sjó og leggi fyrir næsta Fiskiþing ákveðna tillögu um þetta efni.“ Næsta Fiskiþing var haldið 1919 og þá aftur samþykkt áskoran á stjómina að vinna áfram að mál- inu. Á Fiskiþingi 1925 var skipuð nefnd til að gera ákveðnar tiliögur til ríkisstjómarinnar og 1926 lagði Fiskifélagsstjómin til að Jón E. Bergsveinsson yrði ráðinn til að vinna að slysavamarmálum og var hann starfsmaður félagsins næstu ár eða þar til Slysavamafélag ís- lands var stofnað 1928. Upphaf hraðfrysting'ar Of hljótt hefur verið um þann hlut sem Fiskifélagið átti að upphafi hraðfrystingu fisks hér á landi, en Fiskifélagið og Fiskiþing era þar fyrr á vettvang en Fiskimálanefnd, sem oft er eignað aðalframkvæðið. Fiskimálanefnd var ekki stofnuð fyrr en í desember 1934 og ekki farin að starfa fyrr en 1935, en hraðfrysting fisks var aftur á móti á málaskrá 12. Fiskiþings, sem sett var 2. október 1934, en stjómin þó fyrr farin að hafa afskipti af málinu. Málshefjandi, Ólafur B. Bjöms- son, rakti tilraunir Ingólfs Espólíns, sem hafði sent Fiskifélaginu skýrslu sína, en um sumarið hafði Fiskifé- lagið keypt físk fyrir þúsund krónur og fiakað hann og fryst í frystihúsi Ingólfs. Ingólfur Espólín hafði fengið ríkisstyrk til að gera tilraunir með frystingu skyrs, en notaði tækifærið til að gera einnig tilraunir með frystingu físks, enda var sú geymsluaðferð að ryðja sér til rúms, svo sem segir í skýrslum þeirra sendifulltrúa, Vilhjálms Finsens um hraðfrystingu físks í Noregi og Helga Briem frá Spáni, og í Banda- ríkjunum var þetta orðin allþróuð geymsluaðferð á matvælum. Tilraun Ingólfs hafði lukkast, segir í skýrslu stjórnar Fiskifélags- ins til Fiskiþings um haustið. Ingólf- ur hafði sent sýnishorn af fískinum til Englands, Sviss, Ítalíu og Spánar og hann komizt óskemmdur alls staðar á áfangastað og líkað vel. Fiskiþing gerði því samþykkt í október 1934 þar sem skorað er á ríkisstjómina að fylgja þessu máli fast eftir og hefja framkvæmdir. Ýmis Fiskifélagsmál um tíðina Fiskifélaginu var það mikið áhugamál, að safnað væri haldgóð- um aflaskýrslum, enda fiskveiðum og útveginum nauðsynlegt. Söfnun aflaskýrslna var í ólestri allt þar til 1925 að Fiskifélagið fékk því fram- gengt, að það varð skylt að lögum að skila aflaskýrslum og söfnun falin Fiskifélaginu. Amór Guð- mundsson réðst til Fiskifélagsins þetta ár og var skrifstofustjóri til 1961. Eins var um skráningu skipa, að hún var gloppótt á skýrslum þar til Fiskifélagið hóf útgáfu Sjó- mannaalmanaks 1926. 1931 réðst dr. Ámi Friðriksson til starfa hjá Fiskifélaginu til físki- rannsókna og sama ár réð Fiskifé- lagið til sín Þorstein Loftsson, sem vélfræðiráðunaut. 1935 kom Fiskifélagið á fót rannsóknarstofu fískiðnaðarins og réðst þar til starfa dr. Þórður Þor- bjamarson. Þegar heimsstytjöldin síðari geis- aði sem hörðust og enginn sá fyrir hvemig þeim ósköpum lyki gerði Fiskiþing merkilega ályktun, sem máski var eindæma á heimsbyggð- inni á þeim voðatíma. í þingtíðind- um 16. Fiskiþings, sem sett var 16. febrúar 1942, segir svo: „Fjár- hagsnefnd er sammála um það nauðsynjaverk að Fiskveiðasjóður sé þess fær að styrkja öfluglega nýbyggingu fiskiflotans með hag- kvæmum lánum strax og styijald- arástand lægir, svo að veraleg ný- smíði skipa geti hafizt aftur ... Landhelgismálin höfðu allt frá fyrsta Fiskiþingi 1913 verið á döf- inni á hverju einasta Fiskiþingi, oftast þó gæzlan, en einnig friðun Faxaflóa. Þegar landhelgislögin höfðu verið sett 1948 harðnaði róð- urinn í þeim málum og þau tóku mikið til Fiskifélagsins allt fram til loka þeirrar baráttu. Þau mál öll vora mikið rædd á Fiskiþingum, ekki sízt fyrir það, að Davíð Olafs- son, sem var fískimálastjóri frá því í febrúar 1940 þar til á miðju ári 1967, og Már Elísson, sem þá tók við af Davíð, sem fískimála- stjóri, vora meðal frammámanna þjóðarinnar í hafréttar- og land- helgismálunum. Það leiddi því af sjálfu sér að Fiskifélagið gerði margar samþykktir um þessi mál öll, sem vora helztu baráttumál þjóðarinnar um 30 ára skeið. 1949 var Fiskifélaginu falið að annast tilsjón með nýstofnuðum hlutatryggingarsjóði og ráðinn að sjóðnum Þórarinn Árnason, fyrst sem skrifstofumaður en síðan sem framkvæmdastjóri sjóðsins frá 1967. 1966 var stofnuð sérstök tækni- deild og ráðnir að henni rafmagns- verkfræðingur og skipaverkfræð- ingur, starfsemi deildarinnar féll niður um hríð en var endurreist aftur í félagi við Fiskveiðasjóð 1972 og þá ráðnir tveir verkfræðingar í véla- og skipaverkfræði og nokkra síðar einnig vélstjóri. Strax á fyrstu Fiskiþingunum vora fískeldismál þar til umfjöllun- ar, og þá silungs- og laxaklak, en 1971 réð Fiskifélagið til sín fískeld- isfræðing til að annast laxeldistil- raunir í sjó, sem vora hafnar 1972 í flotgirðingu við Hvammsey í Hvalfirði. 1972 var lagt fram á Fiskiþingi framvarp að nýjum lögum fyrir fé- lagið og tekin inn í félagsskapinn Landsamband ísl. útvegsmanna, Félag ísl. botnvörpuskipaeigenda, Sjómannasamband íslands, Far- manna- og fískimannasambandið, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Fé- lag fískframleiðenda, Sölusamband ísl. fískframleiðenda, Félag síldar- saltenda á Norður- og Austurlandi, Félag síldarsaltenda á Suðvestur- landi, Félag skreiðarframleiðenda, Félag ísl. niðursuðurverksmiðja og Félag ísl. Fiskimjölsverksmiðja. Þama bættust við 12 nýir Fiski- þingsfulltrúar með öllum sömu rétt- indum og deildarfulltrúar, sem vora fyrir 24, og sitja því Fiskiþing nú alls 36 fulltrúar auk fískimálastjóra. Við þessa lagasetningu var skrif- stofu Fiskifélagsins skipt í eftirfar- andi deildir: 1) Almenna deild, sem annast reikningsháld félagsins, félagsleg tengls við íjórðungseildimar og út- gáfu Sjómannaalmanaks, bókar og Ægis. 2) Hag- og tölvudeild. Undir þessa deild heyrir Reikningaskrif- stofa sjávarútvegsins, áætlanagerð, útkoma árbókar (útvegs) um af- komu sjávarútvegsins. 3) Skýrsludeild er safnar öllum upplýsingum um afla og aflaverð- mæti. 4) Tæknideild, sem fyrr er sagt frá að gegni því hlutverki að þjóna bæði Fiskifélaginu og Fiskveiða- sjóði í ýmsum tæknimálum og vera ráðgefandi í smíði skipa og kaupum véla, prófa tæki og nýjungar og era verkefni þessarar deildar Qölmörg. 5) Fræðsludeild, en undir hana heyrir sjóvinnukennslan, en sjó- vinnunámskeið fór Fiskifélagið að halda snemma á sínum ferli, annað veifíð, en 1973 var ráðinn til þess fastur starfsmaður og síðan annar og efnt til sjóvinnukennslu í grann- skólum landsins og hefur sú kennsla sífellt færst í aukana og fer fram í um 40 skólum landsins árlega (nokkuð breytilegt eftir áram) og stunda þá námið milli 3—400 nemendur. Þessari kennslu hafa fylgt kennaranámskeið. 6) Fiskiræktardeild, sem vinnur að tilraunum með fískeldi í söltu vatni. 7) Aflatryggingasjóður er sú deild Fiskifélagsins, sem mest hefur bein áhrif á sjávarútveginn og skiptist sú deild reyndar í margar undir- deildir, ein þeirra er verðjöfnunar- deild, sem á að greiða uppbætur á vannýttar físktegundir, almenn deild, sem greiðir bætur vegna afla- brests, og áhafnadeild, sem greiðir fæðiskostnað skipshafna að hluta og annast iðgjaldagreiðslur iðgjalda til lífeyrissjóða, og þannig gegnir aflatryggingasjóður mjög mörgum og mikilvægum störfum fyrir sjáv- arútveginn. 1974 var keypt tölva til Fiskifé- lagsins og varð þá skýrslugerð ítar- legri og umfangsmeiri bæði fyrir Fiskifélagið, ýmsar stofnanir, sem þurftu á upplýsingum að halda um sjávarútveg, og stjórnvöld. Undan- farin ár heftir Hagsýsludeild gefíð út árbók um fiskveiðamar, útveg- inn, fískvinnsluna og markaði. Jón- as Blöndal viðskiptafræðingur hef- ur verið skrifstofustjóri. Þannig má segja, að Fiskifélagið og Fiskiþing þess, gegni á allan máta sama hlutverki og það gerði í upphafí, það er landsfélag físk- veiða-, útgerðar og fiskvinnslu, en jafnframt þjónustustofnun fyrir stjómvöld og almenn upplýsinga- stofnun. Núverandi fískimálastjóri er Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og foryztumaður í sjávarútvegsmálum um langa hríð. Hann tók við af Má Elíssyni l.janúar 1983. Á Fiskiþingum er þekking og mest vit samankomið í sjávarútvegi, þótt misjafnlega sé farið með það eins og gengur, þegar margir koma saman að ráða ráðum sínum og sýnist sitt hverjum og samþykkja þá gjaman það sem vitlaustast er, svo sem er háttur þinga og nefnda og tjóar ekki um að fást, að þess kunni að gæta á Fiskiþingum sem annars staðar. Starfsmenn Fiskifé- lagsins era margir reyndir sjómenn, sem gerþekkja atvinnuveginn, og era úr öllum greinum fískiflotans og öllum landsfjórðungunum. Innan um era svo lærðir skýrslugerðar- menn og era skýrslur þeirra stjórn- völdum ómissandi til að átta sig á hversu misilla gengur frá ári til árs og hvenær þess megi vænta að sjáv- arútvegurinn verði aldauða og þjóð- in nái því sældarlífi að lifa á félags- málum, innbyrðisverzlun, útvarps- rekstri, kvikmyndagerð og upp- fínningum Þróunarfélagsins. Fiskifélagshúsið. 26277 Allir þurfa híbýli KRUMMAHÓLAR. Falleg 2jaherb. íb. á 5. hæð. Bílskýli. HAMRABORG. 2ja herb. íb. á 5. hæð. Þvottahús á hæðinni. Bíjskýli. HRAUNBÆR. 2ja herb. 60 fm íb. á 2. hæð. Suðursv. ÞANGBAKKI. Nýleg 2ja herb. 65 fm íb. á 3ju hæð. Þvottahús á hæðinni. Stórar svalir. Góð greiðslukjör. NJÁLSGATA. 3ja herb. íb. á 2. hæð. Þvottaaðst. í íb. Falleg ibúð. Góð sameign. HVERFISGATA. 3ja herb. íb. á 1. hæð í mjög góðu standi. TÓMASARHAGI. 3ja herb. 85 fm íb. á jarðh. Sérinng. KRUMMAHÓLAR. Falleg 3ja herb. 90 fm íb. á 4. hæð. Þvottah. á hæðinni. Skipti á 4ra-5 herb. íb. koma til greina. SUÐURHÓLAR. Falleg 4ra herb. 110 fm íb. á efstu hæð. _ HRAFNHÓLAR. 5 herb. 130fm íb. á 2. hæð. 4 svefnherb. Frá- bært útsýni. Skipti á minni eign koma til greina. HRAUNTEIGUR. Sérhæð 110 fm nettó. 28 fm bílskúr. Okkur bráðvantar allar gerðir eigna á skrá HÍBÝLI & SKIP Garöastræti 38. Sími 26277. Brynjar Fransson, simi: 39558. Gylfi Þ. Gíslason, sími: 20178. Gísli ólafsson, sími: 20178. Jón Ólafsson hrl. FASTEKNASALAN FJÁRFESDNGHF. TrygpnvMia - «1 ••: MM • - - »i- 2ja herb. ibúðir BRÆÐRAB.ST. 75 fm 2.h. V. 2,25 HAQAMELUR 60 fm j.h. V. 1,8 FRAKKASTfGUR 50 «m 1.h. V. 1,35 HÁTÚN 54 fm kj. V. 1,6 JÖKLASEL 75 fm 2,h. V. 1,75 KRUMMAH. 75 fm 3.h. V. 1,7 RAUÐARARST. 40 <m kj. V. 0.8 SLÉTTAHRAUN 50 «m 1.h. V. 1.4 SÓLVALLAG. 35 fm 3.h. V. 1,3 KRÍUHÓLAR 45 fm 2.h. V. 1,45 ÞVERBREKKA 65 fm 5.h. V. 1,6 HAMRABORG 60 fm 3,h. V. 1,85 3ja herb. ibúðir ENGIHJALLI 85 fm 3.h. V. 1,85 FURUGRUND 85 «m 5.h. V. 2,25 OFANLEITI 70 fm jh. V. 2,25 RAUÐARARST. 97 «m 2.h. V. 2,1 SLÉTTAHRAUN 80 fm jh. V. 1,85 4ra herb. ibúðir EYJABAKKI lOOfm l.h. V. 2,4 EYJABAKKI 107«m 3.h. V. 2,4 FURUGERÐI 107fm 2.h. V. 3,50 HVERFISGATA 100fm 2.h. V. 2,0 FRAMNESV. 117fm l.h. V. 2,4 VESTURBERG 110fm 2.h. V. 2,10 5-6 herb. og sérhæðir DVERGHOLT M. 138 fm jh. V. 2,4 ENGJASEL 130fm 2.h. V. 2,60 FLÚÐASEL 120fm 1.h. V. 2,80 FLÓKAGATA 115fm 3.h. GRÆNATÚN 120«m 2.h. V. 3,0 KAPLASKJ.V. 140«m 4.h. V. 2,8 LAUFASVEGUR 90 fm 2.h. V. 1,85 SKIPHOLT 190fm 3.h. V. 4,50 Raðhús m. bilskúr ALFHÓLSV. 125fm 3.h. V. 3,8 BIRKIGRUND 198fm 3.h. V. 4,9 HAGASEL 170fm 2.h. V. 4,0 HLÍÐARBYGGÐ 270 fm 2.h. V. 5,2 KAMBASEL 220 «m 2.h. V. 4,5 LOGAFOLD 260 fm 2.h. V. 3,9 SOGAVEGUR 60«m l.h. V.1,8 Einbýli BERGST.ST. 60 fm 2.h. V. 2,9 BRÆÐRAB.ST. 220 fm 2.h. V. 4,9 HLÍÐARHV. 250 fm 2.h. V. 5,9 KEILUFELL 140fm 2.h. V. 4,0 REYNIHV. 105«m 1.h. V. 4,0 SJÁVARGATA 137«m l.h. V. 4,0 Í smíðum HRINGBRAUT 2ja-3ja herb. NEDSTALEm 5 herb. OFANLEITI. 3ja-5 herb. íbúöir. Málaðar. Sólbekkir. Til afh. nu Þegar. OPIÐ ALLA VIRKA DAGA FRA 9-18 ATH. ÞAÐ ER OPIÐI HADEGINU ®62-20-33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.