Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 Eftirlit er nauðsynlegt með innflutningi náttúrumeðala eftir Guðjón Magnússon Om Svavarsson verzlunarmaður sendir mér opið bréf í Morgun- blaðinu 11. febrúar 1986 undir fyrirsögninni „Brot á mannréttind- um“. Tilefni bréfs Amar er að frétta- maður sjónvarps leitaði til mín um upplýsingar um náttúrumeðul. Öm Svavarsson hafði þann sama dag boðað fjölmiðla í húsakynni heil- brigðis- og tryggingamálaráðunejrt- isins til að verða vitni að því að hann afhenti Lyfjaeftirliti ríkisins vörur sem hann hafði haft til sölu án heimildar. Öll er þessi uppá- koma furðuleg og enn eitt dæmi þess að þeir sem gerast brotlegir við lög skammast sín ekki þegar þeim er sýnd tillitssemi og vinsam- legast beðnir að láta af ólögmætri iðju heldur hreykja sér af því! Samkvæmt lögum hefur verið eftirlit með því af hálfu heilbrigðis- yfirvalda allar götur síðan árið 1969 hvaða náttúrumeðulum er heimiluð sala á. Frá því á árinu 1978 hefur fram- kvæmd verið með þeim hætti að innflytjandi vömnnar leggur inn hjá Lyfjaeftirliti ríkisins umsókn um að fá að flytja inn og selja náttúm- meðal. Með umsókn fylgir sýnis- hom af vöranni. Fulltrúar lyfja- nefndar og landlæknisembættisins meta síðan ásamt lytjaeftirlitinu umsóknimar. Byggist það mat einkum á upplýsingum á umbúðum um innihaldsefni, magn þeirra, eiginleika, áletranir og notkunar- fyrirsögn. Umfjöllun um vörategundimar hefur reynst vera vandasamt og tímafrekt starf enda umsóknir verið að meðaltali nálægt 200 á ári. Við mat á vörategundunum hefur verið fylgt eftirfarandi vinnuregl- um: 1. Heimila ekkert sem talið er að valdið geti heilsutjóni. 2. Fylgja ákvæðum lyfjalaga þ.e.a.s. leyfa ekki sölu á vörateg- undum sem innihalda lyf eða virk efni sem seld era sem lyf. 3. Leyfa sölu á vörategundum sem innihalda vítamín og steinefni í hæfilegu magni en þó aldrei meira en svo að tryggt sé að eigi hljótist af heilsutjón sé þeirra neytt eins og ráðlagt er á umbúðum. 4. Banna skilyrðislaust innflutning ef á umbúðum er lofað lækn- ingamætti við tilteknum sjúk- dómum eða sjúkdómseinkenn- um. Þetta er sjötta árið sem það hefur fallið í minn hluta að meta umsóknir um innflutning á náttúrameðulum af hálfu landlæknisembættisins. Mér er minnisstætt atvik fyrsta árið sem ef til vill lýsir betur en mörg orð að ekki er vanþörf á eftirliti og að saklausum neytendum hefur verið beitt á heilbrigðisyfírvöld af óprúttnum aðilum til að kvarta yfír sölubanni á „náttúravöra". Til mín komu þrír aldnir heiðurs- menn, uppalendur æskulýðs og bindindisfrömuðir. Var erindi þeirra að kvarta yfír að elexír sem til sölu hafði verið í verslun einni í Reylq'a- vík og þeir þrír kváðust hafa haft góð not af, sérstaklega fyrir svefn, væri nú bannvara. Þótti þeim þetta ólög hin mestu sem bönnuðu fólki að nota „seyði af jurtum" eins og þeir kölluðu það. Ég tók fram umsóknina og sá að ástæðan fyrir því að sala þessarar vörategundar hafði verið stöðvuð var að „seyðið" var með miklu magni af vínanda! Brá þeim mjög við þetta og varð einum að orði: Hver skollinn, ekki sagði NN okkur þetta! Það var þá innflytjandinn sem stóð á bak við komu þessara heiðursmanna á minn fund. Reynt hefur verið að fá fluttar inn vörategundir sem heilsubótar- efni er hafa reynst innihalda skað- leg efni og sýkla. Má þar nefna Dr. med. Guðjón Magnússon „Frá 1978 hefur fram- kvæmd verið með þeim hætti að innflytjandi vörunnar leg-gur inn hjá Lyfjaeftirliti ríkis- ins umsókn um að fá að flylja inn og selja náttúrumeðal. Með umsókn fylgir sýnis- horn af vörunni. Full- trúar lyfjanefndar og landlæknisembættisins meta síðan ásamt lyfja- eftirlitinu umsóknirn- ar.“ blásýrasambönd, arsenik og opíum en alls era það rúmlega 70 efni sem fundist hafa í vörutegundum sem reynt hefur verið að flytja inn en verið stöðvað. Mörg era þessi efni lyfseðilsskyld, önnur öragglega hættuleg heilsu manna og enn önnur varhugaverð. Með góðri samvinnu við tollgæsluna hefur verið unnt að fylgjast með innflutn- ingi en þó eru brögð að því að einstaka innflytjandi reynir að komast hjá eðlilegri umfjöllun vöru- tegundar t.d. með því að flytja inn ópakkaða vöru undir heitinu „te“. Öm Svavarsson spyr mig hvað ég mundi gera ef til mín kæmi móðir astmasjúks bams og bæði um náttúrameðal. Ég er læknir, og hef því leyfí til að liðsinna þessari konu (bami), en þú hefur hins vegar ekkert leyfi til þess. Verzlunarleyfíð veitir þér ekki lækningaleyfi. Ef þú gerir svo lítið sem að gefa í skyn að tiltekið efni sem þú selur sé gott við astma eða öðram sjúkdómi, era það skottulækningar. Þú spyrð einnig: „Hví era þessi efni hættuleg íslendingum á sama tíma og fólk annarra landa notar þau sér til heilsubótar?“ Hér era nú skráð 650 náttúra- meðul. Til samanburðar era hér skráð um 950 sérlyf. Ég fullyrði að eftirlitið með innflutningi á náttúrameðulum hafí hjálpað al- menningi meira en skaðað og sé því heilsuvemd og um leið neyt- endavemd. Höfundur er aðstoðarlandlæknir. 3 3 F í TOYOTA CAMRY sameinast mikil þœgindi og góðir aksturseiginleikar. ® Með þverstœðri vél og framhjóladrifi myndast geysimikið innanrými og sœtin eru fyrsta flokks. Vélin hefur mikinn kraft og góða snerpu, en er auk þess hljóðlót og eyðslugrönn. Ýmis annar tœknilegur búnaður hefur llka sitt að segja um þœgindi og góða aksturs- eiginleika. TOYOTA CAMRY GL SPECIAL SERIES er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem vekur athygli. Renndu við í reynsluakstur og þú sannfœrist um að CAMRY GL SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði. TOYOTA,„

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.