Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 i erfiðisvinnu? Það gœti munaö um eöa \U \u MagnaMn Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 KJARADAGARNIRI VÖRUMARKAÐINUM ÞETTA TILBOÐ GILDIR AÐEINS I DAG FIMMTUD. 20. FEBR. T. K1 Vörumarkaðurinn hf. Ármúlala.sími 686117 Hvers vegna eru ekki allir reknir? Svar við grein Gísla Jónatanssonar kaupfélagsstjóra eftir Eirík Stefánsson í upphafi greinar sinnar segist kaupfélagsstjórinn vera að svara mjög góðum leiðaraskrifum Morg- unblaðsins 11. febrúar, en fer að mati undirritaðs Iangt frá þeim sannleik, sem fallað er um í leiðara- skrifum þessum, þar sem lýst er vinnubrögðum samvinnuhreyfing- arinnar og ýmissa kaupfélaga í landinu. Kaupfélagsstjórinn hefur skrif sín með því að þylja upp hin fáranlegu lög KFFB um það fyrir hvaða sakir félagsmaður getur sætt brottrekstri úr félaginu. Ef á að fara algerlega óhlutdrægt eftir þessum iogum þá leyfi ég mér að fullyrða að kaupfélagsstjórinn hefur sjálfur brotið mjög illilega fyrstu málgrein 7. gr. laga kaupfélagsins, en þar stendun „félagsmaður getur sætt brottrekstri ef hann verður ber að því að spilla áliti félagsins, eða vekja tortryggni hjá félagsmönn- ura". Þetta hefur kaupfélagsstjór- inn gert svo hressilega,_ að eftir hefur verið tekið um allt ísland, og vil ég benda háttvirtum stjórnar- mönnum KFFB á þetta og spyrja um leið hvort þeir hafi ekki tekið eftir þessu undanfarin ár. Einnig vil ég benda á, að hafi ég gerst brotlegur við þessi dæmalausu lög, hvort ekki hafí stór hópur félags- manna einnig gert það og meðal annars nokkrir af hinum hrein- ræktuðu kaupfélagsmönnum. Ég vil benda á að fyrir nokkrum árum stofnuðu nokkrar fjölskyldur hér á Fáskrúðsfirði pöntunarfélag og póntuðu ýmsar nauðsynjavörur beint frá heildsölum og dreifðu sin á milli. Ekki er ég að deila á þetta frumkvæði, heldur að benda á að innan þessara fjölskyldna var fólk sem verið hafði í KFFB í áraraðir og meðal annars núverandi endur- skoðandi, sem er að miklu leyti höfundur þessara ólaga KFFB sem eru jafn ólík boðorðunum 10 og skáldsögur eftir Sven Hasel. Ekki kom nokkrum manni til hugar, að hreyfa því að vísa þessu fólki úr KFFB þannig að ekki er sama hvort um er að ræða Jón eða séra Jón hjá þeim í stjórn KFFB. Ég vil bcnda stjórn KFFB á að kanna hvort pöntunarfélag þetta er ekki Fyrirliggjandi í birgðastöð EIR- PÍPIIR einangraöar meö plasthúð. Þær eru sérlega með- færilegar og henta vel til notkunar við margs konar aðstæður, t.d. á sjúkrahúsum. Pípurnar fást í rúll- um, 10-22 mm sverar. Auk pess höfum við óein- angraðar, afglóðaðar eirpípur, 8-12 mm í rúllum og óeinangraðar eirpípur 10-54 mm í stöngum. - Aukin hagkvæmni - minni kostnaður - auðveld vinnsla. STALHF Borgartúní 31 sími 27222 . \ j * 1 \ j Eiríkur Stefánsson „Ef hægt er að ýta þeim sem eru í forystu fyrir verkalýðshreyfinguna frá öllum áhrifum í samvinnuhreyfingunni og* kaupf élögunum, þá mun verkalýðsstéttin setja niður." starfrækt ennþá annað slagið og til á firmaskrá, og sé með sitt eigið söluskattsnúmer, og leyfið félögum í KFFB að fylgjast með. Kaupfélagsstjórinn minnist í grein sinni á afa minn og lætur sem hann hafi þekkt hann, lýsir hvaða skoðanir hann hafði fyrir 50 árum og einnig fullyrðir kaupfélagsstjór- inn að afi minn hefði stutt stjórn KFFB í brottrekstri mínum. Ekki get ég fullyrt hér, hvaða skoðun hann hefði haft á þessum aðgerðum stjórnar KFFB en eitt get ég sagt, eftir að hafa alist upp hjá honum á mínum yngri áruni, að hann og aðrir frumkvöðlar að stofnun KFFB, sem allir voru miklir sam- vinnumenn og hugsjónamenn hefðu aldrei lagt blessun sína á þann farveg sem samvinnuhreyfingin og kaupfélögin eru komin f um þessar mundir, svo mikið þekkti ég afa minn. I þessum hreyfingum eru í raun tvær stéttír, önnur stéttin hefur það mjög gott og lifir kónga- lífi á margföldum verkamannalaun- um og stendur jafhvel í því að scmja um kaup og kjör hinnar stéttarinn- ar, sem varla getur dregið fram lífið á peim smánarkjörum sem höfðingj- arnir í hreyfingunni geta látið af hendi rakna við þá. Þessa framtíð sáu stofnendur samvinnuhreyfing- arinnar og kaupfélaganna aldrei fyrir sér. Kaupfélagsstjórinn fullyrðir í grein sinni að allir hér eystra viti að undirritaður hafi staðið fyrir verslun Verkalýðs- og sjómannafé- lags Fáskrúðsfjarðar. Ef svo er þá erum við meira í sviðsljósinu en ég hélt. Einnig skrifar hann að undirrit- aður hafi notað til þess peninga úr sjóðum félagsins og segir það önugt fyrir KFFB að horfa uppá hvernig farið sé með þá peninga sem þeir gefa okkur, eins og næstum liggur í orðum hans. Ég skal fræða kaupfélagsstjór- ann um hvað standi m.a. í samningi milli Alþýðusambands Austurlands og atvinnurekenda um sjúkrasjóði verkalýðsfélaga, en þar stendun „Heimilt er að verja fé sjóðsins til kaupa eða byggingar félagshúss enda sé sjóðurinn þá eigandi hússins að því leyti." Einnig skal ég fræða hann á því að við byggingu á húsi VSF var unnin sjálfboðavinna af fleiri tugum manna sem lögðu dag við nótt meðan á byggingunni stóð, og er þessi_ vinna metin á um 1 milljón kr. Ég vil því benda kaup- félagsstjóranum á að sá hluti hús- eignar félagsins, sem rekinn er sem verslun var byggð í sjálfboðavinnu af félagsmönnum, en ekki notaðir til þess sjóðir félagsins. I sambandi við þá sneið sem okkur er send í sambandi við að hafa gilda fulltrúatölu á þing ASÍ þá sótti okkar félag þing í nóv.'85 og það hefði ekki gerst ef við hefð- um ekki verið skuldlausir við ASÍ. En eitt skal viðurkennt, að '84 þegar við stóðum í byggingu félags- hússins, þá var í sparnaðarskyni ákveðið að sækja ekki þing sem þá var haldið, því mjðg dýrt er að sækja svona þing. En égget huggað kaupfélagsstjórann með því að við munum framvegis sækja 511 þau þing sem við eigum rétt á og með fulla fulltrúatölu. Kaupfélagsstjórinn segir að mér sé vikið úr KFFB sem forystumanni að stofnun verslunar VSF. Nú hefur stjórn KFFB fengið bréf frá stjórn og trúnaðarráði VSF þar sem við ðll ásamt öðrum félagsmönnum teljum okkur hafa haft forgöngu um stofnun verslunar VSF. Nú spyr ég stjórn KFFB þessara spurninga: 1. Af hverju er ráðist að undirrituð- um, sem er formaður VSF, og hann rekinn úr KFFB þrátt fyrir að hann hafi eingöngu verið að framfylgja samþykkt félagsfundar? 2. Áf hverju gengur stjórn KFFB ekki hreint til verks og rekur alla þá sem á einhvern hátt hafa brotið lög þau sem formanni VSF er borið á brýn að hafa brotið? 3. Er það mögulegt að brottrekstr- arástæða formanns VSF sé fyrir- sláttur, og um sé að ræða einhverja aðra ástæðu, og hver er hún þá? Ekki skil ég ádeilur kaupfélags- stjórans á Þjóðviljann, því hann hefur að mati undirritaðs skmmar- lega lítið fjallað um málið, sem er að mfnu mati stórhættulegt fyrir verkalýðshreyfinguna. Ef hægt er að ýta þeim sem eru í forýstu fyrir verkalýðshreyfinguna frá öllum áhrifum í samvinnuhreyfingunni og kaupfélögunum, þá mun verkalýðs- stéttin setja niður. Ég þakka kaupfélagsstjóranum ábendingar hans úr lögum verka- lýðsfélagsins Dagsbrúnar, en bendi honum á að ef hann vill þá standi honum til boða námskeið á vegum VSF um okkar eigin lög og samn- inga, því ég tel að honum muni ekkiafveita. Aðdróttanir kaupfélagsstjórans í garð Morgunblaðsins um að blaðið virði ekki réttar leikreglur og kynni sér báðar hliðar málsins eru hlægi- legar, vegna þess að Morgunblaðið sendi fréttamenn sína á staðinn og leitaði svara ýmissa forystumanna KFFB um brottrekstur formanns VSF en þeir fengu engin svör, for- ystumenn KFFB neituðu að svara. Að lokum vill undirritaður láta það koma fram að VSF mun ekki beygja sig undur það að atvinnurek- endur á staðnum hafi afskipti af því hvernig félagið hagar sínu starfi og félagið mun beita þeim aðferðum sem duga til þess, að þeir sem vinna fyrir félagið verði ekki á nokkurn hátt látnir gjalda fyrir störf sín í þágu félagsins, því ef það gerist mun enginn fást til að vinna fyrir stéttarfélögin. Höfundur cr formaður Verkalýðs- ogsjómnnnafélags Fáskrúðsfjarð- ar. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.