Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 20

Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÓAR1986 Litið inn á æfingu á Carmina Burana: Morg-unblaðið/RAX Stórkostleg tónlist en erfið og óvenjuleg segja nokkrir kórfélagar Og þá var kátt í höllinni hefðum við getað sagt væri tónlistar- höllin risin. En hún er það bara ekki ennþá. Það var samt kátt í Háskólabíói því Carmina Burana er ekkert venjulegt tónverk og Carl Orff var ekkert venjulegt tónskáld. Þetta var laugardagsmorg- unn og fyrsta æfing kórsins með hljómsveit. Kórinn var Kór islensku óperunnar, hljómsveitin Sinfóníuhljómsveit Islands og lítill barnakór gegnir einnig sínu hlutverki. Verkið verður flutt á áskriftartónleikum Sinfóniunnar næstkomandi fimmtudag. Klauspeter Seibel er kominn frá Þýskalandi til að stjórna og Peter Locke frá Bretlandi hefur undirbúið kórinn. Carmina Burana er létt verk og poppað myndi einhver segja. Það er áheyrilegt og hrífur áheyrandann strax þannig að hann myndi jafnvel vilja dansa með ef hann sæti ekki fastur í margmenni í Háskólabíói á virðulegum tónleikum. Verkið er samið við veraldlegan texta, fjallað er um vín og víf og dans. segir hann svo og þurrkar út það sem hann hafði skrifað, stjómand- inn hafði þegar gert sömu athuga- semdimar. Peter Locke starfaði 15 ár á Ítalíu við kórsijórn en hann býr nú í London. Hann var hér á ferð á liðnu hausti og æfði Requi- Sigurður Þórðarson, Sigrún Andrésdóttir kona hans og dóttirin Hrafn- hildur taka öll þátt i flutningi Carmina Burana. Samræmingin eftir Peter Locke situr úti í sal meðan Klauspeter Seibel æfir hópinn. Hvernig líst honum á ganginn í þessu? — Bara vel, annars er ljóst að við þurfum að leggja meiri vinnu í nokkra staði, segir hann og skrifar um leið í rissbókina nokkur atriði sem hann þarf að ræða við kórinn á eftir. Stjómandinn á sviðinu segir nokkur orð um hraðavalið, því þama voru kór og hljómsveit að mætast í fyrsta sinn og ýmis atriði þurfti að samræma. Hlutverk Peter Locke kórstjóra eða æfíngarstjóra er að undirbúa kórinn þannig að hljómsveitarstjórinn þurfí á síðustu æfíngunum aðeins að samræma og fínpússa flutninginn. En hvaða kröfur gerir þetta verk til kórsins? — Það er í raun mjög erfítt að flytja þetta bara líkamlega. Því fylgir mikil áreynsla, það er víða mikill hraði í því og latínan er alltaf erfíð. Þess vegna þvælist textinn stundum fyrir mönnum en allt kemur þetta með æfíngunni, segir Peter Locke og párar enn í bókina góðu. — Já, ég er sammála því, Klauspeter Seibel hljómsveitarsfjóri var ánægður með byrjunina. Ekki voru allir kaflar jafngóðir á fyrstu æfingunni, en hann lofar góðum tónleikum. Peter Locke æfingastjóri kórsins var ánægður og skrifaði hjá sér nokkur atriði til athugunar á næstu æfingu. Fullskipuð Sinfóniuhljómsveit Islands ásamt nokkrum viðbótar- mönnum í slagverk, Kór islensku óperunnar og litill barnakór, alls yfir 150 manns, taka þátt í tón- leikunum á fimmtudagskvöldið. em með kór óperunnar og hann er spurður hvort hann starfi oft með áhugamannakórum: — Nei, það er sjaldan. Munur- inn? Hann er lítill í þessu tilfelli og við þurfum ekkert lengri tíma en aðrir. Þetta hafa verið erfiðar þtjár vikur en munur á áhugakórum og atvinnukórum er sá að áhugakór- arnir leggja sig alla fram. Kórfélag- ar eru með frá byijun, ég næ strax betri viðbrögðum við ábendingum og oft er eins og kórfélagar hrífist meira af því sem þeir eru að gera og þeir hika ekki við að leggja fram ómælda vinnu. Atvinnukórum hættir til að falla í þá gryfju að hugsa um of um tím- ann og þá er stundum erfitt að fá fólkið til að leggja sig fram. Ég er því viss um að hér getum við gert góða hluti og verðum með góða tónleika. Þrisvar á ári Kristinn Sigmundsson var á vappi með nótur í hönd og trefil um háls- inn. — Ég keypti plötu með þessu verki árið 1970 minnir mig og síðan hef ég hlustað á það þrisvar eða fjórum sinnum á ári, segir hann og er hrifinn. Ekki kveðst hann hafa sungið með í þessu áður, en verkið hefur tvisvar verið flutt hérlendis áður. Aðrir einsöngvarar eru Sigríður Gröndal sem kom á laugardags- kvöld frá námi í Hollandi til að vera með og Júlíus Vífíll Ingvars- son, en honum fannst sínar strófur liggja í hæsta lagi. Það var Fíl- harmóníukórinn sem flutti verkið hér fyrst ásamt Þjóðleikhúskómum. Var það í Þjóðleikhúsinu árið 1960 og stjómaði því Róbert Abraham Ottósson. Síðan flutti Fílharmónían það í Háskólabíói í desember 1975 og Karsten Andersen stjórnaði. Sinfóníuhljómsveit Islands lék með í bæði skiptin. Þrátt fyrir að Carm- ina Burana sé vinsælt verk og margir þekki það líður svo langt á milli flutnings hér. Hugsanleg skýr- ing er sú að íslenskir kórar hafa úr svo mörgu öðm að velja að mönnum þykir hæfa að taka þetta verk til flutnings á 10 til 15 ára fresti. Mikill ásláttur Carl Orff (1895-1982) notar mikið ásláttarhljóðfæri og píanó í hljóm- sveitarverkum sínum og í Carmina Burana eru t.d. notuð tvö píanó. Verkið var frumflutt í Frankfurt í júní 1937 en tveimur árum fyrr hafði Orff séð kvæðin sem hann notar í verkið. Kvæðasafnið er úr klaustrinu Benediktbeuren í Bæj- aralandi, 200 kvæði úr öllum áttum og ekki vitað um höfunda allra þeirra. Þau eru bæði alvarleg og léttlynd, hin síðamefndu þó í meiri- hluta. Aðeins hluti kvæðanna er notaður í Carmina Burana og eink- um þessi af léttara taginu. Efnið í Carmina Burana er í nokkrum þáttum. Eftir innganginn kemur lofsöngur um vorið og dans- kvæði þar sem stúlkumar bolla- leggja um hvemig þær geti gengið í augum á karlmönnunum. Næsti þáttur gerist í kránni og lýkur honum með allsheijar drykkjusöng. Lokaþátturinn nefnist Amorshirðin og syngjast þar á karlar og konur og enda á upphafssöng verksins um hverfulleik hamingjunnar. Æfíngin hélt áfram. Menn komu og fóru, ræddu við Sigurð fram- kvæmdastjóra Bjömsson, sem fylgdist með. Það þurfti að muna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.