Morgunblaðið - 20.02.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 20.02.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 AP/Símamynd Rússneski skipstjórinn fyrir sjórétti Skipstjóri rússneska farþegaskipsins Mikhail Lermontov, sem sökk við Nýja-Sjáland á sunnudag, kemur fyrir sjórétt í Welling- ton á þriðjudag. Skipstjórinn, Valdislav Vorobyev, er fyrir miðju á myndinni. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa fyrirskipað rann- sókn á björgunarútbúnaði skipsins og sagt að svo virðist sem honum hafi verið stórlega ábótavant. Sérstök rannsóknarnefnd hefur verið sett á laggirnar til að kanna þetta mál, en skýrslur yfirmanna í sjóhernum herma að björgunarbátar skipsins hefðu verið fúnir og annar björgunarbúnaður í mjög slæmu ástandi. Óveðrið í vesturhluta Bandaríkjanna: 10 manns hafa látist og fjögnrra er saknað Yfir 10.000 heimilislausir New York, 19. februar. AP. FIMMTA stórviðrið í átta daga óveðurshrinu brast á í vesturhluta Bandaríkjanna í dag. Að minnsta kosti 10 manns hafa látið lífið á þessum tíma og fjögurra er saknað, auk þess sem yfir 10.000 manns hafa misst heimili sín vegna flóða, skriðufalla og snjóflóða. „Bærinn okkar er horfinn," sagði Beatrice Wood, sem bjargað var upp í þyrlu við bæjarkirkjuna í Guern- ville í Kaliforníu. Þyrlur frá flotan- um voru fengnar til að bjarga fólki, sem var í nauðum statt í kirkjuhús- inu. Amar Truckee og Carson flutu yfir bakka sína, og var fólki í mestum hluta Norður- og Mið- Kaliforníu ráðlagt að búa sig undir, að flóðin gætu aukist skyndilega í dag. Búist var við að yfir 30 sm af snjó mundi kyngja niður í kvöld á Sierra Nevada-svæðinu, svo og í Idaho, Montana og Wyoming. Neyðarástandi hefur verið lýst yfír í þremur sveitarfélögum í Kali- fomíu, fjórum í Nevada og einu í Utah. Þjóðvarðliðar hafa verið kall- aðir út í Nevada og Kalifomíu og hafa þeir aðstoðað við björgun nauðstaddra og hleðslu flóðgarða. Að minnsta kosti 10 manns hafa látið lífíð og fjögurra er saknað frá því að óveðurshrinan hófst á þessu svæði 11. þ.m. Eftir stutt hlé gerði nýtt áhlaup í gærkvöldi og varð Kalifornía enn verst úti. Á síðastliðnum fimm dögum hefur úrkoma þar verið um helm- ingfur af meðalársúrkomu, að sögn veðurstofumanna í Redwood City. I Massachusetts hafa þúsundir manna verið án rafmagns lang- tímum saman í dag, og unnu vinnu- flokkar að viðgerðum á línum, sem slitnað höfðu undan ísingu eða fall- andi tijágreinum. Bofors fær að selja vopn ERLENT, til Indónesíu og Pakistan Stokkhólmi, 19. febrúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbladsins. SÆNSKA STJÓRNIN, sem er andvíg vopnasölu í orði, hefur veitt Bofors-fyrirtækinu, leyfi til að selja vopn til Indónesíu og Pakistan og er verðmæti vopnasölunnar einn milljarður sænskra króna. Stjómin veitti leyfí fyrir vopna- Hingað til hefur sænska stjómin sölunni eftir að þingnefnd, sem synjað Bofors um leyfí til vopnasölu flallar um hergagnasölu sænskra til Indónesíu og Pakistan, einkum fyrirtækja, hafði veitt samþykki vegna meints vopnasmygls fyrir- sitt. tækisins til Bahrain og Sameinuðu Suður-Kórea: Handtökur vegna baráttu fyrir beinum kosningum Seoul, Suður-Kóreu 19. febrúar. AP. LEIÐTOGI stjórnarandstöð- unar í Suður-Kóreu, Kim Young- Sam, var settur í stofufangelsi á ný á miðvikudag og er það liður í aðgerðum stjórnvalda þar til að koma í veg fyrir baráttu fyrir beinum forsetakosningum. Er þetta i þriðja skiptið á einni viku sem hinn 58 ára gamli Kim er settur í stofufangelsi en Kim Dae-jung, sem er annar leiðandi baráttumaður fyrir beinum kosn- ingum, hefur verið í stofufang- elsi alla síðustu viku. Um 30 manns eru í gæsluvarð- haldi vegna málsins og hafa þeir verið yfirheyrðir vegna aðgerða stjómarandstöðunnar sem reynt hefur að safna 10 milljón undir- skriftum til að knýja á um beinar forsetakosningar. Stjómarandstað- an heldur því fram að fyrirhugað kosningafyrirkomulag, sem byggir á kjöri kosningafulltrúa, sé hliðholt þeim flokki sem fer með völd í landinu. furstadæmanna um Singapore, og vegna vopnasölu þess til Irans. Vopnin, sem seld verða til Indó- nesíu og Pakistan, em ætluð til loftvama. Pakistönum verða seldar sjálfvirkar loftvarnarbyssur af gerðinni RBS-70, sem skjóta eld- flaugum. Hluti búnaðarins em rat- sjár frá Ericsson-fyrirtækinu að verðmæti 235 milljónir króna. Indó- nesíumönnum verða seldar 40 og 57 millimetra hreyfanlegar loft- vamarbyssur að verðmæti 250 milljóna sænskra króna. Mats Hellström, utanríkisvið- skiptaráðherra, var mjög andvígur vopnasölu til Indónesíu og Pakistan, og annarra ríkja þriðja heimsins, meðan hann var í stjómarandstöðu, en eftir að hann varð ráðherra hefur hann skipt um skoðun og barizt fyrir málstað Bofors-fyrirtækisins. Hann hefír m.a. komið því til leiðar að líklega gengur Bofors senn frá viðamiklum samningi við Indveija um sölu á hergögnum þangað, fyrir um átta milljarða sænskra króna. Þá keppir Bofors við svissneskt fyrirtæki um sölu á loftvamar- búnaði til Kanada fyrir fjóra millj- arða. Suður-Afríka: Tutu skorar á vestræna banka að semja ekki Jóhannesarborg, 19. febrúar. AP. ÍBÚAR i hverfi blakkra í Jóhann- esarborg segja að þijár manneskj- ur til viðbótar hafi fundist dánar og hafa þá samtals 22 látist í óeirð- um þar, sem hófust á laugardag. Lögregla fór hús úr húsi i dag og handtók hundruðir herskárra blökkumanna, að sögn ibúanna, en lögregla neitaði að staðfesta að um handtökur hefði verið að ræða. Biskupinn Desmond Tutu skoraði á vestræna banka að semja ekki um nýja endurgreiðsluáætlun erlendra skulda Suður-Afríku. í bréfí Tutu, sem aðrir leiðtogar kirkjunnar í Suður-Afriku undirrita einnig, er farið fram á það við bankana að þau beiti suður-afrísk fyrirtæki sömum þvingunum og ríkisstjómina, þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð, sem kjörin er af allri þjóðinni, en ekki litlum minnihluta. 23 BARNAÖRYGGI Börnunum er óhætt í baði þarsem hitastillta Danfoss baðblöndunartækið gætir rétta hitastigsins. Á því er öryggi gegn of heitu vatni. Kannaðu aðra kosti Dan- foss og verðið kemur þér á óvart. = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 24260 IZUMI STÝRIROFAR SNERLAR LYKILROFAR HNAPPAROFAR GAUMUÓS Hagstætt verð vönduð vara = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 L/V3ER-SÉRRANTANIR- ÞUÓNUSTA Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! KENWOOD CR-100 Stereo útvarp/kassettutæki. ★ 4 bylgjur LW, MW, SW, FM-stereo ★ auto-stop ★ 2 stereo hljóðnemar ★ 4 hátalarar (tryggja bestan hljómburð) ★ val á mono/stereo/stereo wide ★ léttir snertirofar ★ stillan- legt loftnet ★ 9 volt/220 volt ★ fyrirferðarlítið og létt (440 x 235x104 mm, 2,6 kg) Árs ábyrgð.' ÞEKKING- REYNSLA- ÞJÓNUSTA FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8 105 REYKJAVÍK S. 84670 KENWOOD Stereo feróatækí útvarp kassetta TOPPTÆKI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.