Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 25 Líbería bíður Duvaliers Jean-Claude Duvalier, fyrrum forseti Haiti, á líklega ekki um annað að velja en leita skjóls í Líberíu, þar sem það er eina ríkið, sem kveðst reiðubúið að skjóta yfir hann skjólshúsi. Duvalier flýði Haiti fyrir skömmu og fékk að dveljast í Frakklandi þar til hann fengi hæli annars staðar. Duvalier hefur haldið sig innan dyra þann tíma sem hann hefur dvalizt í Frakklandi. Ungur sonur hans hefur sýnt hinu nýja umhverfi í Talloires við Grenoble meiri áhuga en faðirinn og var myndin tekin er hann kom eitt sinn út á svalir hótelsins, sem fjölskyldan dvelst á. Járnbrautarslys í Chile: 58 manns biðu bana Santiago, 18. febrúar. AP. TVÆR farþegalestir skullu sam- an í fjalladal 140 km norðvestur af höfuðborg Chile, Santiago, í morgun með þeim afleiðingum að 58 manns a.m.k. biðu bana og 510 slösuðust, 154 þeirra alvar- lega. í fyrstu var sagt að 69 manns hefðu beðið bana en Hugsanlegt er að þjófnaður á símalínum hafi leitt til slyssins. Lestirnar óku í gagnstæðar áttir á sama sporinu er þær skullu saman. Sérstakur fjarskiptabúnaður hefur verið notaður við stjórnun umferðar eftir brautarteinunum en um helg- ina stálu þjófar símalínum svo hann varð óvirkur. Senda varð því skila- boð um almenna símakerfið og er það tafsamt. í hópi hinna látnu voru tveir lögregluþjónar, sem rannsaka áttu þjófnaðinn á línunum. Fjöldi barna var og meðal látinna. Hundruð hermanna, slökkviliðsmanna og lögregluþjónar unnu að björgunar- starfi fram eftir degi og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlum og bif- reiðum til sjúkrahúsa í grennd við Santiago. Enda þótt slysið megi rekja að einhveiju leyti til þjófnaðar á símal- ínum þá er líklegast talið að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Brautarstjóri og starfsmenn tveggja járnbrautarstöðva í ná- grenni við slysstaðin hafa verið handteknir vegna rannsóknar á orsökum slyssins. Bonner fékk nýtt dvalarleyf i Þýðir það að Sakharov verði senn látinn laus? Newton, Massachusetts, 19. febrúar. AP. EFREM Yankelevich, tengdason- ur Yelenu Bonner, eiginkonu Andreis Sakharov, segir það langsótt að álykta að Sakharov verði látinn laus vegna framleng- ingar vegabréfsáritunar frú Bonner. Yankelevich staðfesti að frú Bonner hefði í gær borizt vegabréf sitt í pósti þar sem leyfi hennar til að dveljast á Vesturlöndum var framlengt til 2. júní nk. Að þeim tíma loknum er hins vegar ráð fyrir gert, að sögn Yankeleviehs, að hún haldi til Sovétríkjanna og taki þráð- inn upp að nýju í Gorkí, þar sem Sakharov-hjónin hafa dvalizt í út- legð undanfarin ár. Yankelevich sagði það mikinn létti fyrir Bonner og skyldmenni að hún skuli hafa fengið leyfi til að dveljast lengur í Bandaríkjunum. Vestur-þýzka tímaritið Der Spieg- el heldur því fram að Sakharov kunni að verða látinn laus bráðlega, jafnvel í maí eða júní. Yankelevich kvaðst ekki þora að draga þá álykt- un, enda þótt vegabréfsáritun frú Bonner hafi verið framlengd orða- laust og án nokkurra skýringa, að Sakharov fengi senn að yfirgefa Sovétríkin. TRYGGIÐ ÖRYGGI YKKAR Skeifan 3h ÖRYGGISHJÁLMAR GÆÐI - ÞÆGINDI - ÖRYGGI Vandaðir öryggishjálmar með terylene höfuðgrind, svita- og hökubandi. Fáanlegir í 6 litum, ýmsir aukahlutir. Hægt að fá þá merkta. Protector hjálmarnir eru alls staðar viðurkenndir. MARLÍN-TÓG LÍNUEFNI BLÝ-TEINATÓG FLOTTEINN NÆLON-TÓG LANDFESTAR STÁLVÍR • BAUJUSTENGUR ÁL, BAMBUS, PLAST BAUJULUKTIR ENDURSKINSHÓLKAR ENDURSKINSBORÐAR LÍNUBELGIR NETABELGIR BAUJUBELGIR ÖNGLAR — TAUMAR NETAHRINGIR NETAKEÐJA NETALÁSAR NETAKÓSSAR LÓÐADREKAR BAUJUFLÖGG NETAFLÖGG FISKKÖRFUR FISKGOGGAR FISKSTINGIR FLATNINGSHNÍFAR FLÖKUNARHNÍFAR BEITUHNÍFAR KÚLUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR OG RAFMAGNS-HVERFISTEINAR • SALTSKÓFLUR ÍSSKÓFLUR KLAKASKÖFUR • KEÐJUR ALLSKONAR MINKAGILDRUR MÚSA OG ROTTUGILDRUR TROLLLÁSAR DURCO PATENTLÁSAR o YALE KRAFT y s m BLAKKIR m VaTonn ill IV2TONN 3TONN 6TONN USAG STJÖRNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR FJÖLBREYTT ÚRVAL FLAGGSTANGIR ÚR TREFJAGLERI, FELLAN- LEGAR MEÐ FESTINGU, ÍSLENSK FLÖGG ALLAR STÆRÐIR STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA SOKKAR MEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI REGNFATNAÐUR KULDAFATNAÐUR VINNUFATNAÐUR VINNUHANSKAR KLOSSAR GÚMMÍSTÍGVÉL ÖRYGGISSKÓR GÖNGUSKÓR SPORTSKÓR NETBORÐDÚKUR VÉLAÞÉTTINGAR PLÖTUPAKKNINGAR FYLLIEFNI ÚTI-INNI POlYSrR/PPA SIGLINGAUÓS LAKKOG MALN- INGARUPPLEYSIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.