Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRUAR 1986 27 lltttgiiitlrlftfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuoi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakio. Staða landbúnaðar IV-Evrópu og N-Ameríku hefur ör tækniþróun í framleiðslu- greinum valdið því, að þær skila, ár eftir ár, vaxandi framleiðslu með fækkandi starfsfólki. Fram- boð búvöru hverskonar langt umfram eftirspurn hefur víða skapað mikinn vanda, sem meðal annars kemur fram í verðstríði, niðurgreiðslum og fækkun í bændastétt. Langt er síðan að þessi vandi gerði vart við sig í íslenzkum landbúnaði, bæði í sauðfjárrækt og mjólkurfram- leiðslu. Og hann hefur vaxið á næstliðnum árum. Sú stefnumörkun að miða eigi búvöruframleiðslu við innienda eftirspurn eða neyzlu hefur tví- mælalaust meirihlutafylgi með þjóðinni. Árferði ræður hinsvegar töluverðu um framleiðslumagn. Ef það sjónarmið ræður ferð, að fullnægja eigi innlendri eftirspurn búvöru í slæmu árferði, hlýtur umframframleiðsla að verða nokkur í góðæri. Þar af leiðir að landbúnaður verður, að þessu leyti til, að byggja á útflutningi. Verð- samkeppni búvöru á erlendum mörkuðum hefur kallað á um- deildar útflutningsbætur, sem sóttar hafa verið tii skattgreið- enda. Þessar útflutningsbætur vóru ekki stórt vandamál á árum viðreisnar, á sjöunda áratugnum, þegar verðlags- og kostnaðar- þróun hér á landi var vel innan við 10% að meðaltali á ári. Á svokölluðum „framsóknaráratug" og vinstri stjórnarárum vex hins- vegar framleiðslukostnaður inn- anlands langt umfram verðþróun á erlendum mörkuðum. Þá vaxa útflutningsbætur í lítt viðráðan- legt vandamál í ríkisbúskapnum. íslenzk óðaverðbólga, 1971-1983, lék allar íslenzkar framleiðslu- greinar illa, en enga verr en land- búnaðinn. Það var markmið búvörulaga, sem gildi tóku sl. sumar, að þróa búvöruframleiðslu okkar að inn- lendri eftirspurn. Þessi lög vóru um sumt umdeild, en þau vóru sett með stuðningi beggja stjórn- arflokkanna og í samráði við Stéttarsamband bænda, sem virð- ist hafa allnokkur völd í samfélag- inu. Það var mjög mikilvægt að standa þann veg að framkvæmd þessara laga að sæmilegur friður héldist um málið. Framkvæmdin hefur farið úrskeiðis varðandi ákvörðun um mjólkurframleiðsl- una. í fyrsta lagi fengu bændur ekki tilkynningu um framleiðslu- rétt sinn fyrr en fimm mánuðir vóru liðnir af verðlagsárinu — og „boltanum hafði verið kastað oft á milli Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðuneytisins". í annan stað fara ýmsir bændur, sem fengið höfðu samþykki „kerf- isins" til uppbyggingar á búum sínum, með búmarki, láni úr Stofnlánadeild landbúnaðarins og hvatningu með jarðræktarstyrkj- um, þann veg út úr ráðgerðri framleiðsluskerðingu, að búskap þeirra er teflt í tvísýnu. Sívaxandi tækni og stóraukin framleiðni í landbúnaði hefur fækkað bændum í flestum ríkjum hins iðnvædda heims. ísland er engin undantekning í þessu efni. Líkur standa til að bændum fækki hér enn. Það er hinsvegar mjög mikilvægt að halda landinu öllu í byggð, ekki sízt vegna þeirra miklu tengsla milli helztu fram- leiðslugreina okkar, sjávarútvegs, landbúnaðar og iðnaðar, sem eru undirstaða atvinnu og afkomu víða í þéttbýli ekki síður en strjál- býli. Þar af leiðir að stuðla verður að því með öllum tiltækum ráðum að efna til nýrraMgreina þar sem samdráttur er fyrirsjáanlegur í hefðbundnum búgreinum. Þar kemur sitthvað til greina: loð- dýrarækt, fiskeldi, ylrækt o.fl. Það var óhjákvæmilegt að grípa inn í framvindu búvöruframleiðsl- unnar með einum eða öðrum hætti. Sá kostur gekk einfaldlega ekki upp í stöðu þjóðarbúsins og við ríkjandi markaðsaðstæður er- lendis að auka enn framleiðslu búvöru,' umfram innlendá eftir- spurn. Á miklu ríður að tilraun sú, sem til var efnt með búvöru- lögunum, renni ekki út í sandinn. I því efni skiptir framkvæmdin miklu máli. Þar hafa mönnum verið mislagðar hendur. Rétt er hinsvegar að hvetja bændur og stjórnmálamenn til samstöðu um það, að færa mál til betri vegar, með hagsmuni bænda og þjóðar- heildarinnar að leiðarljósi. Melta og f óð- urframleiðsla Frá því er skýrt í fréttum Morgunblaðsins í gær að Fóð- urstöðin á Dalvík framleiði nú meltu samhliða fóðri fyrir loðdýr. Fóðurstöðin hóf framleiðslu 1984 og er sameign loðdýrabænda við Eyjafjörð. Selur hún fóður til 24 loðdýrabúa. Á síðastliðnu ári afgreiddi stöðin 2.400 tonn af fóðri. Framleiðslan vex í 4.000 tonn í ár. Melta, sem nú er hafin fram- leiðsla á, er unnin úr fiskslógi, en áætlað er að 120-180 þúsund tonnum af fiskúrgangi sé fleygt árlega. Ef þessu hráefni væri breytt í lýsi og mjöl fengjust fyrir það 300-500 m.kr. ár hvert. Úr meltu er unnið lýsi, mjöl og meltu- þykkni. Lýsi og meltuþykkni er síðan blandað saman við dýrafóð- ur. Framleiðsla sú, sem hér er tí- unduð, er dæmi um athyglisverða nýjung í atvinnulífi strjálbýlis. Lífefnaiðnaður felur í sér ýmsa möguleika, sem huga verður að í atvinnuuppbyggingu næstu ára. Það þarf að stórefla hvers konar rannsóknir og sérmenntun í þágu íslenzks atvinnulífs. Og það þarf að efna til nýsköpunar þess og aukinnar verðmætasköpunar, ef tryggja á sambærileg framtíðar- lífskjör hér á landi og í nágranna- ríkjum. Michel Tournier í Reykjavík Franski rithöfundurinn Michel Tournier, sem er einn af fremstu fulltrúum franskra bókmennta í dag, hefur þáð boð l'AUiance Francaise um að koma til íslands, og mun hann dvelja hér á landi frá 20. til 26. febrúar nk. Hann mun halda fyrirlestur (á frönsku) í Háskóla íslands, Lögbergi, mánudaginn 24. febrúar kl. 17.15. — Verk hans samanstanda af háspekilegum skáldsögum, ritgerðum og öðrum skrifum. Meðal þekktustu verka Tournier eru: „Vendredi" (Frjádagur), en fyrir þá bók hlaut Tournier bókmenntaverð- laun frönsku akademíunnar, og „Le Roi des Aulnes", sem færði honum „Le Prix Gon- court", virt bókmenntaverðlaun í Frakklandi. I eftirfarandi viðtali, sem tekið var við rit- höfundinn í tilefni af útkomu síðustu skáldsögu hans, „La Goutte-d'or" (Gulldropinn), lætur Tournier í ljós andstöðu sína við útlendingaótta og arabahatur. Áður en hann hóf að semja „La Goutte-d'or" lifði hann á meðal innflytjenda- verkalýðsins franska, og loftborinn sem hann mundaði fagmannlega, gerði honum ekki einung- is kleift að brjóta sér leið um áður óþekkta „undirheima", heldur einnig að eyða ákveðnum fyrirfram mynduðum hugmyndum. — Tournier segir sjálfur svo frá: „Ég vildi óska þess að sagt verði einhvern tíma um mig: „Þetta er maðurinn sem innleiddi loft- borinn í franska skáldsagnagerð." — Bætið þessu í blaðið ykkar. — Eg er eini franski rithöfundur- inn sem kann að fara með loftbor, og ég er stoltur af því. Vitið þið hvað loftbor er?" (Máli sínu til glöggvunar, þrífur Tournier eintak af bók sinni og les úr henni með lymskubros í öðru munnvikinu). —„ . . . Gættu þess að halla kviðn- um ekki upp að honum, það gæti valdið þér magatruflunum." Síðan grípur hann niður ann- ars staðar:.....Mesti óþverri sem uppfundinn hefur verið til að gera út af við arabana. Ef þú gætir ekki að þér, dettur af þér hárið, tennurnar hrökkva ofaní þig og þú missir magann ofaní skóna. „— Allt þetta frétti ég. Það er ekki hægt að spinna upp svona hluti." — (Tournier rekur upp hráan, ögrandi en þó glaðlegan hlátur og þrífur, líkt og í uppnámi, af sér hina óaðskiljan- legu prjónahúfu sína. Á 62. aldursári hefur hann gefið út 20 bækur. — Hann tekur á móti okkur á sveitasetri sínu Choisel, sem er nálægt Chev- reuse, gömlu prestssetri nokkra kílómetra frá París, en þar býr hann ásamt 92 ára gamalli móður sinni. I hinni örsmáu skrifstofu hans má sjá verk eftir Spinoza, Schelling, Hegel og Bachelard, læriföður Tournier. Á veggnum er gulnuð Ijósmynd af lyfjabúð afa hans í Bligny- sur-Ouche, en þar bjó Tournier í æsku. — Það er hrollkaldur vetrarmorgunn og það rýkur úr kaffibollunum okkar. Andrúmsloftið angar af mosa og ilm leggur líka frá arninum.) „Nóbelsverðlaunin?" — (Tournier hefur þegar verið nefndur í sambandi við útnefningu Nóbels- verðlaunanna). — „Tökum sem dæmi Graham Greene. Hann hefur svo oft verið orðaður við Nóbelsverðlaunin, að allir halda að hann hafí fengið þau. Það þyrfti að setja á stofn alþjóða- akademíu fyrir þá sem ekki hafa fengið Nóbels- verðlaun. Það er alls_ ekki svo slæmt að vera nefndur sem mógulegur Nóbelsverðlaunahafi." — Það er þó búið að þýða verk yðar á sænsku. —--„úlala", segjum oftar en einu sinni. Það er meira að segja búið að skrifa um mig á finnsku.: „Myyti ja usko Michel tournierin tuotannossa", (Goðsögn og trú í verkum M. Tournier). Þessu er ég stoltur af. Sjáið hvað þetta er fallegt: Myyti ja....." í Frakklandi gleymir fólk því að bækur eru þýddar á önnur mál. „Vendredi" hefur yerið þýdd á 26 mál, þar á meðal á hebr- esku. Onnur bók, „Le vent Paraclet" virðist ekki hafa notið eins mikillar hylli, og hefur hún aðeins verið þýdd á eitt erlent mál. Maður getur nú stundum orðið undrandi. Mér er minnisstætt að Italo Calvino var hreint út sagt hugfanginn af „Vendredi". Hann bókstaflega faðmaði mig að sér og lét Einaudi, útgefanda sinn, tafarlaust þýða bókina. En þegar „Le Roi des Aulnes" kom út, varð hann sem þrumu lostinn og mér var umsvifalaust kastað á dyr hjá Einaudi. Bókin var að endingu gefin út hjá Mandadori. Ótrúlegt, finnst ykkur ekki? Hann gat ekki þolað Þýska- land og allt því viðkomandi. Bókin „Gaspard, Melchior et Balthasar" var túlkun á kristindómn- um. — Slíkt getur nú valdið fjaðrafoki. — Önnur bók, „Les Météores" fjallaði um kynlíf. — Slíkt getur einnig valdið usla. — „La Goutte-d'or" en svo um arabana." — Slíkt efni er mjög franskt." „Já, þetta er saga okkar. ÖH Sahara-goðsögn- in er okkar goðsögn, frönsk goðsögn. Ég á yið það, sem haft hefur áhrif á franskt hugarlíf. Ég reyni að hafa not af því. Ég þjáist af hræðilegum veikleika sem er sá, að ég get ekki skrifað nema því aðeins að ég hafi eitthvað að segja. Stundum verður mér á að líta í bók og segja með sjálfum mér: „Ótrúlegt!, höfundurinn hefur skrifað heilar 15 síður án þess að hafa nokkuð að segja. Þetta er svo sannarlega hin mikla list." — Hvað mig varðar, þá skortir mig allt ímyndunarafl." (— Skyldi þetta vera falskt lítillæti eða hégómi höfundar? Nei, þessi kraftmikli draumóramaður er sem heillaður af því raunsæja. Hann öðlast einhvers konar barnslega gleði af því að lýsa hlutum og útskýra: vin eyðimerkurinnar, flug hinnar nærsýnu uglu sem villst hefur í daufri morgunskímunni, hin örsmáu stjörnulaga spor í eyðimerkursandinum sem gefa til kynna tilvist stökkmúsarinnar, Saint-Denis gatan, hótelin í Goutte-d'or götunni, þar sem sambland af karrýi, reykelsi og hlandi fyllir loftið megnri lykt, o.s.frv.—) — Hvers vegna varð þessi titill fyrir valinu: „La Goutte-d'or"? „í fyrsta lagi vísar hann til La Goutte-d'or götunnar í París, þar sem að_ mestu eða öllu leyti búa innfluttir verkamenn. í öðru lagi táknar La Goutte-d'or óhlutlægan eða hreinan skart- grip, þar sem „gulldropinn", andstætt hinum ýmsu nistum sem bera myndir af dýrum og guðum, er tákn hans sjálfs. Hann er hreint tákn, sjálfstætt form. I þriðja lagi er þetta tákn „la bulla aurea", sem var ákveðin gullkúla sem hinir ungu frjálsu Rómverjar báru um háls sér þar til að þeir voru teknir í fullorðinna manna tölu. — Vissuð þið að á tímum Zola var Goutte-d'or gatan þegar orðin aðal yfirráðasvæði innfluttra verkamanna? Þar var að finna aðkomufólk frá Bretagne, Savoie og Auvergne sem komið var af landsbyggðinni og kunni varla frönsku. „L'As- sommoir" — (Ein þekktasta bók Emile Zola) — gerðist reyndar í Goutte-d'or götunni. Uppruna- lega var þessi gata gamall víngarður sem var í neðstu hlíðum Montmartre-hæðarinnar. — Eitt sinn sögðuð þér: „Fyrir mér er Zola alltaf mestur". „Já, hann er sá fyrsti sem þorir að fara á sjálfan vettvanginn. Flaubert reyndar aðeins líka og Hugo, en Zola var fyrstur. Hann tók að sér gríðarmikið viðfangsefni, t.d. kolanámurnar. Og hann fer af stað, leitar fyrir sér, leggst í skítinn og fer að búa með námuverkamönnum í þeirra hverfum. — En þér? „Ég reif mig á fætur um miðja nótt til að fara til sláturhúsanna í Chartres, og þvílík martröð. Ég var í eftirlitsferð í Marseille í 3 daga samfleytt með lögreglumanni sem talaði arabísku. Síðan eyddi ég heilli nótt í lögreglubif- reið sem hringsólaði um 18. hverfi Parísar- borgar. Það var eitt af því versta sem ég hef upplifað. Ég fékk að fylgjast með tveimur lög- regluhópum frá kl. 10 um kvöldið til 4 um nótt- ina, og ég get fullvissað ykkur um það að þetta er sko ekkert grín." Michel Tournier — Hvernig voru þessir lögreglumenn? „Alveg ágætir. Kannski vegna þess að ég var með þeim, ég veit það ekki. En alla vega voru þeir mjög nákvæmir í því sem við kom starfinu. Þeir virtust ánægðir með það að einhver skyldi sýna þeim áhuga. Þetta er hræðilegt starf sem þeir sinna." — Hvað meinið þér nákvæmlega? „Þeir hafa þau fyrirmæli, að frá og með miðnætti beri þeim að leita að eiturlyfjum eða vopnum á öllu fótgangandi fólki sem þeir hitta fyrir. Ef náunginn tekur á flótta, þá hefst elt- ingaleikur. Kvöldið sem ég var með, tókst þeim að góma tvo, einn svertingja og einn hvítan." — Sagt hefur verið að áður en þér skrifuðuð þessa síðustu bók yðar, hafi þér búið á heimilum innflytjendanna. Er það ekki rangt? „Nei, ég fer oft í heimsóknir þangað. En það er ekki hægt að búa þar, og það tekur mig sárt. Ég hefði viljað finna lítið hótel og setjast þar að, en slíkt er ógerlegt. En ég fór þó á svæðið, bæði í París og Marseille, og hitti mikið af fólki." — Er „La Goutte-d'or" óður til innflytjenda- verkamanna og „Maghrébin"-búa (þ.e. fólk frá Túnis, Alsír og Marókkó)? „Ein aðalsögupersónan, Idriss er arabi, en hann gæti allt eins verið Portúgali eða Pólverji. Aðalatriðið er að hann er útlendingur, maður í útlegð. — Þar sem ég er skáldskapar-höfundur, leyfi ég mér ekki að koma fram með neina hugmyndafræði. Skáldsaga getur að sjálfsögðu falið í sér ákveðinn boðskap, en það er mikilvægt að það sé lesandinn sjálfur, ekki höfundurinn, sem túlki þann boðskap. Mögulegt er að Le Pen sjái boðskap í bók minni." — (Le Pen er formað- ur stjórnmálaflokksins L'Extreme Droite, og hann berst fyrir brottflutningi allra innflytjenda frá Frakklandi, þó einkum araba). — Þar sem þér þekkið Alsírbúa, hvað mynduð þér segja við þá Frakka sem þekkja þá ekki og jafnvel óttast þá? „Alsírbúar lifa í hræðilegri mótsögn: Frakk- land er líkt og helvíti, og í Alsír bíður þeirra ekkert annað en dauðinn. Þeir geta eiginlega hvorki verið um kyrrt í Frakklandi, né snúið aftur til Alsír. Ég heyrði eitt sinn sagt: „Það erum við, arabarnir, sem höfum skapað Frakk- land nútímans: Hraðbrautirnar, Roissy-flugvöll o.fl. Frakkar mega ekki gleyma því"! — Unga fólkið er öðruvísi. Langflest þeirra vilja vera innleidd í franskt þjóðfélag. Þegar verið er að tala um að fólkið sé múhameðstrúar,. þá er það þvæla. Unga fólkið frá þessum löndum (Túnis, Alsír og Marrókkó) er jafn lítið múhameðstrúar eins og Frakkar eru kristnir. Allt þetta trúartal hefur eitrað út frá sér. „Paris-Match" birti nýlega grein um arabana í Marseille, sem var sannkall- aður dauðadómur yfir þeim. Algjört hneyksli! Ég þekki það sem um er að ræða. Með lögreglu- manninum mínum, fór ég út um allt, og talaði við alla. Það sem ég varð vitni að, er einstaklega sannfærandi." — Ef til vill fyrir yður, en hinir eru hræddir ekki satt? Það nægir að lesa afbrotasíður dag- blaðanna. „Það má nú ekki ýkja svona. Hættan er aðallega fólgin í því að neita að hafa samskipti við Frakkana." (— Tournier þagnar skyndilega. „Var ekki verið að hringja dyrabjöllunni? — Já, það er póstmaðurinn." — Þó að þetta sé ekki nema í nokkura kílómetra fjarlægð frá París, er þetta líkt og í sveit. Koma póstmannsins með póstinn er nk. helgisiður, merkisviðburður dagsins. Tournier snýr sér að ljósmyndaranum, sem rýkur upp til handa og fóta með linsurnar sínar og flassið. Það er hálf þungbúið veður úti og dauf birta. Við ákváðum þó að fara út og ganga svolítið um garðinn.—) — Hvers vegna í ósköpunum búið þér hér langt frá öllu? „Eg hef andstyggð á París. Það er borg sem ógerlegt er að búa í, þó sérstakléga fyrir börnin. Á kvöldin er öllum róluvöllum og almennings- görðum lokað og allt er eitthvað svo ömurlegt. Fyrir barn er eiginlega bara einn kostur við París, þ.e.a.s. neðanjarðarlestin. Dagurinn þegar maður fer fyrst í „métro" (neðanjarðarlest) er ógleymanlegur. Þetta fer barnið úti á lands- byggðinni á mis við. Eg er algerlega andvígur þeirri Parísargoð- sögn sem fólk utan af landi og útlendingar halda á lofti: Irma la Douce, Paris by night, Parísar- kvenfólkið og allt það. Þvílíkur hryllingur! Victor Hugo vildi halda því fram að andrúmsloftið í París væri það besta í heimi. Maður þyrfti að vera fæddur í Besancon til að trúa slíku. — (Hugo er einmitt fæddur þar). — Og hverjir eru svo þeir helstu sem lofsungið hafa París? Josep- hine Baker, sem var bandarísk, Georges Ulmer, sem var af dönskum ættum, Maurice Chevalier, sem var hollenskur í móðurætt. Þetta er fárán- legt. Hverjir af fremstu rithöfundum okkar eru fæddir í París? Enginn nema Baudelaire." — Ef þér hefðuð fæðst í Saint-Germain-en- Laye, haldið þér að þá hefði yður líkað við París? „Það er hugsanlegt. Cocteau, sem var Parísar- búi í húð og hár, fæddist í Vésinet. — (Báðir þessir staðir eru rétt fyrir utan París) — En auk þess þrái ég sveitalífið eins og það var í gamla daga. Það er ástæða þess hve mikla unun ég hef af að ferðast um Austur-Frakkland. Þar ríkir andi hinna „gömlu góðu daga", þar sem hægt er að heyra hófatak hestanna á hellulögðum stígum. Tökum sem dæmi Pólland: þar er lífið eins og það var í Frakklandi fyrir u.þ.b. 100 árum. — Ég dýrka alla sterka lykt. „Svitalyktar- eyðir", þetta viðurstyggilega orð sem frönsk tunga hafnar harðlega, er svo sannarlega svart- asta tákn menningar okkar." (Þýtt og samantekið úr „Le Nouvel Obsérvateur"). Egill Jónsson alþingismaður um mjólkurkvótann: Sumum þingmönnum hentar að bera kápuna á báðum öxlum - Hlutur bændanna betur tryggður þrátt fyrir samdrátt „EG STYÐ framkvæmd nýju búvörulaganna í einu og öllu, enda átti ég þátt í að semja þau á sínum tíma," sagði Egill Jóns- son alþingismaður frá Scljavöll- um þegar hann var spurður um afstöðuna til mjólkurkvótans sem Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra setti nýlega á með reglugerð og valdið hefur tölu- verðum umræðum í þjóðf élaginu, meðal annars á alþingi og ólgu í sveitum landsins. „Enginn fylli- lega ánægður" „Ég geri ráð fyrir því að enginn sé fyllilega ánægður með framvindu mála," sagði Egill, „ekki einu sinni þeir sem hafa haft þar forystu fyrir. Þetta er gífurlega vandasamt verk sem snertir hagsmuni yfir 2.500 mjólkurframleiðenda í landinu og ekki nema von að um- ræður verði um það." — Gagnrýni á vinnubrögð land- búnaðarráðherra hefur verið sett upp eins og að sjálfstæðismenn séu að svíkjast aftan að landbúnaðar- ráðherra og Framsóknarflokknum í þessu máli, og víkja sér undan ábyrgð. Er þetta rétt? „Þegar frumvarp til nýju búvöru- laganna var lag^t fram á alþingi á síðastliðnu vori varð þess misskiln- ings víða vart, að hér væri um að ræða afturhaldssama og neikvæða löggjöf fyrir landbúnaðinn. Menn áttu eðlilega erfitt með að fara úr gamla farinu og leggja leiðina inn í nýja tíma eins og gert er með nýju búvörulögunum. Þessi afstaða meðal bændanna í landinu er nú mjög breytt. Menn hafa meðal annars þessa síðustu daga fundið og séð hvað áhrif löggjafarinnar eru mikil og einnig^ hafa menn áttað sig á því hvaða grundvöll hún legg- ur í sókn til nýrra viðfang^sefna í sveitum landsins. Þó þetta sé að verða bændum almennt ljóst má vera að einhverjum þing^mönnum henti að bera kápuna á báðum öxlum." Reglurnar hefðu allt- af orðið umdeildar" „Þegar tekin er ákvörðun um að breyta framleiðsluheimildum í mjólk úr 140 milljón lítrum, sam- kvæmt gamla búmarkskerfinu, og færa niður í 107 milljónir lítra kemur ekki á óvart að þeim bregði sem fyrir verða. Ekki síst þegar á það er litið að nokkrum hluta mjólk- urframleiðsluréttarins hefur enn ekki verið ráðstafað og lokatölur fyrir hvern og einn bónda liggja enn ekki fyrir. Það getur þess vegna verið þægilegt fyrir sniðuga pólitík- usa að berast með almenningsálit- inu, að minnsta kosti um stundar- sakir, þegar svona stendur á. Ákvæði búvörulaganna um stjórn á búvöruframleiðslunni byggja á þremur meginmarkmiðum: Stað- greiðslu búvara, samningsbundnu framleiðslumagni og að þessari framleiðslu sé skipt að tillögu bændasamtakanna á milli bænd- anna í landinu. Auðvitað hefði verið æskilegt að ákvarðanir um þessi mál hefðu allar legið fyrir á sama tíma, en reglugerðin um skiptingu mjólkurframleiðslunnar hefði orðið umdeild þó hún hefði gerið gefin fyrrút. Hlutur bænda er miklu betur tryggður en áður hefur verið þrátt fyrir þennan samdrátt. Gerður var samningur um 12.150 tonn af kindakjöti, sem bændur fengu greidd fullu verði í haust, og um 107 milljónir lítra af mjólk, sem er svipað og meðalframleiðslan undan- farin ár. Þá mjólk sem bændur Egill Jónsson alþingismaður frá Seljavöllum. hafa lagt inn í afurðastöðvarnar og gjaldfallin er hafa þeir fengið fullt verð fyrir. Verðlagsárið 1984-85 voru framleiddar 111 milljónir lítra af mjólk. Þá framleiðslu hafa bændur enn ekki fengið greidda að fullu og eru líkur á að sú fram- leiðslu, þó hún sé rúmum 4 milljón- um ltr. meiri, skili minni verðmæt- um í vasa bændanna én þær 107 milljónir sem framleiddar verða á þessu verðlagsári." Skiptingin orðin staðreynd — Telur þú að skipting mjólkur- framleiðslunnar sé að öllu leyti réttlát? „Það er auðvitað alltaf spurning um það og má sjálfsagt fínna ein- hver dæmi um að svo sé ekki. Það sem skiptir hins vegar meginmáli er að hún er orðin að veruleika og verða menn því að takast á jákvæð- an hátt við þau viðfangsefni sem henni fylgja. Það hafa bændur í Austur-Skaftafellssýslu, mínu gamla umdæmi, gert og trúi ég því að þeir og aðrir sem vinna með svipuðum hætti fínni bestu leikina á taflborðinu og hafi vinning í skák- Einstaka menn hafa rætt um að fækka í bændastétt og að færa byggðina til, ¦ meðal annars nær markaðnum. Ég tel að þessir menn tali ekki rödd neinna byggðarlaga. Ég var á stóra fundinum í Njálsbúð og hef auk þess farið yfír ummæli Sunnlendingaí Morgfunblaðinu að undanförnu. I þessum umræðum hafa komið fram hörð andsvör frá bændum á Suðurlandi gegn þeim hugpiyndum sem fram hafa komið um tilfærslu byggðarinnar og for- réttindi einstakra landshluta í fram- leiðslunni. Bændur verða að temja sér að hlusta líka á raddir þeirra sem tala með jákvæðum hætti um sameigfinleg mál bændastéttarinn- ar," sagði Egill. Samvinnusjóður íslands: Samkeppni um ný tæki- færi í atvinnulífinu - Þegar hafa borist 20—30 hugmyndir SAMVINNUSJÓÐUR íslands auglýsti um síðustu helgi sam- keppni um bestu hugmyndina að nýjuni tækifærum í íslensku atvinnulífi. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestu hug- myndirnar. 1. verðlaun eru 200.000 krónur, 2. verðlaun 100.000 krónur og 3. verðlaun 75.000 krónur. Þórður Ingvi Guðmundsson heimild til að kalla til þá sér- framkvæmdastjóri Samvinnu- sjóðs íslands sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin á bak við þetta væri sú að athuga hvort hér væru til einstaklingar og fyrirtæki sem lægju á snjöll- um hugmyndum sem gætu stuðlað að nýjum atvinnutæki- færum, einkum hugmyndum sem stuðlað gætu að útflutn- ingi. Hugmyndasamkeppnin var auglýst fyrst í byrjun desember og skilafrestur er til 20. febrúar. Þórður Ingvi sagði að milli 20 og 30 hugmyndir hefðu borist. Dómnefnd, sem skipuð er stjórn Samvinnusjóðs Islands, kemur saman í byrjun mars. Hún hefur fræðinga sem hún telur færasta til að dæma þessar hugmyndir. Samvinnusjóður íslands hef- ur í hyggju að gera samning við verðlaunahöfund með frek- ara framhald í huga. Sjóðurinn mun þá fá einhvern til að þróa hugmyndina áfram annaðhvort í samvinnu við höfund eða ein- hvern annan með það fyrir augum að koma henni á fram- leiðslustig ef markaður er fyrir hendi. Búist er við að annað- hvort kaupi sjóðurinn hug- myndina af höfundinum eða greiði honum ákveðnar prósent- ur af söluandvirði vörunnar, ef hún verður söluvara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.