Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 28
. 28 HUDMOM MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 20. FEBRTJAR1986 STYRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS gæði Hagstættverð ===HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LyŒR-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI2,SÍMI24260 Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiöill! Mjólkurkvóti Skagf irðinga: Vandinn smámunir miðað við það sem á eftir kemur — segir Egill Bjarnason ráðiinautur Varmahlíð, 19. febrúar. BÆNDUR hér í Skagafirði hafa ekki farið varhluta af þeim niður- skurði, sem boðaður hef ur verið á þessu verðlagsári og verðsamning- ar bænda og hins opinbera frá því í haust fólu í sér, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eru kúabændur víða um land mjög óánægðir með reglugerð landbúnaðarráðherra um skiptingu á svæðabúmarki í mjólkurframleiðslunni. Fréttaritari ræddi við Egil Bjarnason ráðunaut hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar og búnaðar- þingsfulltrúa af þessu tilefni. Hann sagði í upphafi að fréttir þess efnis að eitt búmarkssvæði fari eitthvað verr út úr þessari skerðingu en annað eigi ekki við rök að styðjast þar sem skiptagrunnur sé sá sami á öllum búmarkssvæðum. 6,8% samdráttur frá fyrra ári Eftirfarandi kom einnig fram hjá Agli: í Skagafírði eru um 140 bændur sem stunda mjólkurfram- leiðslu og fullvirðismark þeirra verður á yfírstandandí verðlagsári um 8.460 lítrar af mjólk, sem er um 6,8% minna en framleiðsla síð- asta verðlagsárs. Þessu heildar- magni mjólkur sem fullt verð fæst fyrir, að frádregnum 5%, er skipt á milli einstaklinganna eftir ákvæð- um í reglugerð sem gefín var út fyrir skömmu og títtnefnd hefur verið að undanförnu. Þessi 5% sem standa eftir eru ætluð til þeirra sem staðið hafa í miklum fjárfestingum nú síðustu árin, til að auðvelda ættliðaskipti á bújörðum og einnig til leiðréttingar handa þeim sem einhverra hluta vegna voru með óeðlilega litla framleiðslu síðasta verðlagsár. Þessi 5% eru hér hjá Skagfirðingum rúmlega 420 þús- und lítrar. Svokallað fullvirðismark, það er það magn sem full verðábyrgð stendur fyrir, er um 71,7% af heild- arbúmarki í héraðinu. Þeir sem framleitt hafa síðastliðið ár þetta hlutfall eða lægra af búmarki sínu fá enga skerðingu en þeir sem framleitt hafa yfír þessu hlutfalli fá skerðingu og hana hlutfallslega meiri eftir því sem hærra hlutfall er nýtt af búmarkinu. Þeir sem framleitt hafa umfram búmark missa það allt til viðbótar. Sú skerðing sem hér um ræðir getur vissulega komið svolítið misjafnt út fyrir einstök svæði og byggist það fyrst og fremst á því hve framleiðsluaukning fyrstu fímm mánuði þessa verðlagsárs hefur verið mikil miðað við fyrstu fímm mánuði verðlagsársins 1984—85. Það vekur nokkra furðu að mjólkur- framleiðendur skuli nú í haust og vetur auka framleiðslu sína visvit- andi þrátt fyrir fyrirsjáanlegan samdrátt miðað við síðasta verð- lagsár og miðað við það magn sem samið var um við hið opinbera í lok ágúst. Enn meirí samdráttur framundan Þegar rætt er um það tekjutap sem bændur verða fyrir vegna þessara aðgerða nú verður að hafa í huga að endanlegt uppgjör fyrir framleiðslu verðlagsársins 1984—85 er ekki lokið enn og fyrir liggur að verðskerðing samkvæmt búmarki verður veruleg. Um eða yfír 70 milljónir kr. vantar enn fyrir siðasta verðlagsár fyrir þá fram- leiðslu sem þá var. Þessu til viðbótar má svo reikna kostnað við að fram- leiða þá mjólk sem ekki skilar sér í verði. Þetta þarf að taka inn í dæmið þegar verið er að blása út tekjutap framleiðenda vegna þeirra ráðstafana sem gripið hefur verið til með reglugerðinni nú. Varðandi næsta verðlagsár reikna menn með lítilli breytingu frá þeim fullvirðiskvóta sem þeir fá á þessu verðlagsári þar sem fyrir liggja samningar um 106 milljónir lítra sem verðábyrgð er tekin á fyrir verðlagsárið 1986-87. Bent skal á að á þremur næstu verðlagsárum getur þurft að draga saman fram- leiðslu niður í að minnsta kosti 100 Egill Bjarnason ráðunautur á Sauðárkróki. vörulaganna á síðastliðnu vori hafí þessi staða legið Ijós fyrir. Bændur almennt telja að fullvirðisrétturinn hefði þurft að Hggja fyrir í byrjun verðlagsársins. Ahersla er lögð á að ekki dragist lengi enn að sett verði fullvirðisbúmark varðandi kindakjötsframleiðsluna og þróun fram til ársins 1990. Þeirgagnrýna verulega að framleiðslumagn skuli vera lagt til grundvallar við skipt- ingu á fullvirðisrétti til einstakra bænda og telja eðlilegra að reiknað hefði verið út frá búmarki hvers svæðis þannig að þeir sem dregið hafa saman framleiðslu sjálfviljugir að undanförnu hefðu komi út með eðlilegri kvóta í stað þess að gjalda framleiðslu hinna sem lítið eða ekkert drógu saman í framleiðslu og valda í raun þeim vanda sem við er að fást. Nauðsynlegt er að bændastéttin standi saman nú um lausn vandans í stað þess að svið- setja rangar upplýsingar og mis- túlka þær aðgerðir sem gerðar hafa verið og óumflýjanlegar eru í fram- haldi af setningu búvörulaganna undir forystu þeirra stjórnmála- manna sem bændastéttin almennt styður og treystir, sagði Egill. -P.D. eða jafnvel 95 milljónir lítra. Miðað við þann samdrátt sem getur verið framundan þá er vandinn í dag smámunir miðað við það sem á eftir kann að koma. Það er áríðandi að bændur fái að vita sem allra fyrst hvaða framleiðslumagni þeir geta reiknað með á árunum fram til 1990. Á því byggist hvort þeir geta stundað sinn búrekstur áfram. I tilefni af þessu hefur Ræktun- arfélag Norðurlands ákveðið að gangast fyrir heildarúttekt á stöðu búvöruframleiðslunnar og búrekstr- araðstöðu einstakra bænda og leit- ast við í beinu framhaldi að varpa ljósi á þá möguleika sem eru tiltæk- ir til að mæta þessum samdrætti og byggja upp nýjar atvinnugreinar á félagssvæðinu. Dráttur á ákvörðun óréttlát skipting- Viðhorf bænda í Skagafírði er almennt það að með setningu bú- Dagurinn í Kolaporti kost- ar llOkrónur SIGURÐUR Jónsson starfsmað- ur í Kolaporti við Arnarhól haf ði samband víð Morgunblaðið og vildi koma leiðréttingu á fram- færi. Hann sagði að það væri ekki rétt, sem fram kom í frétt í blaðinu, um aukíð eftirlit með bílum sem lagt er ólöglega, að það kostaði 40 krónur að geyma bíla í portinu yfir daginn. Sigurður sagði að nú kostaði 110 krónur að leggja bíl í portinu frá því að það er opnað kl. 7.30 á morgnana þar til því er lokað kl. 18.30 á kvóldin. Hver klukkustund kostar 10 krónur og hver hálftími 5 krónur. BRUNAVARNIR - Átak til öryggis - f næstu vlku halda breska fyrirtækið Thorn Emi Protech, einn stærsti framleiðandi öryggiskerfa í Evrópu, og Öryggisþjónustan Vdri, lcynningarfund um brunavarnirað Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli. Mr. Roger King, sórfræðingur á sviði öryggis og brunavarnamála mun kynna bruna- varnakerfi, slökkvikerfi og annan búnað ó tveimur kynningarfundum: 1. Fyrir óbyrgðarmenn brunavarna,forráðamenn sveitarfólaga,stjórnendur fyrirtækja og stofnana,umsjón- armenn fasteigna og tryggingafulltnía. Fjallað verður um brunavarnir á breiðum grundvelli, aðvörunarkerfi, slökkvikerfi og fyrirbyggjandi ráðstafanir. 2. Fyrir hönnuði ss. verkfræðinga, tæknifræðinga, arkitekta o.fl.Fjallað verður um brunavarnir,almennt tæknilega uppbyggingu aðvörunarkerfa og slökkvikerfa, alþjóðlega staðla og íslenskar reglugerðir um brunavarnir. Sérstakir gestir á fundunum verða Guðmundur Gunnarsson verkfr. hjá Brunamálastofnun ríkisins og Hilmar Páls- son aðstoðarforstj. Brunafélags íslands ogHrólfur Jónsson varaslökkvistj. í Reykjavík. t»eir sem haf a áhuga á að sækja þessa f undi eru beðnirað tilkynna þátttöku sína til VARA í síma 29399. SÉKHÆFD ÖRYQQISÞJÓNUSTA STOFNSETT 1969 REYNSLA OKKAR - ÖRYGGI ÞITT Þóroddsstððum v/Skógarhliö HSsthólf 1101 121 Reykjavlk. Simaþjðnusta allan sðlarhringinn. n 91-29399 THORN EMI PROTECH Fire Protection & Security...in depth -4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.