Morgunblaðið - 20.02.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 20.02.1986, Síða 31
.MORGUNBLADID, FIMMTUDAGljH 3Q, FEBRýAB ,1,9)36 & BISKUP íslands hefur auglýst 10 prestsembætti iaus til umsókn- ar og er umsóknarfrestur til 25. mars nk. Um er að ræða tvö ný prestsembætti sem samþykkt voru af Alþingi við síðustu fjárlagagerð auk átta annarra embætta. f, fréttatilkynningu frá Biskups- stofu segir að nýju embættin tvö sem áður er getið séu staða sjúkra- húsprests þjóðkirkjunnar og Sel- tjarnamesprestakall í Reykjvíkur- prófastsdæmi (Seltjarnamessókn). Hin prestaköllin em Sauðlauks- dalur í Barðarstrandarprófasts- dæmi (Sauðlauksdals-, Saurbæjar-, Bijánslækjar-, Haga- og Breiðuvík- ursóknir);. Bíldudalur í Barða- strandarprófastsdæmi (Bíldudals- og Selárdalssóknir); Staður í ísa- fjarðarpfófastsdæmi (Staðarsókn); Hólmavík í Húnavatnsprófasts- dæmi (Kaldrananess-, Bergsstaða-, Morgunblaðið/Árni Sæborg. Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, gerir grein fyrir samræmdu átaki norrænna álframleiðenda, á fundi með menntamálaráðherra, háskólamönnum og fréttamönnum. Áliðnaðurinn ver tugum milljóna króna til þróunar á Norðurlöndum NORRÆNI áliðnaðurinn mun næstu tvö árin veija alls 85 millj- ónum króna í kannanir á ákveðn- um vöruþróunar- og notkunar- verkefnum og í frumrannsóknir með því að fjármagna doktorsrit- gerðir og lokaprófsverkefni. Kennsla í aðferðum við efnisval er þriðja aðalverkefnið. 011 áætlunin fær frekari stoð með markvissri söfnun óg kynningu á raundæmum, þar sem notkun áls hefur sannanlega haft í för með sér tæknilegan og íjárhagslegan ávinn- ing. Tilgangurinn er að skapa sterka og jákvæða afstöðu til áls við há- skólana og gefa þeim sem velja efni í framtíðinni betra tækifæri til að bera saman ólík hráefni. Aætlunin var kynnt á blaða- mannafundi í Ósló í byijun þessa mánaðar, en í Reykjavík 19. febrúar af Ragnari S. Halldórssyni, for- stjóra ISAL, Sigurði Briem, stjóm- deildarstjóra ÍSAL, Ole S. Rustad, framkvæmdastjóra hjá ÁSV og Ivar C. Walseth, framkvæmdastjóra Skanaluminium, Norrænna sam- taka áliðnaðarins. Þeir lögðu m.a. áherzlu á eftirfar- andi: „Á1 hefur fjölda einstakra eiginleika, sem hafa haft afgerandi þýðingu á mörgum sviðum — nefna má t.d. flugið. En þróunin er bara rétt byijuð. Norræni áliðnaðurinn hefur þess vegna ákveðið að kynna sameiginlega þá möguleika, sem efnið býður upp á — nú og í fram- tíðinni." Áætlunin var einnig kynnt í Stokkhólmi 10. febrúar. Kynning á Helsinki og í Kaupmannahöfn fer fram í byijun marz. Könnun sýnir, að þekk- ingfu á áli er áfátt Álframleiðsla heimsins hefur aukist um milljónir tonna síðustu 100 árin. Samt sem áður er þekk- ingu og kennslu um ál í tækniskól- Vitni beð- in að gefa sig fram ÁREKSTUR varð milli fólks- bifreiðar með V-númeri og pall- bifreiðar með JO-númeri á Reykjanesbraut við Bústaðaveg fimmtudaginn 6. febrúar síðast- liðinn. Áreksturinn varð um klukkan fjögur síðdegis. Talið er að karl og kona hafí verið vitni að þessum árekstri. Þau eru vinsamlegast beðin að hafa samband við Slysarannsóknadeild lögreglunnar í Reykjavík. um og háskólum á Norðurlöndum áfátt. Könnun sem gerð var á vegum Skanaluminium sýnir að þekking á áli meðal verkfræðinga, hönnuða og vöruþróunarfólks er gloppótt. Jafnframt var sýnt fram á, að kennsla í burðarþolsútreikn- ingum, hönnun og framleiðslutækni er ófullkomin, þegar um er að ræða álvörur. Með þessari sérstöku áherzlu á rannsóknir og menntun varðandi ál við norræn menntaset- ur, skapar áliðnaðurinn langtíma forsendur fyrir betri þekkingu á áli, til þess að byggja á ákvarðanir í framtíðinni. Þekkingu, sem mun gera mögulegt að meta ál, sem efni til ólíkra, tæknilegra nota, jafnt á við önnur efni, og að finna þau verkefni, þar sem ál gefur mesta hagkvæmni. Skipulag verkefnisins Áliðnaðurinn í fimm Norðurland- anna, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og íslandi leggur til Ijár- magnið. Ráðstöfunarféð á í aðalat- riðum að renna til tækniháskólanna á Norðurlöndum og skiptast til rannsókna og þróunar kennslu- gagna. Rannsóknir Rannsóknarféð á fyrst og fremst að nota til rannsóknar- og þróunar- verkefna, sem tengjast vöruþróun- ar- og notkunartækni. Tilgangurinn er að skapa jákvæða afstöðu til áls í háskólunum, sem byggir á vel menntuðum vísindamönnum með haldgóða þekkingu, auk traustrar reynslu að bakhjarli. Verkefnin beinast aðallega að notkun áls við val á efnum eða þar sem sambland af áli og öðrum efnum kemur til greina. í raun getur verið um að ræða að fjár- magna doktorsverkefni eða fram- haldsrannsóknir eftir doktorspróf fyrir efnilega kandidata innan afmarkaðra notkunarsviða fyrir ál. Lögð verður mikil áherzla á, að verkefnum sé hleypt af stokkunum og stjómað af festu og fagþekk- ingu. Einstök verkefni eiga helzt að vera liður í stærri áætlun. Jafn- framt verður veittur forgangur þeim verkefnum sem nýta tækni ' og aðferðir við útlitshönnun og rökrétt efnisval, svo og þar sem notuð er ný tölvutækni (CÁD/CAM (tölustýrð teiknun/tölvustýrð fram- leiðsla)), o.fl. Kennslug’ögn með raundæmum Ennfremur miðar áætlunin að því að styðja menntasetrin í að koma sér upp kennslutækjum á sviði áltækni, sem áliðnaðurinn álít- ur nokkuð ábótavant. Kennurum, sem sérhæfa sig í efnisvali, hönnun- ar- og notkunartækni yrði gefinn kostur á frekari framhaldsmenntun. I stað þess að gera hefðbundin kennslugögn yrði í samræmi við óskir háskólakennaranna skráð áþreifanleg reynsla við notkun áls. Hvert raundæmi yrði aukið með myndum og teikningum og tilvísun til viðkomandi hönnuða og arki- tekta. Til viðbótar slíkri langtíma- vinnu koma einstök verkefni, svo sem gestafyrirlestrar, sérfræðihjálp við að útbúa staðfærð kennslugögn, ferðastyrkir fyrir kennara og nem- endur, þjálfun kennara- og iðnaðar- manna, ásamt öðru eftir þörfum. Fimm aðalsvið Hvergi hefur notkun áls valdið annarri eins byltingu og í fluginu. Hvergi er notkun áls heldur eins vel þekkt. Þess vegna hefur áliðnað- urinn valið fímm önnur svið, þar sem ætlað er að ál kunni að geta gefíð hönnuðum og útlitshönnuðum jafnmikla möguleika til nýsköpunar og jafnstór tækifæri til að hafa áhrif á tækni og hagkvæmni. Þessi svið eru sjávarútvegur, landflutn- ingatæki, innréttingar og útlits- hönnun, byggingariðnaður, svo og málmiðnaður. Innan þessara fimm aðalsviða verða að auki gerð mark- aðsátök, samhliða því að mikil áherzla verður lögð á rannsóknir og menntun. Efni framtíðarinnar Hin svokallaða Hall-Héroult að- ferð til álframleiðslu á 100 ára afmæli í ár. Árið 1886 voru fram- leidd 15 tonn, en heimsframleiðslan á áli í ár mun verða 17 milljónir tonna. Framleiðslan eykst hraðar en framleiðsla nokkurs annars málms. Ef til vill er það hin hraða þróun, sem hefur valdið því að kennsla og þekking á áli hafa ekki náð að fylgja henni. Áliðnaður á Norðurlöndum legg- ur nú markvisst áherzlu á að styðja rannsóknir og menntun til að vinna þetta upp með því að bætá þekking- una og gefa álinu það álit, sem efnið verðskuldar. Samtímis því sem stuðlað er að þróun nýrrar tækni með þessu átaki, eykst endurvinnsluhlutfallið stöðugt og málmurinn er gerður áhugaverðari frá vistfræðilegu sjónarmiði. Ef til vill munu menn á næstu 100 árum verða vitni að enn hraðari þróun í notkun áls og að það hasli sér völl á stöðugt fleiri notkunar- sviðum. Hvað sem öðru líður getum við þegar talað um efni framtíðar- innnar, bæði hvað tækni og hag- kvæmni snertir. Auðkúlu-, Svínavatns- og Holta- staðasóknir); Hólar í Skagafjarðar- prófastsdæmi (Hóla-, Viðvíkur- og Rípursóknir); Láugaland í Eyja- fjarðarprófastsdæmi (Munkaþver- ár-, Kaupangs-, Grundar-, Möðru- valla-, Saurbæjar- og Hólasóknir) og Raufarhöfn í Þingeyjarprófasts- dæmi (Raufarhafnarsókn). Þessi prestaköll hafa sum verið prestslaus um nokkurt skeið en þjónað af nágrannaprestum. Qnnur eru laus þar sem þjónandi prestar ■ hafa fengið lausn, t.d. vegna aldurs eins og sr. Bjartmar Kristjánsson á Laugalandi eða vegna skipunar í annað prestakall, svo sem sr. Dalla Þórðardóttir á Bíldudal sem er að taka við Miklabæjarprestakalli. Tveimur prestakallanna er þjónað af settum prestum þeim sr. Baldri Rafni Sigurðssyni á Hólmavík og sr. Bjarna Th. Rögnvaldssyni á Raufarhöfn. Nýlega er útrunninn umsóknar- frestur um Reykhólaprestakall í Barðarstrandarprófastsdæmi. Um- sækjandi er einn, sr. Bragi Bene- diktsson félagsmálastjóri í Hafnar- firði. Eitthvað en ekki svipað Í VIÐTALI við Birki Friðbertsson, bónda í Birkihlíð í Súgandafírði, sem birtist í Morgunblaðinu 12. febrúar var fjallað um mjólkurkvót- ann. Birkir hafði samband við blaðið og vildi Ieiðrétta eitt orð sem eftir honum var haft í sambandi við verð fyrir þá lítra sem menn leggja inn eftir að kvóta þeirra er búinn, Taldi hann að bændur ættu að geta feng- ið eitthvað (ekki svipað) verð fyrir umframlítrana. Þetta er hér með leiðrétt og beðist velvirðingar á mistökunum. Höfundarnafn féll niður NEMENDALEIKHÚSIÐ sýnir um þessar mundir í Lindarbæ leikritið Ó Muna Tíð eftir Þórarin Eldjám. , I gagnrýni eftir Jóhönnu Kristjóns- dóttur, sem birtist í Morgunblaðinu r í fyrradag, féll niður nafn Jóhönnu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Auður Pálmadóttir (t.h.) kynnir sér ferðaáætlunina til Möltu ásamt þeim Þórarni Jóni Magnússyni ritstjóra og Unni Steinsson, aðstoðarritstjóra. Tekur þátt í fegurðarsamkeppni á Möltu AUÐUR Pálmadóttir, 22 ára gömul skrifstofu- stúlka hjá Flugleiðum, hélt í gær áleiðis til Möltu til að taka þátt í keppninni um titilinn „Miss Europe International“ 1986. Tímaritið Lúxus sér um val þátttakanda frá íslandi í keppni þessari, en þetta er í annað skipti, sem keppnin fer fram. Síðast fór keppnin fram í Vínarborg, en nú fer hún fram á Möltu. Ferð Auðar hefst þó í Múnchen í Þýskalandi þar sem þátttakendur í keppninni koma fyrst saman. Þaðan verður sendur út sjónvarps- þáttur, þar sem stúlkumar í keppninni verða kynnt- ar. Sjálf keppnin fer svo fram á Möltu, sem fyrr segir, og verða úrslitin kunngerð 28. febrúar. 10 prestsembætti laus til umsóknar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.