Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 38

Morgunblaðið - 20.02.1986, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Minning: Guðmundur Halldórs- son, fv. útsölusljóri Fæddur 9. ágúst 1900 Dáinn 13. febrúar 1986 Þeim fækkar óðfluga bömunum sem fæddust aldamótaárið og böm- in sem vom lítið eitt eldri og gátu stutt þau fyrstu skrefin í leit að legg og skel em fæst til frásagnar. Þannig tæmast tímaglösin án af- láts. I dag kveðjum við eitt af bömum aldamótanna. Guðmundur Halldórsson fæddist í Reykjavík 9. ágúst árið 1900. Foreldrar hans vom Andrea Katrín Guðmundsdóttir og Halldór Högna- son, verslunarmaður. Hann ólst upp í stómm systkinahópi, þriðji í röð- inni af níu systkinum sem náðu fullorðinsaldri, en þrjú dóu í bemsku. Guðmundur missti föður sinn er hann var 19 ára gamall og kom það því í hans hlut og eldri systkina hans að styðja móður sína við að sjá heimilinu farborða. Skólaganga hans varð því ekki löng. Hann hóf fljótt störf við verslun og réðst ungur til starfa við Áfengisverslun ríkisins og var þar mjög lengi út- sölustjóri eða alit til ársins 1969. Guðmundur var hraustur í upp- vexti, vel vaxinn og glæsilegur maður, enda fljótt liðtækur í íþrótt- um og þá fyrst og fremst í knatt- spymu og sundi. Hann gerðist ungur félagi í knattspymufélaginu Fram, og vann félag hans á næstu ámm marga frækilega sigra og átti hann marga verðlaunapeninga frá því tímabili, einnig tók hann þátt í sundkeppni, þótt aðstæður væm þá ekki góðar og var meðal annars keppt í sjósundi. Guðmundur var gæfumaður. Mesta gæfa hans var að kynnast Ágústu Jóhannesdóttur sem vann þá hjá Lyfjaverslun ríkisins og giftu þau sig 4. júní 1927. Þau byggðu sér hús á Laugavegi 130 og bjuggu þar þangað til 1944 er þau fluttu í nýtt hús á Flókagötu 35 og þar bjuggu þau þangað til Ágústa dó 1981. Þessi glæsilegu hjón áttu margt sameiginlegt. Þau vom bæði mikið gefin fyrir útiveru, ferðalög innan lands og utan og heilluð af hestum enda ferðuðust þau mikið um landið á hestum meðan heilsan leyfði. Þau áttu lengi sumarhús í Fossvogi þar + Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG KJARTANSDÓTTIR, Grenimel 16, lést í Borgarspítalanum 18. febrúar. Hávarður Valdimarsson, Ásta Margrét Hávarðardóttir, Loftur Jónsson, Hannes Hávarðarson, Ingibjörg Loftsdóttir, Ágúst Arason, Jón Loftsson. t Maðurinn minn, EGGERT EGGERTSSON frá Hellissandi, Mariubakka 6, Reykjavík, lést 18. febrúar í Borgarspítalanum. Jensína Óskarsdóttir. + Faðir minn, JÓHANN ÓLASON, Hjarðarholti, andaðist í Sjúkrahúsi Húsavíkur miövikudaginn 19. febrúar. Guðrún Jóhannsdóttir og aðstandendur. Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu, GUÐLAUGU PÉTURSDÓTTUR frá Ingjaldshóli, Vesturvallagötu 1, Reykjavfk, verður í Dómkirkjunni föstudaginn 21. febrúar kl. 10.30. Útförin fer fram frá Hellnakirkju, Snæfellsnesi, laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Bílferð verðurfrá BSI klukkan 8.00. Valný Bárðardóttir, Gunnleif Bárðardóttir, Pétur Bárðarson, Kristín Bárðardóttir, Guðrún Bárðardóttir, Jón Bárðarson, barnabörn og barnabarnabörn. Helgi Sæmundsson, Kristin Kjartansdóttir, Magnús Gunnar Magnússon, Þráinn Agnarsson, Ólafur Pótur Pétursson, + Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGUNN ÓLAFSDÓTTIR, Álfaskeiði 14, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. febrúar kl. 10.30. Laufey Þorgrímsdóttir, Árni Svavarsson, Guðbjörg Björnsdóttir, Ólafur Svavarsson, Þórdís B. Eyjólfsdóttir, Svavar Svavarsson, Stella Kristjánsdóttir, Gunnar Svavarsson, og barnabörn. sem þau dvöldu á sumrin og þar höfðu þau líka aðstöðu fyrir hesta sína. Ágústa og Guðmundur eignuðust ekki böm en þau ættleiddu tvö böm, Öldu Guðfinnu f. 2. júní 1938. Hún er flugfreyja og býr í Bandaríkjun- um, gift Edward Duin, og Halldór f. 3. desember 1938. Hann er bankamaður hér í Reykjavík, giftur Lám Gísladóttur og eiga þau fimm mannvænleg böm. Bæði Alda og Halldór hafa reynst foreldrum sín- ummjög vel. Ágústa og Guðmundur áttu fag- urt heimili þar sem ríkti glaðværð og mikil gestrisni og þar var alltaf gaman að koma, enda var þar alltaf mannmargt á meðan þau gátu sinnt gestum. Eg hefi þekkt þau frá því ég var ungur maður og Ágústu frá því ég var drengur, því að fyrri maður hennar, Þórhallur Jóhannes- son læknir, var móðurbróðir minn. Systir mín dvaldi einn vetur á heim- ili þeirra og ein af dætrum okkar bjó líka hjá þeim einn vetur og þakka ég það af alhug. Við Selma og böm okkar áttum þar margar gleðistundir. En nú eru þau horfin en eftir er fogur minning. Nú er ekki lengur hægt að koma við hjá þeim á Flókagötunni eftir að hafa notið listar á Kjarvalsstöðum en það gerðum við Selma svo oft. Og nú er Guðmundur í dag kvaddur hinstu kveðju frá Háteigs- kirkju, þar sem hann og þau hjónin áttu svo mörg sporin en þar var hann meðhjálpari um 10 ára skeið. Við sem þekktum hann svo vel og þótti vænt um hann þökkum honum og þeim hjónum fyrir allar gleði- stundimar, sem þau veittu okkur og mér verður hugsað til systkina Agústu í Kanada, sem þau höfðu mikið samband við og heimsóttu. Guðmundur átti mörg síðustu árin við mikið heilsuleysi að stríða og lá oft á sjúkrahúsum og nú síð- ustu tvö árin dvaldi hann á öldr- unarlækningadeild Landspítalans í Hátúni lOb. Þar naut hann mikillar og góðrar læknishjálpar og hjúkr- unar. Eftir að Ágústa dó hafði hann flutt til Láru og Halldórs þar sem hann naut frábærrar umhyggju og kærleika og eftir að hann vistaðist á öldrunarlækningadeildinni tóku þau hann heim um hveija helgi allt til síðustu áramóta. Ef sjúkum gamalmennum væri yfirleitt sýnd slík umhyggja er Guðmundur mætti á heimili tengdadóttur sinnar og sonar þá væri gatan þeim oft greið- færari. Ég sendi systkinum Guðmundar fjórum sem eru á lífi, börnum hans, tengdabömum og afabömum og systkinum Ágústu í Kanada og öðrum skyldmennum innilegar samúðarkveðjur. Það er heiðríkja yfir minningu Ágústu og Guðmundar. Jón Gunnlaugsson Þeim fer fækkandi aldamóta- mönnunum, sem slitu bamsskóm sínum hér í borg í upphafi aldarinn- ar. Einn þeirra var Guðmundur Halldórsson, er við kveðjum í dag. Hann fæddist 9. ágúst, aldamótaár- ið, sonur hjónanna Halldórs Högna- sonar og Ándreu Guðmundsdóttur, er ættuð vom úr Ámessýslu. Hann var fjórði í röðinni af stórum bama- hópi þeirra hjóna, en alls urðu bömin tólf. Þijú dóu ung, en níu komust til fullorðinsára. Guðmundur starfaði hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mestan + STEINUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR fædd 12.7 1900 í Vatnsfjarðarseli, Reykjafjarðarhreppi, N-lsafjarð- arsýslu, lést 20.2 1986, verður jarðsunginn frá Kálfholtskirkju föstudaginn 21.2 kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og vina, Guðbjörg Tyrfingsdóttir, Leo V. Johansen, Ljónsstöðum, Árnessýslu. + Sonurokkar, bróðirog mágur, ÁKI GÍSLASON bókasafnsfræðingur, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Sigríður Guðlaug Brynjólfsdóttir, Gísli Friðrik Petersen, Þórir Gislason, Helga Sigurjónsdóttir. + Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, GUNNLAUGS HALLDÓRSSONAR, arkitekts, verður gerð frá Bessastaðakirkju föstudaginn 21. febrúar nk. kl. 13.30. Guðný Þorbjörg Klemensdóttir, Jón Gunnar Gunnlaugsson, Inga Lóa Haraldsdóttir, Þrúður Gunnlaugsdóttir, Þorgeir Andrésson, Klemens Gunnlaugsson, Guðrún Eggertsdóttir og barnabörn. + Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, ÓSKARS. JCNSSON, Njálsgötu 49, verður jarðsunginn frá Nýju kapellunni i Fossvogi föstudaginn 21. febrúar kl. 15.00. Theodór Óskarsson, Arnheiöur Árnadóttir, Guðrún Theodórsdóttir, Óskar Theodórsson, Bryndis Theodórsdóttir, Gunnar Jónsson. hluta starfsævi sinnar og gat sér þar góðan orðstír sem ábyggilegur og duglegur starfsmaður, sem lýsir sér best í því, að hann var gerður að yfírverkstjóra og síðar útibús- stjóra Áfengisverslunarinnar við Snorrabraut, er hún var sett á stofn. Þar vann hann þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Guðmundur var á unga aldri mikill íþróttamaður, enda maðurinn stór og myndarlegur, svo eftir var tekið. Knattspyman átti hug hans allan og byijaði hann ungur að „sparka bolta". Hann ólst upp við Njálsgötuna, en þar var mikill áhugi fyrir knattspymu og hver blettur notaður til þess að iðka þessa íþrótt. Aðallega vom þó notaðir gömlu öskuhaugamir, þar sem Heilsu- vemdarstöðin er núna. Hann gerð- ist félagi í Knattspymufélaginu Fram um árið 1919, en það skeði þannig eftir frásögn hans sjálfs, að hann hafði gengið suður á gamla íþróttavöllinn við Hringbraut. Fram var þar á æfingu og bað hann um að fá að vera með. Hann fékk það og þar með hófst starf hans fyrir fram. Hann var óslitið í kappliði Fram frá því um 1919 til 1930 og því oft meistari á þessum árum. Um árið 1927 er Fram komið niður í mikinn öldudal. Félagslíf allt, fundir jafnt sem æfingar lágu að mestu leyti niðri. Þá tókst Guð- mundi með áhuga sínum og eldmóði að hefja vakningu meðal unglinga, aðallega við Njálsgötuna og næsta nágrenni, á Fram og stjómaði bæði æfingum og lagði til knetti sjálfur og undirbjó allt starfið á ný. Hann fékk þó síðar mikla hjálp við upp- byggingarstarfið, er þeir bræður Kjartan og Ólafur Kalstad Þor- varðssynir komu til hjálpar. Þessir þrír menn vom allt í öllu hjá félag- inu um þetta leyti, en Guðmundur vildi ekki gegna formannsstöðu í félaginu fyrst í stað, en þá varð Ólafur formaður. Guðmundur varð þó að gegna formannsstöðunni í forföllum Ólafs meðan hann dvald- ist við nám erlendis. Guðmundur var síðan kosinn formaður félagsins 1937 til 1939 og aftur 1946 til 1947. Á formannsárum Guðmundar hóf Fram, fyrst íþróttafélaga, byggingu félagsheimilis og knattspymuvall- ar. Þessum ungu mönnum, ásamt öðrum dugmiklum félögum, hafði tekist, vegna sérstakra aðstæðna í skemmtanalífi höfuðstaðarins að safna nokkru fé í byggingarsjóð og var það notað til þess að koma þessu í framkvæmd. Það var alla tíð mikiil áhugi hjá Guðmundi að treysta félagslíf og auka áhuga manna í iðkun knatt- spymunnar og leit hann ánægður yfir þau verk, sem unnin vom í félaginu á þessu sviði og var stoltur af góðum árangri gamla „Fram“ á seinni árum. Guðmundur var kjörinn heiðurs- félagi félagsins á aðalfundi 1933, fyrir öll sín miklu og margvíslegu störf í þágu félagsins. Kona Guðmundar var Ágústa Jóhannsdóttir og börn þeirra tvö Alda og Halldór, bamabömin em fimm. Þessi fátæklegu kveðjuorð em sett hér á blað til látins félaga og fmmheija Knattspymufélagsins Fram, til þess að þakka honum hans miklu störf í þágu félagsins og þá um leið í þágu knattspymu- íþróttarinnar á íslandi, sem svo margir ungir og aldnir dá. Við sendum öllum eftirlifandi ættingjum Guðmundar samúðar- kveðjur. Jörundur Þorsteinsson Skreytum við öll tækifæri dom; Reykjavikurvegi 60, simi 53848. Álfheimum 6, simi 33978.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.