Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 fclk f fréttum Nokkur hænsni fara með hlutverk í leikritinu „Ella“ EGGLEIKHÚ SIÐ: 10 verstu illfyglin Þessir persónuleikar sem hér getur að líta á meðfylgjandi myndum eru að áliti gagnrýn- enda vestra, mestu illfylgin í bandarískum sjónvarpsþáttum. Furðulegt að Joan Collins (Alex- is) skuli sleppa. Monty og Sarah. Monty baða sig í kaffi- bollanum. Adam Carrington úr Dynasty. Hann gerir, eins og lesendum er eflaust kunnugt, allt til að skap- rauna fjölskyldu sinni og minna hana á að honum hafi verið rænt í barnæsku. Það er þó ekki allt, þvi drengurinn nauðgar svo dóttur þjónsins á heimili sínu, reynir að kála mági sínum, giftist fyrrver- andi konu bróður sins ... uss uss „Finnst stykkið hæfa Eggleikhúsinu mjög vel“ segir leikstjórinn Michael Scott Dorian Lord í þáttunum „One Iife to live". Sú kona neitar að gefa bónda sínum nayðsynleg lyf til að hann geti haldið liftórunni. Hvað er eðlilegra, þegar egg er nefnt á nafn, að hænur komi í hugann líka. Þessi hugrenn- ingatengsl hafa eflaust gert það að verkum að í Eggleikhúsinu er nú fært á fjalimar ieikrit þar sem sjö hænum er ætlað að fara með hlutverk og vappa um sviðið. Annar verður aðeins einn leikari sem hefur uppi mannamál í téðum leik, Viðar Eggerts- son, sem verður á sviðinu allan tímann, auk Kristín- ar Önnu Þórarinsdóttur sem þó mælir ekki orð af vörum. Leikstjórinn er írskur, Michael Scott, sem er verkefnastjóri við „Dublin Theatre Festival" en einnig þekktur leikstjóri. Hann var tekinn tali og inntur nánar eftir efnivið leikritsins sem ber heitið „Ella“. „Þetta er leikrit eftir Herbert Achtembusch, en þýtt á íslensku af Þorgeiri Þorgeirssyni og íjallar um konu sem býr í hænsnakjallara og heitir Ella. Það er sonur hennar sem segir frá ævi hennar og er klæddur sem móðirin. Það er áhorfandans að finna út hvort hann er aðeins hugarórar Ellu eða til í verunni." Viðar (sonurinn) er sá eini sem fer með talaðan texta en hreyfingar leikara og athafnir skipta líka afar miklu máli og hafa síður en svo minna hlut- verki að gegna en textinn sjálfur. Samspil þessara tveggja þátta er nátengt. „Við höfum þijár til fjórar vikur til að æfa stykk- ið áður en við heljum sýningar," segir Michael aðspurður hvemig æfingar gangi. „Þetta er að mér skilst dálítið strangt, en mér er ómögulegt að skilja hvemig leikhópar hér á landi geta verið að æfa sama leikritið svo mánuðum skiptir. Ég borða að vísu alla jafna mjög hratt tala hratt og líklega er ég því einnig tiltölulega snöggur þegar leikstjómin er annarsvegar, en ég væri orðinn hundleiður á verkinu eftir 2 til 3 mánaða æfingar. Ég vona að vel eigi eftir að takast með Ellu og að skýringamar geti orðið frábmgðnar hver annarri, enda getur ýmislegt gerst í þessu leikriti með hjálp ytri aðstæðna og hver veit nema hænumar geri uppsteit eða þvíumlíkt." Þegar það ber á góma hvemig standi á því að hann sé staddur hér á landi til að leikstýra hjá Eggleikhúsinu kemur svarið um hæl: „Við Viðar kynntumst fýrir nokkm og ræddum þá þann mögu- leika að vinna saman. Þetta leikrit sem á að gerast í hænsnahúsi fannst mér eiga vel við þegar Eggleik- húsið er annars vegar og þegar Viðar bauð mér svo að koma hingað og leikstýra því þáði ég boðið með þökkum. „Húsnæðið sem við æfum í,“ heldur Michael áfram „og komum til með að nota til sýninganna er frábært fyrir þetta stykki (Kjallaraleikhúsið) þar sem það á raunvemlega að gerast í kjallara. Það er hálf haliærislegt að ímynda sér það sett á svið í íburðarmiklu leikhúsi með öllu tilheyrandi og því heppilegt að þetta húsnæði skuli hafa verið í boði. Aðstæður geta vart verið betri." Þegar farið er út í sígilda spumingu og Michael inntur eftir hvemig honum falli við land og þjóð segir hann að sér líki mjög vel það sem hann hafi séð og kynnst og fyrir það fyrsta sé veðrið miklu betra en heima hjá honum í Dublin þar sem rakinn sé auk þess óþolandi. „Það eina sem mér þykir virkilega miður héma er verðlagið á öllu. En það virðast allir hafa ráð á því að lifa sómasamlega þannig að þetta virkar kannski bara svona á aðkomufólk. Ég hef séð nokkrar leiksýningar héma og það má segja að ég hafi hrifist sérstaklega af uppsetn- ingunni og leiknum á Tom og Viv hjá Alþýðuleik- húsinu. Ég hef séð það Ieikrit sett á svið áður og að mínum dómi er það smekklegar gert hér.“ Þegar talinu er vikið að því hvað taki við að þessu verkefni loknu segir Michael að strangir dagar séu framundan, sama kvöld og hann komi til Dublin bíði hans fundir um næsta leikstjómarverk- efni. »Ég mun leikstýra leikriti í Dómkirkjunni í Dublin sem heitir „Those Three Days“. Þar koma við sögu hundrað manns, tveir kórar og þekktustu leikarar írlands. Fyrir þær sýningar fæ ég einungis tíu daga til að æfa hópinn, þannig að þessar vikur héma eru hreinn munaður, segir hann að lokum. Michael Scott, Viðar Eggertsson og ein hænan úr leikritinu. Morgunblaðiö/Júlíus 1188 . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.