Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 41 Sarah bjargaði apaunganum frá flóðhestunum Síðan hafa þau verið óaðskiljanlegir vinir Betra rúm er ekki hægt að hugsa sér, mjúkur inniskór með sæng sem er gamall þvottapoki. Monty er lítill apaungi og ef Sarah hefði ekki komið honum til hjálpar á sínum tíma hefði hann ekki lifað nema í nokkrar klukkustundir. Unginn Monty fæddist í dýra- garði í London og eitt sinn er apamóðirin var eitthvað að sinna unganum sínum missti hún hann og þá fór ekki vel. Básinn þar sem aparnir halda til er nefnilega beint fyrir ofan þann stað sem flóðhestarnir hafa tii umráða og vesalings unginn datt beint niður til þeirra. Fyrir hreina tilviljun voru tveir gæslumenn, Jim og Sarah, að gæta að flóðhestunum þegar atburðurinn varð. Sarah sem sá hvap gerðist bað Jim að leiða athygli dýranna að einhverju öðru en þessum ósjálfbjarga unga og um leið og það tókst hljóp Sarah að apanum og tók hann í sína vörslu. Hún fór rakleiðis til apamóðurinnar með Monty en þá gerðist nú það undarlega; móðirin vildi hreint ekki sjá afkvæmi sitt og á þeirri stundu ákvað Sarah bara að ættleiða hann. „Eg hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun. Monty er bæði blíður og afskaplega góður vinur. Ekki er hann plássfrekur, sefur í gömlum inniskó af mér, baðar sig í kaffibolla og borðar mjög lítið. Svo er þetta svo þægilegt að ég get haft hann með mér hvert sem ég fer. Hann situr í hliðarvagni á vélhjólinu mínu á leiðinm í vinnuna og á meðan ég er önnum kafin liggur hann í vasa mínum og sefur eða situr á öxlinni á mér og fylgist með. Monty hefur nefnilega mikinn áhuga á dýrunum og fylgist vel með þeim nema þegar að flóðhest- unum kemur. Þá grefur hann sig niður í vasa minn og lítur ekki upp, fyrr en hann er viss um að við séum komin framhjá.“ Sam Malone úr Staupasteini (Cheers) sængar hjá hvaða konu sem er og þykir því með eindæmum lauslátur... Abby Cunningham Ewing hjálp- aði til við að ræna tviburum, átti í ástarsambandi við mág sinn JR Ewing og gerir næstum hvað sem er ef peningar eru annarsvegar. Robin Leach er ekki eins slæm- ur og JR en það er nú kannski ekki að marka. Að minnsta kosti var hann látinn fylgja á listanum. Robin fer annars með hlutverk i þáttunum „Lifestyles of the rich and famous". Blance Devereaux eltir hvern karlmann sem á vegi verður ... Angela Channing úr Falcon Crest er ekkert lamb að leika við og lætur tilfinningar ekki hlaupa með sig í gönur. Hún ber ekki virð- ingu fyrir neinu og alls ekki fyrir fjölskyldu sinni. Konukindin hefur næstum gert dóttur sína sturl- aða... Jack Abbot úr „The young and the restless", mútar og hótar systur sinni, sefur hjá stjúpmóður sinni... JR Ewing er illræmdastur, hefur aldrei getað staðist freistingar, ekki verið konu sinni Sue Ellen trúr lengur en í tvær vikur í senn, svindl- ar einsog hann getur í viðskiptum og... COSPER COSPER 9620 ' — Hvaðfáum viðí kvöldverð? 4n A U T A K J i ■ ■ O T Nautahakk 10 kr. nautahakk Nautahnakkafillet Nautalundir Nautafillet Nautagullasch Nautainnanlæri Nautabuff Nauta Roast Beef K w A L F A K J ■ ■ O T 298 kr. kg. 259 kr. kg. 369 kr. kg. 728 kr. kg. 688 kr. kg. 525 kr. kg. 599 kr. kg. 550 kr. kg. 550 kr. kg. Kalfahryggir Kálfakótilettur Kálfahakk Kálfasnitchel Hangikjötslæri Úrb. hangikjötslæri Hangikj.frampartur Úrb. hangikjötsframp. 165 kr. kg. 188 kr. kg. 195 kr. kg. 397 kr. kg. 329 kr. kg. 237 kr. kg. 375 kr. kg. S V w 1 N A K J ■ ■ O T Svínalæri Svínabógar Svínahryggir Svínakótilettur Svínahamb.hryggur m.beini Úrb. svínahamb. hryggur 247 kr. kg. 245 kr. kg. 470 kr. kg. 490 kr. kg. 508 kr. kg. 630 kr. kg. L A M B A K J ■ ■ O T Lambalæri Lambakótilettur Lambahryggir Lambalæristeikur Lambalærisneidar Hreinsuð svið Lado lamb læri beinl. 255 kr. kg. 225 kr. kg. 225 kr. kg. 209 kr. kg. 325 kr. kg. 118 kr. kg. 435 kr. kg. KJÖTMIÐSTÖOIN Laugalaek 1. s. 686511

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.