Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 46
áster... ... smávegis tak fyrir hjartanu TM Rm. U.S. Pat tm.-all rlohts resarved •1982 Los Angeiss Times Syndtcate Sendið mér korktrekkj- ara. Eyjan er undan ströndum S-Afríku! HÖGNI HREKKVÍSI Nýstárlegar hugmyndir um hús Landsbókasafnsins Nýlega barst Velvakanda bréf frá Jóhanni S. Hlíðar. Hann hefur fest kaup á lítilli íbúð í miðborg Malaga og unir sér vel. En línumar voru ekki til að rekja þá sögu heldur til að viðra nýstárlegar hugmyndir um Landsbókasafnshúsið við Hverf- isgötu. „Ein er sú hugsun, sem búið hefír hjá mér allt frá þeirri tíð að skriður kom á nýja bókhlöðu og von um að bráðlega yrði Landsbóka- safnið við Hverfisgötu, ein virðuleg- ust bygging höfuðstaðarins rýmd. Hvað verður um hana? Ég sá í Morgunblaðinu, að Dómarafélag íslands leggur til að kannað yrði, hvort Hæstiréttur íslands fengi Landsbókasafnið þegar safnið flyt- ur í nýju þjóðarbókhlöðuna. Þá fæddist sú hugmynd sem hér verður reifuð í fáum orðum. Hún er sú að Landsbókasafnið yrði forsetahús íslands. Bessastaðir yrðu sem hing- að til forsetabústaður. Mér hefír oft verið hugsað til forsætisráðherra- bústaðarins við Tjamargötu, býsna virðulegt hús á sína vísu. Þar hafa gist þjóðhöfðingjar Norðurlanda, svo eitthvað sé nefnt. En ég hef leitt hugann að eldhættu svo gam- als húss þó vandað sé og vistlegt en það er timburhús og þótt bmna- eftirlit hljóti að vera með ágætum, þarf lítið út af að bera til að illa færi. Ég geri mér ljóst að Landsbóka- safnið þyrfti breytinga við. En það gæti orðið sériega virðulegt og boðlegt hverjum þjóðhöfðingja. Ég hefí látið mér til hugar koma að Um Karvel Pálmason Þeir em að teikna, og em að spá um að verkinn lini, Vestfjarðakort á kviðinn á Karvel Pálmasyni. X9 við húsið yrði byggð álma, sem veit út að styttu Ingólfs Amarsonar. I þeirri álmu yrði íbúð húsvarðar á jarðhæð, vandað eldhús o.s.frv. A efri hæð yrði virðulegur matsalur með stómm gluggum. Þaðan nyti útsýnar sem er ein fegurst sem völ er á. Fyrir enda matsalar væri aðstaða fyrir þjónalið er veislur em haldnar og lyfta væri í sambandi við eldhúsið. Þá kæmi að þeirri hlið matsalarins, sem vissi í suður. Þar væm súlur. Bílastæðið hyrfi og þar kæmi fagurlega gerður garður með boghvelfdu glerþaki, því að allra veðra er von á okkar kæra landi. Sú hlið sem snéri að Amarhvoli yrði að mestu gluggalaus en við vegginn yrði komið fyrir nokkurri upphækkun eða sviði, þar sem gestir forseta gætu notið einleiks okkar fremstu listamanna, einsöngs o.s.frv. Sú hlið sem snéri að Þjóð- leikhúsinu yrði prýdd með gluggum. Þá dettur mér í hug að njóta Leifs Breiðfjörð um steinda glugga, sem væm lýstir þannig upp að þeir nytu sín bæði að innan sem utan, þó svo að svarts veggjar Þjóðleikhússins gætti ekki. I húsagarðinum væri komið fyrir aðstöðu fyrir borð og stóla og það sem þurfa þykir við hátíðleg tækifæri. í sjálfu Landsbókasafninu er þegar fyrir hendi lessalurinn, sem hægt væri að nota með ágætum, áður en áðurgreind breyting kæmi til greina eða framkvæmda. I því húsi væri aðstaða fyrir forsetaritara og svo að sjálfsögðu vistarvemr þjóðhöfðingja og fylgdarliðs. Myndin er ljós í huga mér og þama er staðurinn sem gæti orðið okkur til sóma um ókomin ár. Það kemur að því að slíks forsetahúss íslands gerist þörf. Hæstiréttur er alls góðs maklegur en ég fer ekki ofan af því að við íslendingar sem þjóð þurfum hveiju sinni að slá hring um forsetann, embætti hans og samskipti við önnur ríki og þjóð- höfðingja þeirra. Slík viðskipti em mikilvæg á menningar-, viðskipta- og verslunarsviði. Þetta með forsetahús Islands kann að virðast dýrt tildur. En það kostar ávallt eitthvað að vera sjálf- stæð þjóð og hún þarf að eiga „andlit" út á við. Það eflir sjálfsvirð- ingu hvers íslendings og allt sem stuðlar að því að við getum borið höfuðið hátt, er af hinu góða. Vegir íslands myndu vaxa. Skrifað á vígsludegi mínum. Jóhann S. Hlíðar Víkverji skrifar Sveitarstjórnarkosningar verða í vor eins og mönnum er kunn- ugt. í bæjarstjóm Akureyrar hefur ekki verið mikið um deilumál upp á síðkastið. Fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs var samþykkt í bæjarstjóm á dögunum og þar var helst rifíst um eitt atriði; hvort byggja ætti í sumar vatnsveitugeymi á Miðhúsaklöpp- um ofan bæjarins eða ekki. Tillaga Sjálfstæðismanna um að fresta byggingunni og nýta peningana í annað — að geta a.m.k. gripið til þeirra til annarra framkvæmda — var samþykkt. Við það brást for- maður Vatnsveitustjómar og bæj- arfulltrúi Alþýðuflokksins, Freyr Ófeigsson, hinn versti við og sagði af sér formennskunni. Þykjast menn nú merkja að Freyr sé farinn að undirbúa sig fyrir kosningamar. Hann átti hvort sem er ekki nema þijá mánuði eftir í Vatnsveitustjórn og seta í þann tíma hefði varla breytt miklu til eða frá. Þetta er tilvalið tækifæri til að komast í fréttirnar — og segja gárungamir að það veiti varla af fyrir Alþýðu- flokkinn á Akureyri að reyna að minna rækilega á sig fyrir kosning- amar í vor . . . XXX Kunningi Víkveija, einn for- ráðamanna Dags á Akureyri, sagði honum undarlega sögu fyrir skömmu. Sem kunnugt er varð Dagur að dagblaði á haustdögum og á því skv. lögum rétt á ákveðnum styrkjum frá ríkinu eins og önnur dagblöð. Haft var samband við viðkomandi ráðuneyti — en stúlka sú sem varð fyrir svömm var ekki ýkja hrifin af því að ríkið þyrfti að fara að styrkja dagblað norður á Akureyri. „Þá endar þetta bara með því að það verður komið dagblað á hvert krummaskuð á landinu," sagði Reykjavíkurstúlkan í ráðu- neytinu. Víkvetji vonar að hugur ráðamanna sé ekki á sömu lund og. þessarar skrifstofustúlku sem greinilega fylgir kenningunni Reykjavík = ísland. xxx Nú em í boði hjá Flugleiðum svokallaðir Helgarpakkar til Akureyrar. í þessum pakka kaupir fólk flug fram og til baka, gistingu í höfuðstað Norðurlands, miða í leikhús og ef til vill sitthvað fleira. Víkveiji vill hvetja þá sem koma til ,Akureyrar í slíkum pakkaferðum, og að sjálfsögðu alla aðra sem heimsækja staðinn, að gefa Leik- félagi Akureyrar góðan gaum. Það hefur á undanfömum ámm sett upp mörg merkileg „stykki" sem fengið hafa góða dóma gagnrýnenda og ekki að ósekju. í vetur hófst leikárið hjá LA á Jólaævintýri eftir Charles Dickens, sem sýnt var fram í febrú- ar við góðar undirtektir, og nú er það Silfurtúngl Halldórs Laxness sem er á boðstólum í gamla Sam- komuhúsinu undir brekkunni. Nú standa yfír æfingar á verkinu Blóð- bræður eftir Willy Russell í þýðingu „meistara" Megasar. Það verður fmmsýnt fyrir páska. Leikfélag Akureyrar hefur sýnt að það er metnaðargjarnt félag sem vill bjóða upp á fjölbreytt verk. Það hefur margsannað tilvemrétt sinn sem þriðja atvinnuleikhús landsins. Það ætti enginn að vera svikinn sem eyðir kvöldstund í Samkomuhúsinu undir brekkunni í vetur .. . XXX Fyrst farið er að minnast á leik- listina norðan heiða er vert að minna á að Leikfélag Öngulsstaða- hrepps fmmsýndi fyrir skömmu í Freyvangi leikritið „Kviksand" eftir Michael Vincent Casso. Þetta er átakanlegt verk um eiturlyíjanotk- un og afleiðingar hennar og gerist K New York um 1950. Það flytur boðskap sem á erindi við alla í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.