Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 47

Morgunblaðið - 20.02.1986, Page 47
MORGUKBJLADID, F1MMTUDAGUR,20. FEBBÚAR 1986 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS nf ny ir Kærar þakkir til Alþingis Kæri Velvakandi. Mig langar að þakka starfsfólki Alþingis fyrir höfðinglegar móttök- ur sem við félagar úr Frístunda- hópnum Hana nú í Kópavogi feng- um þegar við heimsóttum Alþingi. Sérstaklega vil ég þakka Salome Þorkelsdóttur forseta efri deildar sem hafði veg og vanda af móttök- unum og líka öðrum forsetum Al- þingis. Líka vil ég þakka Friðriki Ólafssyni skrifstofustjóra sem tók á móti okkur og var með okkur. veitti okkur höfðinglegar góðgerðir og varð að leggja á borð í viðbótar- húsnæði við kaffistofu alþingis til að hinn mikli fjöldi Hana nú-félaga gæti sest að kaffidrykkjunni í einu. Þessi heimsókn var ógleymanleg og eftir að Salome hafði rakið störf þingsins fyrir okkur held ég að margir hafi séð starf alþingismanna í öðru ljósi en við sjáum oftast. Einn ánægður Hana nú- félagi Æskilegt að kvört- un berist strax Dyravörðum og starfsfólki alþingis vil ég einnig þakka, en það var skemmtileg stund þegar þeir opn- uðu aðaldyr þinghússins og stöðv- uðu umferðina meðan við komum og fórum. Ekki síst vil ég þakka starfsfólki í eldhúsi alþingis sem Þakkir tilA-3 Hafliði Helgason hringdi: Mig langar að senda kveðjur og þakkir til hjúkrunarliðs og starfs- fólks á deild A-3 á Borgarspítalan- um. Sérstaklega þakka ég Hauki Ámasyni skurðlækni fyrir góða umönnun. Þóra Björg Guðjónsdóttir skrifar Velvakanda (7.2. sl.) og telur póstþjónustu á ísafirði vera „fyrir neðan allar hellur". Þann 9. desember í fyrra fékk bréfritari pakka frá Blönduósi, en í honum voru sex drykkjarkönnur. Tvær þeirra reyndust brotnar, en greitt var undir pakkann sem brothætta sendingu. Pakkann segist bréfritari ekki hafa opnað „af vissum ástæð- um“ fyrr en 16. desember. Bréfrit- ari fór þá strax í pósthúsið og skýrði frá brotnu könnunum og óskaði eftir að tjónið yrði bætt. Henni var tjáð að athugað yrði hvað hægt væri að gera. Eftir ítrekaðar og árangurslausar ferðir í pósthúsið á Isafirði skrifar svo bréfritari Vel- vakanda og kvartar yfir því að starfsfólk pósthússins hafi ekki fundið lausn á vanda hennar og borið við annríki. Eins og dagsetningar vitna um barst ekki kvörtun frá bréfritara fyrr en viku eftir að hún fékk pakkann og þar að auki á miklum annatíma hjá póstinum. Æskilegt hefði verið að kvörtunin hefði borist strax, enda er gert ráð fyrir að dráttur verði ekki á að tilkynna tjón til póststöðva. í pósthúsinu á ísafirði þurfti m.a. að afla upplýs- inga um verð fyrmefndrar vöm til þess að unnt væri að greiða skaða- bætur, en eins og bréfritari bendir á hefði þurft að bregðast fyrr við. Nokkmm dögum áður en bréfið í Velvakanda birtist fékk bréfritari bætt tjón sitt í pósthúsinu á ísafirði, nánar tiltekið 4. febrúar sl. Bréfritari getur þess í lok bréfs- ins að hún hafi orðið vitni að slæmri meðferð á póstpokum. Ástæða er vissulega til þess að brýna fyrir póstflytjendum að gæta fyllstu varúðar í meðferð pósts. Jóhann Hjálmarsson Nálarstungueyrnalokkurinn • Hjálp í baráttunni við aukakílóin og reykingarnar. • Hefur einnig reynst vel við margvísleg- um verkjum. i Hannað og prófað af lækni. Neðra bak, mjaðmir Mjóbak Lifur, migrene, g»gt Lungu, reykingar Tannverkur ^ ^ og bólgur IfiJL ■ (T) Deyfandi, tannverkur Streita, reyk- ingar Neðra bak, mjaðmir Mjóbak f Efra bak —Hlí°,ir' Eíra migrene höfuð- höíuð Abtma, ofneemi • Algerlega hættulaust og auðvelt í notkun. Bara þrýsta með fingurgómnum. • Leiðbeiningar á íslensku fylgja. • Má setja í og taka úr að vild. Leitið uppiýsinga isima 622323. Sendum ípóstkröfu. Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11. Einkaumboð á íslandi: Heilsumarkaðurinn Hafnarstræti 11. Léttur, Ijúfur og þéttur Pú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvlld. Þvf skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning. Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu kráfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum kostum: • Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmíi, - sérstaklega hreinlegu efni sem hrindir frá sér ryki og óhreinindum og þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði. • 3000 rörlaga loftgöt sjá um að loftið leikur um koddann að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tíyggir jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur og fjaðurmagnaður. Haltu þér fast! - Verðið kemur á óvart! Við erum með tvœr gerðir af Latex koddum: •• t\\ Mýkri gerð á kr.709,- Stífari gerð á kr.839,- $0* iVf Útsölustaðir: , pO", Hagkaupsbúðimar Reykjavik, Njarðvík og Akureyri LYóTADUfl Dugguvogi 8-10 Sími 84655 ^ Dbnlopillo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.