Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR1986 Morgunblaðið/Árni Sæberg • Gissur Skarphéðinsson í fullum herklæðum á æfingu í Baldurshaga. Hann er nú einn af okkar bestu skyttum. Febrúarmót Skotfélagsins: GissurvannCarl íspennandi keppni CARL J. Eiríksson tapaði fyrir Gissurí Skarphóðinssyni í febrú- armáti Skotfélags Reykjavíkur sem fram fór f Baldurshaga í fyrri viku. Carl hefur verið ósigrandi í skotfimi í mörg ár. Keppt var í riffilkeppni. Gissur Skarphéðinsson, sem nýlega var kjörinn Skotmaður árs- ins, sigraði á mótinu og hlaut 196 stig. Carl J. Eiríksson varð í öðru sæti með 194 stig. Þriðji var Lárus Fjeldsted með 187 stig, fjórði Hafsteinn Júlíusson með 185 stig og í fimmta sæti var Hans Christ- ensen með 184 stig. Við tókum Gissur tali og spurð- um hann fyrst hvort hann væri búinn að æfa skotfimi lengi. ' „Ætli ég haf/ ekki byrjað um tví- tugt en nú er ég 24 ára. Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta er trúlega sú að bræður mínir stunduðu veið- ar mikið og þeir tóku mig með þegar ég var ungur. Síðan þegar ég flutti frá ísafirði fór ég að prófa skotfimi." — Áttir þú von á því að vera kjörinn skotmaður síðasta árs? „Ekki beint en það voru að vísu ekki margir sem komu til greina þannig að þetta kom mér ekkert verulegaáóvart." — Hvers vegna er skotfimi ekki vinsælli hér á landi en raun ber yitni? „Ég held að það séu margar ástæður fyrir því. Fyrir það fyrsta er þessi íþróttagrein lítið kynnt hér á landi. Ég get nefnt sem dæmi að þegar ég ætlaði á fyrstu æfing- una hér þá fór ég langt upp í sveit til að komast í Baldurshaga, ég vissi ekki af þessu hérna undir stúkunni á Laugardalsvelli. Önnur ástæða er að þetta er dálítið dýr íþrótt. Riffill og skam- byssa kosta um 100 þúsund og að auki eru öll skotin sem maður þarf að nota. Síðast, en ekki síst, er fólki illa við að leyfa unglingum að fara á æfingar en það er alveg óhætt því slys eru fátíð í þessari grein. Það ríkir fáfræði um skotfimi hérálandi." — Að lokum ferðu enn á skytt- erí? „Já, já. Ég fer á gæs, rjúpu og sel og ég held að ég hitti betur núna en áður. Maður hefur meira sjálfstraust," sagði þessi unga og stórefnilega skytta að lokum. Skotsambandið hefur valið Gissur til þess að taka þátt í al- þjóðlegu skotmóti í Osló núna um mánaðamótin en þar verður keppt í riffilkeppni. Akveðið var að senda Gissur í framhaldi af góðum árangri hans að undanförnu. Jón og ÖrnoSfur þjálfa ísfirðinga JÓN og Örnólfur Oddssynir hafa verið ráðnir þjálfarar 2. deildar- liðs ísfirðinga í knattspyrnu fyrir næsta keppnistímabil. Jón og Örnólfur eru báðir frá ísafirði og koma til með að leika með liðinu jafnframt því að þjálfa það. ísfirðingar verða svo til með sama lið og í fyrra, hafa misst fáa leikmenn. Þeir Jón og Örnólfur hafa lengi verið í eldlínunni á knatt- spyrnuvellinum og leikið með nokkrum liðum. Jón lék með Breiðablik og KR, og Örnólfur með KR og Víkingum. Þeir léku báðir meðÍBÍífyrra. Magnús Jónsson þjálfar Þrótt N. MAGNÚS Jónsson sem lék með Víkingum á síðasta keppnistíma- bili hefur verið ráðinn sem þjálf- ari 3. deildarliðs Þróttar frá Nes- kaupstað. Magnús mun einnig leika með liðinu. Hann tekur við Þrótti af Bjarna Jóhannssyni sem nú dvelur í Noregi og hyggst leika þar í sumar. Kristinsmótið ígöngu á Ólafsfirði: Sömu sigurvegar- ar báða dagana KRISTINSMÓTIÐ í skíðagöngu, sem er punktamót, var haldið í Ólafsfirði um síðustu helgi. Úrslit urðu þessi: Stúlkur 13-16 ára (2 km) EsterlngólfsdóttirS S,SS Magnea Guðbjörnsdóttir Ó 6,05 Lena Rós Matthíasdóttir Ó 6,29 Stúlkur 16-18 éra (3 km) Stella Hjaltadóttir I MálfriöurHjaltadóttirl Eyrúnlngólfsdóttirl • Pittar13-14ára(3km) Sölvi Sölvason S Grétar Björnsson Ó Guömundur Óskarsson Ó Konur 19 ára og aldri (3 km) Auður Yngvadóttir f Kariar 20 ára og eldri (10 km) Haukur Eiriksson A Þorvaldur Jónsson Ó 3.—4. Þröstur Jóhannesson í 3.-4. Haukur Sigurðsson Ó Pirtar 17-19 ára (7,5 km) Bjarni Gunnarsson f Sigurgeir Svavarsson Ó Rögnvaldur Ingþórsson I 8,59 11,02 11,35 8,06 8,2'8 8,58 12,16 25,49 26,55 28,38 28,38 20,00 22,00 22,03 Piltar15-16ára(5km) Óskar Einarsson S Karlar 20 ára og eldrl (15 km) Haukur Eiríksson A Þorvaldur Jónsson Ó Haukur Sigurðsson Ó Piltar 17-19 ára (10 km) Bjarni Gunnarsson I Sigurgeir Svavarsson Ó Rögnvaldur Ingþórsson f Pittar13-14ira(5km) Sölvi Sólvasori S' Grétar Björnsson Ó Bjarni Brynjólfsson I Stúlkur 13-15 ára (82,5 km) Ester Ingólfsdóttir S Magnea Guðbjörnsdóttir Ó Lena Rós Matthiasdóttir Ó Stúlkur 16-18 ára (3,5 km) Stella Hjaltadóttir f MálfríöurHjaltadóttirf Eyrún Ingólfsdóttir I Piltar 15-16 ára (7,5 km) Óskar Einarsson S Konur 19 ára og eldri (5 km) Auður Yngvadóttir f 15,04 41,05 42,22 44,55 26,33 29,27 29,55 14,55 15,55 16,46 8,31 9,30 9,48 11,51 14,34 16,06 24,55 22,29 Islandsgangan ískíðagöngu Landsliðið vel tryggt Almennar tryggingar sem tryggt hafa íslenska landsliðið í hand- knattleik á undanförnum árum í keppnisferðum sínum erlendis hefur gefið HSÍ nauðsynlegar tryggingar vegna ferðarinnar til Sviss í heimsmeistarakeppnina. Á meðfylgjandi mynd sést þegar Jón Hialtalín Magnússon, for- maður HSÍ, tekur við gjöfinni úr hendi Olafs B. Thors forstjóra Almennra trygginga. ÍSLANDSGANGAN, önnur í röð- inni, hefst á Egilsstöðum 22. febrúar1986. íslandsgangan samanstendur af alls 5 trimmgöngum sem eru a.m.k. 20 km langar. Öllum heimil þátttaka sbr. aldursskiptingu. Göngurnar verða á eftirtöldum stöðum 1986: 22. febrúará Egilsstöðum, Skógar- gangan 25 km. 8. mars á Akureyri, Lambagangan 25 km 12. apríl í Reykjavík, Bláfjallagangan 20 km. 19. apríl íólafsfirði, Fjarðargangan 20 km 3. maí á ísafirði, Fossa- vatnsgangan 24 km. Þátttaka í íslandsgöngunni gef- ur stig og eru þau reiknuð út eftir röð keppenda í hverju göngumóti fyrir sig skv. reglugerð SKÍ um stigaútreikning í göngu. Sigurvegari hlýtur íslandsbikar- inn sem er farandgripur en auk þess skulu verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sæti í eftirtöldum flokkum. Konur 17—34 ára Konur 35 ára og eldri Karlar 17—34 ára Karlar 35 ára og eldri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.