Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 49 • Daniel Hilmarsson skíðamaður frá Dalvík Daníel keppti heima eftir langt hlé Dalvík. 18. febrúar. HELGINA 15. og 16. febrúar síð- astliðinn var haldið bikarmót í alpagreinum á skíðum á Dalvfk. Mótið fór fram í blfðskaparveðri og var skíðafæri mjög gott. All- margt manna lagði leið sína í Böggvisstaðafjall til að fylgjast með keppninni, enda margur Dalvíkingurinn forvitinn að fylgj- ast með Danfel Hilmarssyni, sem nú keppti heima f fyrsta skipti í langan tíma. Hann hefur að und- anförnu dvalið við æfingar er- lendis og náð góðum árangri þar. Til leiks voru einnig mættir marg- ir beztu skíðamenn f alpagreinum hérlendis. Reyndar hófst keppnin á föstu- dag, en þá var haldið svonefnt Hi-Ci-mót, en það átti að halda í Bláfjöllum, en hluti þess var fluttur norður til Dalvíkur, þar sem ekki var hægt að Ijúka mótinu syðra. Keppt var í svigi karla og stórsvigi kvenna. Allar aðstæður voru eins og bezt verður á kosið, nægur snjór og góðar skíðabrekkur enda luku þátttakendur upp lofsorði á aðstöðuna. Keppnin var skemmti- leg, en fyrsta daginn hafði Daníel Hilmarsson yfirburði yfir aðra keppendur í svigi. Á laugardag hlekkist honum hins vegar á í seinni ferð svigsins og féll við það úr keppni, en bætti það upp á sunnudag er hann undirstrikaði leikni sína með öruggum sigri í stórsvigi. í kvennagreinum var keppni jafnari og skildu yfirleitt aðeins sekúndubrot fyrsta og annan mann en þær stöllur Anna María Malmqiust og Bryndís Ýr Viggósdóttir skiptust á sigrum. Helstu úrslit urðu sem hór segir: Hi-Ci-mót: Svig karla: 1. Daníel Hilmarsson, Dalvík, 88,10, 2. Haukur Bjarnason, KR, 94,37, 3. Guðjón Ólafsson, ísafirði, 97,30. Stórsvig kvenna: 1. Annar María Malmquist, Akureyri, 114,04, 2. Ingigerður Júlíusdóttir, Dalvík, 114,82, 3. Bryndís Ýr Viggósdóttir, Akureyri 118,80. Bikarmót: Svig karla: Haukur Bjarnason KR, 95,82, 2. Guðmund- ur Jóhannsson, ísafirði, 96,50, 3. Tryggvi Þorsteinsson, Ármanni, 98,08. Stórsvig kvenna: 1. Anna María Malmquist, Akureyri, 114,77, 2. Snædís Úlriksdóttir, Ármanni, 115,17, 3. Guðrún H. Kristjáns- dóttir, Akureyri 115,97. Stórsvig karla: 1. Daníel Hilmars- son, Dalvík, 111,29, 2. Guðmunds- ur Sigurjónsson, Akureyri, 113,65, 3. Guðmundur Jóhannsson, ísafirði, 113,79. Svig kvenna: 1, Bryndís Ýr Viggós- dóttir, Akureyri, 102,32, 2. Guðrún H. Kristjánsdóttir, Akureyri, 103,19, 3. Sigrún Sigurðardóttir, ísafirði, 110,87. Fréttaritarar. Sigurvegarar úr 4 héruðum BIKARMÓT íflokki 15-16 ára var haldið í Hlíðarfjalli við Akureyri um helgina. Á laugardag kepptu strákarnir í svigi og stúlkurnar f stórsvigi og síðan snerist það við daginn eftir skv. venju. Valdimar Valdmarsson, Akur- eyri, sigaraði í sviginu á laugardag á tímanum 84.84. Jón Ingvi Árna- son, Akureyri, varð annar á 85,53 og þriðji Jón M. Ragnarsson Akur- eyri á 88,26. Þórdís Hjörleifsdóttir Reykjavík sigraði í stórsvigi stúlkna á saman- lagðatímanum 106,82, önnurvarð Kristín Jóhannsdóttir Akureyri á 108,51 og þriðja Gerður Guð- mundsdóttir ÚÍA á 109.84. Ólafur Sigurðsson ísafirði sigr- aði í stórsvigi pilta á sunnudegin- um á 146,91. Egill Ingi Jónsson Reykjavík varð annar á 147,38 og þriðju Gunnar Grímsson Reykjavík á 148,08. Gerður Guðmundsdóttir ÚÍA sigraði í svigi stúlkna á 90,78, önnur varð Kristín Jóhannsdóttir Akureyri á 93,73 og þriðja Ágústa Jónsdóttir ísafirði á 95,02. Myndband með æfing- um Daníels Akureyri. 10. febrúar. HAFSTEINN Sigurðsson, lands- liðsþjálfari á skíðum, hefur búið til myndband með æfingapró- grammi Daníels Hilmarssonar landsliðsmanns frá Dalvík sfð- ustu þrjú árin. Myndina sýndi hann á brauta- lagningarnámskeiði í Hlíðarfjalli fyrir stuttu. Daníel mætti á staðinn og ræddi málin við þjálfarana ásamt Hafsteini. Myndirnar hefur Hafsteinn sjálfur tekið upp á þess- um tíma bæði hér heima og erlend- is. * Viðtalstími borgarfulltrúa Sjáifstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 22. febrúar, verða til viðtals Katrín Fjeldsted,- formaður Heilbrigðisráðs og í stjórn Umferðarnefndar Reykja- víkur, og Júlíus Hafstein, formaður [þróttaráðs Reykjavíkur, ^ samstarfsnefndar um ferðamál og í stjórn SVR. VMokkur dæmi: Aður Nú Don Cano úlpur 4.990 2.990 Don Cano barnaúlpur 3.308 1.990 Henson glansgallar 3.470 1.990 Hummel gallar 2.958 1.790 Bómullargallar 1.795 990 Adidas gallar 2.295 1.490 Don Cano glans, stórar stærðir 4.320 2.990 Skíðasamfestingar 8.488 5.900 Æfingaskór 1.397 990 Moon Boots 890 500 Moon Boots 1.550 700 Húfur 850 390 Dúnlúffur 850 490 Sundbolir 700 350 Úlpurst. 10—12 ára: 250 Don Cano anorakkar 4.990 2.990 Þetta eru aðeins nokkur dæmi um verðlækkun á útsölunni. Útsalan hjá okkur er orðin landsfræg. Við opnum kl. 9 á morgun, (gengið inn um sundið við hliðina á versluninni). Póstsendum 0RTVAL Laugavegi 116 viö Hlemm, símar 26690 -14390. Otsalan í Sportval Nú höfum við heldur betur bætt við vörum á útsöl- una hjá okkur, úrvalið er ekki minna en á fyrsta degi útsölunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.