Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.02.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1986 51 Mikil eldskírn að leika á íslandi — segir Erhard Wunderlich í samtali við Morgunblaðið Frá Jóhanni Inga Gunnarssyni, Frótta- manni Morgunbladsins í Þýskalandi. ERHARD Wunderlich er án efa þekktasti handknattleiksmaður Vestur-Þýskalands og einn allra frægasti handknattleiksmaður heims. Hann er nú 29 ára, sannkallaður risi, 2,04 m á hæð og á annað hundrað kíló að þyngd. Wunderlich hefur unnið til nánast allra verðlauna sem handknattleiksmenn geta unnið — hann er margfaldur Þýska- landsmeistari með Gummers- bach og Evrópumeistari meist- araliða og bikarhafa með sama liði, auk fleiri verðlauna sem hann hefur hlotið með félagsliðum sín- um. Með vestur-þýska landslið- inu varð hann heimsmeistari 1978 og hlaut með félögum sín- um silfurverðlaun á síðustu Ólympíuleikum. Hann er eini handknattleiksmaðurinn sem gert hefur atvinnumannasamn- ing sem hægt er að líkja við samninga knattspyrnustór- stjörnu. Það var þegar hann gerði 3ja ára samning við lið Barcelona á Spáni sem gaf hon- um 300 þúsund mörk eða ríflega 5 milljónir króna í árstekjur. Atvinnumennska „Ég hafði gott af því að fara til Spánar," sagði Wunderlich í samtali við Morgunblaðið fyrir skömmu. „Spánverjar eru ólíkir Þjóðverjum í hugsunarhætti, og ég hafði gott af að kynnast ein- hverju nýju. Það var líka lær- dómsríkt að kynnast handknatt- leik þeirra, en þeir æfa síst minna en bestu þýsku liðin gera. Þrjú til fjögur bestu spænsku liðin eru hrein og klár atvinnumannalið." Wunderlich kom reyndar heim til Þýskalands eftir eitt ár á Spáni og tók þá aftur upp þráðinn með landsliðinu. Hann var aðeins 23 ára þegar hann varð heimsmeist- ari, en var þá þegar ein skærasta stjarna liðsins. Vlado Stenzel var þjálfari þess. „Enginn þjálfari hefur mótað mig eins mikið sem handbolta- mann eins og Vlado Stenzel," sagði Wunderlich. „Hann hafði ótrúlegt lag á því að byggja upp unga leikmenn, og ná því besta út úr þeim öllum. En hann gleymdi sér því miður í viðskipt- um eftir sigurinn 1978, hætti að mæta á æfingar og það er því ekki undarlegt að fall hans hafi orðið hátt.“ Wunderlich telur vestur-þýska liðið eiga strembna heimsmeist- arakeppni fyrir höndum. „Við lentum í erfiðum riðli og enn erfiðari milliriðli. En kosturinn við það er sá að við munum ekki vanmeta neinn andstæðing fyrir- fram. Allir verða að leggja sig fram í öllum leikjunum, og það skilar oft betri árangri en þegar leikið er gegn liðum sem „á“ að vinna." íslendingar heppnir — En hvað um möguleika ís- lenska liðsins? „Ef íslenska liðinu tækist að ná stöðugleika í leik sínum þá gæti það náð langt. Þennan stöðugleika hefur vantað í ein 10 ár. Margir íslensku hand- knattleiksmannanna eru ótrú- lega snjallir og ef þeir gætu leikið sem ein heild á HM eiga þeir góða möguleika á því að lenda í einu af efstu sex sætunum," sagði Wunderlich. Hann bætti síðan við að íslendingar hefðu verið heppnir með riðil, og milli- riðil. „í þessari keppni er ekkert lið sigurstranglegast. Veana fjar- veru Austurliðanna á Olympíu- leikunum og þátttöku þeirra í B-keppninni hefur þetta alltsam- an stokkast upp, þannig að al- gjört heimsklassa lið gæti lent í því t.d. að spila um 9. sætið á meðan íslendingar væru að spila um bronsið! Það verður e.t.v. ekki besta landsliðið sem verður heimsmeistari, heldur það heppnasta," sagði Wunderlich. Hann sagði það sömuleiðis vera einstaklega góða reynslu fyrir leikmenn að spila á íslandi. „Það er hægt að líkja áhorfend- um í Laugardalshöllinni við 12 þúsund áhorfendur á úrslitaleik í höllinni hjá Gummersbach. Stemmningin er jafnan gríðarleg og mikil hvatning „gegn“ okkur útlendingunum. Það er þess- vegna mikil eldskírn að leika á l'slandi, og eftirsótt af leikmönn- um.“ • fslenskir áhorfendur og fslenskir leikmenn eru ótrúlegir að mati Wunderlich, sem hér er við öllu búinn. Knattspyrna Hrubesch hættir Knattspyrnuferli Horst Hrubesch, hins gamalkunna miðherja Hamburger SV og vestur-þýska landsliðsins, er nú lokið. Eftir glæsilegan feril með félagsliði sínu og landsliði fór Hrubech, sem nú er 34 ára, til Standard Liege í Belgíu, og þaðan í haust til Borussia Dortmund. Hann hefur átt við nær stöðug meiðsli að stríöa í vetur og aðeins skorað tvö mörk, annað þeirra sjálfsmark. Á sunnudaginn var svo tilkynnt að meiðsli í nára hefðu enn tekið sig upp og að Hrubesch hefði ákveðið að hætta knatt- spyrnuleik. Rush til Milanó? Sjónvarpsauðjöfurinn Silvio Berlusconi, sem nýlega keypti lið AC Milanó, hefur lýst því yfir að hann hafi byrjaö samn- ingaumleitanir til þess að fá lan Rush til félagsins frá Liver- pool. Talið er líklegt að ítalir opni aftur leið fyrir erlenda leikmenn til ítaliu eftir HM í Mexíkó í sumar. ítalir leika við Kína ítalir hafa ákveðið að leika æfingaleik við liö Kína þann 11. maí. Leikurinn verður liður í undirbúningi heimsmeistar- anna fyrir HM í Mexíkó, sem hefst með leik þeirra og Búlg- ara 31. maí. Úrvalsdeildin íkörfu: Fyrsti leikur síðustu umferðarinnar íkvöld — spennan sjaldan verið meiri í keppninni • Guðni Guðnason EINN leikur verður í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld. Þá mætast Haukar og KR í iþrótta- húsinu í Hafnarfirði og hefst leik- urinn kiukkan 20. Þetta er fyrsti leikurinn í síðustu umferð úrvals- deildarinnar en spennan þar er nú í hámarki og allt getur í raun- inni gerst. Þrjú lið eru örugg um sæti f lokakeppninni um íslands- meistaratitilinn en ÍBK og KR berjast um fjórða sætið. Spennan er einnig á fleiri vígstöðum því bæði UMFN og Haukar geta enn orðið úrvalsdeildarmeistarar. Það er því Ijóst að spennandi leikir eru nú framundan í síðustu umferðinni. Ef Haukar vinna KR í kvöld og ÍBK vinnur Njarðvík annað kvöld þá verða Haukar og UMFN jöfn að stigum. Haukar verða þá úr- valsdeildarmeistarar þar sem þeir hafa unnið þrjá leiki gegn UMFN í vetur. Njarðvík verður því að vinna ÍBK annað kvöld ef Haukar vinna íkvöld. Dæmið um fjórða sætið í úrslita- keppninni er nokkuð flókið og margir möguleikar er þar á. Ef KR vinnur Hauka og UMFN vinnur ÍBK þá eru ÍBK og KR jöfn að stigum. Ef þessir tveir leikir enda eins og Sanngjarn Haukasigur HAUKAR unnu f gærkvöldi lið HK með 22 mörkum gegn 17 í keppn- inni um aukasætin f 1. deildinni f handknattleik á næsta ári. Með þessum sigri eru Haukarnir Spánn vann SPÁNVERJAR unnu Belga með þremur mörkum gegn engu f vináttulandsleik á Spáni í gær- kvöldi. Butragueno, Salinas og Maceda skoruðu mörkin. komnir ansi nærri 1. deildinni en HK á þó enn möguleika. Leikurinn bar þess merki í fyrstu að um mikilvægan leik væri að ræða. Mikill asi var á leikmönnum og mikið um mistök. Haukarnir voru fyrri til að jafna sig á þessu og þó svo HK næði tveggja marka forystu, 3:5, þá voru Haukarnir ekki lengi að komast yfir, 7:5. Staðan í leikhléi var 9:6 og í sið- ari hálfleik juku Haukarnir foryst- una og sigur þeirra var aldrei í hættu. Lið Hauka var jafnt í leiknum en Ingimar var sterkur á línunni og Gunnar í markinu. Þeir Snorri, Árni og Pétur áttu einnig góðan leik. Hjá HK átti Magnús ágætan dag í markinu og þeir Rúnar og Ólafur léku einnig ágætlega. Mörk Hauka: Ingimar Haraldsson 5, Pétur Guönason 3, Snorri Leifsson 3/1, Sigurjón Sigurðsson 3. Sindri Karlsson 3, Árni Sverrís- son 3, Sigurgeir Marteinsson 2. Mörk HK: Ragnar Ólafsson 5/4, Rúnar Einarsson 4, Bjöm Bjömsson 2, Ólafur Póturs- son 2, Siguröur Sveinsson 2, Bergsveinn Þór- arinsson 1, Elvar Óskarsson 1. -ágás. hér er gert ráð fyrir þá getur tvennt gerst. í fyrsta lagi getur ÍR sett strik á reikninginn með því að vinna Val. Ef þannig fer þá eru Valur, ÍBK og KR öll jöfn að stigum en Valsmenn hafa þrívegis unnið KR, tvívegis ÍBK og hafa því fimm sigra alls í þeim átta leikjum sem um ræðir. ÍBK hefur unnið Val tvisvar og KR tvisvar og eru með fjóra sigra en KR-ingar hafa þrjá sigra, tvo gegn ÍBK og einn gegn Val. Þetta þýðir að ÍBK kemst í úr- slitakeppnina en KR situr eftir með sárt enni. En það er annar mögu- leiki í þessu öllu og hann er sá að Valur vinni ÍR, UMFN vinni ÍBK og KR vinni Hauka. Ef þetta gerist þá eru KR-ingar í úrslitakeppninni en ÍBK situr eftir. Dálítið flókið allt saman en engu aö síður spennandi að fylgjast meö síðustu umferðinni í úrvalsdeildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.