Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUPAGUR 25, FEBRÚAR1986 21 Bar eld að sjálfum sér Króatískur útlagi bar eld að sjálfum sér á sunnudag fyrir utan ræðismannsskrifstofu Bandaríkj- anna í Toronto í Kanada. Fólk í grennd kom strax til skjalanna og slökkti eldinn, svo að maðurinn hélt lífi, enda þótt hann hlyti slæm brunasár. Maðurinn vildi mótmæla brottrekstri Andrija Art- ukovic frá Bandaríkjunum, en þaðan var Artukovic rekinn vegna ásakana um, að hann hefði staðið fyrir fjöldamorðum á gyðingum í Júgóslavíu í síðari heimsstyijöldinni. Meðaldrægar eldflaugar teknar niður á 3 árum? Reagan Bandaríkjaforseti svarar afvopnunartillögum Gorbachevs Washington, 24. febrúar. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti hef- ur sent Mikhail Gorbachev, leið- toga Sovétríkjanna, formlegt svar við síðustu tillögum hans í afvopnunarmálum. Var haft eft- ir bandariskum embættismönn- um í dag, að bréf forsetans hefði að geyma tillögur um þriggja ára áætlun um að taka niður meðal- drægar eldflaugar í Evrópu. Bandaríkjamenn hyggjast gera nánari grein fyrir þessum tillögum í viðræðum risaveldanna um af- vopnunarmál, sem fram fara í Genf. Jafnframt er gert ráð fyrir því, að skýrt verði frá þessum tillögum opinberlega mjög bráðlega. Hefur Ben Jerret, talsmaður Hvíta húss- ins, staðfest það, að verið væri að senda tillögur forsetans til ríkis- stjórna þeirra landa, sem væru í bandalagi við Bandaríkin. Jerret kvaðst hins vegar ekki geta rætt um efni tillagnanna að svo komnu. í tillögum Reagans á það m.a. að vera lagt til, að þeim yfir 100 hreyfanlegum SS-eldflaugum, sem Sovétmenn hafa komið upp á land- svæðum sínum í Asíu, verði fækkað verulega. Þessum eldflaugum er beint að Kína og Japan og afvopn- unartillögur Gorbachevs frá því 15. janúar sl. náðu ekki til þeirra. Bandaríkjaforseti mun hafa hafnað tillögum Gorbachevs um að „frysta" meðaldrægar eldflaugar Breta og Frakka miðað við núver- andi fjölda þeirra, en lagt það hins vegar til, að sams konar eldflaugar Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Evrópu yrðu eyðilagðar. Iranir segjast hafa skot- ið niður 3 orrustuþotur Nikosíu, Kýpur, 24. febrúar. AP. ÍRANIR segja flugher sinn hafa skotið niður þrjár írakskar orr- ustuþotur og herþyrlu á mánu- dag en írakar segjast hafa ráðist á tvö skip á Persaflóa í nótt. íran- ir segja að hersveitir þeirra hafi hrundið mikilli árás íraka á mánudag en írakar segja her- sveitir sínar í stöðgugri sókn og ekki muni líða á löngu þar til þeir hafi náð öllu hernámssvæði Irana á ný. Þó báðum aðilum beri saman um að miklir bardagar standi nú yfir er haft eftir óháðum heimilda- mönnum að bardagamir hafi rénað töluvert að undanfömu vegna erf- iðra veðurskilyrða. Hin opinbera fréttastofa írans segir að íranski herinn hafi skotið niður þrjár írask- ar oirustuþotur og herþyrlu. Her- þyrlan er sögð hafa verið skotin niður er hún réðst á stórt olíuskip á Persaflóa. Þetta virðist staðfesta að að nokkm fullyrðingar íraka um að flugher þeirra hafi ráðist á tvö skip norður af Kharg-eyju aðfara- nótt þriðjudags. AP/Símamynd íranskir hermenn syngja og veifa rússneskum vopnum við Faw í grennd við Shatt Al-Arab. írakar segjast nú sækja fram inná hernámssvæði frana en fréttum ber ekki saman og segjast íranir hafa hrundið árásum þeirra. Gengi gjaldmiðla London, 24. febrúar AP BANDARÍKJADOLLAR féll gagnvart öllum helstu gjaldmiðlum í dag. Gullverð hækkaði nokkuð. Dollarinn tók að falla á ný gagnvart japanska jeninu og kostaði dollar- inn 182.70 jen er gjaldeyrirsmark- aðir lokuðu í Tókýó en kostði 183.35 á f östudag. Sterlingspundið kostaði 1.4615 dollara er gjaldeyrirsmakaðir lok- uðu en kostaði 1.4442 dollara á föstudag. Annars var gengi helstu gjaldmiðla þannig að fyrir dollarann fengust: 2.2910 vestur-þýsk mörk (2.3080) 1.9205 svissneskir frankar (1.9357) 7.0350 franskir frankar (7.0900) 2.5885 hollensk gyllini (2.6050) 1.557.50 ítalskar límr (1.571.00) 1.38825 kanadíska dollara (1.3904) HITASTILLT BAÐBLÖNDUNARTÆKI Það er auðvelt að láta hita- stillt Danfoss baðblöndun- artæki leysagamla tækið af hólmi. Spurðu pípulagn- ingarmanninn, hann þekkir Danfoss. = HÉÐINN = ____SEUAVEGI 2.SIMI 24260_ Bjóðum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur.um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 XJöfðar til X JL fólks í öllum starfsgreinum! ESAB RAFSUÐU- TÆKI,VÍR 0G FYLGI- HLUTIR FORYSTA ESAB ER TRYGGING FYRIR GÆÐUM OG ÞJÓNUSTU = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER ESAB RYÐFRIAR HA-0G LÁGÞRÝSTI ÞREPADÆLUR 10G 3JA FASA Til stjornunar á vatnsrennsli, hentugar í þvottakerfi. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.