Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. PEBRÚAR1986 23 Stuðningur eykst við breytingar á EB Kaupmannahöfn, 24. febrúar. AP. NÝ skoðanakönnun sýnir að stuðningur eykst við breyt- ingarnar á stofnsáttmála Evrópubandalagsins, sem danska þingið gat ekki komið sér saman um að samþykkja, en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um breytingarnar í Danmörku á fimmtudaginn kemur. Sósíal-demókratar, sem einkum stóðu fyrir and- ófinu gegn breytingunum, eru sjálfum sér sundurþykkir og virðast deilurnar um þær hafa veikt flokkinn talsvert. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í Jyllandsposten á sunnu- daginn, styðja 62% Dana breyting- amar, en 38% eru á móti. Þá kom fram að straumur hinna óákveðnu virtist fremur liggja til þess að styðja breytingamar en hafna þeim. Flokkur sósíaldemókrata virðist hafa glatað trausti kjósenda að nokkm vegna andstöðu sinnar við breytingamar, auk þess sem flokk- urinn er langt í frá að vera einhuga um að vera á móti breytingunum. í skoðanakönnuninni kemur fram að 27% kjósenda myndu greiða breytingunum atkvæði sitt, auk þess sem 18% voru óákveðnir. Mexíkó: Olíuverð fyrir einn dag í senn Mexíkóborg, 24. febrúar. AP. MEXÍKÓ hyggst ákveða verð á olíu sinni frá degi til dags í stað þess að gera það í lok hvers mánaðar. Á þetta fyrirkomulag að taka gildi frá og með 1. marz nk. Jafnframt hafa mexikönsk stjórnvöld tilkynnt, að fram- leiðslumagnið verði áfram 1,5 millj. tunna á dag, eins og verið hefur. Svíþjóð: Ove Rainer fyrrv. dómsmálaráðherra er aftur í náðinni EftirPétur Pétursson NÚ er Ove Rainer, fyrrverandi dómsmálaráðherra, aftur kom- inn i sátt og samlyndi við sænska þjóðfélagið. Fyrir tveimur árum neyddist hann til að leggja inn lausnarbeiðni frá ráðherraembætti í stjórn jafn- aðarmanna og forsætisráð- herrann, Olof Palme, tók við henni með þökkum eftir það sem á undan var gengið. Upphaf þessa máls var, að fjölmiðlar höfðu komist á snoðir um vafasamar lántökur Rainers í ríkisbanka, þar sem hann sjálfur sat í stjóm. Þessar lántökur voru fyrst og fremst til þess að hag- ræða tekjum á skattframtali Rain- ers af verðbréfum og hlutabréf- um, þannig að hann slyppi við að borga skatta af þeim. Þetta at- hæfi varðaði þó ekki við lög, það hafa dómstólar nú nýlega stað- fest, en það þótti ekki samrýmast siðfræði jafnaðarmanna í ábyrgð- arstöðu að koma sér þannig hjá því að taka þátt í að borga til þarfa samfélagsins og félagslegr- ar þjónustu. Það fylgir sögunni að Rainer var ekki meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, þegar hann fékk tilboð um að verða dómsmálaráðherra, en átti að baki glæstan feril sem embættismaður ríkisins. Rainer tók mjög nærri sér á sínum tíma að þurfa að segja af sér og taldi sig órétti beittan, þar sem hann hafði ekki framið neitt lögbrot. Hann er lögfræðingur að mennt og hefur varað við því að í gangi væru tvö siðfræðikerfi, sem dæmi fólk, annað laganna og hitt tilheyrandi einhverri sér- stakri hreyfingu eða stofnun. Ove Rainer Hann hefur skrifað bók um þessa reynslu sína, þar sem hann gerir grein fyrir þessum sjónarmiðum sínum. Raincr hefur nú verið gerður að forstjóra bílaeftirlitsins, sem er ríkisfyrirtæki að meirihluta. Stjórnin hefur því verið reiðubúin að taka Rainer í sátt og Rainer tilbúinn að þiggja sættir. Sterkar raddir voru einnig uppi um að gera Rainer að sýslumanni í Gávleborgborgar-sýslu, þegar það embætti varð laust nú rétt eftir áramótin, en Rainer er fædd- ur og uppalinn í Gávleborg. Það var flokksfélag jafnaðarmanna í sýslunni, sem átti uppástunguna, sýndi sig að hún átti hljómgrunn meðal margra af áhrifamönnum sýslunnar. Rainer var um langt skeið forstjóri sænska póstkerfis- ins. Hann hefur einnig verið fram- arlega í íþróttahreyfingunni sænsku. Pétur Pétursson er fréttarítari Mbl, í Lundi í Svíþjóð. Olíuvinnslan stendur undir 70% af þeim erlenda gjaldeyri, sem Mexíkómenn afla. Þeir eiga nú við mikinn skort á gjaldeyri að etja og valda erlendar skuldir þeirra þar mestu um. Þær nema nú 96,4 millj- örðum dollara og eru þannig þær næsthæstu hjá nokkurri þjóð í heimi. Helmut Kohl Rannsókn hafin á vitnisburði Kohls Koblenz, 24. februar. AP. HERIBERT Braun, æðsti maður á skrifstofu ríkissaksóknara í Koblenz, sagði í dag að hafin væri rannsókn á því hvort Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, hafi borið ljúgvitni fyrir rannsókn- arnefnd, er hann var yfirheyrður um ólöglegar greiðslur Flick- samsteypunnar til stjórnmálaflokka. Braun kvað sambandsþingið í Bonn hafa verið látið formlega vita af rannsókninni eins og lög kveða á um. Braun vildi ekki greina frá rannsókninni í smáatriðum og það- an af síður hvenær eða hvort ákæra yrði lögð fram á hendur kanslaran- um. Tímaritið Der Spiegel greinir frá því í dag að helstu leiðtogar Kristi- legra demókrata (CDU) hafí áhyggjur af því að rannsóknin gæti haft áhrif á úrslit tveggja sam- bandsríkiskosninga á þessu ári og þingkosningamar í upphafi árs 1987. Vitnað er í orð Gerhards Stolten- bergs, fjármálaráðherra, á þingi CDU í Slésvík-Holstein í síðustu viku: „Þetta mál er mjög, mjög alvarlegt." Stoltenberg er meðal vinsælli stjómmálamanna í Vestur- Þýskalandi og margir fréttaskýr- endur hafa sagt hann vænlegasta kanslaraefni flokksins. Aðalfundur VERZLUNARRAÐS ÍSLANDS 1986 Aðalfundur Verzlunarráðs íslands verður haldinn fimmtudaginn 6. marz næstkomandi í Átthagasal Hótel Sögu. Dagskrá 10.15—10.30 Mæting og móttaka fundargagna 10.30—11.00 Setningarræða Ragnar S. Halldórsson, formað- urVÍ. 11.00—12.00 Stef na Verzlunarráðs íslands Niðurstöður stefnuskrárnefnd- ar. 1. Bjarni Snæbjörn Jónsson, formaður stefnunefndar. 2. Almennar umræður. 12.10—13.30 Hádegisverður í Súlnasai. Styrkveiting úr námssjóði VÍ. 13.30-14.30 14.30-15.15 15.15-15.30 15.30- 16.00 16.00 16.30- 18.30 Alþjóðaviðskipti og fjárfesting 1. Jacques G. Maisonrouge, fyrrverandi forstjóri IBM í Evrópu. 2. Almennar umræður og fyrir- spurnir. Störf, stefna og skipulag Ví 1984—1987 1. Starfsemi og fjárhagur 1984—1985. Almennar um- ræður. 2. Fjárhags- og framkvæmda- áætlun. Almennar umræður. 3. Laga- og skipulagsbreyting- ar. Almennar umræður. Kosningar 1. Kosning formanns VÍ. 2. Úrslit stjórnarkjörs. 3. Kosning kjörnefndar. 4. Kosning endurskoðenda. Önnur mál Fundarslit Móttaka í Húsi verslunarinnar, 7. hæð Fundarstjóri: Gunnar M. Hansson, forstjóri. Tilkynnið 83088. þátttöku tímanlega í síma VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.