Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 fólk í fréttum Og fjölskyldan stækkar... Konungshjónin í Jórdaníu eignuðust fjórða bam sitt, stúlku, nú fyrir nokkru. Telpan hlaut nafnið Raiya, og er hún önnur dóttir þeirra hjóna. Konungurinn á þó fleiri stúlkur, því frá fyrra hjónabandi á hann sjö böm og svo þessi fjögur með núverandi konu sinni. Dönsuðu í 30 klukku- stundir í Glerárskóla Akureyri, 17. febrúar. Nemendur unglingadeilda Glerárskóla á Akureyri gengust fyrir maraþondanskeppni um helgina. 65 unglingar hófu dans kl. 18 á föstudag og þeir sem lengst dönsuðu voru að þar til á miðnætti á laugardag — höfðu þá dansað í 30 klukkustundir. Á miðnætti — er 30 tímamir vom að baki — vora sex stúlkur enn á dansgólfinu og var ein þeirra Elín Dóra Sigurðardóttir, úrskurðuð sigurvegari á stigum. Hún er nemandi í 8. bekk. Það vora krakkar úr 6., 7., 8., og 9. bekk sem tóku þátt í dansinum, Sumir gripu til þess að dansa berfættir á blautu handklæði. Það er ekkert grín að dansa stanslaust í 30 klukkutíma ... en áheitum var safnað og rennur ágóðinn af keppninni í ferðasjóð 9. beklgar. Sigurvegarinn fékk þijú þús- und krónur í verðlaun auk gull- penings og stúlkumar í öðra og þriðja sæti fengu silfur og brons- peninga. Þá fengu stúlkumar í þremur efstu sætunum ársáskrift af tónlistartímaritinu „Smellur" í verðlaun. Krakkamir dönsuðu í 55 mínút- ur hveija klukkustund en hlé var í fímm mínútur til hvfldar og til að krakkamir gætu nærst. Stúlkurnar sex sem eftir voru er blaðamaður leit inn um klukkan 17 á laugardag. Sigurvegarinn, Elín Dóra Sigurðardóttir, er önnur frá haagri á myndinni. I hvrtum hnóbuxum og dökkri treyju. Skólafélagarnir fylgdust spenntir með . .. Morgunbl&ðid/Skapti Hallgrínsson Bob Hope og Don Ameche léku nýlega í sjónvarps- þætti og það er sagt að þeir fari á kostum. Það era orðin ein þrettán ár síðan Hope lék síðast í kvikmynd en hann hefur oftar en tíu sinnum og oftar en tutt- ugu sinnum leikið í sjónvarpi. Bob Hope býr annars í Kali- fomíu þar sem hann hefur að sjálfsögðu veglegan golfvöll fyrir utan húsdymar. Síðasta bókin hans heitir líka „Ævilangt ástarævintýri með golfínu". Bob Hope að leika 82 ára gamall Þegar frf gefst til tómstunda eru golf- kylfurnar teknar f ram og sagt er að þetta málverk af kappanum lýsti hon- um mjög vel. Það er fallegt húsið sem Hope býr í, ein 30 herbergi og ekkert til sparað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.