Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986 B 3 Á skrifstofu þarf meira en skrifborð og stóla. Við lítum hér inn í fundarherbergið og kaffistofuna, en þar er sama Ifna f innréttingum og annars staðar í aðalskrifstofunum. í fundarherberginu er borðið frá Labofa, en stólarnir af sömu gerð og á skrifstofunni. í kaffiherbergfnu eru það svo Sóleyjarstólarnir sem taka við og litirnir hvítt, grátt og svart þar sem annars staðar. Þegar horft er eftir ganginum sést vel hvernig lofthœðin nýtur sín, en lýsingin er í „venjulegri lofthœðu Ijósarör fest í loftið með löngum vfrum. hæðin látin njóta sin Skrifstofa framkvœmdastjórans. Þar inni eru sœnsk húsgögn frá DUX, en leðurstólarnir eru teiknaðir af þeim austurrfska Brauer. Eins og sést er lýsingin iátin halda sér, þrátt fyrir minni lofthæð en er í ganglnum. Hönnun húsnæðisins Við ræddum við Einar Ingimarsson, arkitekt, sem sagði að rými, fjöldi starfsmanna er nota ætti það og eðli starfanna réðu mestu um hönnun húsnæðis- ins. Um tíma hefðu svokallaðar opnar skrifstofur verið taldar heppilegar, en nú kæmu þær helst til álita í afgreiðslusölum, eða sem hluti þeirra. Svokall- að „landslagshúsnæði“, þarsem stórum rýmum væri skipt upp með skermum, hillum, skápum eða þess háttar væri líka á undanhaldi. Nú væri talið æskilegast að hver og einn hefði sína skrifstofu þótt lítil væri. Inngangur og móttaka fyrirtækis gæfu strax til kynna þau einkenni sem fyrirtækið vildi þekkjast af og væri því mikilvægt að vanda þar vel til allra hluta. Þangað ættu flestir erindi. Húsnæðinu væri venjulega skipt þannig að næst inngangi væri móttaka og biðstofa, þá herbergi þeirra erafgreiðslu sinna, til dæmis gjaldkera og sölufólks, þá ritarar og ýmsir stjórnendur og innst forstjórar. Herbergin væru auðvitað mismunandi að stærð og þyrftu stjórnendur að jafnaði stærri skrifstofur en aðrir þar sem fundir vaeru oft haldnir inni hjá þeim. í hverri skrifstofu þyrftu húsgögn að vera sam- stæð, passa þeim búnaði sem þau væru ætluð og raðað saman þannig að þau mynduðu góða aðstöðu til þeirrar vinnu er þar skyldi vinnast. Einar sagði að í hönnun þyrfti nú að huga að fleiri atriðum en áður varðandi uppröðun búnaðarins og einnig að fleiri tæknilegum þáttum. Mikilvægi réttrarlýsingarykist að mun þar sem tölvuskjáir væru notaðir. Við hönnun bygginga, þar sem skrifstofur væru fyrirhugaðar væri nauðsynlegt að gera ráð fyrir hóflegri glerjun, sérstaklega í sólarátt, eða lituðu gleri í gluggum og væri hvorutveggja oft nauðsynlegt. Varast bæri að setja tölvuskjái þar sem glampað gæti á þá frá sól. Raflýsing þyrfti að vera á réttum stað og heppilegur litur á flúrpípum lampa. Einnig yrði að gæta þess að loftræsting væri góð. Einar sagði að öryggismálum á skrifstofum hefði verið sinnt ótrúlega lítið hér á landi og væri víðast hvar hægt að ganga inn án þess að vera spurður um erindi og dæmi væru um þjófnaði sem framdir væru í skjóli blaðasölu. Einnig væri fólk truflað við vinnu af heimsóknum sem það hefði ekki gert ráð fyrir eða kærði sig ekki um og aetti þetta sérstaklega við um stjórnendurfyrirtækja. í auknum mæli væri nú skrifstofum lokað, þannig að þangað kæmust eklg aðrir en starfsfólk og þeir sem erindi ættu og yrði þá að fara um hurð sem opnuð væri með raf- magni. Erfitt væri að setja fram reglur um val á litum, Mikilvagterað helstuhliitir semnotaáséu innanseilingar (Úr upplýsingablöðum frá Kristjáni Siggeiresyni hf.) því þar hefðu áhrif tegund og stærð fyrirtækisins og stærð og gerð húsnæðisins. Til dæmis gæti ein hæð í húsi eða deild fyrirtækis haft einkennandi lit. Sterka liti þyrfti að nota í hófi og velja fremur þá liti er vendust vel, nema fó1k væri tilbúið til að breyta litum eftir því hvað væri ítísku, en slíkt væri dýrt. Auðvelt væri að gefa starfsfólki kost á að hafa per- sónulega hluti í kring um sig t.d. blóm, myndir og þess háttar og sjálfsagt að gera ráð fyrir slíku þegar hugað væri að heildarútliti. Starfsumhverfl mikilvægt Segja má að vinnuandi og starfsumhverfi skipti fólk stöðugt meira máli, þvíflestireyða a.m.k. helm- ingi þess tíma sem þeir eru vakandi á vinnustað sín- um. í ársbyrjun 1981 tóku gildi lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. í fyrstu grein þeirra segir m.a. að með lögum þessum sé leitast við að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsum- hverfi og skilyrði fyrir því að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis-og heilbrigðisvanda- mál, í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og í sam- ræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkis- ins. Nefnd erfélagsmálaráðherra skipaði sl. haust til að gera tillögur um endurskoðun laganna hefur lagt til að endurskoðun verði frestað um 5 ár, m.a. vegna þess að lögin séu mjög viðamikil, langan tíma taki að byggja upp þá starfsemi er þau gera ráð fyrir, ekki hafi fengist nægilega löng reynsla af fram- kvæmd þeirra og sum ákvæðin hafi ekki komið til framkvæmda. Gestur Friðjónsson, eftirlitsmaður, hefur m.a. eftir- lit með aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi i þjón- ustu- og skrifstofuhúsnæði í Reykjavík. Við spurðum hann hvernig þessum málum væri háttað hvað skrif- stofuhúsnæði varðaði. Hann sagði að algengast væri að loftræstingu, raka- og hitastillingu væri ábótavant. Einnig yllu rangar vinnustellingar, óheppi- leg lýsing o.fl. oft óþægindum. Þar sem margir not- uðu sömu tölvu þyrftu borð fyrir lyklaborð og skjái helst að hafa stiglausa stillingu, til þess að henta sem bestfyrir hvern notanda. Ekki mætti gleymast að kenna þeim sem nota ættu búnaðinn að stilla hann rétt, en ótrúlega algengt væri að að röng still- ing stóla og borða ylli óþörfum starfskvillum hjá skrifstofufólki. Vinnueftirlit ríkisins veitti ráðgjöf og upplýsingar um þessi efni og gæti fólk leitað þangað. Gestur sagðist telja mikilvægt að alls staðar yrði komið á því skipulagi er lögin gera ráð fyrir þ.e. að fulltrúaratvinnurekenda og starfsfólks á hverjum stað fjalli um mál varðandi aðbúnað, hollustu og öryggi. Þar sem slíkt fyrirkomulag hefði verið tekið upp, væru vandamálin færri, enda væri markmiðið með þessari nýskipan að mál væru leyst innan fyrir- tækja og stofnana og aðeins vísað til Vinnueftirlitsins ef samkomulag byggt á grunvelli laganna næðist ekki. LrOft- Iaðalskrifstofum Fjárfesting- arfélagsins á 4. hæð við Hafnarstræti var ákveðið að láta lofthæðina njóta sín, en húsnæðið er að hluta til undir súð. „Það er ekki mikið af gluggum, þannig að ég vildi nýta sem best birtuna sem af þeim er, auk þess að hafa lýsingu og liti sem gerði húsnæðið sem bjart- ast," segir Auður Vilhjálmsdóttir, innanhússarkitekt, sem hannaði innréttingar. Hvíti liturinn ræður þar ríkjum með gráum lit á skilrúm- um og gólfteppum, en húsgögnin eru ýmist svört viðar- eða stálhús- gögn, keypt eða sérsmíðuð frá Imco. Á aðalskrifstofunum, sem voru teknar í notkun fyrir róttu ári, starfa 7 manns, þar af 3 í opnu rými aftan við móttökuna og 4 f skrifstofuherbergjum. Rýmið við mótttökuna var stækkað með því að láta lyftu koma þar inn í, í stað þess að hafa hana á sérstökum stigagangi, eins og gerist á öðrum hæðum hússins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.