Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.03.1986, Blaðsíða 12
I í 12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986 •‘w;. ■ Til undirbúnings efri ára 1315 á biðlista . . . Þarna er verslun og læknir með fastan tíma, sjúkraþjálfun, ban- kaútibú opið einu sinni í viku. Þá eru lyf heimsend og margvísleg þjónusta eins og á áðurnefndum stöðum. Á Droplaugarstöðum við Snorrabraut eru 28 einstaklings- íbúðir og 4 hjónaíbúðir í vist- og hjúkrunarheimili. Stærð þeirra er frá 23 ferm. og upp í 46 ferm. Þjónustan er fólgin í fullu fæði, þrifum, þvottum, umönnun, lyfj- um, læknishjálp og hjúkrun. Vakt er allan sólarhringinn. Neyðar- hnappur er í öllum herbergjum tengdur vaktherbergi. Þarna er sjúkraþjálfun og fjölbreytt félags- starf. Lítil verslun er á staðnum. ☆ Aðstoð við hirðingu garða og lóða. ☆ Ókeypis veiðileyfi í Elliða- vatni. ☆ Húsaleigustyrkurtil þeirra er orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi. ☆ Húsaleigustyrkur til þeirra er hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi. ☆ Heimilisþjónusta. ☆ 70 ára og eldri fá 30% afslátt í Iðnó. ☆ Heimahjúkrun öllum sjúkling- um að kostnaðarlausu. Að auki eiga aldraðir allstaðar á landinu kost á ýmsum hlunn- indum. Nefna má: Sá sem er með óskerta tekjutryggingu get- Droplaugarstaðir eru reknir á daggjöldum sem ríkið greiðir. Fyrir hvern einstakling kostar dagurinn 867 krónur. Lífeyrir hvers einstaklings og hjóna frá Tryggingastofnun ríkisins, ásamt eftirlaunum renna til stofnunar- innar. Lágmarksupphæð sem hver einstakiingur heldur eftir til eigin nota er kr. 3.399 á mánuði. í hjúkrunardeild Droplaugar- staða eru 16 einbýli og 8 tvíbýli. Þar er öll nauðsynleg hjúkrun veitt. Greiðslufyrirkomulagi er þannig háttað, að ríkið greiðir daggjöld. Dvölin fyrir hvern ein- stakling kostar 2.814 krónur. Líf- eyrir frá Tryggingastofnun ríkis- ins rennur til stofnunarinnar, en vistmenn halda eftirlaununum. Lágmarksupphæð sem hver ein- staklingur heldur eftir til eigin nota er kr. 2.857. Seljahlíð við Hjallasel verður væntanlega tekin í notkun í vor. Þar verða 60 einstaklingsíbúðir og 10 hjónaíbúðir, 28 ferm. og 52 ferm. Fyrirhuguð þjónusta verður eftirfarandi: Fullt fæði, þrif, þvottar, umönnun, lyf, læknis- hjálp og hjúkrun. Vakt verður allan sólarhringinn, neyðar- hnappur, sjúkraþjálfun og félags- starf aukverslunar. Greiðslufyrirkomulag verður hið sama og á vistdeild Drop- laugarstaða. Réttindi íbúa Reykjavíkur ☆ Unnt er að sækja um lækkun á fasteignagjöldum að upp- fylltum skilyrðum. ☆ Lífeyrisþegar í Reykjavík fá ókeypis í sundlaugar borgar- innar. ☆ Borgarar eldri en 70 ára greiða hálft gjald í strætis- vagna. ☆ Aðgangur að félags- og tóm- stundastarfi aldraðra á veg- um Félagsmálastofnunarar. ur fengið niðurfellt fastagjald á síma. Hægt er að fá niðurfellt afnotagjald af útvarpi og síma. Tekjuskattur getur lækkað veru- lega að uppfylltum skilyrðum. Þjóðleikhúsið veitir sjötugum og eldri 40% afslátt. Flugleiðir veita 67 ára og eldri 50% afslátt á innanlandsflugi á þriöjudögum, miðvikudögum og laugardögum. Arnarflug veitir 15% afslátt þá daga sem flogiö er. Akraborgin veitir 50% afslátt, Herjólfur 45% afslátt. Alþýðublaðið, Tíminn og Þjóðviljinn veita 50% afslátt til 67 ára og eldri. Morgunblaðið veitir 50% afslátt til allra sem búa á dvalarheimilum. ,Þá eru ótaldar bætur og hlunn- indi hjá Tryggingastofnun ríkis- ins. Hér hefur ekki verið tæpt nema á hluta þess sem öldruðum stendur til boða í bótum, styrkj- um, afsláttum, aðstoð, þjónustu, réttindum o.s.frv. o.s.frv. Hverj- um og einum ætti að vera Ijóst að aldraðir eru síður en svo einir í þjóðfélaginu, þó svo aö deila megi um hvort nóg sé gert. Hver er sjálfum sér næstur og í fæst- um tilvikum er öldruðum Ijós rétt- ur sinn nema þeir leiti eftir hon- um eða upplýsingum um hann. rargasBsaaaaiasr.'. Húsnædismálin eru efst á blaði Viðtöl við þátttakendur á námskeiði um undirbúning efri áranna „Húsnæðismálin efst á blaði“ „Ástandið t húsnæðismálum eldra fólks er alls ekki gott. Það vantar tilfinnanlega ódýrar leigu- íbúðir eins og í Austurbrún 6 eða Norðurbrún 1. Fleiri hundruð manns eru á biðlista eftir slíkum íbúðum. Reykjavíkurborg þyrfti að byggja ódýrar íbúðir, sem annað hvort yrðu ieigðar út eða seldar á þolanlegu verði. Nú er verið að byggja söluíbúðir fyrir aldraða á uppsprengdu verði," segir Soffía Sigfinnsdóttir, 68 ára gömul ekkja. Soffía býr í leiguíbúð af hentugri stærð og hefur að eigin áliti nægar tekjur sértil framfærslu. Hún hætti að vinna fyrir þremur árum vegna veikinda. „Ég hefði gjarnan viljað vinna lengur, en ég átti ekki kost á vinnu við mitt hæfi. Eldra fólk á yfirleitt mjög erfitt með að finna góða vinnu hafi það ekki rétta menntun. Ég hugsa að það sé heppilegra aö gefa gömlu fólki möguleika á að hætta að vinna smátt og smátt, valdi það starfi sínu á annað borð.“ — Óttast þú einmanalega elli? „Nei, alls ekki. Yfirleitt hugsa ég lítið um ellina sem slíka, mér finnst það ekki rétt. Hins vegar hef ég mín áhugamál og er nógu brött til að gera það sem mig langar til. Ég fer í orlof aldraðra, spilakvöld og er nú að afla mér betri upplýsinga um frekara tómstundastarf fyrir aldraða." — Þekkir þú réttindi aldraöra? „Lítillega hafði ég nú kynnt mér þau áður en ég kom á námskeiðið, en hingað kom ég fyrst og fremst til að afla mér upplýsinga, og upplýsingar hef ég fengið. En ég vil skila því til gamals fólks, að það má ekki vera hrætt við að afla sér upplýsinga. Það verður að hafa döngun í sér. Fólk má ekki vera hrætt við að spyrjast fyrir eða álíta það heimskulegt." Soffía hefur ákveðnar skoðanir á húsnæðismálum, eins og fram kom hér á undan. Hún segir: „Húsnæðismál aldraðra eiga að vera efst á blaði. Þau geta bjargað andlegri heilsu fólks í mörgum til- vikum. Það eru allt of margir á biðlista, sumir þeirra á rándýrum leigumarkaði. Ég þekki dæmi um gamalt fólk sem greiðir 10—12.000 krónur á mánuði fyrir óhentugt húsnæði, sem það veit ekki hvort það fær að halda til langframa. Hér á ég þó fyrst og fremst við fólk sem er sjálfbjarga. Annað viðhorf gildir til þeirra sem er lasið og ósjálfbjarga. Nú er mjög erfitt að fá rétta aðstöðu fyrir slíkt fólk, en það verður þó að gerast. Ég vil bæta því hér við, að mér finnast 30 fermetra íbúðir fyrir einstaklinga kjörin stærð og líklega mjög hagkvæm íbyggingu." „Vinnan heldur sál og líkama íjafnvægi“ „Mér finnst það einna furðuleg- ast að ellilífeyrir og ýmsir styrkir til aldraðra skuli vera skattlagðir. Ég vil koma í veg fyrir það. Eftir að hver einstaklingur er orðinn 70 ára og hættur að vinna og hefur ekki tekjur af atvinnurekstri, þá á hann alfarið að vera skattlaus. Fasteignaskatt má miða við þá notkun sem einstaklingurinn hefur sannanlega af eign sinni og þá á hann ekki að greiða nema að minnsta kosti helming," segir Matthías Matthíasson, 61 árs yfir- verkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Matthías býr ásamt konu sinni í eigin húsi, börnin eru farin að heiman og að eigin sögn hefur hann ágætar tekjur. Hann veit að eftir að hann hættir vinnu, 67 ára, þá nýtur hann góðs af því að hafa alla tíð greitt í lífeyrissjóð, svo tekjulega séð verða viðbrigðin ekki „óviðráðanleg" eins og hann segir sjálfur. „Það veltur allt á heilsu hvers og eins. Ef fólk er hraust, þarf það ekki á aðstoð að halda. Eg veit þó að flestir vilja minnka við sig. Flest- ir munu þá kjósa að komast í íbúð- ir, leiguíbúðir eða eigin íbúðir, þar sem öldrunarhjálp er nálæg og almenn þjónusta fullnægjandi. Til að leysa þennan vanda tel ég far- sælast að til komi samvinna stétt- arfélaga og hins opinbera. Stór fjölbýlishús tel ég fjárhagslega hagkvæm. Ég tel t.d. að tvær stór- ar blokkir eins og verið er að reisa í Bólstaðarhlíðinni, þar sem eru 33 íbúðir í hvorri, séu allt of dýrar. Gáfulegra væri að byggja 100 íbúða hús." — Heldurðu að þú verðir sáttur við að hætta fullri vinnu 67 ára? „Já, og þó fyrr væri. Að vísu vildi ég eiga þess kost að draga smám saman úr vinnunni, án þess þó að fá það á tilfinninguna, að ég væri að taka vinnu frá yngra og færara fólki. Ég tel mjög nauðsynlegt að fólk fái að vinna eftir þörfum til þess að halda sál og líkama í jafn- vægi. Nei, ég óttast ekki ellina. Ég á mér svo mörg og fjölbreytt áhuga- mál að ég þarf engu að kvíða, þess vegna efast ég stórlega um að ég taki þátt í skipulögðu tóm- stundastarfi, þegar þar að kemur." — Hafðir þú einhverjar hug- myndir um rétt aldraðra í almanna- tryggingum, lífeyrissjóðum, hlunn- indum hjá hinu opinbera o.s.frv.? „Ég hef reynt að afla mér upp- lýsinga um réttindi aldraðra. Eg hef aðstoðað aldraða foreldra mína eftir mætti og einnig vini og önnur skyldmenni. Ég er þó ekki fullnuma í þessum fræðum og ég efast um að nokkur sé það, því mér heyrðist ekki betur en að fyrir- lesararnir götuðu á sumum spurn- ingunum á þessu námskeiði." Fólk veit ekki nóg um réttindi sín Rætt viðþijá starfsmenn á Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar Það eru um það bil 1600 heimili sem fá heimilisþjónustu aldr- aðra, flestir einstakl- ingar. Um það bil 600 manns vinna við heimilisþjón- ustuna, flestir í hlutastörfum. Við höfum þó heimild til að ráða i um 200 stööugildi til viðbótar, en þaö hefur ekki tekist vegna launanna," segir Sigríður Hjörleifsdóttir, fé- lagsráðgjafi á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Hún og Auður Jónsdóttir fluttu erindi á námskeið- inu um undirbúning efri áranna, í síðustu viku. Báðar starfa þær við fjármálaráðgjöf, fjárhagsaðstoð og upplýsingamiðlun til aldraðra. Blaðamaður ræddi viö þær um þessi mál. Auður: „í lögum um málefni aldraðra kemur fram að gera eigi öldruðum kleift að búa heima hjá sér sem lengst. Frá mínum bæjar- dyrum séð er ekki nóg gert í þessu sambandi. Til dæmis má alls ekki aðstoða fólk til eignamyndunar. Gallinn er einnig sá að fólk veit ekki nógu mikið um rétt sinn og þess vegna þorir það t.d. ekki að sækja um skerta tekjutryggingu. Það heldur oft, að annaðhvort fáist allt eða ekkert. Það er mikill mis- skilningur, því tekjutryggingin minnkar hlutfallslega eftir því sem viðkomandi hefur meiri tekjur annarsstaðarfrá." Sigríður: „í Reykjavík eru líklega um 10.400 manns 67 ára eða eldri. Tæplega 40% af þeim hafa óskerta tekjutryggingu, en nær ekki endum saman. Vandi þeirra er búa í leiguhúsnæöi er mikill, því 12.000 króna mánaðarleiga er mjög algeng, það lifir enginn á mismuninum, því fullar trygginga- bætur eru um 17.000 krónur fyrir einstakling." Auður: „Ástæðan fyrir þessu er viðmiðunin, þ.e.a.s. lægsti taxti Petrína Ásgeirsdóttir, félagsráðgjafi. Dagsbrúnar, sem kostnaður við heimilishald er miðaður við. Eng- inn vinnur lengur eftir þessum taxta og þess vegna er hann út í hött." Það kom fram hjá þeim Auði og Sigríði að fólk á rétt á aö leita til Félagsmálastofnunarinnar um styrk eða aðstoð. Á árinu 1984 bárust 207 umsóknir um fjárhags- aðstoð qg var leyst úr 158 beiön- um. Ýmist er um beina peninga- > nnaé—I -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.