Morgunblaðið - 26.03.1986, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.1986, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 26. MARZ1986 Carrington lávarður, aðalframkvæmdastjórí NATO; Sovétríkin hafa stóreflt flota sinn í norðurhöfum Aðild íslands að NATO því enn mikilvægari en áður Á ÞVÍ leikur enginn vafi, að Sovétríkin hafa stóreflt flota sinn í norðurhöfum á undanförnum árum og yfirburðir Atlantshafsbanda- lagsins á ]>essu svæði eru greinilega minni en áður. Af þessum sökum eru aðild Islands að NATO og sú aðstaða, sem Island lætur í té fyrir varnarstöð bandalagsins enn mikilvægari enn nokkru sinni fyrr. Þetta kom m.a. fram í máli Carringtons lávarðar, aðalfram- kvæmdastjóra NATO, á fundi með fréttamönnum á Hótel Sögu í gær. Hann tók það ennfremur fram, að bandalagið reiði sig, að því er styrk þess varðar, á að Atlantshafíð þjóni sem brú milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Island væri í vissum skilningi hluti af þessari brú. Alveg eins og landið öðlast aukið öryggi með bandalagi sínu við nágrannana báðum megin Atlantshafsins, þá styrki það bandalagið með framlagi sínu og þeirri aðstöðu, sem það láti í té til eflingar sameiginlegum vömum bandalagsins. Carrington kvaðst heimsækja öll aðildarlönd Atlantshafsbandalags- ins helzt eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Þó að tækifæri gæfíst til þess að ræða við utanríkisráðherra aðildarlandanna að minnsta kosti tvisvar á ári skipti það ekki síður máli að sjá löndin í reynd og geta þannig kynnt sér frá fyrstu hendi þau vandamál, sem þau ættu við að etja. Carrington var spurður um af- stöðu bandalagsins til þess, að Is- land hefði ákveðið að taka meiri þátt í hemaðarsamstarfi bandalags- ins en áður. Svaraði hann því á þann veg, að sérhvert aðildarland NATO tæki sjálft ákvörðun um það, að hve miklu leyti það tæki þátt í starfsemi bandalagsins á hveiju sviði út af fyrir sig. Sem aðalframkvæmdastjóri NATO kvaðst hann hins vegar fagna því, að íslenzka stjómin hygðist taka meiri þátt í hemaðar- samvinnunni innan NATO. En það væri algerlega á valdi íslendinga að ákveða, hversu langt og hve mikið þeir vildu leggja af mörkum í þessu tilliti. Það væri aftur á móti augljóst, að því meira sem aðildar- þjóðimar legðu af mörkum til bandalagsins, þeim mun betra væri það fyrir það. Carrington lávarður var spurður álits á atburðum þeim, sem orðið hefðu á Sidraflóa við norðurströnd Líbýu. Kvaðst hann ekki telja skyn- samlegt, að hann færi að tjá sig um þá nú. Bandaríkjamenn hefðu staðið í nánu sambandi við banda- lagsríki sín og skýrt jafnóðum frá því, sem þama hefði gerzt. Það væri býsna ljóst, að það, sem gerzt hefði, hefði átt sér stað á alþjóða siglingaleið. Sjá ennfremur ræðu Carr- ingtons lávarðar á fundi SVS og Varðbergs á bls. 7. Morgunblaðið/RAX Carrington lávarður, aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalags- ins, á fréttamannafundinum á Hótel Sögu í gær. Þjóðhagsstofnun kannar upplýsingar um fátækt RÍKISSTJÓRNIN hefur falið Þjóðhagsstofnun að gera ýtar- lega úttekt á upplýsingum þeim um fátækt hér á landi, sem fram komu á nýlegri ráðstefnu Sam- bands félagsmálastjóra. Alex- ander Stefánsson, félagsmála- ráðherra, greindi frá þessu við utandagskrárumræður á Alþingi í gær um framkvæmd fátæktar- laga. Guðrún Helgadóttir, þingmaður Alþýðubandalagsins, hóf umræð- una og sagði, að almenn laun í landinu væm langt undir fram- færslukostnaði. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, sagði að rekja mætti fátæktina til stjómarstefnu núverandi ríkis- stjómar er tæki fjármagnið fram yfír fólkið. Eyjólfur Konráð Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, taldi hins vegar að fátækt hefði verið að grafa um sig á verðbólgu- árunum, en síðasta vinstri stjóm falið hana með erlendum lántökum. Sjá nánar á þingsíðu bls. 30. Leitarmenn bíða af sér foráttuveður í Bjarnarhíði Egilsstöðum, 25. mars. NOKKRIR félagar úr Björgun- arsveitinni Gró á Egilsstöðum, sem Ieituðu fjögurra manna frá Stöðvarfirði og Fáskrúðs- firði á fjöllum norðaustur af Vatnajökli i gær og nótt, biðu í kvöld af sér foráttuveður í sæluhúsinu Bjarnarhíði við Hvildarkletta fremst i Leiru- dal, miðja vegu milli Horn- brynju og Ódáðavatna. Þangað komu leitarmennimir í gær en vegna illviðris og gangtruflana í snjóbíl og vélsleðum komust þeir ekki lengra. Ætluðu þeir ekki að leggja af stað tíl byggða fyrr en veður gengi niður. Fjórmenningamir, sem hafin var leit að á Jökuldals- og Fljóts- dalsheiðum, komu heilir á húfi til byggða laust fyrir kl. 17 í dag. Það var bóndinn í Höskuldsstaða- seli í Breiðdal, sem tilkynnti stjómstöð Björgunarsveitarinnar Gróar á Egilsstöðum að fjórmenn- ingamir væru komnir þangað heilir á húfí. Fjórmenningamir, Svavar Ing- ólfsson, Guðlaugur Unnarsson og Magnús Aðils Stefánsson frá Stöðvarfirði, og Guðbjöm Sigur- pálsson frá Vík í Fáskrúðsfírði, héldu til heiða upp úr Breiðdal á Qórum vélsleðum á laugardaginn og hugðust koma til byggða aftur á sunnudag. Þeir em allir vanir fjallamenn og vom vel búnir til farar nema hvað talstöð höfðu þeir enga. Þegar fjórmenningam- ir höfðu ekki skilað sér til byggða á mánudag var Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum gert viðvart og var leitarflokkur sendur til flalla í gærkvöld til að svipast um eftir mönnunum. í morgun náðu leitarmenn til sæluhússins. í gestabók þess mátti sjá, að fjórmenningamir hefðu komið þangað á laugardeg- inum og dvalist þar um klukku- stund en ráðgert að halda þaðan í skálann í Geldingafelli. Þangað náðu þeir á laugardag og héldu sig þar vegna illviðris þar tii um sjöleytið í moigun, að þeir héldu til byggða og náðu að rata rétta leið eftir áttavita og kennileitum. Þeir vom vel á sig komnir þegar þeir komu í Hösk- uldsstaðasel kl. 17 í dag en urðu hinsvegar að skilja einn sleðann eftir skammt frá Bjamarhíði vegna bilana. Leitarmenn í Bjamarhíði em enn ókomnir til byggða, eins og fyrr segir, en leitarflokkum, sem lögðu af stað til leitar í dag, var hinsvegar snúið við og em þeir nú komnir til síns heima. Alls tóku tólf manns beinan þátt í leitinni á snjóbílum og snjósleðum auk Qölmargra leitarmanna, sem vom reiðubúnir til leitar ef þörf krefði. — Ólafur Akureyri: Listi sjálf- stæðismanna ákveðinn Akureyri. Framboðslisti Sjálfstæðis- flokksins á Akureyri fyrir bæjar- sljórnarkosningarnar í vor var endanlega ákveðinn í gærkvöldi. Listinn er þannig; 1. Gunnar Ragnars, 2. Sigurður J. Sigurðsson, 3. Bergljót Rafnar, 4. Bjöm Jósef Amviðarson, 5. Tómas Gunnarsson, 6. Guðfínna Thorla- cius, 7. Jón Kr. Sólnes, 8. Eiríkur Sveinsson, 9. Björg Þórðardóttir, 10. Bárður Halldórsson, 11. Þor- björg Snorradóttir, 12. Gunnlaugur Búi Sveinsson, 13. Nanna Þórs- dóttir, 14. Júlíus Snorrason, 15. Ami Stefánsson, 16. Hólmgeir Valdimarsson, 17. Sigríður Valdi- marsdóttir, 18. Davíð Stefánsson, 19. Ingi Þór Jóhannesson, 20. Sverrir Leósson, 21. Margrét Krist- insdóttir, 22. Jón G. Sólnes. Hlutafjáraukning Amarflugs: Frestur fram- lengdur um hálfan mánuð STJÓRN Amarflugs hefur ákveðið að framlengja til 7. apríl frest fyrir nýja hluthafa til að ganga frá hlutafjárloforðum siniim. Ástæðan mun vera sú, að sam- steypa aðila í ferða- og flutninga- þjónustu, sem sýnt hefur áhuga á kaupum bréfa I félaginu, telur sig þurfa meiri tíma til að kynna sér ýmis mál í rekstri Amarflugs, svo og tíma til að útfæra nánar hug- myndir sínar um breytingar þar á. Hluthafar í Amarflugi heimiluðu stjóm félagsins fyrr í vetur að bjóða út allt að þrefóldun hlutafjár félags- ins, þ.e. úr liðlega 46 milijónum króna í allt að tæpar 97 milljónir, til að bæta eiginfjárstöðu þess. Ekki er talið ólíklegt, að verði úr kaupum áðumefndrar samsteypu verði hlutaféð alls um 60 milljónir. Metsala hjá Smáey VE Vestmannaeyjum, 25. mars. MJÖG gott verð hefur fengist fyrir gámafisk í Englandi síðustu daga. í morgun fékk Smáey VE eitt hæsta meðalverð úr einum gámi, sem um getur, eða röskar 83 krónur fyrir hvert kíló. Alls voru f þessum gámi 15.650 kíló af ýsu, þorski og kola. Fyrir þetta magn fengust 21.418 sterl- ingspund, eða 1,3 milljónir króna. Meðalverð fyrir þorskkflóið var 85 krónur, 86 krónur fyrir stórýsu og 69 krónur fyrir kola. 90% aflans fóru í hæsta gæðaflokk. Hið nýstofnaða fisksölufyrirtæki Péturs Bjömssonar, fsberg, annað- ist þessa sölu fyrir útgerð Smáeyjar. — hkj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.