Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 Carrington lávarður á fundi SVS og Varðbergs: Einhliða „útþurrkun“ kjarn- orkuvopna leysir ekki vandann Efla þarf traust milli þjóða og semja um virkt eftirlit með afvopnun CARRINGTON lávarður, framkvæmdastjóri Atlantshafs- bandalagsins, sagði á fundi Samtaka um vestræna samvinnu að „útþurrkun“ kjarnorkuvopna „myndi fremur auka styrj- aldarlíkur en minnka“ ef ekki yrði jafnframt gert átak til að draga úr ójafnvægi milli austurs og vesturs í hefð- bundnum vopnum og efnavopnum. Hann sagði í ræðu á Hótel Sögu, að brytist út styijöld í Evrópu hæfust átökin liklega með venjulegum vopnum og tjónið vegna þeirra yrði meira en við hefðum nokkru sinni kynnst í mannkyns- sögunni. Hann sagði, að varnarorð sín vegna þeirrar hættu, sem kynni að stafa af „útþurrkun“ kjarnorkuvopna, mætti ekki nota sem röksemd gegn þvi að stigin yrðu skref til að fækka kjarnorkuvopnum, heldur léti hann þessa skoðun í ljós til að vara menn við því að einblína um of á kjamorku- vopn, þegar þeir mætu hernaðarstöðuna milli austurs og vesturs. Þessi skoðun Carringtons kom fram, þegar hann ræddi almennt um samskipti austurs og vesturs. Hann sagði, að mjög gagnlegt væri að líta á viðteknar skoðanir og íhuga, hvort þær ættu við rök að styðjast. A hinn bóginn væri nauðsynlegt að á alþjóðavett- vangi reyndu menn að komast að betra samkomulagi en nú um það fyrir hveiju þeir vildu beij- ast, hvert þeir vildu stefna og hvers vegna. Harmel-skýrslan Framkvæmdastjórinn taldi, að ákvæði Atlantshafssáttmálans frá 1949 um virðingu fyrir lýð- ræði, einstaklingsfrelsi og lögum og rétti kæmu til móts við vonir manna um betri heim. A hinn bóginn hefðu liðið átján ár frá því að sáttmálinn var undiritað- ur, þar til bandalagsþjóðimar hefðu komist að sígildri niður- stöðu um það, hvemig haga beri samskiptum austurs og vesturs. Þessari niðurstöðu væri lýst í Harmel-skýrslunni frá 1967. Þar væri hlutverk bandalagsins talið í megindráttum tvíþætt. í fyrsta lagi bæri því að stuðla að nægi- legum vamarmætti og pólitískri samstöðu til að halda aftur af hugsanlegum árásaraðila, og í öðm lagi bæri því að leita leiða til að skapa stöðugleika í sam- skiptum austurs og vesturs með það fyrir augum, að unnt reynist Búnaðarbankinn: Kristinn Zimsen ráð- inn aðstoðarbankastj óri KRISTINN Zimsen viðskipta- fræðingur hefur verið ráðinn aðstoðarbankasijóri í Búnaðar- bankanum. Hann mun væntan- lega taka til starfa þar um eða upp úr mánaðamótunum. Krist- inn tekur við starfi aðstpðar- bankastjóra af Guðmundi Árna- syni, sem nú lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Kristinn Zimsen fæddist 15. janúar 1942, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1961 og lauk viðskiptafræðiprófí frá Háskóla íslands 1966. Frá þeim tíma og þar til snemma árs 1971 var hann starfsmaður Efnahags- stofnunarinnar en síðan vann hann hjá Landsbanka íslands sem for- stöðumaður Atvinnujöfnunarsjóðs. Á árunum 1972-1978 var hann í Ieyfí frá Landsbankanum og vann þá að málefnum Byggðasjóðs hjá Framkvæmdastofnun ríkisins. Þangað réð hann sig í fast starf í annarra. Þau leita ekki eftir yfirburðum á hemaðarsviðinu og leitast ekki við að grafa undan lögmætum öryggishagsmunum annarra með aðgerðum á stjóm- málasviðinu. • Vesturlönd líta á samn- inga um takmörkun vígbúnaðar og afvopnun sem hluta af eigin öryggisstefnu en ekki sem and- stæðu við hana. Að því yrði að huga, að samningar um afvopn- un styrktu öryggi Vesturlanda. • Að samskipti austurs og vesturs snerta fleiri þætti en takmörkun vígbúnaðar og af- vopnun og að bilið milli ríkja í austri og vestri þurfí að brúa með einhveiju, sem er efnismeira en venjubundin skipti á ballett- hópum og opinberum sendi- nefndum. Eftirlit mikilvægt Framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins taldi mestu máli skipta að auka traust á milli austurs og vesturs og út- rýma þannig þeirri tortryggni, sem nú setur svip sinn á al- þjóðamál. Carrington taldi, að allir samningar um afvopnun byggð- ust á samkomulagi um eftirlit um að þeim væri framfylgt. Hann sagði, að skoðanir manna á því, hvað Sovétmenn vildu í þessu mikilvæga efni, væru skiptar. Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefði tekið þann- ig til orða, að ætla mætti, að Sovétmenn kynnu nú að viður- kenna mikilvægi eftirlits. Á hinn bóginn hefðu samningamenn Varsjárbandalagsins í viðræðun- um um jafnan og gagnkvæman samdrátt venjulegs herafla brugðist þannig við síðustu til- lögum Vesturlanda, að það lofí síður en svo góðu um fram- haldið. Hafí þeir ekki síst tekið hugmyndum um eftirlit illa. Gorbachev þurfí nú að taka af skarið í þessu efni og skýra frá því, hvað vakir raunverulega fyrir Sovétstjóminni. að leysa úr þeim stjómmála- vanda, sem að baki býr. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu á stjómmálavettvangi bandalags- ins, lægi það ekki afdráttarlaust fyrir, hvað gera þyrfti á hemað- arsviðinu, eða með hvaða samn- ingum væri unnt að ná varanleg- um árangri á stjómmálasviðinu. Lávarðurinn sagði, að í þessu efni yrði bandalagið meðal ann- ars að taka mið af hemaðarum- svifum Sovétmanna. Þau ylgust og breyttust hvort heldur litið væri til gæða eða magns. Þessar breytingar hefðu áhrif á mat vestrænna ríkisstjóma á hveij- um tíma. Grundvallar stefna Carrington nefndi nokkur atriði, sem hann taldi, að móta ættu grundvallarstefnu banda- lagsþjóðanna og gætu staðið óhögguð, þrátt fyrir breytingar á hemaðarsviðinu: • Herir NATO-ríkja grípi ekki til vopna nema á þá sé ráð- ist. Þeir þurfi hvorki að vera jafn mannmargir og vel víg- væddir og herir Varsjárbanda- lagsins. • Varnarmálastefna NATO taki í senn mið af kjam- orkustyrk og venjulegum her- styrk Sovétríkjanna. • Vesturlönd tryggja ekki öiyggi sitt með því að ganga á hagsmuni Sovétríkjanna eða Carrington lávarður, framkvæmdastjóri NATO, flytur ræðu sína á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu á Hótel Sögu í gær. Til vinstri á myndinni situr Hörður Einarsson, formaður SVS, en til hægri á myndinni þeir Gunnar Jóhann Birgisson, formaður Varðbergs, og Magnús Þórðarson, starfsmaður Atlantshafsbandalagsins á íslandi. Kristín Siemsen. mars 1978 og var þar fram í sept- ember á sfðasta ári, að stofnunin var lögð niður. Frá febrúar til sept- ember 1985 var hann annar tveggja forstjóra stoftiunarinnar. Fermingaigjöf sem getur skipl sköpum Sölustaðir: Flest apótek, Hjálparsveitir skáta um land allt, Skátabúðin Snorrabraut og ýmsar sérverslanir. LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.