Morgunblaðið - 26.03.1986, Page 25

Morgunblaðið - 26.03.1986, Page 25
Sitt er hvað, vinsældir og verðlaun Los Angeles, 25. mars. AP. ÞAÐ fer ekki alltaf saman þegar kvikmyndir eiga i hlut, mikil aðsókn almennings að myndinni og viðurkenning bandarisku kvikmyndaakademíunnar. Kom Stta vel í ljós á nýafstaðinni ikarsverðlaunahátíð. Hér á eftir verða nefndar þær fimm myndir, sem mestum hagnaði skiluðu á síðasta ári, og tiinefn- ingar, sem þær fengu: 1. „Aftur til framtíðar" færði framleiðendunum 94 milljónir dollara í aðra hönd og var tilnefnd til fernra verðlauna: Fyrir handrit, söng, hljóð og hljóðstjóm. 2. „Rambo II“. Hagnaður 80 millj. dollara og ein tilnefning, fyrir hljóðstjóra. 3. „Rocky IV“. Hagnaður 65 millj. dollara og engin tilnefn- ing. 4. „Cocoon“, 40 millj. dollara og tvær tilnefningar. Fyrir góða frammistöðu leikara í auka- hlutverki og fyrir sjónbrellur. 5. „Grallaramir", 30 miHjónir dollara og engin tilnefning. ________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986_25 Tók þátt í stríðsaðgerð- um Þjóðveija 1 Júgóslavíu í tímaritinu, sem kom út í gær, segja leiðtogamir, að Waldheim verði undir smásjá samtakanna allt kjörtímabilið, verði hann hann kjörinn, því að samtökin hafi ráðið í þjónustu sína sérfræðinga í mál- efnum Þriðja ríkisins og muni þeir leita upplýsinga um hann í Banda- ríkjunum, Þýskalandi, Júgóslavíu, Sovétríkjunum og Austurríki. A sunnudag skoraði nasistaveið- arinn Simon Wiesenthal á Júgó- slava að segja álit sitt á þeirri fullyrðingu Heimssambands gyð- inga, að þeir hefðu lýst eftir Wald- heim árið 1948 vegna meintra stríðsglæpa. Wiesenthal kvað nauðsynlegt að fá umsögn Júgó- slava um þetta efni, því að ýmislegt benti til þess, að Waldheim væri hafður fyrir rangri sök. I gær birtist grein í júgóslavn- eska tímaritinu Start, þar sem greint er frá því, að á árinu 1942 hafi Waldheim gegnt herþjónustu í þýskri herdeild, sem staðið hafi fyrir „útrýmingarherferð gegn óbreyttum borgurum" í Bosnía- fjöllum í Júgóslavíu. Waldheim hefur aldrei getið þess, að hann hafi tekið þátt í stríðsaðgerðum í Bosníu, en frétta- fulltrúi hans staðfesti seinni part dags í gær, að hann hefði um tíma verið túlkur í ítalskri herdeild, sem verið hefði hluti af þýsku heijunum þar. Start kveður engan vafa leika á því, að Waldheim hafi tekið „virkan þátt“ í stríðsaðgerðum Þjóðveija í Júgóslvaíu. Blaðið segir enn frem- ur, að öllum karlmönnum Qallahér- aðsins yfir 14 ára aldri hafi verið útrýmt í kjölfar skæruliðaárása í júníogjúlí 1942. Fréttafulltrúi Waldheims sagði: „En hann tók aldrei þátt í neinum bardagaaðgerðum, og þess vegna komst hann aldrei í tæri við skæru- liða.“ — segir júgóslavneskt tímarit um Kurt Waldheim Vín, 24. mars. AP. LEIÐTOGAR Heimssambands gyðinga hafa varað Austurríkis- menn við því í viðtali við austurrískt tímarit, að erfiðir tímar séu _ framundan hjá Waldheim og þjóð hans, ef hann hljóti kjör i forsetakosningunum 4. maí nk. Alusuisse: Dótturfyrirtækin í Hollandi hagnast Wageningen, 25. mars. Frá Eggert H. í Hollandi. í HOLLANDI eru fjögur dóttur- fyrirtæki Alusuisse starfandi. Þijú fyrirtækjanna eru i Rott- erdam og eitt í Veenedaal. Að sögn W. Nugteren, fram- kvæmdastjóra Alusuisse Beheer í Hollandi, skila öll dótturfyrir- tækin í Hollandi ágóða og munu þvi að sinni sleppa við endur- skipulagningu og samdrátt. W. Nugteren lét ennfremur hafa eftir sér, að gamla stjómin í Sviss hefði verið allt of bjartsýn varðandi Kjartanssyni, fréttaritara Morgunblaðsins markaðsþróunina á álmörkuðunum. Það skipti mestu máli, að rangar áætlanir varðandi verð á áli og kostnað við vinnsluna hefðu verið gerðar. Að mati W. Nugteren var verðlækkunin á síðasta ári viðbrögð við því, að þrátt fyrir samdrátt í framleiðslu í heiminum var um sáralítinn samdrátt birgðanna að ræða. Einnig hafði verðhrunið á tinmörkuðunum í London mikið að segja um verðþróun álsins. I dótturfyrirtækjum Alusuisse í Hollandi starfa um 750 manns. Hverjir báru sigur úr býtum? Los Angeles, 15. mars. AP. HÉR FER á eftir listi yfir helstu sigurvegara 58. Óskarsverð- launahátíðarinnar: Besta kvikmyndin: „Jörð í Afr- íku“. Besti leikarinn: William Hurt í myndinni „Koss kóngulóarkonunn- ar“. Besta leikkonan: Geraldine Page í myndinni „The Trip to Bountiful". Leikari í aukahlutverki: Don Ameche í „Cocoon". Leikkona í aukahlutverki: Anj- elica Huston í „Heiður Prizzi’s". Besta leikstjórn: Sydney Pollack fyrir myndina „Jörð í Afríku". Besta erlenda kvikmyndin: „Hin opinbera skýring" frá Argentínu. Frumsamið kvikmyndahandrit: William Keney, Pamela Eallace og Earl W. Wallace fyrir handrit að „Vitninu". Besta handritsgerðin: Kurt Luedtke í „Jörð í Afríku". Frumsamið lag: „Say you, say me“. Frumsamin tónlist: John Barry fyrir tónlistina í „Jörð í Afríku". Klipping: „Vitnið". Sjónbrellur: „Cocoon". Stutt teiknimynd: „Anna og Bella". Búningagerð: „Ran“. Heimildakvikmynd: „Broken Rainbow". Förðun: „Gríman". Hljóð: „Jörð í Afríku". Stutt heimildamynd: „Stríðsvitn- ið“. Sviðsmynd og hönnun: „Jörð í Afríku". Hljóðstjóm: „Aftur til framtíð- ar“. Kvikmyndun: David Watkin fyrir „Jörð í Afríku". Áður en sjálf Óskarsverðlauna- hátíðin hófst voru þremur mönnum veitt sérstök verðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndalistarinar. Charles „Buddy" Rogers fékk Jean Hers- holt-verðlaunin svokölluðu og þeir Paul Newman og Alex North fengu heiðursverðlaun akademíunnar. Verðlagið hjá okkur strax á hraðri niðurieið Nú eru gjafavörurnar verulega ödýrar! Við erum fylgjandi öllum aðgerðum, sem lækka verðbólgu, skapa stöðug- leika og gefa fyrirheit um betri afkomu. Við lækkuðum strax verð á öllum þeim vörum sem taka tollabreytingum. Við göngum skrefi lengra og lækkum verð meir en tollabreytingum nemur á fjölda vörutegunda. Dæmi um verð fyrr og nú: Áður 8.900.- Áður 6.900.- Áður 1.480.- Áður 2.980 - Verslunin PFAFF Borgartúni 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.