Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 37

Morgunblaðið - 26.03.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1986 37 fædd er Laxdal. Þau kynntust í Sinfóníuhljómsveit íslands, þar sem þau spiluðu oft bæði, en einnig lék Ingi áður í Strengjasveit Reykjavík- ur á meðan hún starfaði. Börn þeirra eru tvö: Sveinbjöm Össur, tölvufræðingur, og Guðrún Guð- munda, sálfræðingur. Ingi starfaði lengi við bókhald hjá Afgreiðslu smjörlíkisgerðanna, en tók síðan kennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og stundaði tónlistar- kennslu eftir það, á Akranesi, í Kópavogi, Keflavík og Hafnarfirði. Af forfeðrunum hafði Ingi mest dálæti á langafa sínum, Sveinbimi Egilssyni, og skírði son sinn í höfuð- ið á honum. Oft hafði hann orð á því við mig, að sér þætti Sveinbjöm liggja óbættur hjá garði, og ég man að hann reiddist er hann hafði lesið hina ágætu ævisögu Steingríms Thorsteinssonar eftir Hannes Pét- ursson skáld; þótti hann draga um of taum skólapilts og forsprakka á kostnað rektors í hinu ógeðfellda pereati. Á tvöhundruð ára. afmæli Reykjavíkurborgar er fróðlegt að geta þess, að um miðja nítjándu öld hljómaði ekki önnur tónlist í höfuð- borginni en orgelspil í dómkirkjunni og flautuleikur Sveinbjamar Egils- sonar á heimili sínu þegar rökkva tók. Nú ríkir hér hins vegar tónlistar- menning svo blómleg, að undrun vekur og aðdáun með þegnum stór- þjóða. Algjör bylting hefur orðið í þessum efnum á fáum áratugum — og hana eigum við að þakka mönn- um eins og Inga B. Gröndal; mönn- um, sem trúðu á framtíð tónlistar- innar og helguðu henni líf sitt og starf eins og frekast var unnt. Um leið og ég flyt aðstandendum öllum dýpstu samúðarkveðjur, kveð ég frænda minn hinsta sinni með þessu erindi, sem Sveinbjöm Egils- son hefur þýtt: Alltáégannað efni Ijóða, annaðangursmein um að kveða, ensvifiðhafi sinni nokkru yfir hljómfagra hörpustreingi. Gylfi Gröndal Kveðja frá nemanda: Ég byijaði að læra hjá Inga þegar ég var sjö ára. Ég gleymi aldrei fyrsta tímanum, því ég var svo feimin við þennan mann. En ég hætti strax að véra feimin þegar ég fór að kynnast honum. Ingi var mjög bamgóður. Hann var ailtaf rólegur og þolinmóður, sama hvað gekk á í tímum. En hann var Iíka skemmtilegur. Ég hafði gaman af því að hlusta á hann segja frá því þegar hann var sjálfur að læra á fiðlu á kreppuárunum. Svo sagði hann margar fyndnar sögur úr sinfóníuhljómsveitinni áður fyrr, svo við veltumst um af hlátri. Ingi reyndist mér sérstaklega vel. Ef mig vantaði nótur, var hann vís til að gefa mér þær. Hann átti til að kenna mér fram á sumar, ef ég hafði misst úr vegna veikinda. Ingi var ekki bara kennari, hann var góður vinur. Ég er þakklát fyrir að Ingi skuli hafa verið fyrsti fiðlu- kennarinn minn, og ég og fjölskylda mín sendum Herdísi innilegar sam- úðarkveðjur. Hlín Erlendsdóttir Höggdeyfac Reiðégsuðurmeð Rauðkúlu. Blastiþáviðmér Breiðifjörður skínandifagur ískrautimorguns, alsettur hólmum ogeyjumgrænum. Þeim Benedikt og Sigurlaugu varð sjö bama auðið, sem nú eru öll látin, mörg hver langt um aldur fram. Ingi var yngstur þeirra, en hin eru: Valborg Elísabet, Sigurður, Eiríkur, Ragnheiður, Haukur og Þorvaldur. Ingi var tíður gestur á bemsku- heimili mínu í Skálholti við Kapla- skjólsveg. Ég finn ennþá skýrt Qörutíu ára gamla og notalega til- flnningu, þar sem ég stend við glugga og sé hvar grænn sendibíll af Morrisgerð kemur akandi upp afleggjarann að húsinu. Þennan bfl átti Ingi. Og fyrr en varði var hann kominn inn úr dyrunum, glaður og geislandi af atorku, fríður sýnum og fíngerður, eilítið tekinn að gildna og missa hárið. Hann settist, trommaði fíðlugrip á stólbrík með fíngrunum og hummaði um leið brot úr nýjasta tónverkinu, sem hann var að æfa. Hann skildi sálir bama betur en flestir aðrir, lét sér annt um okkur frændsystkini sfn og var örlátur við okkur langt umfram fjárhagslega getu; gaf mér til að mynda reiðþjól í viðurkenningarskyni fyrir árangur á bamaprófi og í fermingargjöf forláta bréfhníf úr silfri, sem liggur enn á skrifborði mínu. Við bjuggum lengi í Skálholti og í fyrstu stóð húsið á stóm, hvann- grænu túni. Á stríðsárunum var það hins vegar umkringt bröggum, og nábýlið við herinn og háskalegir atburðir sem þar gerðust á stundum vöktu ugg í ungu bijósti. Þegar hildarleikurinn mikli var svo loks Minning: Ingi B. Gröndal Fæddur 18. október 1920 Dáinn 20. mars 1986 Og hljómgeislinn titrar, án ljóss og án litar, Ijómar upp andann, sálina hitar og brotnar í bijóstsins strengjum. Þannig yrkir Einar Benediktsson við upphaf kvæðisins í Dísarhöll, sem varð til er hann hafði hlýtt á hljómleika í Queen’s Hall í Lundún- um. Hljómsveitin lék meðal annars forleikinn að þriðja þætti óperunnar Lohengrin eftir Wagner, en Einar hafði ekki heyrt hann áður. Og svo gagntekinn varð hann af hrifningu, að honum tókst að lýsa í orðum áhrifum máttugra tóna betur en öðrum íslenskum ljóðskáldum. Þessi mikli óður til hljómlistar- innar kom mér í hug, þegar ég frétti lát föðurbróður míns, Inga B. Gröndal, fíðluleikara og tónlistar- kennara, en hann var einn þeirra manna, sem lutu tónlistargyðjunni af lotningu og auðmýkt. Hann var hugljúfur maður, næmgeðja, list- rænn og göfuglyndur. Hann gerði sér far um að vísa öðrum veginn að þeim gæðum lífsins, sem ekki verða metin til fjár: veröld tóna og ljóða — og fyrir þá dýrmætu leið- sögn vil ég þakka með þessum lín- um. Ingi Baldur Gröndal fæddist hinn 18. október árið 1920 og var því aðeins 65 ára þegar hann lést, en hann átti við erfíðan hjartasjúkdóm að stríða síðustu árin. Foreldar hans voru Sigurlaug Guðmundsdóttir, sjómanns í Ólcifsvík, Guðmundsson- ar, og Benedikt Þorvaldsson Grönd- al, skrifari og skáld. Benedikt var sonur séra Þorvalds Stefánssonar í Hvammi I Norður- árdal og Valborgar Elísabetar, dótt- ur Sveinbjamar Egilssonar rektors, en hún lést af bamsfararsótt, þegar hún eignaðist hann. Hann ólst upp hjá móðursystur sinni, þeirri litríku merkiskonu Þuríði Kúld í Flatey og manni hennar séra Eiríki — og orti margan lofsönginn um náttúrufeg- urð BreiðaQarðar: til lykta leiddur, breyttist amerískur kampur í íslenskt fátækrahverfí. Gamla bændasamfélagið riðaði tiL falls, og fólksflóttinn á mölina var hafinn. Þannig speglaðist umrót þjóðar- sögunnar á túninu heima hjá okkur. Mótvægi þess var tónlist Inga og ritstörf föður míns að næturlagi eftir langan vinnudag. Þeir urðu tákn þess, sem var ofar öllu öðru og gat staðist tímans tönn. Hinn 7. júlí árið 1956 kvæntist Ingi eftirlifandi konu sinni, Unu Herdísi Gröndal, fíðluleikara, sem ■ . Draumamir rætast í Night & Day Sængurfatnaður í hæsta gæðaflokki Kaupfélögin um allt land Mikligaröur, Torgiö, Domus og P

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.